Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 48. TBL. 86. ÁKG. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Njdsnum Israela í Sviss mdtmælt Ofbeldi fær ekki truflað friðarferli London. Reuters. TONY Blair og Bertie Ahern, for- sætisráðherrar Bretlands og Ir- lands, sögðust í gær staðráðnir í því að ofbeldisaðgerðir á Norður- Irlandi undanfarið fengju ekki eyðilagt tilraunir til þess að finna friðsamlega lausn deilunnar um framtíð héraðsins. „Við megum ekki láta fólk sem lætur sig lýðræðið engu varða og er áhugalaust um að semja um frið eyðileggja friðarumleitanina," sagði Ahem eftir klukkustundar langan fund þeirra Blairs í London. Reyndu þeir að meta hvaða möguleikar væru á að þoka viðræð- unum áfram og komast að sam- komulagi eftir að hafa vikið Sinn Fein, stjórnmálaarmi írska lýð- veldishersins (IRA), tímabundið frá viðræðuborði. Fyrir fundinn sagði Blair að of- beldisaðgerðir væru einungis til þess fallnar að gera hann ákveðn- ari í að finna friðsamlega lausn. Ahern sagðist ekki hafa hvatt Blair til þess að verða við óskum leiðtoga Sinn Fein að veita þeim áheyrn. Leiðtogar flokksins sögð- ust í gærmorgun þess fullvissir að þeir gengju innan skamms á fund Blairs til að ræða um brottvikning- una. Flokkar norður-írskra sam- bandssinna hafa hótað að ganga frá viðræðunum veiti Blair fulltrúum Sinn Fein áheyrn áður en þeim er ætlað að setjast aftur að samninga- borði eftir 10 daga. Auka veiði á hrefnu (jsió. Morgunbiaðid. NORSKIR hvalveiðimenn fá að skjóta 671 hrefnu á vertíð þessa árs og þar af mega þeir veiða 178 dýr í Norðursjónum, eða 49 fleiri en í fyrra. Þegar á heildina er litið er veiðikvótinn aukinn um 91 hrefnu frá í fyrra. Aukningin er að miklu leyti skýrð með þvl að afgangskvóti frá í fyrra sé fluttur milli ára, en þá tókst norskum hvalföngurum ein- ungis að ná 503 hrefnum af 580 sem veiða mátti, samkvæmt ákvörðun norsku stjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum norskra rannsókna, sem viðurkenndar eru af Alþjóðahvalveiðiráðinu, eru 112.000 hrefnur í Norður-Atlants- hafsstofninum. Húsin í sjó fram GÍFURLEGT tjón hefur orðið í Kalifornfu undanfarnar vikur vegna storma, stórsjóa og úr- komu. Meðal annars hefur sjávar- aldan skafið burt strandlengjuna við Del Mar og á hverri stundu er búist við að hús, sem áður stóðu ofan fjörukambsins, hverfi í hafið. Hin óvenjulega veðrátta er rakin til E1 Niiio-Kyrrahafsstraumsins. allra fyrst og vísa honum síðan úr landi. Breska dagblaðið Guardian hafði eftir ónafngreindum heimild- armönnum að njósnararnir hefðu reynt að brjótast inn í íbúð eins af forystumönnum Hizbollah, hreyf- ingar sem nýtur stuðnings Irana og berst við ísraelskar hersveitir í suðurhluta Líbanons. Áður höfðu svissnesk yfirvöld vísað á bug fréttum um að leyniþjónustumenn- imir hefðu verið að njósna um íranskan stjómarerindreka. ■ Andvaka kona/21 ---------------- Winfrey vann dómsmál Amarillo. Reuters. SJÓNVARPSKONAN Oprah Winfrey fór með sigur af hólmi í meiðyrðamáli, sem kúabændur í Texas höfðuðu á hendur henni vegna ummæla í einum þátta hennar. Bændurnir kröfðust skaðabóta á grundvelli þess að ummælin hefðu dregið úr kjötsölu. I þættinum vöraðu grænmetisætur við neyslu nautakjöts vegna hugsanlegrar út- breiðslu kúariðu í Bandaríkjunum. I kjölfar vitnisburðar þeirra sagð- ist Winfrey vera steinhætt að borða hamborgara, en viðurkennt er að hún getur haft gífurleg áhrif á neysluvenjur almennings. Borís Jeltsín boðar óvænt uppstokkun Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti (t.v.) og Víktor Tsjernomýrdin forsætisráðherra stinga saman nefjum á ríkisstjórnarfundinum í gær. TALSMENN Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta sögðu í gær, að hugs- anlega liði einhver tími þar til for- setinn tæki afstöðu til þess hvort hann stokkaði upp í ríkisstjórninni. Er hann setti fund hennar í gær- morgun tilkynnti Jeltsín að hugs- anlega myndi fundinum ljúka á því að þrír ráðherrar misstu vinnuna. Kom yfirlýsingin eins og þrama úr heiðskíra lofti og ekki vakti minni undran er forsetinn stransaði af fundi skömmu seinna. „Verið getur að engin breyting verði gerð á stjórninni í dag,“ hafði íníerfax-fréttastofan eftir blaða- fulltrúa Jeltsíns, Sergei Yastrzhembskí. Gaf hann til kynna, að Jeltsín kæmist ef til vill að nið- urstöðu í dag, föstudag. Til um- ræðu á ríkisstjórnarfundinum var m.a. skýrsla um störf stjórnarinnar og frammistöðu einstakra ráðherra og sagði Yastrzhembskí, að forset- inn myndi „kynna sér efni skýrsl- unnar niður í kjölinn og draga við- eigandi niðurstöður". I henni fá þrír ráðherrar, sem ekki vora nafn- greindir í fréttum, fremur slaka einkunn fyrir frammistöðu sína. Víktor Tsjernomýrdín forsætis- ráðherra varði störf stjórnarinnar og varaði við því að einhverjir ein- staklingai’ yrðu gerðir að blóra- bögglum íyrir vandræði rússnesks efnahagslífs. Hann sagði að brýn- asta verk stjórnarinnar væri að ná tökum á ríkisfjármálunum. Þar skipti mestu að semja raunhæft fjárlagafrumvarp en Tsjernomýrd- ín varaði ráðherra sína við og sagði, að draga yrði ríkisútgjöld verulega saman á næstu misseram ef brúa ætti 50 milljarða rúblna, jafnvirði 570 milljarða króna, halla á ríkissjóði. Boðaði hann aðhalds- stefnu í peningamálum og sagði að útlit væri fyrir að hagvöxtur yrði a. m. k. 6% í Rússlandi um aldamót- in. Stj’órnin krefst þess að ísraelar biðjist afsökunar Jenisalem. Réuters. STJÓRNVÖLD í Sviss kröfðust þess í gær að stjórn Israels bæðist afsökunar vegna máls ísraelskra njósnara sem era sagðir hafa reynt að koma íyrir hleranarbún- aði í byggingu í Bern. Njósnamálið hefur valdið spennu í samskiptum ríkjanna, sem hafa verið vinsamleg til þessa, og svissneska stjómin boðaði sendiherra Israels á sinn fund til að leggja fram formleg mótmæli. „Þessi atburður er óviðunandi og skaðar vinsamleg tengsl ríkj- anna,“ sagði talsmaður svissneska utanríkisráðuneytisins. Svissneski sendiherrann í Israel sagði að áform um heimsókn forseta Sviss, Flavio Cotti, til ísraels yrðu end- urskoðuð „í Ijósi nýjustu atburða". Njósnað um Hizbollah-mann? Reuters Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, staðfesti að ísra- elskur borgari hefði verið hand- tekinn í Sviss og hét því að gera það sem þyrfti til að leysa deiluna. Heimildarmenn Reuters segja að Israelar leggi nú fast að sviss- neskum yfirvöldum að leiða leyni- þjónustumanninn fyrir rétt sem Uppræta gleðistund Haag. Reuters. HOLLENSKA stjómin hyggst segja götuofbeldi stríð á hendur og boðar afnám svo- nefndra „gleðistunda“ á krám, en þá ginna barir til sín við- skiptavini með því að bjóða áfengi á hálfvirði. Ríkisstjórnin hefur einnig farið þess á leit við hollenska þingið að það heimili stór- fjölgun öryggismyndavéla á almannafæri. Einnig að fjölg- að verði lögreglumönnum á götum borga á þeim tíma þeg- ar krám og diskótekum er lokað. Tilgangurinn með hvora tveggja er að eyða þeirri hugsun að ofbeldi sé látið óátalið og menn sleppi oftast við refsingu. í fyrirhuguðum ráðstöfun- um stjómarinnar segir að of- beldi á götum úti megi að mestu leyti rekja til áfengis- og fíkniefnanotkunar. „Með því að uppræta gleðistundir vill stjórnin koma í veg fýrir ofdrykkju ungs fólks snemma kvölds,“ segir þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.