Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 25 LISTIR Brúðkaup Myndlistarkonan Anna Líndal hefur jafnan beint sjónum að hinum fjölmörgu viðteknu siðum og venjum samfélagsins. Hefur hún sagt að hún beiti myndlistinni fyrir sig eins og stækkunargleri á samfélagsmynstur. Á sýningunni Brúðkaup sem nú stendur yílr í Nýlistasafninu veltir hún fyrir sér giftingunni, athöfn sem Anna segir endurspegla tilveru okkar á ýmsan hátt. Giftingar endurspegla vel þörf mannsins fyrir samþykki um- hverfisins, að staðfesta ráð sitt er traustsyfirlýsing. Tveir einstak- lingar sem lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að taka þátt í gefnu mynstri samfélagsins. Aðrir kunna að kjösa að standa fyrir ut- an stofnun hjdnabandsins. Hvort heldur sem er þá er þetta siður sem við lifum öll við og komumst vart hjá að taka afstöðu til. I verkinu Brúður í bjarta sal renn- ur brúðarslörið saman við gluggatjöld. I hvítt línið eru saumaðar út myndskreytingar úr barnabökum, - sýnishorn úr lífs- hlaupinu; uglan, apinn, stúlka að sippa, ævintýrakastali og brúð- kaupsterta. Býflugur sem þurfa að þræða réttan veg að búi sínu, - við hvert fdtmál bíða nýjar þrautir úrlausnar. I svarta sal eru sýndar Ijósmyndir af giftingum. Hverjum á fætur öðrum er brúð- hjónunum varpað á vegginn úr hringekju sýningarvélarinnar. Gleði og hamingja skín úr hverju andliti. Anna varpar ljdsi á einstak- ar athafnir og siði sem hún hefur sjálf upplifað. Þetta eru næsta ösýnilegar gjörðir og venjur sem fæstir velta fyrir sér en eru þd stdr hluti af lffi okkar. „Nánari skoðun á formi brúð- kaupsins leiðir í ljds hversu margt við þessa athöfn er lýsandi fyrir samfélag okkar,“ segir Anna. „Fyrir það fyrsta þá virð- ast konur veikari fyrir forminu en karlmenn. Hjónaband og börn eru oft notuð sem tákn um það að viðkomandi hafi plumað sig í líf- inu. Það hefur lengi verið bar- áttumál hjá samkynhneigðum að fá að taka þátt í þessu mynstri, þeir vilja ekki frekar en margir aðrir standa fyrir utan þetta bákn samfélagsins." Oft er það svo að konur þurfa að velja á milli starfsframa og barneigna og konur með fjölskyldur hafa ekki þótt gjaldgengir myndlistar- menn. „Það er alveg sama þdtt kona með fjölskyldu starfi að myndlist allan daginn alla daga og gera frábær verk; alltaf skal hún fyrst og fremst vera húsmdð- ir, eiginkona og mdðir. I staðinn fyrir að afneita fjölskyldu minni hef ég valið að vinna með hana og það að vera „venjuleg" mann- eskja,“ segir Anna. „Öll verk mín þessar athafnir heldur auka meðvitund okkar um þær. Þetta er eilíf glíma við að myndgera ýmsa huglæga þætti tilverunnar og koma þeim á framfæri í mynd- list.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ANNA Líndal beinir sjdnum áhorfandans að giftingum á sýningu sinni í Nýlistasafninu. eru að einhverju leyti svörun við upplifunum á umliverfinu. Þetta er ekki allt persönuleg upplifun heldur sér maður ýmislegt áhugavert með því að ganga um með opin augun. Þegar ég vinn að verkum þá kalla ég þessar upplifanir fram eins og slides- myndasýningu í huganum. Og það eru ýmsar þess háttar svip- myndir sem búa að baki verkun- um. En það er ekki eins og ég sé alltaf að komast að nýjum sann- leik. Heldur er það miklu frekar þannig að maður kemst alltaf að sama sannleikanum aftur og aft- ur frá mismunandi sjönarhorn- um. Ég er ekki að leggja ddm á Síðastliðið haust var Anna Líndal fulltrúi íslands á alþjdðlega myndlistartvíæringnum í Istanbúl í Tyrklandi. Þátt- takendur voru 80 myndlist- armenn hvaðanæva úr heiminum. Anna segir þátttöku í svo stdrri og virtri samsýningu mjög mikils virði. Henni er hug- leikið fjárhagslegt mátt- leysi menningargeirans. „Lítill opinber fjárstuðn- ingur hrjáir mjög alla myndlistarstarfsemi hér á landi. Þessa gætir ekki síst á alþjóðlegum vettvangi þar sem svo rniklu betur er búið að fulltrúum myndlist- armanna frá miklu fátæk- ari löndum en íslandi," segir Anna. „Við myndlist- armenn störfum í raun eins og verktakar. Við leigjum sýningarsali ásamt öllum tækjum og stöndum sjálfir undir prentkostnaði við sýningarskrár og boðskort. Þess vegna hef ég aldrei getað skilið þegar sagt er að myndlistar- menn séu afætur á þjöðfélaginu þegar þeir eru í raun eins og hver annar atvinnurekandi. Hingað getur fdlk komið sér að kostnaðarlausu og notið upp- skerunnar.“ Ljósm/Dagur Gunnarsson BERNARD Scudder, Joe Allard og Matthías Johannessen ræða málin í útgáfuhdfinu í íslenska sendiherrabústaðnum í Mayfair í London. Ljóð í London London. Morgunblaðið. Á BRETLANDSEYJUM er komin út ljóðabókin Raddirnai- handan hafsins eða „Voices across the water“ í útgáfu Festival Books, sem er út- gáfa sem sérhæfir sig í ljóðaútgáfu. Bókin inniheldur ljóð eftir Matthí- as Johannessen og Kristján Karls- son, ritstjóri var Joe Allard. Bernard Scudder þýddi ljóð Matthíasar yfir á ensku en Ijóð Kristjáns voru flestöll samin á ensku. í útgáfuhófi bókarinnar í íslenska sendiherrabústaðnum í Mayfair í London voru aðstandendur bókar- innar teknir tali og kom í Ijós, að ís- lensk ljóðlist virðist lifa góðu lífi utan landsteinanna. Til að kynna bókina las Matthías Johannessen úr verkum sínum í þýð- ingarmiðstöð NoiTwich-háskólans og í Háskólanum í Essex bæði á ís- lensku og ensku til að kynna áheyr- endum takt frummálsins og merk- ingu ljóðanna. Síðan flutti Joe Allard erindi sem kynnti áheyi’endum js- lenska bókmenntahefð allt frá Is- lendingasögum fram til dagsins í dag. Joe Allard kynntist íslenskri ljóð- list fyrst fyiár tíu árum er hann heimsótti Island fyrst. Hann kennir nú norrænu við Essex University og hefur tekið að sér að sjá um útgáfu á röð ljóðabóka fyrir útgáfuna Festival Books. Þriðja bókin í röðinni er bók þeirra Matthíasar Johannessen og Kristjáns Karlssonar; Voices from across the water. Áður hafa komið út bækur í þessari bókaröð eftir Martin Newell, Jack Hill og Bernard Scudd- er. Þetta er önnur ljóðabókin eftir Matthías Johannessen sem kemur út á enskri tungu, The Naked Machine var gefin út 1988. Aðspurður sagði Joe Allard að þar sem hann hefði metið Matthías Jo- hannessen mikils sem íslenskt ljóð- skáld „byrjaði ég á því að safna sam- an og tína til nýtt efni sem hann lét mér í té. Bernard Scudder hófst handa við að þýða það og stakk uppá því að við myndum setja þetta saman í kver með efni frá Kristjáni Karls- syni. Þeim líkaði báðum hugmyndin vel og samþykktu samstundis útgáfu bókarinnar“. „í Norrwich-háskóla tóku nor- rænufræðingar okkur vel,“ sagði Matthías: „þeir kunnu vel að meta þegar ég þrumaði yfir þeim á ís- lensku og spurðu í þaula um uppruna íslenskrar ljóðlistar og muninn á ís- lenskri tungu og öðrum norrænum tungumálum í dag.“ Bernard Scudder er búsettur á ís- landi og er þaulvanur þýðandi, hann hefur þýtt skáldsögur eftir Guðberg Bergsson, Einar Má Guðmundsson, Thor Vilhjálmsson og Ólaf Jóhann Ólafsson yfir á ensku. Voices fi-om across the water er gefin út með styrk frá British Counsil, Eastem Arts Board og Dokkyo University í Saitama í Japan. inmm MOGNUÐ KVIKMYNDUM LÍFOG STÖRF FRÉTTAMANNAÁ FREMSTU VÍGLÍNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.