Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 45 1 ) I ) I I I I I I I I I I I J :? i :J I Skrúfudagur Vélskóla Islands ÁRLEGUR kynningar- og nem- endamótsdagur Vélskóla íslands, Skrúfudagurinn, verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 28. febrúar kl. 13-16 í Sjómanna- skólanum. Þennan dag gefst væntanleg- um nemendum kostur á að kynn- ast nokkrum þáttum skólastarfs- ins. Nemendur verða við störf í verklegum deildum skólans og veita þér upplýsingar um kennslutækin og skýra gang þeirra. Á bókasafni Sjómanna- skólans verður sýning á bókum sem tengjast störfum vélstjóra. I vélasal skólans verður sýndur nýr og nijög fullkominn hermi- búnaður sem líkir eftir sljórnstöð í vélarúmi skips. Björgunarþyrla Landhelgis- gæslunnar mun lenda við Sjó- mannaskólann og verða þar til sýnis. Kvenfélagið Keðjan verður með kaffíveitingar í matsal Sjó- mannaskólans. Að Skrúfudeginum standa Skólafélag Vélskólans, Kvenfé- lagið Keðjan og Vélskóli íslands. Heilbrigðis- mál rædd á Akranesi Akranesi. Morgunblaðið. STJÓRN Sjúki-ahúss og Heilsu- gæslustöðvar Akraness gengst fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um rekstur og málefni Sjúkrahússins og heilsugæslunnar og framtíðar- horfur. Ráðstefnan fer fram föstu- daginn 27. febrúar í sal Verkalýðs- félagsins á Kirkjubraut 40, 3. hæð og hefst kl. 14. Að sögn Steinunnar Sigurðar- dóttur hjúkrunarforstjóra hefur það nokkuð verið til umræðu meðal starfsfólks og stjómenda stofnan- anna, hvernig menn sjá fyrir sér framtíðina í rekstri þeirra og hvers megi vænta í þeim efnum og því var ákveðið að halda ráðstefnuna. Meðal frummælenda er Jósep Blöndal, yfírlæknir í Stykkishólmi, sem mun ræða samvinnu sjúkra- húsa á Vesturlandi. Tveir þingmenn Vesturlands, Gísli Einarsson og Guðjón Guðmundsson, skoða málið frá sjónarhorni löggjafarvaldsins. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, ræðir málið frá hlið sveitar- stjórnarmanna og Anna Lilja Gunn- arsdóttir, forstöðumaður á Land- spítalanum, ræðir stefnumótun og framtíðarsýn Landspítalans. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra tekur þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnustjórar verða Sigurður Kr. Pétursson yfirlæknir og Stein- unn Sigurðardóttir hjúkrunarfor- stjóri. Nýtt íþróttahús á Skagaströnd NÝTT íþróttahús verður vígt á Skagströnd sunnudaginn 1. mars. Húsið er límtrésbogahús, 870 fm að grunnfleti. Á fyrstu hæð er íþrótta- salur ög þjónusturými. Gólf íþrótta- salarins er 15,7m x 32 m og er við- urkenndur löglegur körfuboltavöll- ur. Á 2. og 3. hæð eru m.a. þrjá kennslustofur fyrir grunnskólann. Með fjölgun skólastofa opnast möguleiki á að einsetja skólann og er stefnt að því á næsta skólaári, segir í fréttatilkynningu. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu hússins er 100-110 millj- ónir. Vígsla hússins hefst kl. 13.30 með því að verktaki afhendir það. Síðan verða flutt ávörp, söngur o.fl. Að lokinni kaffidrykkju verður körfuboltaleikur milli úrvalsdeildar- liða Tindastóls og íA. Fræðslu- og vísinda- dagur barnalækna Fjallað um asma og erfðafræði FELAG íslenskra barnalækna heldur á morgun, laugardag, árleg- an fræðslu- og vísindadag í sam- vinnu við Astra Island á Hótel Loft- leiðum, þingsal 1. Á dagskrá fund- arins verður erfðafræði í nútíð og framtíð og nýjungar í greiningu og meðferð asma. Ásgeir Haraldsson prófessor mun kynna nýjan Barnaspítala Hr- ingsins undir yfirski’iftinni „Draum- ur verður að veruleika". Dr. Kári Stefánsson mun fjalla um íslenska erfðagreiningu og Kristleifur Ki’istjánsson um hand- skjálfta. Dr. Göran Wennergren, gestafyr- irlesari frá Gautaborg, og dr. Sig- urður Kristjánsson, fjalla um nýj- ungar í meðferð og greiningu asma. Þá flytja Ingólfur Einarsson og Ásgeir Haraldsson fyrirlestur um rannsóknir sínar á lýsi og sýking- um, Pétur Lúðvígsson um heilablóð- fall í íslenskum börnum frá 1980 til 1994, Gunnlaugur Sigfússon um „áunna“, meðfædda hjartagalla í tvíburum og Þórólfur Guðnason um það hvort bólusetning gegn pneumococcum lækki beratíðni. Dagskráin hefst klukkan 9.40 og lýkur 16.30. Orlofsnefnd húsmæðra kynn- ir ferðir KYNNINGARFUNDUR á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Reykja- vík verður haldinn á Hótel Loftleið- um, Víkingasal, mánudaginn 2. mars og hefst hann kl. 20. Kynntar verða orlofsferðir sumarsins sem í boði eru. I sumar verða famar eftirtaldar ferðir innanlands: I maí verða farn- ar tvær fjögurra daga ferðir á Hótel Örk og ein fjögurra daga ferð til Akureyrar. I júnímánuði verða farnar tvær sex daga ferðir á Hvanneyri í Borgarfirði. Þá verða farnar 3 utanlandsferð- ir. I apríl verður níu daga ferð til Sevilla og Albufeira. I maí verður farin ferð um Ríndardalinn og í ágúst ferð til Prag. Fjöltefli í Cannes í Frakklandi og á Netinu Ungir Islend- ingar keppa við Karpov TVEIR íslendingar verða í hópi ungra skákmanna hvaðanæva úr heiminum sem etja munu kappi við heimsmeistarann í skák, Anatolij Karpopv, í fjöltefli á Netinu á laug- ardaginn kemur kl. 14-17. Skák- áhugamönnum gefst kostur á að fylgjast með fjölteflinu og er vef- slóðin http:/Avww.europe-eches.com Tilefni fjölteflisins er að bókin Skák og mát, sem út kom hjá Vöku- Helgafelli fyrir síðustu jól hlýtur Gullna ásinn („As d’Or“) á Alþjóð- legu leikjahátíðinni í Cannes í Frakklandi í dag, föstudaginn 27. febrúar, en bókin kemur út þar í landi um þessar mundir. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák og skólastjóri Skákskólans, þýddi og staðfærði íslensku útgáfu bókarinn- ar en hún er upprunalega sam- vinnuverkefni Karpovs og Disney- fyrirtækisins. Bókin hefur verið gefin út í sextán löndum og er nú notuð til kennslu í Skákskóla ís- lands. Franska útgáfuíyrirtækið Disney Hachette Edition efnir til fjölteflis en Skákskóli íslands til- nefnir íslensku fulltrúana, að því er segir í fréttatilkynningu frá Vöku- Helgafelli. I bókinni kennir Karpov ungum skákmönnum nýjar og spennandi aðferðir til að tefla til sigurs, allt frá því að læra mannganginn. Karpov nýtur aðstoðar Andrésar, Mikka, Guffa og fleiri teiknimyndapersóna úr smiðju Walts Disneys. Urslit í frjálsum dönsum ÚRSLIT íslandsmeistarakeppni unglinga í frjálsum dönsum (Freestyle) 10-12 ára fer fram í Tónabæ laugardaginn 28. febrúar og hefst kl. 14. Keppendur á aldrinum 10-12 ára alls staðar að af landinu keppa þá um íslandsmeistaratitilinn í frjáls- um dönsum. Keppendur í hóp- og einstaklingsdansi verða 100. Auk keppninnar verða sýnd dansatriði frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru, þolfimiatriði frá Aerobic Sport, listasmiðja Bahai frá Hveragerði verður með vímuvarnardans, Is- landsmeistarar í Frístæl 13-17 ára sýna bæði hóp- og einstaklingsdans og Þórhildur og Rut úr Spritz hópn- um sýna dans. Kynnir og skemmtikraftur er Magnús Scheving. Fyrirlestur um fíknir SJÖTTI fyrirlesturinn í röðinni Undur líkamans - furður fræðanna verður haldinn laugardaginn 28. febrúar nk. Fyrirlesturinn er í sal 3 í Háskólabíói og hefst kl. 14. Að loknum fyrirlestri verða umræður og fyrirspurnir. Fyrirlesturinn á laugardaginn nefnist Fíknir; fógn- uður eða fár. Óttar Guðmundsson læknir rekur hverjar eru ástæður fíknarinnar; hvað gerist í heilanum; hvað hver og einn upplifir þegar fíkn er annars vegar. Hann spjallar um mörg and- lit fíknanna og ástæðu þess að mannkyn hefm- um aldir gamnað sér við forboðin efni til að breyta til- verunni sér í hag, segir í fréttatil- kynningu. í erindinu leitast hann við að svara spurningunni um þjóð- félagslegan ávinning fíkna og þjóð- félagslegt tap. Óttar kemur víða við í fyrirlestrinum og sýnir fjölda mynda sem tengjast þessu efni. Fundarstjóri verður Sveinn Magnússon læknir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill eins og endranær. Frjáls framlög eru þó til þjálfunarstofu fyrir læknanema. Tveh' síðustu fyrirlestrarnir í röð- inni verða 14. og 28. mars nk. Barnamál með fund um brjóstagjöf BARNAMÁL heldur kynningar- fund á morgun í Hjallakirkju í Kópavogi frá kl. 10-17. Þar verður starfsemi félagsins kynnt og hjálp- armæður flytja stutt erindi þar sem fjallað verður um upphaf og lok brjóstagjafar, fyrstu föstu fæðuna, fleirbura á brjósti, viðhorf til brjóstagjafar og svefn og svefnvenj- ur. Barnamál er áhugafélag um brjóstagjöf, vöxt og þroska barna og hefur verið starfrækt frá 1984. Stofnendur voru nokkrar áhuga- samar konur undir forystu Rann- veigar Sigurbjömsdóttur, hjúkrun- arfræðings. í fréttatilkynningu seg- ir að tilgangur félagsins sé að hlúa að brjóstagjöf og auka um hana fræðslu og umræðu. Allt starf innan Barnamáls er unnið í sjálfboðavinnu. + A að leggja niður stúdents- prófið? ÞRJÚ aðildarfélög Hins íslenska kennarafélag munu halda fund með yfirskriftinni Á að leggja niður stúdentsprófið? Iaugardaginn 28. febrúar. Fundurinn verður haldinn í Símonarsal á Naustinu og stendur frá kl. 15-17. Framsögumaður verður Baldur Gíslason, kennari í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Hann hefur m.a. rannsakað brottfall nemenda í framhaldsskólum og komist að at- hyglisverðum og óvæntum niður- stöðum. Hann hefur líka sett fram hugmyndir um framhaldsnám sem fela m.a. í sér að stúdentspróf verði lagt niður. Fundarstjóri verður Hilmar J. Hauksson, formaður Svæðisfélags HIK í Reykjavík og nágrenni. Stefnumótun í endurhæfíngu FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara heldur í dag, föstudag, málþing um stefnumótun í endurhæfingu. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að það hafi lengi lagt áherslu á mik- ilvægi heildarstefnu í endurhæfingu og vilji leggja sitt af mörkum til að móta hana. Félagið stofnaði í haust vinnuhóp og verða tillögur hans teknar fyrir á aðalfundi félagsins á morgun, laug- ardag. í tillögu að stefnu félagsins í endurhæfingu er áhersla lögð á ýmsa þætti, þar á meðal að allir eigi jafnan rétt á endurhæfingu. Þar segir einnig að endurhæfing geti komið í veg fyrir fótlun eða dregið úr afleiðingum fótlunar, bætt lífs- gæði og líðan, komið í veg fyrir inn- lagnir eða stytt legutíma á sjúkra- stofum og verið hagkvæm þjóðarbú- inu. f tilkynningunni segir að sjúkra- þjálfarar vilji skora á Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra að hefja þegar mótun heildarstefnu í endurhæfingu. Þrennir tónleik- ar í Háskólabíói KARLAKÓRINN Fóstbræður og Stuðmenn halda þrenna tónleika í Háskólabíói um helgina. Tvennir tónleikar verða laugardaginn 28. febrúar, kl. 14 og 17 og þeir þriðju kl. 14 sunnudaginn 1. mars. Meginuppistaða tónleikanna verður tónlistin úr kvikmyndunum Með allt á hreinu og Karlakórinn Hekla. Karlakórinn Fóstbræður sá um flutning á tónlistinni í þeirri síð- arnefndu. Tónleikarnir bera yfir- skriftina „íslenskir karlmenn" „enda er höfðað til íslenskrar karl- mennsku í öllum sínum fjölbreyti- leika í tónlistinni sem flutt verður,“ segir í fréttatilkynningu. Stjórnandi tónleikanna verður Árni Harðarson, stjórnandi Fóstbræðra. Málfundur um námskrá sam- félagsgreina SAGNFRÆÐIFÉLAG íslands og Félag sögukennara efna til um- ræðufundar um Endurskoðun aðal- námskrár samfélagsgreina í grunn- skólum og framhaldsskólum í húsa- kynnum Sögufélags í Fischersundi laugardaginn 28. febrúar kl. 13.30. Þorsteinn Helgason, starfsmaður forvinnuhóps, kynnir þá vinnu sem fram hefur farið á vegum mennta- málaráðuneytis og er um það bil að ljúka. Fyrir hönd félaganna tala Guðmundur Jónsson, Gunnar Karlsson og Ragnar Sigurðsson. Skýrslu vinnuhópsins er að finna á vefslóðinni http://wv\'w.is- mennt.is/vefir/namskra/samfelag/ Árni Johnsen á Eyrarbakka TÓNLISTAR- og alþingismaðurinn Árni Johnsen verður með söng- kvöld á Kaffi Lefolii á Eyrarbakka á laugardagskvöld og hefst það um kl. 22. Þar tekur Árni lög úr ýmsum átt- um, bæði frumsamin og lög eftir aðra. Allir velkomnir. Kynning á jeppaferðum Utivistar JEPPADEILD Útivistar stendur fyrir kynningu og námskeiði í ljósmyndun, snjóakstri og fræðslu um dekkjabúnað laugardaginn 28. febrúar í Skíðaskálanum í Hveradölum kl. 10. Kynntar verða næstu jeppaferðir Útivistar en fjölmargar verða í boði í vetur. LEIÐRÉTT Vefsíða endurskoðaðrar námskrár í ÞRIÐJUDAGSBLAÐI á blaðsíðu 28 vantaði tákn í nafn vefsíðu menntamálaráðuneytis um endur- skoðaða námskrá og er beðist af- sökunar á því. Rétt er veffangið: v'ww.ismennt.is/vef- ir/namskra/weleome.html Þín verslun nær til 24 verslana SAMTÖKIN Þín verslun eru mun umfangsmeiri en fram kom í blað- inu sl. miðvikudag. Innan þeirra eru 24 verslanir, bráðum 25 og er árleg velta verslananna um fjóra millj- arða. Útgáfa ökuskírteina ÓSKAÐ hefur verið eftir að fram komi vegna fréttar í blaðinu í gær, um bið eftir afgreiðslu ökuskírteina hjá lögreglustjóraembættinu, að ástæðan sé ekki sú að tafir hafi orð- ið á afgreiðslu hjá Reiknistofu bankanna sem útbýr skírteinin eða á vinnslu mynda í skírteinin. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því ef öku- menn þurfa að bíða eftir útgáfu nýrra skírteina í eina til tvær vikur hjá embætti lögreglustjóra, eins og dæmi eru um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.