Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ R-listatollur á Grafarvogsbúa HRANNAR Arnars- son, frambjóðandi R- listans og einn helsti forystumaður hans, skrifaði grein í Morg- unblaðið sl. miðviku- dag, þar sem hann reynir að gera tor- tryggilegar hugmyndir okkar í D-lista sjálf- stæðismanna um leiðir til að flýta lagningu Sundabrautar. Við vilj- um flýta Sundabraut vegna þess að hennar verður þörf von bráðar, en hún er ekki á vegaá- ætlun fyrr en eftir 12 ár. Við höfum varpað fram þeirri hugmynd að borg- in gæti t.d. lagt fjármuni til þessar- ar mikilvægu samgönguæðar með því að borga notkunargjald fyrir akstur íbúa Grafarvogshverfa og nýrra hverfa í Geldinganesi, Álfs- nesi og á Kjalarnesi. Þannig gætum við stutt einkaframkvæmd, sem miðast fyrst og fremst að því að koma brautinni mun fyrr í notkun. Við höfum hvergi lagt til notenda- gjöld (vegatolla) á íbúana og þykir mér miður að Hrannar Amai'sson skuli hefja störf sín í borgarpólitík- inni á útúrsnúningum. Þetta er ódýr og ósanngjöm pólitík. Staðreyndin er sú að umferðar- mannvirkin í borginni ráða ekki við aukna umferð og í ljós hefur komið að borgarstjóri og R-listinn hafa lít- inn áhuga á samgöngumálum borg- arbúa. Hugmyndafræði þeirra er að sem flestir ferðist með strætisvögn- um eða á reiðhjólum og því fara svör Grafarvogsbúa fljótt út í þá kaldhæðni hvort ætlast sé til að þeir taki Akraborgina til vinnu! Sundabraut er forgangsverkefni Ef R-listinn hefði unnið heimavinnuna sína myndi honum hafa verið Ijóst að Sunda- braut er algjört for- gangsverkefni fyrir borgarbúa. Staðreynd- in er sú að flest bendir til að Gullinbrúarleiðin verði aftur sprunging eftir aðeins 4 ár, þrátt fyrir breikkun. Fyrir því liggja tvær ástæð- ur: Eftir þrjú til fjögur ár verður íbúafjöldi á Graf- ahvogssvæðinu farinn að nálgast 20 þúsund. Þá er gert ráð fyrir að umferð um Gullinbm hafi Mesti tollurirm á Grafarvogsbúa, segir Arni Sigfússon, að sé aðgerðaleysi, hugmyndaleysi og forystuleysi R-listans í samgöngumálum. aukist úr núverandi 25 þúsund bif- reiðum á sólarhring í 35 þúsund. Ennfremur mun aukin íbúðar- byggð við Grafarholt og í Mosfells- bæ og aukin umferð frá lands- byggðinni auka álag inn á Vestur- landsveg. Sú umferð mun streyma yfír sömu gatnamót og öll umferð frá Gullinbrú sem endar á Vestur- landsvegi. Árni Sigfússon Merkur dómur FIMMTUDAGINN 19. febrúar s.l. var kveðinn upp í Hæsta- rétti merkur dómur, sem ég hef lítið séð fjallað um í fjölmiðlum. Þar var félagsmaður í Lögmannafélagi ís- lands sýknaður af kröfu félagsins um greiðslu félagsgjalds, sem hann átti ógreitt. Svo sem kunnugt er kveða lög um málflytj- endur á um skyldu starfandi lögmanna til að vera félagar í Lög- mannafélagi íslands. Talið hefur verið að Mannréttindasáttmáli Evrópu, og þar með nú orðið íslensk lög, tryggðu mönnum réttinn til að standa utan félaga. Frá því væru þó þær undantekningar, að skylda mætti menn til aðildar að félögum, sem samkvæmt lögum væri fengið hlutverk á sviði stjórnsýslu gagn- vart þeim hópi manna, sem í hlut ætti. Hafa úrlausnir mannréttinda- stofnananna í Strassborg byggst á þessu. Leikur ekki vafí á að Lög- mannafélag íslands er félag með slíkt hlutverk og er þess vegna heimilt að skylda lög- menn til aðildar að því. I dómsmálinu neitaði lögmaðurinn í sjálfu sér ekki þessari skyldu sinni. Hann mótmælti hins vegar þvingun til þátttöku í ýmiss konar starfsemi félagsins, sem sýnilega félli utan við þau stjórnsýslu- verkefni sem væru talin réttlæta skylduaðild hans að félaginu. Fé- lagið gat ekki í málinu upplýst, hversu stór hluti félagsgjaldanna gengi til að standa straum af kostnaði við stjómsýsluverkefnin og hversu stór hluti í kostnað af annarri starfsemi. Þetta leiddi til þess að lögmaðurinn var sýknaður af kröfunni um félagsgjöldin. Var m.a. sagt í forsendum dómsins, að skylduaðildin heimilaði ekki stjórn félagsins að krefja félagsmenn um önnur gjöld en þau, sem þurfi til að gegna hinu lögboðna hlutverki þess. Með dómi þessum er gengið einu skrefi lengra í átt til félagafrelsis en mannréttindastofnanirnar í Strass- borg hafa gengið til þessa. Má segja Jón Steinar Gunnlaugsson Opnun Sundabrautar innan fjög- urra til fimm ára er því nánast skil- yrði fyrir viðunandi samgönguleið- um fyrh' tugþúsundir borgarbúa innan fárra ára. Hún léttir umferð- arþunga af Vesturlandsvegi og leys- ir mál Grafarvogsbúa. Verði ekki strax hafist handa við undirbúning er einnig ljóst að ný og áhugaverð byggingasvæði, s.s. í Geldinganesi, Gunnunesi, Álfsnesi og á Kjalar- nesi, verða ekki aðlaðandi kostir vegna samgönguleysis í næstu framtíð. Slíkt er mjög alvarlegt fyi'- ir þróun og tekjustöðu Reykjavíkur framtíðarinnar. Tollheimta R-listans R-listinn hefur látið reka á reið- anum í samgöngumálum borgarbúa. Lítill og lélegur undirbúningm- að breikkun Gullinbrúar segir allt sem segja þarf. R-listinn hugðist aldrei ljúka framkvæmdum við Gullinbrú á þessu kjörtímabili. Borgarstjóri hafði tækifæri til þess strax árið 1995 en notaði það ekki og reynir nú að klína sökinni á samgönguráð- herra og jafnvel minnihlutann í borgarstjórn. En R-listinn hefur ráð undir rifi hverju þegar kemur að því að afla fjár til framkvæmdanna. Hrannar Árnarsson, reynir nú að hræða Grafarvogsbúa sérstaklega með vegatollum. Þetta er dæmigerður hugsunarháttur vinstri manna. Þeim einum dettur í hug að skatt- leggja hverfisbúa með slíkum hætti. Það vita borgarbúar því þeir hafa séð fasteignagjöldin hækka um 30% á kjörtímabilinu, nýjan heilbrigðiseftirlitsskatt og 100% hækkun strætisvagnagjalda fyrir aldraða og unglinga, svo nokkuð sé nefnt. Mesti tollurinn á Grafarvogsbúa er aðgerðaleysi, hugmyndaleysi og forystuleysi R-listans í samgöngu- málum hverfisins og allra Reykvík- inga. Höfundur er oddviti sjálfstæðis■ manna í borgarstjórn. Auðlindagjald í nefnd UM SÍÐUSTU helgi var fjallað um tillögu Alþýðubandalagsins auðlindamálum í tveim- ur dagblöðum. Reykj avíkurbréfi Morgunblaðsins sagði m.a.: „Frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks get- ur varla verið æskilegt að kosningabaráttan eftir rúmt ár snúist um þetta mál.“ Þetta er laukrétt. Stjórnarflokkarnir vilja alls ekki að kosið verði um þetta mál. Gjafakvótakerfið er við lýði vegna þess að Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokkur verja það pólitískt. Tillaga Alþýðubanda- lagsins er mjög varfærin nálgun að sjónarmiðum jafnaðarmanna. Fjögur stig auðlindagjalds Gjaldtöku af sameiginlegum auð- lindum má skipta í fernt. Fyrsta stig auðlindagjalds er sú ákvörðun hvort greiða eigi fyrir afnot af sameiginleg- um auðlindum. Þetta er grundvallar- atriði. Annað stigið er að ráðstafa gjald- inu einungis innan atvinnugreinar- innar, t.d. í rannsóknir og eftirlit. Þá er um þjónustugjald að ræða. Þriðja stig auðlindagjalds er að skipta gjaldinu á sanngjaman hátt til allra landsmanna. Hér er gjaldtakan orðin skattlagning, t.d. á útgerðarfyr- iifæki sem fá veiðiheimildum úthlutað. Fjórða stig auðlindagjaldtöku er að hækka gjaldið eftir því sem arður af nýtingu auðlinda eykst og nota auð- lindagjaldið í stað annarra skatta. Jafnaðai’menn hafa lagt íram út- færðar hugmyndir um öll þessi fjögur stig og skilgreint þær auðlindir sem um ræðir, bæði fiskimið og virkjanir. Nú á að svæfa Jónas Kristjánsson, ritstjóri, skrifaði leiðara í DV á laugardaginn og telur hann að stjórnar- flokkamir ætli að nota ótimasetta tillögu Al- þýðubandalagsins til að slá málinu á frest. Það er hárrétt. Mikilvægast við veiði- leyfagjald er ekki stig 1 og 2 heldur stig 3 og 4, þ.e. dreifa arði auðlind- anna til almennings og láta auðlindagjald koma smátt og smátt í stað ann- arra skatta. Þeir sem sjá að ekki er lengur hægt að hafna auðlindagjaldi vilja nú fallast á stig 1 og stig 2 að hluta og þannig sé málið afgreitt. Það er misskilningur. Það verður kosið um þetta í næstu kosningum. Það er ekki málamiðlun í Tillaga Alþýðubandalagsins er að mati Agústs Einarssonar mjög varfærin nálgun að sjónarmiðum jafnaðarmanna. augsýn við gjafakvótaflokkana, Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokk. Hug- myndir Alþýðubandalagsins eru hins vegar mikilvægt innlegg í umræður um sameiginlegt framboð á vinstri væng. Höfundur er alþingismaður í þingflokki jafnaðarmanna. Ágúst Einarsson Með dómi þessum segir Jón Steinar Gunnlaugsson að einu skrefi lengra sé gengið í átt til félagafrelsis en mannréttindastofnan- irnar í Strassborg hafa gengið til þessa. að niðurstaða Hæstaréttar sé rök- bundin afleiðing af úrlausnum þar ytra á þessu sviði, því skylduaðild að félagi, sem talin er réttlætast af stjómsýsluverkefnum þess, hlýtur að leiða til þess að félagsmönnum sé óskylt að gerast þátttakendur í annarri starfsemi félagsins, sem með réttu tilheyrir frjálsum félög- um. Er ánægjulegt að sjá Hæstarétt Islands ráða við að draga svo ein- falda og sjálfsagða ályktun. Hafi rétturinn sóma af. Þeir foringjar stéttarfélaga sem telja, að heimilt eigi að vera að skylda launþega til aðildar að stétt- arfélögum hér á landi, ættu að hug- leiða þennan dóm. Sérstaklega ættu þeir að velta fyrir sér, hvort slík meint skylduaðild (sem ég reyndar tel að ekki fái staðist) setji athafna- semi stéttarfélaganna takmörk. Kannski þeir átti sig þá á, að þeir brjóta rétt á félagsmönnum, þegar þeir láta félög sín taka þátt í baráttu fyrir stjórnmálamarkmiðum, eins og margoft hefur gerst á undanförnum árum. Framhjá þessum vanda kom- ast þeir ekki með því að kalla félags- gjöldin sem tekin eru með valdi af launþegum „vinnuréttargjöld", eins og þeir hafa reynt að gera. Annars ættu einhverjir framtakssamir menn að taka sig til og bera undir dómstóla í hentugu formi þá félaga- nauðung sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði í því skyni að fá henni hnekkt í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Vaka á uppleið NU ERU kosningar til Háskóla- og Stúd- entaráðs í Háskóla ís- lands afstaðnar. For- svarsmenn fylkinganna hugsa til baka og velta því fyrir sér hversu stórt einstakir þættir kosningabaráttunnar vógu og hvort þeir skil- uðu tilætluðum árangri. Vaka leiddi umræðuna Vökumenn geta verið ánægðir með þessa kosningabaráttu. Vaka var allan tímann leiðandi í allri málefnalegri um- ræðu. Það eitt að vinstri menn í stúdentapólitíkinni hafa að mestu leyti horfið frá fyrri sannfær- ingu og tekið upp gömul og ný stefnumál Vöku hlýtur að teljast stórsigur. Aðrir þættir baráttunnar voru einnig vel heppnaðir og var það sérstaklega ánægjulegt að finna hve stemmningin var góð og stuðningur- inn mikill í skólanum síðustu dagana fyrii' kosningarnar. Þessi stuðningur skilaði sér líka í kjörkassana og varð til þess að Vaka hlaut mun betri kosningu en í fyrra. Vaka vann mann Úrslit kosninganna eru góð fyrir Vöku. í fyrra tapaði Vaka manni til Haka, félags öfgasinnaðra stúdenta, en vann hann til baka núna. Auk 'þess var fylgisaukning Vöku í kosningum til Háskólaráðs mjög mikil eða yfir fjörutíu prósent. Áðeins munaði eitt hundrað og einu atkvæði á fylkingun- um tveimur þar, en svo lítill hefur munurinn ekld verið lengi. Þetta er hægt að þakka því góða starfi sem Háskólaráðsliðar Vöku hafa unnið á síðustu ánim og ekki síður því hve skýra málefnalega afstöðu Vaka hefur til þeirra mála sem voru í brennidepli fyrir þessar kosningar. Brynjólfur Ægir Sævarsson Vaka á uppleið Úrslitin og sá áhugi og stemmning sem Vökumenn hafa fundið fyrir á síðustu vikum sýna að Vaka er í upp- sveiflu. Þessar kosning- ar marka að mínu mati viss þáttaskil. Vaka hef- ur náð sínum fyrri styrk og gott betur. Allt það nýja dugmikla fólk sem gengið hefur til liðs við félagið mun ásamt þeim eldri og reyndari leiða Vöku í næsta skrefi. Til að vinna meirihluta í Stúdentaráði og leiða hagsmunabaráttu stúd- enta á næstu árum. Til þess hefur Vaka allt sem þarf. Kraft- mikið, hugmyndaríkt og duglegt fólk. Vaka hefur náð sínum fyrri styrk, segir Brynjólfur Ægir Sævarsson. Og gott ____________betur.______________ Það ásamt staðfastri og trúverðugin stefnu félagsins er það sem gerir og mun halda áfram að gera Vöku að- skýrum valkosti fyrir stúdenta. Þakka traustið Að lokum vil ég fyrir hönd Vöku þakka þeim fjölmörgu er lögðu sitt af mörkum í þessari kosningabaráttu. En sérstaklega þó þeim er sýndu okkur það traust að greiða Vöku at- kvæði sitt. Við munum nú sem fyrr standa fyllilega undir þeim vænting- um sem til okkar eru gerðar og nota þessi atkvæði vel í hagsmunabarátt- unni. Höfundur er varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta og nýkjörinn Háskólaráðsfidltníi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.