Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 60
Sparcsöu tíma, sparaðu peninga ^ÚNAÐARBANKINN traustur banki MeWiiM -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Yonskuveður í gærkvöldi víða um norðanvert landið Morgunblaðið/Guðmundur Þór VEÐURKLÚBBURINN á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík gefur út mánaðarlegar veðurspár og nota innsæið, tunglið og tilfinninguna þegar þeir gá til veðurs og gefa út spána. Snjóflóð á Súðavíkurveg Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson TRILLUKARLAR í Sandgerðisbót við Akureyri gerðu allt klárt í gærdag. Eig- andi Skíða, Grétar Ólafsson, fékk aðstoð frá afastráknum, alnafna sínum, við að ganga frá bátnum. VONSKUVEÐUR var víða um norðanvert land- ið í gærkvöldi, fjallvegir voru víðast orðnir ófær- ir og ekkert ferðaveður. Seint í gærkvöldi var veðrið hvað verst á sunnanverðu Snæfellsnesi, norðan 11 vindstig, einnig var slæmt veður á Vestfjörðum. A norðanverðu landinu voru 7-8 vindstig og sums staðar upp í 9 vindstig, að sögn Harðar Þórðarsonar veðurfræðings. Snjóflóð féll á Súðavíkurveg úr stóra gilinu svokallaða rétt utan við þorpið klukkan rúmlega átta í gærkvöld og var Súðavíkurhlíð samstundis lokað vegna yfírvofandi hættu á snjóflóðum. Að sögn lögreglu á ísafirði seint í gærkvöldi hafði ekki frést af frekari flóðum en vegna snjóflóða- hættunnar var enginn á ferli eftir að veginum var lokað. Veðurstofa íslands spáir norðan hvassviðri næstu daga um land allt og talsverðu írosti. Verður það á bilinu 10-15 stig í dag norðanlands en heldur minna syðra. Gera má ráð fyrir að kuldatíðin standi vel fram yfir helgina. Norðanlands verður hvassviðri og norðvestan rok sums staðar, einna helst á Norðausturlandi. Þar er búist við 10 til 15 stiga frosti og sagði Unnur Olafsdóttir veðurfræðingur að reikna mætti með snjókomu, éljagangi og skafrenningi. Sunnanlands verður einnig nokkuð stíf norðan- átt og bjart veður að mestu nema hvað hún taldi hugsanlegt að einstaka skýjabakkar gætu flotið suður yfir. Syðra er gert ráð fyrir um og yfir 10 stiga frosti. ■ Nota tunglið/31 Sjö lífeyrissjóðir buðu best í 7% hlut Nýsköpunarsjóðs í fslandsbanka Stóru sjóðirnir liyggjast selja hlutabrófín að nýju Dómskerfí > > ISI endur- ^ skoðað STJÓRN íþróttasambands íslands hefur falið þriggja manna nefnd að gera tillögur að breytingum á dóm- stólakerfi ÍSÍ. Ellert B. Schram, for- seti ISI, sagði að þessi endurskoðun miðaði að því að gera kerfið virkara og aðgengilegra. Þörf væri á að finna leiðir til að flýta dómsmeðferð og tryggja réttlátari niðurstöðu. Akvörðun um að endurskoða dómskerfið var tekin íyrir hálfum mánuði og tengist ekki deilum um úrslit bikarleiks karla í handknatt- leik. Nefndin, sem falið var þetta verkefni, er skipuð lögfræðingunum Magnúsi Óskarssyni, fyrrverandi borgarlögmanni og formanni dóm- •»*^itóls ISI, Jóni G. Zoéga og Agústi Sindra Karlssyni. Ellert sagði að ágreiningur um bikarúrslitaleikinn sýndi að það væri ekki í öllum tilfellum fullt samræmi í dómskerfi íþróttahreyfingarinnar. I lögum ISI væri skýrt tekið fram að innan sérsambandanna ættu að vera tvö dómsstig, en þannig væri þetta ekki innan HSI og þess vegna hefði dómstóll ISI vísað málinu frá. ■ Dómstóll ÍSÍ/Cl 'O* --------------- Hóstamixtúr- ur uppseldar á Patreks- fírði ALLAR gerðir af hósta- og kvef- mixtúrum eru uppseldar 1 apótekinu á Patreksfirði,. sem er annað tveggja apóteka á Vestfjörðum. Bjöm Jó- hannsson, lyfjafræðingur og eigandi Patreksapóteks, segir að helmingur íbúa í Bfldudal liggi í flensu og pestin •y^n'} að stinga sér niður á Patreksfirði og víðar. „Þetta er bráðsmitandi flensa sem virðist hafa komið upp seinna héma hjá okkur en á höfuðborgarsvæðinu. Þessu fylgja uppköst og niðurgangur en stendur sem betur fer stutt yfir. Eg man ekki eftir svo hastarlegri pest frá því ég kom hingað," sagði Björn. Hann sagði að það hefði ekki gerst áður að allar tegundir af hósta- og kvefmixtúrum seldust upp á staðn- um. Björn átti von á nýrri sendingu síðdegis í gær. „Þegar pestin var sem skæðust fyrir sunnan var ekki hægt að fá þessar mixtúrar hjá heildsölum fyrir sunnan. Þá var ég reyndar .-íipkkalega birgur en núna á ég ekki til dropa,“ segir Björn. Stúlka lést í bflslysi 17 ÁRA stúlka beið bana í árekstri á Grindavíkurvegi í gær. Fólksbfll og jeppi skullu saman þar sem heitir Gíghæð. Stúlkan ók fólksbílnum og lést hún við áreksturinn. Öku- maður jeppans slasaðist tals- vert, og var lagður inn á sjúkrahús Suðurnesja í Kefla- vík að lokinni skoðun. Að sögn lögreglu var hálka á veginum þar sem slysið varð. TVÖ tilboð bárust í 7,1% hlut Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins í Is- landsbanka hf. sem sjóðurinn aug- lýsti í síðustu viku til sölu. Hærra tilboðið barst frá sjö lífeyrissjóð- um og hljóðaði það upp á liðlega 941 milljón króna eða gengið 3,41. Þá barst tilboð frá Kaupþingi hf. fyrir hönd nokkurra viðskiptavina sem miðaðist við gengið 3,0 eða 828 milljónir. Stjórn Nýsköpunar- sjóðs hefur frest til 10. mars til að svara tilboðunum. Þeir lífeyrissjóðir sem í hlut eiga eru Lífeyrissjóður Austur- lands, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Lífeyrissjóður Norðurlands, Líf- eyrissjóður sjómanna, Lífeyris- sjóður verslunarmanna, Samein- aði lífeyrissjóðurinn og Söfnunar- sjóður lífeyrisréttinda. Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur „Við höfum áhuga á þessum bréfum og teljum að þau séu góð- ur fjárfestingarkostur,“ sagði Þor- geir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, í samtali við Morgunblaðið. „Þá teljum við að ýmsir möguleikar felist í stöð- unni varðandi hagræðingu í bankakerfinu og að Islandsbanki hljóti að verða þátttakandi í þeirri hagræðingu. Við töldum óraunhæft að fara undir markaðsverð í tilboði okkar vegna þess að við litum svo á að Nýsköpunarsjóður myndi hafna slíkum tilboðum. Þá þarf einnig að taka tillit til þess að við sem kaup- endur bréfanna fáum 7% arð í kjölfar aðalfundar sem haldinn verður innan skamms." Hann sagðist hafa góða von um TVEIR nýliðar á sviði kvikmynda- gerðar, Baltasar Kormákur og Ragnar Bragason, hafa fengið vil- yrði fyrir 20 milljóna króna styrk hvor úr Kvikmyndasjóði Islands árið 1999 vegna mynda sem þeir hyggj- ast gera, en niðurstöður úthlutunar- nefndar voru gerðar opinberar í gær. Kvikmyndagerðin Umbi fékk vilyrði fyrir hæstri upphæð, 30 millj- ónum króna, vegna myndar Guðnýj- ar Halldórsdöttur, Ungfrúin góða og að tilboði lífeyrissjóðanna yrði tekið. Búast mætti við að þeir sjóðir sem ættu lítinn hlut myndu halda sínum bréfum, en þeir sjóðir sem ættu stærstan hlut myndu selja bréfin hægt og bítandi. Þannig litu bæði Lífeyrissjóður verslunar- manna og Lífeyrissjóðurinn Framsýn ekki á þessi bréf sem langtímafjárfestingu. Lífeyrissjóður verslunarmanna húsið, sem byggð er á samnefndri smásögu eftir Halldór Laxness. Alls gaf Kvikmyndasjóður vilyrði fyrir framleiðslustyrkjum að upphæð 80 milljónir króna að þessu sinni. Mynd Baltasars, Symbiosa (101 Reykjavík), er framleidd af 101 ehf. en framleiðandi myndar Ragnars, Fíaskó, er Islenska kvikmyndasam- steypan. Þá voru greiddir út styrkir vegna þriggja kvikmynda samkvæmt vil- og Lífeyrissjóðurinn Framsýn voru fyrir þessi kaup stærstu hlut- hafar Islandsbanka, hvor með um 10% hlut. Eftir kaup allra sjóð- anna lætur nærri að þeir eigi kringum 30% hlut í bankanum. Lífleg viðskipti urðu með hluta- bréf í Islandsbanka í gær og skiptu bréf um hendur fyrir sam- tals 28,5 milljónir. Gengi bréfanna var á bilinu 3,30-3,40 og var loka- gengi dagsins 3,36. yrði síðasta árs. Þær eru Myrkra- höfðinginn eftir Hrafn Gunnlaugs- son, sem fékk 38,7 milljónir króna í sinn hlut, Englar alheimsins, sem Friðrik Þór Friðriksson mun leik- stýra, fékk 26 milljónir króna, og mynd Jóhanns Sigmarssonar, Óska- böm þjóðarinnar, 10,3 milljónir. Alls námu frandeiðslustyrkir ársins 79,3 milljónum króna. ■ Tveir nýir/24 Umbi og ungir leikstjór- ar fá stærstu styrkina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.