Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM Vagnhöfða 11, símar 567 4090 og 898 4160, fax 567 4092. Húsið opnað kl. 22.00. DANSHUSIÐ Artun Gömlu og nýju dansarnir í kvöld. Tríó Þorvaldar leikur ásamt söngkonunum Vordísi og Frigg. Drottnari dópsalanna Stöð 2 ► 0.15 Abel Ferrara nefnist B-myndaleikstjóri banda- rískur, sem á að baki fjölmargar minniháttar en persónulegar myndir á undanförnum árum. All- ar eru þær kraftmiklar, ofbeldis- fullar og ekki fyrir viðkvæmt fólk. Hann rótar gjarnan upp í spilltri afbrotaveröld stórborganna þar sem engum er að treysta, síst löggunni. Um þetta efni gerði hann sína bestu mynd, Bad Lieu- tenant, (‘92), þar sem Harvey Keitel er minnisstæður sem eitt versta löggufól kvikmyndasögunn- ar, þó af nógu sé að taka. Hér er það Christopher Walken sem fer með aðalhlutverkið, en vörumerki Ferrara eru einmitt fallnir A- myndaleikarar. Hann er búinn að lengja starfsævi þeirra nokkurra. Sagan er einföld. Eiturlyfjabar- ón í New York vill endurheimta ríki sitt er hann kemur úr fangelsi og beitir til þess öllum meðölum. Er þó ekki samviskulaus með öllu. Walken er ábúðarmikill í aðal- hlutverkinu og fínn leikhópur, með nöfnum eins og David Caruso, Wesley Snipes og Lawrence Fis- hburne gefa þessari harðsoðnu mynd um helvíti á jörð aukinn slagkraft. Vel sögð með pirrandi stíganda. Einkum fyrir unnendur harðneskjulegra glæpamynda og „cult“ leikstjórans Fen-ara, sem sýnir að hann er þess megnugur að hressa uppá margtuggða frá- sögn úr undirheimum. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson Stöð 2 ► 20.55 Fæddur frjáls (Born To Be Wild,’95), nefnist fjöl- skyldumynd um strák sem er að fara i hundana er hann kynnist górilluapa. Washington Post gefur þessu sjón- varpsfóðri ★★Vt Sýn ► 21.00 Frændurnir (Les Cousines ‘58), er ein af fyrstu mynd- um franska nýbylgjuleikstjórans Claudes Chabrol, sem kunnastur er fyrir fjölmargar, misjafnar glæpa- myndir. Hér fjallar hann um frænd- ur, annar er borgarbarn, hinn kemur úr sveitinni. Annar gæðablóð, hinn vondur. Halliwell gefur ★, sem þýðir ekki slæm mynd og með góðum sprettum. Jean-Claude Brialy, Claude Serval og Juliette Mayniel fara með aðalhlutverkin. Stéphane Audran, síðar eiginkona hans og vörumerki, fer með aukahlutverk í sinni rauðhærðu fegurð. Sjónvarpið ► 22.15 Ratvís (Pathf- inder, ‘ððjlndjána- og frumbyggja- myndin eftir sögu J. F. Coopers stingur enn upp kollinum. ★★1/a Stöð 2 ► 22.40 WayansbræðmTÚr, Keenan Ivory, Marlon og Shawn, eru kunnir sjónvarpsskemmtikraftar í Vestm-heimi og á hvíta tjaldinu I skopmyndinni Rólegan æsing (Don’t Be a Menace..., ‘95), gera þeh' stólpagrín að myndum þeldökkra kynbræðra sinna um ástandið í „hverfinu", ádeilum Spike Lee, osfrv., og tekst af og til vel upp. Þetta eru efnispiltar. ★★í4 Sýn ► 23.40 Kauphallarbrask (Working Trash, ‘90) nefnist gaman- mynd um hreingerningamenn í Mekka kapítalismans, Wall Street, sem hyggjast verða ríkir af upplýs- ingum sem þeir finna í öskutunnum. Sjónvarpsmynd gerð af Alan Metter, sem er kunnastur fyiár þann vafa- sama heiður að eiga að baki verstu Lögguskólamyndina, Mission to Moscow. Hinn gjafmildi All Movie Guide heiðrar myndina með ★★★, sem mig grunar að sé ofrausn. Sjónvarpið ► 0.05 Skaðræðisgripir III. (Lethal Weapon III., ‘92), er eld- fjörug og ofbeldisfull skemmtun, á svipuðu róli og fyrsta myndin í þess- um bálki (sú fjórða er í framleiðslu). Hér fást þeir félagar í lögreglusveit Los Angeles, Mel Gibson og Dennis Glover, við ískyggilegan sendiherra sem þeir gruna um smygl á eiturlyfj- um. Joss Ackland leikur kauða lista- vel, einsog hans er von og vísa. Joe Pesci hressir uppá gamanið. ★★★ Stöð 2 ► 0.15 Konungur í New York (King of New York, ‘93). Sjá umsögn í ramma. Stöð 2 ► 1.55 Kalifomíumaðurinn (The California Man, ‘94). Aulafyndn- ismynd með ókrýndum konungi slíkra mynda, þetta misserið, Brend- an Fraser (George of the Jungle). Tveir aulabárðai' í menntó finna þriðja flónið grafið í jörð. Sá er frá steinöld. Með Sean Astin og hinum óþolandi Pauly Shore. Gerð af Les Mayfield, (Flubber). ★14 Sæbjörn Valdimarsson JEFF Bridges kom á frumsýn- inguna í fylgd eiginkonu sinn- ar Susan en hann fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Lebowski frumsýnd í New York KVIKMYND Coen-bræðranna „The Big Lebowski“ var frumsýnd í New York á dögunum en með að- alhlutverkin fara þau Jeff Bridges, John Goodman og Julianne Moore. Myndin fjallar um auðnuleys- ingjann Jeff Lebowski, sem Bridges leikur, sem er tekinn í misgripum fyrir milljónamæring sem heitir sama nafni. Mannrán og ævintýri fylgja svo í kjölfarið. Bridges og Goodman, sem báðir eru þrautreyndir leikarar, fannst sérstakt að vinna með Coen- bræðrunum sem hafa ekki tamið sér þann ósið kvikmyndagerðar- manna að endurskrifa handritið meðan á tökum stendur. ANNAR leikstjóra myndarinn- ar, Joel Coen, ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Frances McDormand, sem mætti með afar frumlega tösku. HLYNUR Stefánsson, íþróttamaður ársins 1997 í Eyjum. Hlynur íþróttamaður Vestmanna- eyja 1997 EYJAMENN útnefndu fyrir skömmu íþróttamann Vest- mannaeyja fyrir árið 1997. Fyrir valinu varð Hlynur Stef- ánsson, fyrirliði íslandsmeist- araliðs ÍBV í knattspyrnu. Þetta var í 20. sinn í röð sem útnefndur er íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum, en 10 ár eru liðin sfðan sá heiður féll í skaut knattspyrnumanni. Árið 1988 var það Nökkvi Sveinsson sem varð fyrir val- inu. Hlynur er vel að titlinum kominn, enda góð fyrirmynd bæði í leik og starfi, og helúr líklega sjaldan Ieikið betur en sfðastliðið sumar sem herfor- ingi í vörn liðsins og fyrirliði. Hlynur hlaut einnig gullúr frá knattspyrnudeild ÍBV ásamt Inga Sigurðssyni en það hlutu þeir fyrir að hafa leikið 100 leiki í 1. deild fyrir ÍBV en aðeins hafði einum Ieikmanni tekist það á undau þeim, Jóni Braga Arnai-ssyni. Ingi náði 100 leikja inarkinu árið 1996 en Hlynur á árinu 1997. KRISTJÁN Ilalldórsson, fþróttamaður ÍR 1997, fékk afhentan veglegan afrcks- bikar til varðveisiu í eitt ár. * Iþróttamaður ÍR ÍÞRÓTTAMAÐUR ÍR fyrir árið 1997 var útnefndur á dögunum og var það Kristján Halldórsson knattspyrnumað- ur sem varð fyrir valinu. Kri- stján var fyrirliði meistara- fiokks ÍR á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að liðið vann sig upp í efstu deild. Hann var einróma kosinn leikmaður ársins af þjálfara og ineistaraflokksráði. FÖSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Y 9{œtur£a(inn V ‘Danshús, sími 587 6080 Opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld Lifandi tónlist fyrir líflegt fólk Sjáumst hress LY Næturgalinn A REY Hin frábæra stuðhljómsveit leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Láttu þig ekki vanta í stuðið Kaffi Reykjavík — þar sem stuðið er! Hljómsveitin Saga Klass Frábær danst^nlist frá kl. 23.30 með hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni W l.ackii og félagar A W fara á koslwm í Terðabransanum GLEÐI, SÖNGUR OG FULLT AF GRÍNIí SÚLNASAL Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson sjá um stuðið á Mímisbar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.