Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 49 í DAG KIRKJUSTARF Árnað heilla Ljósmynd Bania- og fjölskylriuljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefln voru saman 27. desember í Háteigs- kirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Lilja Karlsdóttir og Þor- steinn Víglundsson. Heimili þeirra er í Lautasmára 14, Kópavogi. BRIDS llm.vjón Guðmundur Páll Arnar.von HANS Kreijns er hollensk- ur spilari af eldri kynslóð- inni, sem þarlendir kalla „gamla refinn". Kreijns spil- aði lengi í landsliði Hollend- inga, en hætti því fyrir um það bil tíu árum. En hann hætti ekki alveg að spila, og þótt hann sé kominn nokkuð á áttræðisaldur sjást engin þreytumerki á spilamennsk- unni. Um síðustu helgi tók hann þátt í alþjóðamóti For- bo-Krommenie og vann meðal annars stuttan tví- menning í upphafi hátíðar- innar með 73% skor. Spihð hér að neðan er hins vegar úr sveitakeppni mótsins: Norður ♦ K9752 VD98 ♦ 54 *G95 Vestur AD843 VK7642 ♦ 107 *Á6 Austur ♦ 106 V105 ♦ DG863 *K843 Suður * AG VÁG3 ♦ ÁK92 *D1072 Kreijns var í suður, sagn- hafi í þremur gröndum og fékk út hjarta frá fimmlitn- um. Hvernig myndi lesand- inn spila? Kreijns var fjótur að af- greiða spilið. Hann stakk upp hjartadrottningu blinds og spilaði litlu laufi úr borð- inu. Austur lét lítið og vest- ur varð að taka slaginn með ásnum. Vestur getm’ ekki sótt hjartað áfram og gerir best í því að spila laufi um hæl. En hann valdi spaðann og gaf þannig níunda slag- inn. Vissulega gat austur hnekkt geiminu með því að rjúka upp með laufkóng, en það er engan veginn auð- veld vörn. Vörnin var hins vegar auðveld á hinu borðinu. Þar kom einnig út hjai'ta, en sagnhafi lét lítið úr borði og var að taka tíu austurs með gosanum heima. Nú er sam- gangurinn við blindan ekki þægilegur og suður kaus að spila laufinu heimanfrá. Austur tók þann slag og spilaði hjarta í gegnum ÁG. Þai- með var spilið komið tvo niður. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, bimðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritslj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. ÁRA afmæli. Sunnu- daginn 1. mars verð- ur fimmtug Inga Jónsdóttir, Skipasundi 61. Hún og eig- inmaður hennar, Birgir Da- víðsson, taka á móti gestum í kvöld, föstudaginn 27. febr- úar, í Félagsheimili Rafveit- unnar v/Elliðaár kl. 20. Með morgunkaffinu Hvernig á ég að vita f hvaða tón ég tala, þú veist að ég er ekki músikalskur. Ertu viss um að hæðar- mælirinn sé í lagi? COSPER "JMJ' Aii ■ j/: hzítlwd C05PEB Má ég taka mynd af þér? Þetta er nefnilega fyrsta umferðaróhappið mitt. HÖGNI HREKKVISI 'l/z'S erurrj //7?/3ju „ Sýrttcg Sagt fiú /'r STJÖRNUSPÁ eftir Frances llrakc FISKAR Afmælisbarn dagsins: Pú ert mjög ákveðinn og hafír þú tekið ákvörðun fær þér ekkert haggað. Þú leggur aIlt í sölurnar til að ná settu mai-ki. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú ert hrókm' alls fagnaðar og nýtur þín í alls kyns fé- lagsstörfum. Allt sem þú leggur af mörkum mun skila sér. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhver orðrómur gengur fjöllunum hæn-a svo þú skalt komast að því hvort hann á við rök að styðjast áður en þú fellir dóma. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 'A'A Þú þarft að vega og meta hverju sinni hvort freisting- arnar séu þess virði að falla fyrir. Enginn er fullkominn. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Þú ættir að lyfta þér upp með því að kaupa nýja flík. Aðgættu tilboð verslana og reyndu að gera hagstæð kaup. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ef þú gerir vini þínum greiða, skaltu gera það í ein- lægni. Sönn vinátta snýst um að gefa og þiggja. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það hefur jákvæð áhrif á þá sem þú umgengst, ef þú slakar á stífninni og reynir að sjá björtu hliðarnar. ■ V°S m (23. sept. - 22. október) « Þú hefur mikla þörf fyrir útiveru og ættir að leggja áherslu á að sinna því. Göngutúrar myndu gera þér gott. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) '“"BR*. Einhver skemmtir sér ær- lega á annars kostnað svo þér er ekki skemmt. Það er tímabært að þú látir í þér heyra. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú hefur lagt hart að þér að undanfórnu til að ná settu marki, og nú sér fyrir end- ann á því. Þú átt heiður skil- inn. Steingeit (22. des. -19. janúar) Gættu þess sérstaklega vel að blanda þér ekki í deilur á vinnustað. Hafðu hægt um þig og hafðu ekki áhyggjur. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Einhleypir munu eiga spennandi stefnumót. Ein- hver treystir þér fyrir leyndarmáli sem þú þarft að fara vel með. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert sæll með það hversu allt gengm- þér í haginn og jafnvægi ríkir á öllum svið- um. Vertu heima í kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi era ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. Safnaðarstarf Æskulýðsdagur- inn í Arbæjar- kirkju BARNAKÓR Árbæjarkirkju syng- ur í sunnudagaskólanum kl. 13. Viljum við hvetja foreldra til að koma með börnunum sínum á þess- um degi æskunnar í kirkjuna sína. Um kvöldið kl. 20.30 verður poppguðsþjónusta, hljómsveitin Kisuryk spilar. Ungmenni úr eldri og yngri deild æskulýðsfélagsins flytja ritningartexta og fermingar- börn fara með almenna kirkjubæn. Ungir leiðtogar í starfi kirkjunnar flytja hugleiðingu. Börn úr TTT- starfi kirkjunnar í Ártúnsskóla sýna helgileik. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir. Safnaðarfólk er hvatt til að koma og eiga part úr kvöldi með ungdómnum í helgidóm- inum. Sr. Þór Hauksson. Hátíðarguðsþjónusta Kirkju sjöunda dags aðventista UM þessar mundir eru liðin 100 ár frá upphafi starfs kirkju sjöunda dags aðventista hér á landi. Af því tilefni efnir kirkjan til hátíðarguðs- þjónustu næstkomandi laugardag kl. 11.15 árdegis í Háteigskirkju. Forseti Islands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, og frú munu heiðra sam- komuna með nærveru sinni, ásamt Ingibjörgu Sólránu Gísladóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, og eigin- manni. Núverandi og fyrrverandi biskupar Þjóðkirkjunnar verða einnig viðstaddir auk forstöðu- manna kristinna trúfélaga, sem starfa hér á landi. Núverandi formaður kirkju að- ventista er dr. Derek Beardsell, en hann tók við þvi starfi í október síð- astliðnum. Derek hefur að baki mikla reynslu við prestsstörf víða um heim. Ræðumaður dagsins verður dr. Bertil Wiklander, fyrrverandi yfir- maður landskirkju aðventista í Sví- þjóð. Hann er nú forstöðumaður Norður-Evrópudeildar kirkju sjö- unda dags aðventista. Bertil Wiklander er sænskur og er doktor í guðfræði frá Uppsalaháskóla í Sví- þjóð. Við bjóðum alla velkomna. Skúli Torfason, upplýsingafulltrúi Kirkju sjöunda dags aðventista. Hallgi'ímskirkja. Orgelleikur og lestur Passíusálma kl. 12. Laiigholtskirkja. Opið hús kl. 11-16. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.10. Fyi'h'bænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 15. Karmelklaustrið í Hafnarfirði heimsótt. Kaffiveitingar. Þátttaka til- kynnist kirkjuverði í síma 551 6783. All- ir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Á laugardag: Hátíðarguðsþjónusta í Háteigskirkju kl. 11.15. Eftir guðsþjónustuna verður kirkjugestum boðið til sameiginlegs málsverðar í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Guðsþjónusta kl. 10.15. Bi- blíurannsókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Kristján Friðbergsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Hvíldardagsskóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Der- ek Beardsell. Loftsalurinu, Hólshrauni 3, Hafnar- firði. Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Hvítasunnukirkjan Filadelfía. Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Nýjar vorvörur ítalskar dragtir. Verð frá kr. 16.800 Hverfisgötu 76, sími 552 8980 (------:----- BIODROGA snyrtivörur Vor , 1998 yXliG vm/ WARNERLS Kringlunni s: 553 7355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.