Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Kim Dae-jung Stjórn- in kemst ekki frá KIM Dae-jung, nýr forseti Suð- ur-Kóreu, situr uppi með frá- farandi ríkisstjórn þar eð þing- ið hefur enn ekki komið saman og samþykkt forsætisráðherra- efni Kims. Stóri þjóðarflokkur- inn, sem er í stjómarandstöðu, kom ekki til þings í gær, annan daginn í röð, og kom þannig í veg fyrir að hægt væri að greiða atkvæði um tilnefningu kosningabróður Kims, Kims Jong-pils, í embætti forsætis- ráðherra. Af þessum sökum hefur ekkert orðið af útnefn- ingu annarra ráðherra, og hef- ur innsetningarathöfnum, sem fara áttu fram í gærmorgun, verið frestað um óákveðinn tíma. Forsetinn tók við embætti á miðvikudag og í gær bað hann alla núverandi ráðherra að sinna störfum áfram til þess að ekki skapaðist vandræðaástand þar til næsti forsætisráðherra hefur tekið við embætti og skipað ráðherra. Vilja sjálfstædi Anjouan KJÓSENDUR á Anjouan eyju í Indlandshafi samþykktu með 99,5% greiddra atkvæða að slíta öll tengsl við Comoros- ríkjasambandið. Vilja kjósend- ur stofna „lýðræðisríki í sam- ræmi við íslömsk gildi og ann- arra eingyðistrúarbragða“. í október sl. samþykktu íbúar að lýsa yfir fullveldi. Tæplega 144 þúsund manns eru á kjörskrá á Anjouan. Dæmdur í 28 ára fangelsi DÓMSTÓLL á Spáni fann í gær Luis Roldan, fyrrverandi yfirmann Þjóðvarðliðsins, sekan um spiilingu og dæmdi hann í 28 ára fangelsi, að því er spænska ríkisútvarpið greindi frá. Roldan hafði, ásamt sjö öðr- um, verið ákærður fyrir að hafa þegið mútur og dregið sér fé úr opinberum sjóðum í hneykslis- máli sem var ein helsta ástæða þess að ríkisstjóm sósíalista beið ósigur í kosningunum 1996. Bensínlækkun í Evrópu VERÐ á bensíni hefur farið lækkandi í ríkjum Evrópusam- bandsins, en sterk staða Banda- ríkjadollars og háir skattar hafa komið í veg fyrir að verðið lækk- aði í samræmi við mun meiri lækkun sem orðið hefúr á hráol- íu, að því er markaðsfræðingar segja. Bensínverð hefur lækkað um að meðaltali 10%, og allt að 19% í Þýskalandi í kjölfar þess að hráolíuverð hefur lækkað um sex dollara á fatið, eða um 30%, frá því í október. Á Spáni hefur verð lækkað um 12% og um 11 af hundraði í Danmörku. Minnst hefur lækkunin orðið í Hollandi, sjö prósent, og í Svíþjóð, fimm af hundraði. Richard Butler lýsir ánægju sinni með samning Kofís Annans við fraka Mikilvægasti samningur frá lokum Persaflóastríðs Sydney, París. Reuters. vopnaeftirlitsmönnunum um for- setabústaðina. Butler kvaðst þó mundu stjóma vopnaeftirlitinu áfram og gefa öryggisráði SÞ skýrslu um framvindu mála. Chirac segir ekki sjálfkrafa gripið til hernaðar Jacques Chirac Frakklandsfor- seti sagði í viðtali við Le Monde í gær að þótt írakar stæðu ekki við nýgerðan samning myndi það ekki leiða sjálfkrafa til þess að loftárásir yrðu gerðar á landið. Frakkar hvöttu til þess að samn- ingalausn yrði fundin í deilu SÞ og íraks og voru jafnan andvígir hem- aðaraðgerðum. Chirac kvaðst ákaf- lega ánægður með að samkomulag hefði náðst. „Hvað ef írakar taka ekki þátt í leiknum? Þá verða þeir að gera sér grein fyrir þeirri gífur- legu áhættu sem þeir taka. En við lítum svo á að óviðunandi væri að sjálfkrafa yrði gripið til hemaðarað- gerða.“ í tillögu sem Bretar hafa lagt fram að ályktun öryggisráðsins eru írakar varaðir við „hinum al- varlegustu afleiðingum" þess að virða ekki samkomulagið. I tillögu- texta sem dreift var í gær og enn er verið að ræða var ekki útskýrt nánar hverjar þessar „afleiðingar“ yrðu. Ekld var Ijóst í gær hvenær at- kvæði yrðu greidd um ályktunartil- löguna, en fréttaskýrendur töldu líklegt að það yrði einhvemtíma í næstu viku. Búist er við að Banda- ríkjamenn og fleiri ríki, er eiga sæti í ráðinu, flytji tillöguna ásamt Bret- um. Reuters ÍRASKUR drengur fetar í fylgd tveggja kvenna framhjá sölumönnum í Bagdad í gær. Þökk sé samkomulagi því sem framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna tókst að ná við Iraksstjóm er andrúmsloft þar nú friðvænlegra en undanfarnar vikur. RICHARD Butler, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði í gær að sam- komulagið, sem Kofi Annan fram- kvæmdastjóri SÞ undirritaði í Bagdad í vikunni, veikti ekki stöðu eftirlitssveitarinnar sem nú væri í írak. „Ég er þess fullviss að þetta skjal, verði því fylgt eftir í sam- vinnu við Iraka, mun styrkja sveit mína,“ sagði Butler í viðtali við ástr- alska sjónvarpið, ABC. Butler sagði ennfremur að samningurinn væri einn sá mikilvægasti sem gerður hafi verið frá lokum Persaflóastríðs- ins 1991 vegna þess að Saddam Hussein íraksforseti ætti aðild að honum. írakar hafa litið svo á að sérverk- efnasveit SÞ í írak (UNSCOM) og Butler sjálfur væru þeim óvinveitt í kjölfar þess að Bandaríkjamenn hótuðu loftárásum leyfðu írakar UNSCOM ekki að sinna vopnaeftir- liti óhindi-að. í samningi Annans við íraka er gert ráð fyrir að stofnuð verði ný eftirlitssveit, sem í verði m.a. stjómarerindrekar auk vopna- eftirlitsmanna, sem kanna muni svonefnda forsetabústaði í Irak. Butler hafnaði þeirri gagnrýni, sem bandarískir embættismenn hafa sett fram, að þetta ákvæði samningsins veiki stöðu UNSCOM. „Þetta heyrir allt undir mig sem framkvæmdastjóra og ég hlakka mjög til þessara breytinga - þær auka við lið okkar og auka okkur bolmagn." Jayantha Dhanapala, fyrrverandi sendiherra Sri Lanka hjá SÞ, mun fara fyrir sveitinni sem fylgja mun Lewinsky sögð íhuga málshöfð- un gegn Tripp Washington. Reuters. Efnahagskreppan leggst þungt á Japani Styttu sér aldur á hót- elherbergi Tókýó. Reuters. ÞRÍR yfirmenn lítiHa, japanskra fyr- irtækja, sem framleiða fyrir stóru bílaverksmiðjumar, sviptu sig lífi í gær eða fyrradag á herbergjum sín- um á sama hótelinu. Nefndu þeir erf- iðleika í fjármálum sem ástæðuna. Mennimir komu á hótelið, sem er í einu úthverfa Tókýóborgar, síðla dags í fyrradag og fór hver þeirra á sitt herbergi. Þar hengdu þeir sig í belti af baðslopp. Talsmaður lögreglunnar sagði, að mennimir hefðu skilið eftir sig bréf þar sem þeir kváðust ekki lengur geta staðið við skuldbindingar sínar hver við annan eða við bankana. Einn mannanna rak fyrirtæki, sem framleiddi hluti í bíla, til dæmis fyr- ir Toyota og Nissan, en fyrirtæki hinna sáu um að selja þá. Þessi sjálfsmorð bætast við mörg önnur að undanfórnu en í síðustu viku fannst þingmaður, Shokei Arai, hengdur á hótelherbergi skömmu áður en lögreglan ætlaði að hand- taka hann vegna spillingar. Sjálfsmorðin nú koma á sama tíma og japönsk fyrirtæki eru að búa sig undir að birta reikningana fyrir síðasta ár en búist er við, að í kjölfarið muni fjöldi fyrirtækja verða lýstur gjaldþrota. Japanskir sálfræðingar segjast óttast, að vegna efnahagserfiðleik- anna í landinu muni æ fleiri grípa til þess óyndisúrræðis að stytta sér aldur. Reuters Mótmæli í Hong Kong MÓTMÆLANDI í Hong Kong ber skilti með mynd af Li Peng og kröfu um að hann verði ekki gerður að þingforseta. Mótmælin fóru fram við aðsetur Xinhua- fréttastofunnar í borginni, sem fréttaskýrendur segja að sé hið eiginlega sendiráð kínverskra stjórnvalda. Á bak við konuna er mynd af kínverska andófsmann- inum Wang Dan, sem situr í fangelsi. LÖGFRÆÐINGUR Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, sagði í gær að hún væri að íhuga að höfða mál gegn fyrrverandi vinkonu sinni, Lindu Tripp, sem hljóðritaði á laun samtöl þar sem Lewinsky kvaðst hafa átt í kynferðislegu sambandi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Lögfræðingur Lewinsky, William Ginsburg, sagði í morgunþætti ABC-sjónvarpsins að Linda Tripp hefði ginnt Lewinsky í gildru með því að hljóðrita samtöl þeirra án þess að segja vinkonu sinni frá því. „Þetta voru samtöl tveggja vin- kvenna á löngum tíma,“ sagði Gins- burg. „Og ég tel að Linda Tripp, sem var með upptökubúnað á þess- um tíma, hafi kosið að hljóðrita það sem hún vildi hljóðrita og stýrt samtölunum." „Við erum vissulega að íhuga það,“ sagði lögfræðingurinn þegar hann var spurður hvort Lewinsky hygðist höfða mál gegn Tripp þegar rannsókn málsins lyki. Ginsburg sagði að Lewinsky stæði við eiðsvarna yfirlýsingu sína um að hún hefði aldrei haft kynmök við Clinton og neitaði því að hljóð- ritanirnar sönnuðu að hún hefði gerst sek um meinsæri. Lewinsky á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm verði hún fundin sek um meinsæri eða tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Aðstoðarmenn Clintons yfir- heyrðir Kenneth Starr saksóknari heldur áfram rannsókn málsins og vitna- leiðslum fyrir kviðdómi, sem á að skera úr um hvort ákæra verði heimiluð. Nancy Hemreich, yfir- maður á skrifstofu forsetans, kom fyrir kviðdóminn í fyrradag, en hún hefur starfað fyrir Clinton allt frá því hann var ríkisstjóri Arkansas. Áður hafði Patsy Thomasson, fyrr- i verandi ráðgjafi Clintons, borið vitni en hún kvaðst ekki geta veitt neinar upplýsingar um hvernig sambandi Clintons og Lewinsky var háttað. Starr hefur varið þá ákvörðun sína að rannsaka hvort stuðnings- menn Clintons hafi látið fjölmiðlum í té rangar upplýsingar um aðstoð- armenn saksóknarans í því skyni að hindra störf þeirra. Fregnir herma einnig að Clinton hafi ákveðið að óska eftir því að æðstu ráðgjafar hans verði undan- þegnir vitnaskyldu í málinu á þeirri forsendu að samband þeirra og for- setans sé friðhelgt, líkt og sam- band lögfræðinga og skjólstæðinga þeirra. Slík beiðni gæti skaðað Clinton þar sem hún myndi minna á tilraunir Richards Nixons til að torvelda rannsókn Watergate- málsins, sem varð honum að falli árið 1974.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.