Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 41 « ð I « i i i ð i « i i i i i áns, þeirra Ingibjargar Guðmunds- dóttur og Péturs Magnússonar, var einstætt að gestrisni og höfðingsskap og hefur Þóroddur Jónasson læknir minnst þeirra hjóna á verðugan hátt í Morgunblaðinu 10. janúar 1988, er 100 ár voru liðin frá fæðingu Péturs. Við Stefán innrituðumst í lögfræði- deild Háskóla íslands um haustið 1946 og lágu leiðir okkar þar saman í sex ár. Á háskólaárum sínum stundaði Stefán einnig sjómennsku, var lang- tímum saman háseti á togurum Tryggva Ófeigssonar. Minnisstæðast- ur þeirra skipstjóra, er Stefán sigldi með, var án efa Bjami Ingimarsson. Fyrir honum bai’ Stefán mikla virð- ingu og taldi sér það mikinn ávinning að hafa kynnst slíkum manni. Þegar Stefán flutti sitt síðasta prófmál fyrir Hæstarétti hinn 29. mars 1965, þá hlýddi ég á málflutninginn. Þetta var landhelgismál, Valdimar Stefánsson saksóknaii flutti málið af hálfu ákæru- valdsins, en Stefán var verjandi skip- stjórans á Geir RE-241. Bæði hæsta- réttardómaramir og saksóknari undr- uðust þekkingu Stefáns á togveiðum og sjórétti almennt. Þau urðu mörg málin, sem Stefán flutti í Hæstarétti, og jókst álit hans sem mikilsvirts lög- manns jafnt og þétt. Stefán varð aðal- lögfræðingur Landsbanka Islands 5. maí 1966. Um tíma hafði hann skrif- stofu á 2. hæð Laugavegar 7 og þar varð mér tíðlitið inn til hans. Skipst var á sögum um stund, þar til öll bygg- ingin nötraði af hlátri. Oft kom upp í huga minn, hvað skrifstofustúlkumar í móttökunni kynnu að halda um samtal okkar. Gátu lögffæðiúrlausnir verið svona skemmtilegar? Stefán var gæddur ríku skopskyni og var engu síðri sagnþegi en sögumaður. Nú þegar Stefán vinur minn er fluttur á nýtt tilvemstig, meira að starfa Guðs um geim, þá óska ég hon- um heilla í nýjum störfum í fullri vissu um það, að hann á góða heim- komu vísa, því þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Börnum Stefáns sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Stefáns Pét- urssonar. Leifur Sveinsson. i « « i i « « « « « « « « « « k Genginn er drengur góður og kær vinur. Stefán var sonur þeirra hjóna Þór- unnar Ingibjargar Guðmundsdóttur og Péturs Magnússonar, ráðherra og bankastjóra, og ólst upp á menning- arheimili í stómm hópi samheldinna systkina á Hólavöllum, sem taldist nr. 20 við Suðurgötu. Æskuheimilið var ætíð ofarlega í huga Stefáns og það mótaði mjög lífsviðhorf hans og viðmót allt. Stefán stundaði nám í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga, síðan í Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1946. Eftir nokkra umhugsun fór hann að dæmi fóður °g tveggja eldri bræðra, hóf nám í lögfræði við Háskóla íslands og lauk þaðan prófi vorið 1954. Á námsámn- um stundaði hann margvísleg störf, m.a. byggingarvinnu og sjómennsku á togurum útgerðar Tryggva Ófeigs- sonar. Var það reynsla sem Stefán hefði ekki viljað án vera. Að námi loknu vann Stefán um tíma sem lögfræðingur á skrifstofu Fræðslumálastjóra og síðan hjá embætti bæjarfógetans í Kópavogi. Mestan hluta starfsferils síns vann Stefán hjá Landsbanka íslands, hóf þar störf sem lögfræðingur árið 1961, vai-ð aðallögfræðingur bankans ái-ið 1966 og aðstoðarbankastjóri ár- ið 1989 og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1996. Samhliða gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bankann. Mál- flutningur og önnur lögfræðistörf voru lengst af aðalstarfsvettvangur hans og hlaut hann réttindi til mál- flutnings fyrir héraðsdómi árið 1956 °g f.yrir hæstarétti árið 1965. Hann var farsæll lögmaður. Réð þar mestu góð greind, mikil reynsla og næm til- finning fyrir því að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum hvers máls. Stefán var maður vel á sig kominn, karlmannlegur, sviphreinn og bauð af sér góðan þokka. Á unglingsárum stundaði hann lítillega frjálsar íþrótt- ir og hefði getað náð langt ef hugur hefði staðið til. Síðar átti hann hesta um langt árabil og stundaði hesta- mennsku sér til heilsubótar og mikill- ar ánægju. Þegar kvaddui- er vinur rifjast upp samskipti í fast að því sex áratugi, fyrst skólaárin, allt frá árunum í gagnfræðaskóla til loka háskólanáms er við um tíma lásum saman undir próf. Samskiptum lauk ekki með skólagöngu. Þegar komið var að lok- um hennar ákváðum við fjórir sam- stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946 að hittast til að spila saman brids. Fljótlega bættist svo í hópinn félagi sem tengdist einnig árganginum frá 1946. í hátt í fimm áratugi höfum við hist vikulega yfir vefrannánuði. Ekki aðeins til að spila heldur ekki síður til að njóta samveru og samræðna við gamla félaga. Þessai' samverustundir hafa gefið lífínu gildi. Það má segja um Stefán að hann hafi staðið meðan stætt var. Síðast var spilað í desember sl. og hafði Stefán þá boðað til næstu samveru á heimili sínu. Af því varð ekki vegna veikinda hans og eftir það tók við nær samfelld dvöl á sjúkrastofhun. Stefán var vellesinn og fylgdist jafnan vel með þeim málefnum sem hæst bar hverju sinni, innanlands sem á alþjóðavettvangi, og hafði á fastmótaðar skoðanir. Hann var skemmtilegur félagi og glaðsinna, sagði vel ft’á og var góður viðmæl- andi. En fyrst og fremst minnumst við félagar hans einstakrar háttvísi og hlýju sem einkenndi allt dagfar vinar okkar. Hann var maður vinfastur og hans er saknað. Stefán kvæntist ungur Bryndísi Einarsdóttur og áttu þau fallegt og hlýlegt heimili þar sem gestrisni var ætíð höfð í hávegum. Bryndís andað- ist í ársbyrjun 1996 og minnumst við félagar hans hennar með hlýju og þökkum góðar móttökur og gestrisni í áratugi. Síðan bjó Stefán lengst af einn áfram í húsi sínu og naut til þess góðrar aðstoðar baraa sinna og barnabama. Síðustu ár reyndi mjög á Stefán og sýndi hann þá best hve velgerður og jafnlyndur hann var. Hann tókst á við sjúkdóm sinn af karlmennsku og hug- arró og gerði ætíð sem minnst úr öU- um erfiðleikum. Svo var allt til loka- dægurs. Við spilafélagar hans og aðrir skólafélagar kveðjum góðan vin með þakklæti fyrir langa samfylgd og vottum bömum hans og öðrum ást> vinum samúð. Sveinn H. Ragnarsson. Að heilsast og kveðjast, það er lífs- ins gangui’. Þessi setning leitar á hug- ann er kveðjustund rennur upp, en þó með öðmm hætti en áður var. Bamið nemur þessi orð með öðmm hætti en sá sem kominn er á miðjan aldur. Sá sér líkingar Hávamála verða að ísköldum veruleika, því deyr fé og deyja frændur og kveðjustundimar aðrar en áður var. Fyrir rúmri viku kvöddumst við Stefán hinstu kveðju í stuttri heim- sókn minni að sjúkrabeði hans. Við skiptumst á örfáum orðum á þeim sólríka febrúardegi, sem var eins bjartur og þeir geta orðið. Þrátt fyrir sjúkdóm sem á löngum tíma setur sitt brennimark á alla er fyrir verða, var engin breyting á persónunni, ekkert undanhald eða hvik. Hann var at- gervismaður bæði á sál og líkama. Á þehrí stund sá ég í augnaráði hans allt það sem gerði hann að ein- stökum manni; greind, hlýju og vott af kankvísi. Þai’ sá ég að hann var óbugaður. Stefán Pétursson vai’ ekki meðalmaður, sama hvernig hann er metinn. Stefán var fimmti í röð átta systk- ina sem ólust upp á Hólavöllum, þeim sögufræga stað þar er samnefndur skóli stóð fyrr á tíð. Foreldrar Stef- áns, Pétur Magnússon bankastjóri og Ingibjörg Guðmundsdótth’ kona hans, eignuðust húsið snemma í sín- um búskap og byggðu þar upp mjög stórt heimili sem margir sóttu til víða að. Þar var jafnan mannmargt og mikið um að vera. Ber öllum saman um að þar hafi verið mjög líflegt að- komu og ekki skort félagsskap eða umræðuefni í þeim stóra hópi sem þar gerði sitt heimili. Margt af því fylgdi störfum Péturs sem lögmanns og síðar bankastjóra og þá ekki síst viðamiklum afskiptum hans af stjómmálum. Pétur sat á þingi, gegndi ráðherradómi og vara- formennsku í Sjálfstæðisflokknum, þar til hann féll frá 1948, langt fyrir aldur fram. Margir af forfeðrum Stefáns voru lögmenn og höfðu mannaforráð. Mai’g- ir þeirra eru þjóðkunnnir menn fyrir slík störf. Afi hans, Séra Magnús Andrésson, prófastur á Gilsbakka í Hvítársíðu, sat á þingi fyrir Ámesinga og Borgfirðinga. Langalangafi hans, Magnús Andrésson hreppstjóri og bóndi að Syðra Langholtí í Hruna- mannahreppi, sat einnig á þingi. Nær sú ætt langt aftur í aldir og er víða getið fyrir visku og festu í öllum mál- um. Amma Stefáns í föðurætt, Sigríður húsfreyja á Gilsbakka, var dóttir Pét- urs Sívertsens bónda að Höfn í Mela- sveit og fyrri konu hans, Sigríðar Þorsteinsdóttui’, Helgasonar, prests í Reykholti og konu hans Sigríðar Pálsdóttur, sýslumanns frá Krossavík í Vopnafirði. Móðurfólk Stefáns var af Vest- fjörðum, mjög harðgert fólk og fylgið sér. Móðurafi Stefáns var Guðmund- ur Viborg Jónatansson. Guðmundm- bjó á Hólavöllum sín seinustu æviár. Hann er talinn fyrsti vélstjórinn á ís- landi með fullgild réttindi og sinntí því starfi á a.m.k. tveimur frægum skip- um: Ásgeiri Litla frá Bíldudal og svo á skipi Barónsins á Hvítárvöllum. Guð- mundur var listfengur og fékkst bæði við gullsmíðar og málaralist. Talsvert af munum liggm’ eftir hann. Bjami, bróðir Ingibjargar, fór ungur utan og gekk til herþjónustu hjá Kanadíska hemum. Hann tók þátt í bardögum á Vesturvígstöðvunum með liði banda- manna í fyrri heimsstyrjöld. Móðir Ingibjai-gar vai’ Helga Bjaraadóttir, hálfsystir Torfa í Ólafsdal. Úr þessu umhverfi og af þessum meiði var Stefán Pétursson sprottínn. Hann tók lögfræðina í arf, hún var honum í blóð borin. Honum var með- fædd rökhugsun og eðlislæg greind sem fær lögmaður þarf að búa yfir. Menn geta kunnað allar heimsins lagabækm- spjalda á milli án þess að ná nokkum tíma að skilja lögfræði- lega hugsun. f>ví er þetta til nefiit að Stefán sagði sjálfur frá því að hann hefði í sínu laganámi lagt sig eftir því að öðlast hinn , júrístíska þankagang“. Rökhugsun hans og nálgun við erfið vandamál bar vitni mikilli dýpt og hæfileika til að sjá kjama hvers máls. Sem málflutningsmaður vai’ hann áreiðanlega meðal okkar bestu manna. Það var því vel við hæfi að honum skyldi falið að kveðja hið gamla dómshús Hæstaréttar Islands er hin nýja bygging réttarins var full- byggð. Stefán flutti síðasta málið sem reifað var í eldra dómshúsi Hæsta- réttar. Stefán réðst til lögfræðideildar Landsbanka íslands er hann var lið- lega þrítugur að aldri. Þar starfaði hann allan sinn starfsaldur síðan. Fyrst í almennum lögmannsstörfum fyrir bankann, en síðar sem aðallög- maður hans. Aðstoðarbankastjóri frá 1989. Á heimili Stefáns og hans yndis- legu konu, Bryndísar Einarsdóttm’, sem er látin fyrir fáum missemm, átti heill skaii frændsystkina og vina ávallt öruggt skjól. Hvernig sem á stóð. I lífsins óvissa hlaupi áttum við alltaf ömgga höfn hjá þeim. Af þessu skapaðist vinátta og væntumþykja sem áfram lifir í minningu um góðan og gegnan drengskaparmann og konu hans, sem aldrei brást. Stefán var meira en meðalmaður á hæð, mjög vel gerður líkamlega, ekki síður en andlega. Hann var atgervis- maður af fáséðri gerð. Á sínum yngri árum vann hann margvísleg störf og fór m.a til sjós um nokkurt skeið. LEIFUR GÍSLASON + Leifur Gíslason fæddist í Neðra- Nesi í Skefilsstaða- hreppi 22. október 1919. Hann lést 17. febrúar siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jóhann- esson og Jónína Ámadóttir. Bróðir Leifs var Jóhannes Gíslason (f. 2.1. 1925). Hinn 22.11. 1940 kvæntist Leifur Pá- línu Höllu Ásmunds- dóttur (f. 30.5. 1921) frá Ásbúðum í Skagahreppi og þau bjuggu í Ásbúðum til 1965, fyrst í félagi við foreldra Pálínu, þau Ásmund Ámason og Stein- unni Sveinsdóttur. Árið 1965 Það var gott að vera stelpukrakki í Ásbúðum í skjóli ömmu og afa og Pálu og Leifs og fá að kynnast gömlum búskaparháttum, leiða hesta með kerru eða undir böggum og sinna öðm sem til féll á venju- legu sveitaheimili með blönduðum búskap. Síðar var gaman að rifja þetta upp, láta Leif segja sér hvem- ig þetta hefði nú verið, hvort maður hefði gert eitthvert gagn, verið óþægur o.s.frv. Það var líka gott að koma í Ásbúðir á vorin eftir kennslu og ýmiss konar amstur í Háskólan- um og reyna að sýna fram á að „prófessorinn" væri nú ekki alveg gagnslaus í því að glíma við reka- dmmba (enda hafði hann kannski rekist á drumba og eintrjáninga á öðrum vettvangi) og hefði jafnvel nokkra reynslu í því að snúa Lister- ljósavélar í gang. Þetta var hollt, bæði fyrir líkama og sál. Og sálin naut góðs af návist Leifs. Þar var enginn asi, engin til- gerð, bara hlýja og ldmni, blönduð græskulausri striðni. Hann kunni margar sögur, hafði lesið mikið, kunni kvæði og vísur og hafði gam- an af þeim. Það var gaman að hlusta á þessar vísur og sögur meðan mað- ur var að rífa viðinn uppi á ásnum, eða sat inni í funheitu eldhúsinu í Ásbúðum þegar skíðlogaði í katlin- um, eða í stofunni á Kópavogsbraut- fluttust þau í Kópa- vog, þar sem Leifur starfaði lengst af hjá Olíufélagi íslands. Synir Leifs og Pálínu eru Baldvin (f. 19.10. 1941) og Ásmundur (f. 15.12. 1942). Kona Ásmundar var Krist- ín Ogmundsdóttir (f. 6.3. 1945) og þau eignuðust dæturnar Pálínu Steinunni (f. 4.3. 1962), Jónu (f. 12.12. 1965) og Báru Ingu (f. 18.11. 1971). Ásmundur og Krist- ín skildu. Sambýliskona Ásmund- ar er Petra Stefánsdóttir. Útför Leifs fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. inni. Og það var gaman að ganga kringum vatnið í Asbúðum, leita að nýjum hreiðrum, athuga hvort það væru nokkrar slóðir eftir tófu eða mink á leimnum. Ásbúðir á Skaga em hlunninda- jörð með nokkum reka og talsvert æðarvarp. Þaðan mátti líka sækja fisk í sjó. En Ásbúðir em ekki jörð sem hentar undir stórbú á nútíma- mælikvarða. Sumt af landinu er grýtt og sendið, annað blautt. Það hefur sjálfsagt verið ein af ástæðun- um fyrir því að Leifur og Pálfna brugðu búi og fluttust á Kópavogs- brautina. Kannski hefur Leifur ekki heldur haft eins gaman af kindum og kúm eins og af bókum. Aftur á móti var hann natinn við æðarfugl- inn, vissi hvað honum kom vel og hvers hann þurfti með. I glímunni við rekann naut hann þess hvað hann var vel að manni. Hann var lágvaxinn, þykkvaxinn og vel sterk- ur. Honum lá ekkert á í viðureign- inni við spýturnar þar sem þær lágu gegnsósa og blýþungar í flæðarmál- inu, en hann hafði betri tök á þeim en yngri menn sem ætluðu kannski að vinna þær með áhlaupi. Eftir að Leifur fluttist suður vann hann lengst af hjá Olíufélagi íslands. Undanfarin 20 ár eða svo hafði hann þó farið flest vor norður í Ásbúðir til að sinna þar um æðar- Hann var því vel undir sitt lífshlaup búinn. Sagt er að menn sem em jafii- vígir á báðar hendur séu eftirsóknar- verðir í orrustu. Hinn fágæti styriqjj hans var að sameina þá tvo kosti öðr- um betur að vera fluggreindur og rammur að afli. Hann var mjög ein- beittur við það sem hann tók sér fyrir hendur og naut þess sjálfstrausts sem hraustir menn bera með sér til flestra verka. Stefán var hestamaður ágætur og stundaði þá íþrótt á meðan hann hafði heilsu til. Hann var fær veiðimaður og fékkst við skotveiðar og laxveiði á yngri ámm. Pétur, faðir Stefáns, hafði Þverá í Borgarfirði á leigu um nokkurt árabil og eyddu þeir feðgar, og reyndar fjölskyldan öll, mörenj^, björtum dögum á bökkum Þvera? Það var á þeirri tíð er laxveiði á stöng var á byrjunarreit á Islandi og allt kraumandi af laxi í mörgum frægustu hyljum árinnar. Stefán veiddi þar sinn stærsta lax, einn sem ekki slapp: vel yfir 30 pund. Hann lifði lífinu kröftuglega og tók á lífsins bikar eins og aðrir breyskleg- ir menn og er þeim mun stærri í minningunni. Örfá orð em lítilsmeg- andi en minningamai’ og allt það sem manninum fylgdi á samleið okkar, lifa áfram. Mai’gt á ég mínum góða frænda upp að unna, en fæst af því er hægt að setja í orð. Þessi er tilfinn- ingin sem ræður kveðjustund við mann er reyndist fjölskyldu þess^g hér ritar sem væri hann faðir, bróðíff ogvinur. Ég óska mínum kæm frændsystk- inum blessunai’ og huggunar í þung- bærri sorg. Guðmundur Kjartansson. • Fleirí minningargreinar um Stefán Pétu rsson bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. varp og reka. Við vomm stundum með honum þar og þar kynntumst við honum best. Hann var ættaðiÉ"* af Skaganum, uppalinn þar og hafði búið þar framundir miðjan aldur. Þar vom rætur hans og þar þekkti hann allt og alla. Nágrannarnir í Víkum og á Hrauni reyndust honum vel og biðu eftir komu fólksins af Kópavogsbrautinni á vorin líkt og eftir farfuglunum. Og það var gam- an að heimsækja nágrannana á Skaganum með Leifi. Þeir Valdi á Hrauni vom næstum jafnaldrar og gátu talast við eins og strákar, ekki síst ef einhver var við til að ýta und- ir stríðnina og kímnina. Maður fann að fólkinu á Skagan- um þótti vænt um Leif. Það þótti okkur líka. Þess vegna kveðjum við hann með söknuði og þökkum heiKr- um samfylgdina, alla hlýjuna, vin- semdina og hjálpsemina. Steinar sonur okkar sendir líka kveðjur frá Bandaríkjunum og þakkar fyrir sig. Hann fékk á sínum tíma að njóta hlýjunnar í Ásbúðum og á Kópa- vogsbrautinni. Sigríður Magnúsdóttir, Höskuldur Þráinsson. Sumir hlutir og sumar manneskj- ur eru fastur punktur í lífi manns. Þannig var Leifur í lífi okkar. Þegar við systur settumst niður til þess að skrifa þetta byrjuðum við að rifja upp. Við sáum Leif strax fyrir okk- ur með bók í hendi í stofunni’^ Kópavogsbrautinni eða labbandi ró- lega um mölina í Ásbúðum á leiðinni í æðarvarpið. Leifur vissi ótrúlega margt um æðarfuglinn og oft kenndi hann okkur um hann. Hann bar virðingu íyrir fuglinum og kom fram við hann með mikilli gleði og umhyggju. Leifur var alltaf jafn góður við okkur þegar við komum á Kópa- vogsbrautina eða í Ásbúðir og var okkur eins og annar afi. Tilbúinn með konfektið og mjólkina handa okkur. Okkur fannst alltaf að hanii væri glaður að sjá okkur og að vw væmm eitthvað sérstakt. Hann kom jafnt fram við alla, unga sem gamla, en það er því miður ekki hægt að segja um allt fullorðið fólk. Við söknum Leifs sárt og vonum að honum líði vel þar sem hann er. Við reynum svo eftir bestu getu að sjá um fuglinn i Ásbúðum. ^ ^ Margrét Lára og Guðrún’*' Þuríður Höskuldsdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.