Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tillaga sveitarfélaga um framkvæmdir fyrir vegaáætlun til 2002 SELTJAI ireppur GARÐABÆR Tillögur að vegaáætlun 1998-2002 og langtímaáætlun til 2010 HAFNARFJORÐUR Mislæg AÆTLUN gatnamot 1988-2002 1988-2002, ólokið 2002 2003-2006 2007-2010 2011-20xx Sundabraut Reykjanesbraut og Sunda- braut verði í forgangsröð Umferdarerfiðleikar ef ekkert verður að gert Vegur/vegamót Aðgerðir til úrbóta 1997 2002 Vesturlandsvegur/Víkurvegur (mislæg gatnamót) 0,7 L0 Vesturlandsvegur (breikkun frá Suðurlandsvegi austurfyrir Vikurveg) y Vesturlandsvegur/Suðurlandsvegur (mislæg gatnamót) 0,7 1,0 Miklabraut/Skeiðavogur (mislæg gatnamót) 1,0 1,0 Miklabraut (frá Skeiðarvogi að Snorrabraut) 0,9 0,9 Reykjanesbraut/Stekkjarbakki (míslæg gatnamót) 0,7 Já Reykjanesbraut/Breiðholtsbraut (mislæg gatnamót) 0,9 0,9 Reykjanesbraut (br. frá Breiðholtsbraut að Ftfuhv.v. og misl. gatnam.) 0,8 L10 Reykjanesbraut (br. frá Fífuhv.v. að Amarnesv. og misl. gatnamót) 0,7 M Reykjanesbraut (br. frá Arnarnesv. að Vífilsstaðav. og misl. gatnam.) 0,7 1,0 Reykjanesbraut/Lækjargata í Hafnarf. (lagfæring gatnamóta) 0,9 1,0 Gullinbrú (tvöföldun frá Stórhöfða að Hallsvegi) 0,9 1,0 Hringbraut (færsla frá Snorrabraut að Suðurgötu) 0,9 1,0 í TILLÖGU sveitarfélaga að for- gangsröðun framkvæmda fyrir vega- áætlun árin 1998-2002 og langtíma- áætlun til ársins 2010, kemur fram að mestu framkvæmdir á höfuðborg- arsvæðinu á næstu árum tengjast Reykjanesbraut með breikkun brautarinnar og mislægum gatna- mótum og Sundabraut. Um 7 millj- örðum er forgangsraðað í tillögunni, en það eru um 1,4 milljarðar á ári að jafnaði. Meðal helstu verkefna er breikkun Vesturlandsvegar frá gatnamótun- um við Suðurlandsveg norður fyrir Hallsveg. Því samhliða verða gerð mislægra gatnamóta við Suðurlands- veg, Víkurveg og Hallsveg og að mis- læg gatnamót við Hallsveg verði sam- hliða færslu Vesturlandsvegar frá Víkurvegi að Hallsvegi og tengingu Hallsvegar að Vesturlandsvegi. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður um 1.455 millj. Sex akreinar á Miklubraut Reiknað er með að mislæg gatna- mót við Miklubraut og Skeiðarvog verði boðin út á árinu 1998 og að því verki verði lokið árið 1999. Áætlaður kostnaður er 425 millj. Aðrar fram- kvæmdir við Miklubraut eru ósund- urliðaðar og áskilinn réttur til breyt- inga með hliðsjón af deiliskipulagi sem er ólokið. Áætlaður kostnaður er rúmur milljarður. Er þá miðað við að Miklabraut verði í stokk frá Eski- hlíð austur fyrir Reykjahlíð og að lokið verði við breikkun brautarinn- ar í sex akreinar vestur að Kringlu- mýrarbraut ásamt lagfæringu á gatnamótum sem miðast við að breikka miðeyjar og breyta ljósa- stýringu í fjögurra fasa fjós. Um færslu Hringbrautar segir að gert sé ráð fyrir að hún verði færð á síðari hluta fimm ára tímabilsins, en upphaflega átti að færa hana í lok sjöunda áratugarins. Bent er á að stöðugt verði brýnna að leysa að- komu og bílastæðavanda Landspítal- ans samhliða aukinni uppbyggingu þar og að það verði ekki gert án færslu Hringbrautar. Fjórar akreinar á Reykjanesbraut í tillögunni er gert ráð fyrir að breikka Reykjanesbraut í fjórar akreinar á þessu fimm ára tímabili, allt frá Breiðholtsbraut að Kaplakrika. Því fylgi stækkun mis- lægra gatnamóta við Fífuhvamms- veg og mislæg gatnamót við Breið- holtsbraut, en þar er flutningsgetan þegar ónóg. Fram kemur að með þeirri framkvæmd skapist tengsl milli norður og suður Mjóddar. Auk þess er reiknað með að framkvæmd- um verði lokið við mislæg gatnamót við Stekkjarbakka og við Bústaðaveg. Jafnframt er lagt til að á sama tíma verði Reykjanesbraut færð í Hafnarfírði frá Lækjargötu og vest- ur fyrir Hvammabraut, en það er fyrsti áfangi að endanlegri laus. Gert er ráð fyrir tveimur akreinum auk ófullgerðra mislægra gatnamóta við Öldugötu, en í endanlegri gerð verða fjórar akreinar. Heildarkóstnaður vegna framkvæmda við Reykjanes- braut er áætlaður rúmir 3 milljarðar. Lokið við Hallsveg Af öðrum verkefnum er nefndur Álftanesvegur og er gert ráð fyrir að lagður verði nýr vegur frá Engidal að Suðurnesvegi. Jafnframt að lokið verði við lagningu Hallsvegar milli Fjallkonuvegar og Víkurvegar og Víkurvegar og Vesturlandsvegar. Gullinbrú verði breikkuð um tvær akreinar og að stærsti hluti verksins verði unninn á árinu 1998. Lagt er til að fé verði varið til fyrsta hluta Arn- amesvegar frá Reykjanesbraut til að tengja ný íbúðáhverfi í Kópavogi. Á Sæbraut í Reykjavík er lagt til að gat- an verði færð frá Laugamesvegi aust- ur fyrir Dalbraut fjær húsunum eins og sldpulag gerir ráð fyrir og verða gatnamót brautarinnar lagfærð. Sundabraut Það er mat hópsins sem vann til- löguna að framkvæmdir við Sunda- braut verði að fjármagna sérstak- lega án þess að það hafi áhrif á aðrar framkvæmdir á höfuðborgarsvæð- inu. Fé til undirbúnings er flutt framar í tillögunni og dreift á næstu þrjú ár. Tekið er fram að Sunda- braut sé mikilvægur hlekkur í byggðaþróun á höfuðborgarsvæðinu. Hún tengi Grafarvogshverfin og breyti þróunarmöguleikum á Geld- inganesi og geri íbúðabyggð á Álfs- nesi vænlega. Ásamt Reykjanesbraut, Vestur- landsbraut og Hvalfjarðargöngum verði brautin samgönguás alls höfuð- borgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir að bygging brautarinnar verði áfanga- skipt og er þveran Kleppsvíkur í fyrsta áfanga. Skemmsti bygginga- tími áfangans er þrjú ár og brautar- innar um Geldinganes yfir á Álfsnes tvö til þrjú ár að auki. Stofnkostnað- ur við ódýrari bráðabirgðalausn, sem er til skoðunar, hefur verið áætlaður 3,5 milljarðar en við dýrari kostinn fullbyggðan allt að 8,5 milljarðar. Tölvubún- aður skóla verði sam- ræmdur LÖGÐ hefur vex-ið fram á Al- þingi þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi álykti að fela menntamálaráðheri’a að gera átak til að samræma tölvubúnað í framhaldsskólum landsins. Jafni’amt skuli hann gera áætlun um samræmda endurnýjun á tölvubúnaði framhaldsskólanna í framtíð- inni. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Ámi M. Mathiesen, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. I greinargerð tillögunnar segir m.a. að tölvubúnaður í framhaldsskólum landsins sé mjög mismunandi. Ástæður þess séu eflaust mismunandi en í því felist ákveðin mismun- un á milli skólanna og þar með nemenda, ekki síst í Ijósi þess hversu tölvur séu orðnar mikil- vægar bæði í leik og staifi. Þá segir í greinargerð að þróun í tölvuheiminum sé mjög hröð og því sé nauðsynlegt að til sé stefna um endumýjun búnaðar þannig að hún fari fram á skilvirkan og skipuleg- an hátt en ekki með höppum og glöppum eftir þvl hvað ein- staka forsvarsmanni dettur í hug. „Með flutningi þessarar tillögu vilja flutningsmenn nálgast það markmið að skapa og viðhalda sama umhverfi til tölvumenntunar fyrir alla nemendur framhaldsskólanna. Ekkert smygl fundist REYKJABORG RE 25, sem fékk heimild hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu til dragnótaveiða innan Garðskaga til að leita að smyglvamingi, liggur nú við bryggju. Ekkert smygl hefur fundist, að sögn Jóns Ey- steinssonar, sýslumanns í Keflavík. Jón segir að verið sé að fara yfir málið núna og ráðgerður var fundur með skipstjóra Reykjaborgar í gærkvöldi. Skipið hefur lítið getað dregið á svæðinu vegna brælu og bil- ana. Jón segir að málið sé því ennþá á byrjunarstigi. Hann segir að sterkar vísbendingar hafi borist um að smygl væri að finna á þessum slóðum. Beiðni barst frá sýslumann- inum í Keflavík til sjávarút- vegsráðuneytisins um leyfi til að kanna umrætt svæði, til að slæða eitthvað upp sem kynni að hafa verið hent fyrir borð. Samvinna um erfða- rannsóknir HJARTAVERND og íslensk erfðagreining hafa gert með sér rammasamning um sam- vinnu á sviði erfðarannsókna hjarta- og æðasjúkdóma. Að sögn Nikulásar Sigfús- sonar yfirlæknis Hjartavernd- ar era í undii’búningi samning- ar um einstök vei’kefni. Gert er í'áð fyrir að gengið verði frá nákvæmari samningum á næstu dögum. Sagði Nikulás að rannsóknirnar yrðu ekki gerðar nema með leyfi Tölvu- nefndar og Vísindasiðanefndar og að í þessu samvinnuverk- efni yrði ekki stuðst við kenni- tölur sjúklinga heldur yrðu notuð leyninúmer. S >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.