Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 29 „ .. MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson I TILLÖGUM framkvænidastjórnar landsmótsins er gert ráð fyrir ríflegri milljón í tekjur af kynbótahrossum á mótinu. Meðfylgjandi mynd er af Brönu frá Kirkjubæ ásamt afkvæmum á fjórðungsmótinu á Gaddstaðaflötum ‘96. Miðað við fjölda Kirkjubæjarhrossa á umræddu móti, þyrfti að greiða 90 þúsund krónur fyrir þátttökuna ef jafnmörg hross frá búinu kæmu fram á mótinu í sumar. Hörð viðbrögð við tillögum um þátttökugjöld kynbótahrossa Landsmót ‘98 Viðbrögð við nýjum gjaldaliðum eða skött- um eru ávallt á einn veg, óánægjuraddir eða mótmæli greiðenda. Þátttökugjöld kyn- bótahrossa á landsmóti, sem sagt var frá í hestaþætti fyrr í vikunni, eru engin undan- tekning frá þeirri reglu. Hrossaræktar- menn og væntanlegir sýnendur hrossanna hafa brugðist ókvæða við og telja að hart sé vegið að þessum vinsælasta þætti lands- mótanna. Valdimar Kristinsson ræddi við nokkra þeirra sem hlut eiga að máli. FRAMKVÆMDASTJÓRN lands- mótsins sem haldið verður á Mel- gerðismelum í sumar ákvað á fundi sínum 4. febrúar sl. að leggja til að innheimt verði þátttökugjöld af eig- endum eða umsjónarmönnum þeirra kynbótahrossa sem þar munu koma fram. I samræmi við samþykkt síð- asta ársþings LH voru tillögur um þessa gjaldtöku sendar stjóm LH og stjórn Bændasamtakanna tO umfjöll- unar. Hér er því um að ræða tillögur en ekki endanlega ákvörðun. Allt frá árinu 1991 hafa verið inn- heimt slík gjöld af þátttakendum í gæðingakeppni, kappreiðum og tölt- keppni. Allt frá þessum tíma hefur sú hugmynd að láta einnig greiða fyrir kynbótahrossin skotið upp koll- inum öðm hverju en aldrei náð fram að ganga. Bændasamtökin hafa um árabil innheimt sýningargjald sem er ætlað að standa undir kostnaði við dómstörfín. Af þessu gjaldi sem nú yrði sett á fengju Bændasamtökin 36% en 65% fæm til reksturs mótsins. Jón Ólafur Sigfússon fram- kvæmdastjóri landsmótsins segir að þetta sé einn liður í þvi að treysta rekstrargrandvöll landsmótanna sem hafi verið vægast sagt ótraust- ur. Hann bendir á að á síðasta lands- móti, sem haldið var á Gaddstaða- flötum fyrir tæpum fjóram árum, hafi hagnaðurinn verið tvær milljón- ir króna sem sé lítil eftirtekja í svo stóra fjárhagsdæmi. Allt hafi gengið upp eins og best varð á kosið og þar á meðal veðrið sem að stóram hluta ræður því hvorum megin hryggjar menn lenda. 400 mótsgestir réðu úrslitum I þessu dæmi hafi málið snúist um íjögur hundruð mótsgesti sem tryggðu þennan hagnað og hann bendir einnig á að aðsókn hafi verið vonum framar á Gaddstaðaflötum. Jón segir að þetta dæmi sýni betur en nokkuð annað hversu djarft er teflt og ekki megi gleyma því að það séu hestamannafélögin sem bera íjárhagslega ábyrgð á mótunum og eitt mót með miklum halla geti hæg- lega lagt í rúst starfsemi þeirra fé- laga sem að mótshaldinu standa auk Landsambandsins. Ýmsir kostnaðarliðir hafa hækkað veralega frá mótinu á Gaddstaðaflöt- um að sögn Jóns og nefnir hann í því sambandi 44% hækkun kostnaðar vegna löggæslu. Þá væri ekki hægt að seilast endalaust í vasa mótsgesta því of hár aðgangseyrir kæmi í bakið á mótshöldurum með minnkandi að- sókn og minnkandi tekjum. Ákveðið væri að hafa sama aðgangseyri og var á Gaddstaðaflötum fyrir fjórum áram, 6;000 krónur. Jón Ólafur sagði eðlilegt að þeir sem hefðu mestan hag af því að sýna hross á mótinu greiddu fyrir það. Yerðmæti kynbótahrossa væri að öllu jöfnu meira en annarra hrossa sem fram koma á mótinu. Hann nefndi sem dæmi að það væri ekki mikið að greiða 35 þúsund krónur fyrir afkvæmasýningu á Orra frá Þúfu sem sjálfur sé metinn á 30 milljónir króna og velti milljónum á hverju ári. Þá væru flestir ef ekki allir stóðhestarnir hátt metnir og margir þeirra mundu auka verðgildi sitt á mótinu. Gjaldið sem greiða ætti fyrir bestu hestana væri u.þ.b. hálfur folatollur undir þá. Hér væri um að ræða hesta sem skiluðu mikl- um arði og því fullkomlega eðlilegt að greitt væri fyrir gott tældfæri til kynningar. Aðspurður hvort ekki hefði tekist að fá ýmsa aðila, sem hagnast á mót- inu án þess að eiga nokkra aðild að því, til að leggja eitthvað af mörkum sagði Jón að vel hefði verið tekið í erindið en ekkert komið út úr því. Tvívegis hafi verið sótt um styrk til útflutnings- og markaðsnefndar vegna kynningar á mótinu en því verið hafnað. Félagi hrossabænda og Bændasamtökunum var boðin aðild að mótinu en BÍ hafnaði boðinu og FH svaraði ekki einu sinni erindinu. Þessar tillögur framkvæmda- stjórnar LM hafa fallið í grýttan jarðveg hjá hrossaræktarmönnum. Ágúst Sigurðsson hrossabóndi í Rirkjubæ taldi þetta alveg út í hött. „I mínum huga er þetta svipað því að Árni Tryggvason leikari væri látinn greiða fyrir þátttöku sína í leiksýn- ingu í Þjóðleikhúsinu. Þetta verður til þess eins að draga úr mönnum að mæta með góð kynbótahross til sýn- ingar sem á að vera úrval þess besta sem til er í landinu af yngri hross- um,“ sagði Ágúst. Þess má geta að ef mið er tekið af síðasta fjórðungsmóti var Kirkjubæjarbúið með átta hryss- ur í einstaklingssýningu, eina hryssu í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi og ræktunarhóp. Miðað við tillögur framkvæmdastjómar hefði Kirkju- bæjarbúið þurft að greiða 90 þúsund krónur fyrir þessa þátttöku. „Sjálf- sagt gæti ég ráðið við að geiða slíka upphæð,“ segir Ágúst, „en mig mundi muna verulega um þessa fjár- muni.“ Ágúst kvaðst hins vegar vel geta sætt sig við að greiða fyrir ræktunarhópssýningu. Þar væri frjáls þátttaka og menn beinlínis að auglýsa framleiðslu sína á sjálfu mótinu auk þess að vera með síðu í mótsskránni. Landssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum Sveinn Guðmundsson á Sauðár- ki’óki sagði að þetta kæmi sér svo sem ekki á óvart en hann sæi ekki að það væri sérstakt tilefni til slíkrar gjaldtöku ef mið væri tekið af fyrri landsmótum. Eftir þvi sem hann myndi best hefði aldrei orðið halli á landsmóti. Sveinn sagðist ekki trúa því að þetta næði fram að ganga. Hér væri um að ræða þann þátt mótsins sem langmestra vinsælda nyti, um það þyrfti ekki að deila. Það sýndi best sú mikla umfjöllun sem kynbótahrossin fengju löngu fyrir mótin, meðan á mótunum stæði og síðan eftir mótin. Sveinn sagðist hafa heyrt mjög hörð viðbrögð við þessari fyrirhuguðu gjaldtöku og hefði með- al annars verið viðrað sú hugmynd að halda landssýningu kynbóta- hrossa á Gaddstaðaflötum viku fyrir landsmótið. Ef kynbótadómarar neituðu að dæma yrðu forskoðunar- dómar látnir ráða röð. „En það er al- veg klárt mál að þetta getur ekki gengið og ég get ekki ímyndað mér að það nái fram að ganga,“ sagði Sveinn að lokum. Fannar Jónasson á Hellu, sem verið hefur framkvæmdastjóri þriggja stórmóta á Gaddstaðaflötum, segist svo sem vel skilja þessar tilög- ur þeirra manna sem eiga að tryggja rekstrargrandvöll landsmótsins. Það væri svo annað mál að allir nýir skattar væru óvinsælir og því ekki óeðlilegt að menn brygðust hart við. Svo mætti alltaf deila um hversu hár skatturinn ætti að vera. Hann benti á að bæði á landsmótinu ‘94 og fjórð- ungsmótinu ‘96 hefðu þátttakendur í ræktunarhópssýningum greitt þátt- tökugjald. I bæði skiptin var gjaldið 10 þúsund krónur en lagt er til að það verði 35 þúsund krónur. Bragðdauft án kynbótahrossa Bergur Pálsson formaður Félags hrossabænda kvaðst mjög óánægður með þessa skattlagningu eins og hann kaus að kalla það. Hann kvaðst hafa orðið var við mikla óánægju vegna þessa en ekki að menn hygð- ust grípa til einhverra aðgerða til að mótmæla eða koma í veg fyrir þessa skattlagningu enn sem komið er. Það væri líka óréttlátt að sá þáttur mótsins, sem mestra vinsælda nyti, greiddi mest fyrir þátttökuna. Það yrði líklega heldur bragðdauft lands- mót ef kynbótahrossanna nyti ekki við, sagði Bergur sem taldi þetta anga af stærra máli. Hann teldi hestamannafélögin ekki fær um að halda þessi mót. Samstaða hefði ver- ið lítil og það hefði skemmt íyrir eðli- legri þróun í framkvæmd og fjár- mögnun mótanna. Stofna ætti hluta- félag um landsmótshaldið, ekki bara eitt mót heldur mót framtíðarinnar. Bergur sagði erfitt að fá fólk til að vinna sjálfboðavinnu eins verið hefur að stórum hluta á þessum mótum. Margir aðilar högnuðust mjög á mótshaldinu án þess að leggja nokk- uð til fjármögnunar þess eða taka þátt í áhættunni. Þrátt fyrir að hann væri óánægður með þessa skattaboðun teldi hann mjög óskynsamlegt að menn hættu þátttöku í kynbótasýningu lands- móts. Leita yrði sátta áður en gripið yrði til einhverra aðgerða sem væra engum til góðs. Sjónarmiðin, sem koma fram í um- ræðum um þessa tillögu um þátt- tökugjald, eru margvísleg. Stjórnir Bændasamtaka Islands og Félags hrossabænda eiga eftir að fjalla um málið. Einnig mun það fara fyrir Fa- gráð hrossaræktar og að síðustu í landbúnaðarráðuneytið að því er Jón Ólafur Sigfússon upplýsti, svo ekki er séð hvernig því lyktar. Léttir á leið úr landi - Otur falur fljótlega LÉTTIR frá Sauðárkróki er nú á leið úr landi en gengið hefur ver- ið frá sölu á honum til Svíþjóðar. Léttir er undan Þætti frá Kirkju- bæ og Hrafnkötlu frá Sauðár- króki, sem bæði eru meðal þekkt- ustu kynbótahrossa landsins. Vakti það mikla athygli þegar seljandi Léttis, Sveinn Guð- mundsson á Sauðárkróki, notaði Þátt á flestar hryssur sfnar vorið 1983. Léttir hlaut fyrstu verð- laun sem einstaklingur á Gadd- staðaflötum 1994, var með 7,95 fyrir sköpulag og 8,21 fyrir hæfi- leika, 8,08 í aðaleinkunn. Sölu- verð fékkst ekki uppgefið en Sveinn sagðist hafa fengið það sem upp var sett. Þá upplýsti Sveinn að menn væru að bera víurnar í Otur en hann yrði ekki seldur að sinni, en þó væri líklegt að hann yrði gef- inn falur áður en langt um liði. í þessu tilviki væri um að ræða bæði Islendinga og útlendinga og ljóst að ef þeir keyptu klárinn færi hann úr landi. Aðspurður um heiðursverð- launadrauma hvað Otri viðkæmi kvaðst Sveinn löngu hættur að hugsa um slíkt. Sagði hann að héðan af skipti engu máli hvort hann næði heiðursverðlaunum eða ekki. Hann væri mjög eftir- sóttur í dag og annaði vart eftir- spurn. Því væri það tóm firra að eyða fé og fyrirhöfn í afkvæma- sýningu. Hestar/Fólk ■ ÁGÚST Sigurðsson í Kirkjubæ er ásamt bróður sínum Guðjóni með margt á húsi og allt ung hross. Er þar verið að temja fyrsta árganginn sem kom undir eftir að þeir bræður tóku við búinu. Kirlgubæjarhrossin hafa ávallt verið áberandi á landsmótum og má reikna með að svo verði í sum- ar. ■ SEIÐUR frá Kirkjubæ er einn af ungu hrossunum, foli á fjórða vetri undan Seimi frá Víðvöllum fremri og Hyllingu frá Kirkjubæ sem er ein af betri hryssunum á búinu. ■ PENNI frá Kirlgubæ er annar tveggja ógeltra sona Loga frá Skarði. Móðir hans er Von frá Kirkjubæ sem er ein af eldrikyn- slóðar hryssunum í stóðinu. ■ Spegill frá Kirkjubæ er svo þriðji ógelti folinn á fjórða vetri, undan Loga og Spes frá Kirkjubæ. ■ ÁGÚST og Guðjón hafa þótt frjálslyndari í stóðhestavali en fað- ir þeirra Sigurður Haraldsson var. Er von á folöldum undan fimm stóðhestum í vor, flestum aðkomu- hestum. ■ OTUR frá Sauðákróki á von á þremur folöldum. Sonur hinnar frægu Rauðhettu frá Kirkjubæ, Kyndill frá Kirlgubæ, sem nú fer j á þriðja vetur á þrjú í merarkviði. 1 Hann er undan Trostan frá Kjart- j ansstöðum. ■ SPEGILL sá er að ofan er getið ; er með tvö folöld og Gustur frá Grund er með eitt. ■ HRYNJANDI frá Hrepphólum var með flestar hryssur og mun ár- gangur ‘98 í Kirkjubæ vera að mestu leyti undan honum. ■ JÚLÍUS Ævarsson ungur reyk- vískur hestamaður mun fljótlega hefja vinnu við lokaverkefni sitt í búvísindadeildinni á Hvanneyri í samvinnu við Ágúst í Kirkjubæ. Munu þeir gera úttekt á fótagerð hrossa með tilliti til einkunna og endingar. Áhugavert viðfangsefni það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.