Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 24
GIŒAJaWUOÍIOM MORGUNBLAÐIÐ ðS. HimtRA’uiatr-i .ts- hut)A(.i’itböm --24- -FOSTUÐAGUR-2Í. FEBRUAR 1998 LISTIR Kvikmyndasjóður gefur vilyrði fyrir styrkjum að upphæð 80 milljónir króna 1999 Tveir nýir kvikmyndagerð- armenn fá helming Qárins Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAU fengu vilyrði fyrir styrkjum úr Kvikmyndasjóði 1999: Ragnar Bragason, Baltasar Kormákur og Guðný Halldórsdóttir. KVIKMYNDASJÓÐUR íslands hefur gefið þremur framleiðendum vilyrði til framleiðslu kvikmynda ár- ið 1999, samtals að upphæð 70 millj- ónir króna, en niðurstaða úthlutun- amefndar var gerð heyrinkunnug í gær. Kvikmyndafélagið Umbi fékk vilyrði fyrir 30 milljóna króna styrk til að framleiða myndina Ungfrúin góða og húsið sem Guðný Halldórs- dóttir mun leikstýra. 101 ehf. fékk vilyrði fyrir 20 milljóna króna styrk vegna myndar Baltasars Kormáks, Symbosia (101 Reykjavík) og Is- lenska kvikmyndasamsteypan fékk vilyrði fyrir sömu upphæð til að framleiða Fíaskó eftir Ragnar Bragason. Alls voru veitt vilyrði fyrir styrkjum að upphæð 80 millj- ónir króna árið 1999. Hvorki Ragn- ar né Baltasar hafa leikstýrt kvik- myndum áður. Þá voru þrír styrkir vegna fram- leiðslu bíómynda greiddir út í sam- ræmi við vilyrði fyrra árs. 38,7 milljónir króna komu í hlut Leik- inna mynda ehf. vegna Myrkrahöfð- ingjans, sem Hrafn Gunnlaugsson vinnur að um þessar mundir, Is- lenska kvikmyndasamsteypan hlaut 26 milljóna króna styrk til að fram- leiða Engla alheimsins sem Friðrik Þór Friðriksson mun leikstýra og sama fyrirtæki fékk greiddar 10,3 milljónir króna vegna framleiðslu myndar Jóhanns Sigmarssonar, Óskaböm þjóðarinnar. Tökur á þeirri mynd standa nú yfir. Fram- leiðslustyrkir bíómynda fyrir árið 1998 nema því í heild 75 milljónum króna. Guðný Halldórsdóttir, sem fékk vilyrði fyrir hæsta styrknum á næsta ári, kvaðst ánægð með sinn hlut, enda sé styrkur frá Kvik- myndasjóði íslands forsenda fyrir því að gera bíómynd hér á landi. Fékk hún sambærilegt vilyrði hjá sjóðnum fyrir tveimur árum en varð þá að afþakka styrkinn þar sem danskir aðilar, sem hugðust fjár- magna myndina að hluta, gengu úr skaftinu. Nú er Guðný aftur á móti staðráðin í að láta slag standa, þar sem öflugt dansk fyrirtæki, Nordisk Film, sé búið að ákveða að taka þátt í fjármögnun myndarinnar. Áætlað- ur heildarkostnaður við gerð Ung- frúarinnar góðu og hússins er 153 milljónir króna. Eftir sögn Laxness Bíómyndin Ungfrúin góða og húsið er byggð á samnefndri smá- sögu Halldórs Laxness frá 1931. Segir Guðný söguna afskaplega dramatíska en alvarleikinn verði stundum svo mikill að hún verði ör- lítið fyndin. Draumurinn er að taka myndina upp í Flatey á Breiðafirði og vonast Guðný til að tökur geti hafist í haust eða í síðasta lagi haustið 1999. „Við getum ekki byrj- að fyrr en eftir miðjan ágúst, þegar krían er farin úr eynni.“ Baltasar Kormákur, sem fékk vil- yrði fyrir 20 milljóna króna styrk, til að gera kvikmyndina Symbosia (101 Reykjavík), var að sama skapi ánægður. „Þetta er góð byrjun og gefur okkur von um að geta fjár- magnað þessa mynd. Það þarf hins vegar meira að koma til,“ segir Baltasar en áætlaður kostnaður við myndina er 133,5 milljónir króna. Baltasar er í senn handritshöf- undur og leikstjóri myndarinnar en hún er byggð á skáldsögu Hall- gríms Helgasonar, 101 Reykjavík. Leggur Baltasar áherslu á, að um sjálfstætt verk sé að ræða, ekld sé verið að kvikmynda skáldsöguna, heldur nota efni úr henni. Ekki er Ijóst hvenær tökur hefjast. Ragnar Bragason fékk einnig vil- yrði fyrir tveimur tugum milljóna króna til að kvikmynda handrit sitt, Fíaskó. „Þetta þýðir að ég er út- skrifaður úr leikskóla og kominn á bamaskólastigið," segir Ragnar sem hefur ekki í annan tíma leik- stýrt kvikmynd. „Þetta vilyrði gefur mér líka tækifæri til að einbeita mér eingöngu að þessu verkefni, sem skiptir miklu máli. Ég er kom- inn á skrið!“ Heildarkostnaður við Fíaskó er áætlaður 100 milljónir króna. „Lítið drama úr reykvískum raunveruleika - Þingholtsdrama," eru orðin sem Ragnar velur til að lýsa Fíaskó, en söguhetjurnar ku vera byggðar á fólki sem orðið hefur á vegi höfundar, ellegar hann séð út undan sér. Ragnar vonast til að geta sett tökuvélina af stað öðru hvoru megin við næstu áramót. Heimildarmyndir Tveir aðilar fengu vilyrði til fram- leiðslu heimildarmynda árið 1999, Kvik hf. 2,5 milljónir króna vegna myndarinnar Selurinn hefur mannsaugu í leikstjórn Páls Stein- grímssonar og Hvítafjallið - Nifl- ungar 3,5 milljónir króna til að gera myndina Heimskautalöndin unaðs- legu, sem Þór Elís Pálsson leikstýr- ir. Þá fékk Þorfinnur Guðnason vil- yrði fyrir styrk að upphæð 1 milljón króna til að undirbúa mynd sem hann nefnir Tófa. Tveir aðilar fengu einnig vilyrði til framleiðslu stuttmynda á næsta ári. Dagur Kári Pétursson, 2 millj- ónir króna vegna Old Spice og Katrín Ólafsdóttir 1 milljón króna, til að gera Slurpinn og co. Átta aðilar fengu greidda hand- ritsstyrld, 250.000 kr. hver. Þeir eru Einar Heimisson (Benjamín í Berlín og Moskvu), Gunnar B. Guðmunds- son (Dansað við Elvis), Huldar Breiðfjörð (Þegar rafmagnið fór af), Margrét Örnólfsdóttir og Sjón (Regína), María Sigurðardóttir (Móðir snillingsins), Oddný Sen (Glæringar), Óskar Jónasson (S.S.) og Tinna Gunnlaugsdóttir (Yfir úfið haf). Er þar með hafin samkeppni þessara aðila í millum og verður þeim sem áfram komast úthlutað 2,3 milljónum króna síðar á árinu. Handritsstyrkir á árinu nema því samtals 4,3 milljónum króna. Framlag úr ríkissjóði í Kvik- myndasjóð 1998 er 120 milljónir króna. Þar af fóru 79,3 milljónir í framleiðslustyrki, 13 milljónir í kynningarstyrki erlendis, framlög í erlenda sjóði voru 11,9 milljónir og aðrir styrkir og kostnaður 15,8 milljónir. í úthlutunarnefnd Kvikmynda- sjóðs 1998 sitja Bjarni Jónsson, Laufey Guðjónsdóttir og Björn Vignir Sigurpálsson. Ljóðið í laginu í BREKKUBÆJARSKÓLA á Akranesi hófst fimmtudaginn 26. febrúar tónleikaröð með vísnatónlist sem flutt verður 2.500 grunnskóla- nemum í 16 skólum á Vesturlandi næstu daga. Þetta er liður í verkefn- inu Tónlist fyrir alla. Flytjendur eru Anna Pálína Árnadóttir, söngur, Gunnar Gunnarsson, píanó, Gunnar Hrafnsson, kontrabassi og Pétur Grétarsson, slagverk. Anna Pálína hefur komið fram á mörgum norrænum tónlistai'hátíðum og sl. sumar fór hún ásamt hljóm- sveit sinni í tónleikaferð um Norður- löndin fyrir tilstuðlan Norræna tón- listarráðsins. Gunnar Gunnarsson lauk org- anistaprófi frá Tónskóla þjóðkirkj- unnai' 1988 og lokaprófi frá tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989. Gunnar Hrafnsson lauk tónlistar- námi frá Berklee-tónlistarháskólan- um (B Mus.) Hann hefur verið virk- ur í íslensku tónlistai'lífi og leikið með fjölda tónlistarmanna. Pétur Grétarsson lærði slagverk í Tónlistarskólanum í Reykjavík og í Berklee College í Boston. Hann hef- ur verið lausráðinn hjá Sinfóníu- hljómsveit Islands. Almennir tónleikar listafólksins á Vesturlandi verða sem hér segir: | Safnaðarheimili Akraneskirkju föstudaginn 27. febrúar kl. 20.30; í Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 2. mars kl. 20.30; í Grundarfjarðar- kirkju, þriðjudaginn 3. mars kl. 20.30; í Stykkishólmskirkju, mið- vikudaginn 4. mars kl. 20.30 og í Búðarkletti, Borgarnesi, fimmtudag- inn 5. mars kl. 20.30. \ Erla Þórarins- i dóttir sýnir á 22 ERLA Þórarinsdóttir opnar mynd- listarsýningu á veitingastaðnum 22 við Laugaveg 22 á morgun. Erla sýn- ir verk sérstaklega með sýningar- rýmið í huga (krá). Erla hefur verið starfandi myndlistarmaður frá því hún útskrifaðist frá Konstfachskól- | anum í Stokkhólmi 1981. j Erla hefur haldið fjölda einkasýn- ’ inga og tekið þátt í samsýningum I hér heima og erlendis. Sýningin stendur í þrjár vikur og er opin á opnunartíma veitingahúss- ins. Dagur tónlistarskólanna Morgunblaðið/Þorkell GRADUALEKÓR Langholtskirkju æfir dagskrána. Gradualekór Langholtskirkju til Portúgals Styrktartónleikar í L angholtskirkj u DAGUR tónlistaskólanna verður haldinn hátíðlegur um land allt laug- ardaginn 28. febrúar og verða marg- ir tónlistarskólar með dagskrá af því tilefni. Skólahljómsveit Kópavogs Hljómsveitin heldur tónleika í Vík í Mýrdal kl. 15 í félagsheimilinu Leikskálum. Á efnisskrá verður kvikmyndatónlist, dægurlög og klassísk verk. Fanney Dögg Sigurð- ardóttir og Soffía Sigurðardóttir leika einleik á trompet og flautu. Stjómandi hljómsveitarinnai- er Össur Geirsson. Tónmenntaskóli Reykjavíkur Opið hús verður í skólanum. Haldnir verða tónleikar í sal skól- ans, Lindargötu 48, 3. hæð, kl. 13. Frá kl. 14-17 verða hljóðfærakenn- arar til staðar í kennslustofum sín- um á Lindargötu 48 og 51. Tónlistarskóli Keflavíkur Opið hús verður í skólanum frá kl. 13-16. Kl. 16 verða tónleikar. í kvöld, föstudag, kl. 20 verða tón- leikar Málmblásarakvintettins PIP í sal Tónlistarskólans við Austur- braut. Aðgangur er ókeypis. Tónlistarskóli HafnarQarðar Tónlistarskólinn verður almenn- ingi til sýnis frá kl. 12.45-18 á laug- ardag. Tónlistardagskrá verður all- an daginn frá kl. 13 og hefja nem- endur forskólans dagskrána. Þá verður tónfundur á torgi skólans og leika nemdur á ýmis hljóðfæri; nem- endur söngdeildar syngja nokkur lög; Lúðrasveit Tónlistarskólans kemur fram undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar; þá verður ann- ar tónfundur og lýkur dagskránni með tónleikum Kammersveitar und- ir stjórn Olivers Kentish. Tónlistarskóli Ísaíjarðar Tónlistardagur æskunnar verður haldinn í Tónlistarskóla ísafjarðar á Degi tónlistarskólanna. Á dagskrá verða þrennir nemendatónleikar og er aðaláherslan lögð á samleik. Ýms- ir hljóðfærahópar og hljómsveitir auk kóra koma fram. Þá kemur fram stórhljómsveit, og leikur hún tvö lög með bamakórnum. Tónleikarnir verða haldnir í sal Grunnskóla ísafjaðrar og verða sem hér segir: Laugardaginn kl. 15 og kl. 17, sunnudaginn 1. mars kl. 15. Tónlistarskóli Ámesinga Tónleikar verða í Hveragerðis- kirkju kl. 17. Hljómskálakvintettinn leikur ásamt nemendum úr Hvera- gerðisdeild Tónlistarskóla Árnes- inga. Tónskóli Eddu Borg Opin vika hefst í Tónskóla Eddu Borg á laugardag kl. 13.30 með tón- leikum í Samkomuhúsi Seljaskóla. 1. mars verða tónleikarnir í Selja- kirkju kl. 11; 2. mars verður kynn- ing á strengjahljóðfærum kl. 15; 3. mars verður kynning á píanóinu kl. 15; 4. mars verður harmonikkan, hljómborð, gítar og bassa kynnt kl. 15; 5. mars kl. 15 verð blásturshljóð- færi kynnt; 7. mars kl. 14 verða þematónleikar í Samkomuhúsi Seljaskóla. Kl. 15.30 leika eldri nem- endur skólans. Tónlistarskóli Njarðvíkur Efnt verður til tölvu- og hljóð- færasýningar og kynningar frá kl. 13 í tónlistarskólanum. Tölvustúdíó skólans verður til sýnis. Tónlistarskóli Borgaríjarðar Opið hús verður í skólanum, Skúlagötu 17, frá kl. 14-17. Þennan dag verður skólanum breytt í kaffi- hús og rennur ágóðinn í húsnæðis- sjóð. Nemendur skólans leika á hljóðfæri sín. Tónlistarskóli Bessastaðahrepps Opið hús verður í skólanum og hefst dagskráin með stuttum tón- leikum kl. 11. Þar flytja nemendur eigin tónsmíðar og tilkynnt verða úrslit í tónsmíðasamkeppninni, sem fram fór fyrr í mánuðinum. Uppá- komur verða í öllum kennslustofum. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Dagskrá verður í skólanuin laug- ardag. í Hraunbergi 2 verður opið hús kl. 13-15; á Engjateig 1 standa maraþontónleikar Suzukideildar skólans frá kl. 10-15. TÓNLEIKAR Gradualekórs Langholtskirkju verða sunnudag- inn 28. febrúar í kirkjunni kl. 17. Á efnisskrá eru íslensk og erlend verk, kirkjuleg og veraldleg, m.a. Býflugan eftir Rimsky Kosakof í útsetningu Jóns Stefánssonar, Salutatio Marie, eftir Jón Nordal og Hosianna eftir Knut Nystedt. Einsöngvari verður, auk kórfé- laga, Árný Ingvarsdóttir sem er fyrrum kórfélagi en stundar nú nám við Söngskólann í Reykjavík. Annar fyrrum félagi, Lára Bryn- dís Eggertsdóttir, verður undir- leikari á tónleikunum. í maílok fer Gradualekórinn í tónleikaferð til Portúgals og held- ur a.m.k. átta tónleika í ferðinni, m.a. á heimssýningunni Expo 98 í Lissabon og eru tónleikarnir á sunnudag til styrktar þeirri ferð. | Stjórnandi kórsins frá upphafi er i Jón Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.