Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ AKUREYRI Nýr kaupfélagsstj óri KEA Eiríkur S. Jóhannsson tekur við af Magnúsi Gauta sem verður framkvæmdastjóri Snæfells á Dalvík Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson GUÐNÝ Sverrisdóttir varaformaður sljórnar KEA, Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar KEA og Magnús Gauti Gautason kynntu fyrirhugaðar breytingar á yfirstjórn félagsins. Opið hjá Svartfugli NÝTT sýningarár er að hefjast hjá Gallerí Svartfugli en hlé var á sýningarhaldi í janúar og febrúar. Starfsemin hefst með opnu húsi næstkomandi laugardag, 28. febrúar, og verður Svein- björg Hallgrímsdóttir þar að störfum og einnig verður hægt að skoða verk hennar í Gallerí- inu. Opið verðm- frá kl. 11 til 17 og verður heitt á könnunni. Dagskráin er fullskipuð út árið af fjölbreyttum sýningum, en fyrst til að sýna verður Anna Gunnlaugsdóttir sem opnar sýningu 8. mars næst- komandi og nefnist hún „Er guð er kona“. Skautadiskó DÚNDRANDI diskótek verð- ur á skautasvellinu á Akureyri í kvöld, fóstudagskvöldið 27. febrúar, og stendur það frá kl. 19 til 23. Skautaskóli verður á morgun, laugardag, frá kl. 11 til 12 og opið fyrir almenning frá kl. 13 til 16 og 19 til 21 og einnig er opið á sama tíma á sunnudögum. Atkvöld ATKVÖLD Skákfélags Akur- eyrar verður í kvöld, föstu- dagskvöldið 27. febrúar, og hefst það kl. 20. Um er að ræða keppni sem blönduð er atskák- um og hraðskákum. Hraðskák- mót Akureyrar verður haldið í félagsheimili Skákfélagsins við Þingvallastræti 18 á sunnudag og hefst það kl. 14. Messur MÖÐRUVALLAPRESTA KALL: Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar, sameiginleg æsku- lýðsguðsþjónusta fyrir allt prestakallið verðurí Möðru- vallakirkju næsta sunnudag, 1. mars kl. 14. Fermingarbörn flytja leikþátt og bænarefni. Sara Helgadóttir spilar á gítar og stjórnar söng. Bertha verð- ur með stund fyrir yngstu börnin. EIRÍKUR S. Jóhannsson útibús- stjóri Landsbanka Islands á Akur- eyri og svæðisstjóri bankans á Norð- urlandi hefur verið ráðinn kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Eyfírðinga, KEA, í stað Magnúsar Gauta Gauta- sonar, sem gegnt hefur starfmu síð- ustu 9 ár. Magnús Gauti tekur við starfi framkvæmdastjóra Snæfells hf. á Dalvík. Þessar breytingai’ taka gildi eftir aðalfund KEA sem verður í apríl. Jóhannes Geir Sigurgeirsson for- maður stjórnar KEA sem kynnti þessar breytingar á blaðamanna- fundi í gær sagði að þegar sú staða hefði komið upp að Magnús Gauti myndi taka við Snæfelli hefði ofur- kapp verið lagt á að ráða í stöðu kaupfélagsstjóra strax í kjölfarið svo óvissan yrði sem minnst. Eiríkur verður sjöundi kaupfélagsstjóri KEA í 113 ára sögu félagsins. Magnús Gauti hefur starfað hjá KEA frá árinu 1974 og verið kaup- félagsstjóri frá árinu 1989. „Þegar Ari Þorsteinsson sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Snæfells hugleiddi ég þann möguleika að taka við stöðunni og eftir að hafa ÚLFHILDUR Rögnvaldsdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri segir að unnið sé eftir vissum reglum við gerð verðkann- ana á vegum samtakanna. Neytendasamtökin gerðu verð- könnunina í síðustu viku, 17. febrú- ar síðastliðinn og var hún gerð i samvinnu við verkalýðsfélög á svæðinu. Auk starfsmanns samtak- anna tók fólk á vegum verkalýðsfé- laga þátt í könnuninni. Meðal þess ráðfært mig við fjölskyldu mína ákvað ég að sækjast eftir þessu starfi,“ sagði Magnús Gauti. Hann sagði KEA hafa fjárfest fyrir hund- ruð milljóna króna í Snæfelli og mikilvægt væri að vel tækist til með reksturinn. „Þetta er líka fjölbreytt og skemmtilegt verkefni, að taka við nýju fyrirtæki í mótun sem að auki er eitt af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins," sagði Magn- ús Gauti, en einnig nefndi hann að sjávarútvegur hefði heillað hann einna mest af þeim greinum sem KEA hefði með höndum. Hann hefði einnig talið að komið væri að þeim tímamótum í lífí sínu að ætlaði hann á annað borð að skipta um starf væri rétt að gera það nú. Ákvörðun um að skipta um starfs- vettvang hefði þó engan veginn ver- ið auðveld og henni fylgdi eftirsjá og söknuður, einkum hvað varðar mikil og góð samskipti við fjölmarga starfsmenn fyrirtækisins. Nýlega þrítugur Formaður stjórnar KEA sagði þetta ekki í fyrsta sinn sem ungum manni væri treyst til að stjórna fé- sem fram kom í umræddri könnun var að 4% verðmunur væri á_ milli KEA-verslana á Dalvík og Ólafs- fírði og var verðið lægra á síðar- nefnda staðnum. í samtali við Hannes í Morgunblaðinu í gær kom fram að verðið í KEA-verslununum á Dalvík og Ólafsfírði væri það sama. Úlfhildur sagði að unnið væri eftir ákveðnum skýrum reglum við gerð verðkannana, verðtökufólki SJÖTÍU ár eru um þessar mundir lið- in frá því mjólkurvinnsla hófst á Akureyri og af því tilefni verður opið hús hjá Mjólkursamlagi KEA á morg- un, laugardaginn 28. febrúar, frá kl. 11 til 16. Mjólkursamlag KEA var stofnað í september árið 1927 en um hálfu ári síðar, 6. mars 1928 hófst mjólk- urvinnsla á vegum fyrirtækisins. Almenningi gefst nú kostur á að skoða samlagið og kynnast þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. I húsakynnum Mjólkursam- lagsins er einnig til húsa Smjörlíkis- STRE N G JASVEITIR Tónlistar- skólans á Akureyri verða á ferðinni í dag og leika á ýmsum stöðum. Fyrst verður spilað í Oddeyrarskóla árla morguns, kl. 13.30 leika nem- endur fyrir starfsfólk á bæjarskrif- stofu, en fara að því búnu í bankana, spila í Búnaðarbanka kl. 14, í Landsbanka kl. 14.30 og íslánds- laginu og vænti hann mikils af störf- um hans í framtíðinni. Eiríkur S. Jóhannsson varð þrí- tugur í fyrr í þessum mánuði. Hann lauk prófí í hagfræði frá Háskóla ís- lands árið 1991 og hóf þá störf hjá fyrirtækjasviði Landsbanka Islands á Akureyri. Jafnframt lagði hann stund á framhaldsnám í hagfræði og verð væri uppálagt að fá starfsmann viðkomandi verslunar til að fylgja sér við verðtökuna og einnig væri forsvarsmönnum verslunarinnar boðið að fá ljósrit af verðtökublað- inu. Síðast en ekki síst væri leitað eftir því við fulltrúa verslunarinnar að undirrita blaðið og votta að rétt verð væri skráð. Slík undirskrift væri á öllum verðtökublöðum sem aflað var við gerð umræddrar könnunar. gerð KEA, þar sem Akra- og Flórusmjörlíki er framleitt sem og Gula bandið og steikingarfeiti og Safagerð KEA sem framleiðir Frissa fríska ávaxtasafa og gos og verður þessi starfsemi einnig kynnt. Fólk getur gengið um fram- leiðslusali og smakkað á þeim vör- um sem gerðar eru og einnig tekið þátt í laufléttri verðlaunagetraun auk þess sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Starfsfólk sam- lagsins verður á staðnum, boðið og búið að útskýra það sem íyrir augu ber. banka kl. 15.15. Söngnemendur í Tónlistarskólanum á Akufeyri ætla svo að syngja fyrir heimilismenn á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 15 á morg- un. Söngdeild efnir einnig til al- mennra tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 17 á morgun, laugardag. fjármálum við Vanderbilt University í Nashville í Tenesee árið 1994. Arið 1996 var hann ráðinn útibússtjóri Landsbanka Islands á Akureyri og svæðisstjóri bankans á Norðurlandi. Eiríkur er í sambúð með Friðriku Tómasdóttur leikskólakennara og eiga þau tvö börn, 4 ára stúlku og 2 daga gamlan dreng. Tónleikar í * Islandsbæn- um við Vín ANDVARP alþýðunnar er yfír- skrift tónleika sem efnt verður til í íslandsbænum við Vín í Eyjafjarð- arsveit á laugardagskvöld, 28. febr- úar, en þeir hefjast kl. 21. Aðalhljómsveit kvöldsins er Helgi og hljóðfæraleikaramir og að þessu sinni verður aðeins notast við hljóð- færi sem komast af án rafmagns, en, nefna má bassa, gítar, hringlur, fiðlu, trommur, bongótrommur, þverflautu, kjálkahörpu og síðast en ekki síst þokulúður sem fer með lít- ið en ómissandi hlutverk á tónleik- unum. Öll þess hljóðfæri hafa leitt til þess að stækkun hljómsveitar- innar var óhjákvæmileg og skipa hana nú sex manns. Helgi og hljóðfæraleikararnir hafa staðið fyrir ótal tónleikum, gef- ið út einn disk og þá flutti hljóm- sveitin á sínum tíma rokkverkið Landnámið sem seint gleymist þeim er sáu. Einnig mun koma fram á tónleik- unum „Sextett Ólafs F og Sara“ sem skipuð er annáluðu alþýðufólki úr Eyjafjarðarsveit og þá mun far- andglímuflipparaflokkur koma fram og taka áskorun. Miðaverð á tónleikana er 500 krónur. Gildagar GILDAGAR verða i' Grófargili, Kaupvangsstræti á Akureyri, um helgina en fjöldi sýninga stendur nú yfír í hinum ýmsu sýningarsölum. í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Asgrím Jónsson og geta þeir sem þess óska fengið safnaleiðsögn með því að hafa samband við forstöðumann. I „Samlaginu“ sem er listhús sem 12 myndlistar- og listiðnaðarmenn standa að er nú sérstök kynning á verkum Höddu. Lárus H. List opnar á laugar- dag sýninguna „Blóðlist11 í Deiglunni og í Ljósmyndakompunni er sýning eftir Þorvald Þorsteinsson. Ketilhúsið, sem verið er að endurbyggja á vegum Gilfélagsins, verður opið gestum og þar gefst kostur á að skoða húsið og teikningar af því á tímabilinu frá 15 til 17. Á Kaffi Karólínu er sýning á verk- um Ólafs Sveinssonar. Sýningarsalir eru opnir frá kl. 10 til 18 báða dagana 'um helgina. FASTEIGN ER FRAMTÍÐ ^ a SÍMI 568 7768 FASTEIGNA /f MIÐLUN Suðurlandsbraut 12,108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson fax 568 7072 lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson, sölum. GLÆSILEGT EINBÝLI LÚXUSHÚS - STUTT í MIÐBÆINN. Glæsil. og mjög vandað 385 fm einb. sem er kj., hæð og ris með 44 fm innb. bílskúr, samt. 429 fm. Húsið er byggt 1983. Lóðin er frág. á glæsil. hátt með sólpöllum og góð- um skjólveggjum. Húsið skiptist þannig: Forstofa, gestasnyrting, stofa og borðstofa, eldh. með góðum borðkrók, þvotta- og vinnuherb. og þaðan innang. í bílsk. ( risi er sjónv.hol, út af því eru stórar svalir, her- b. og út af því svalir, st. hjónaherb. með línherb., og sérbaðherb. Á hæðinni og upp stiga og í sjónv.holi er sérinnfl. steinn, önnur gólfefni eru parket og flísar. Allar innr. eru í hæsta gæðafl. [ kj. er st. salur (nú vinnustofa), mjög glæsil. baðherb. með nuddpotti, sauna o.fl. o.fl. Inn af vinnuherb. eru stórar geymslur. Sérinng. er einnig í kj. Þar má hægl. setja upp 2-3 herb. eða séríbúð. Skipti á minni eign koma til greina. Verðkönmm Neytendasamtakanna í verslunum í Eyjafírði Fulltrúar verslana vottuðu rétt 70 ár frá upphafi mjólkurvinnslu á Akureyri Opið hús hjá Mj ólkur samlagi Strengir hljóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.