Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla umhverfísráðherra um mengun frá fískimjölsverksmiðjum Meirihluti með viðunandi mengunarvarnabúnaðj 14 3.000 fm spenni- stöð risin í SKÝRSLU sem Guðmundur Bjarnason umhverfísráðherra lagði fyi'ir Alþingi á miðvikudag um mengun frá fiskimjölsverksmiðjum kemur fram að þrátt fyrir að verk- smiðjunum hafi faekkað úr 43 í 27 frá árinu 1985 hafi heildarafköst þeirra aukist og að mikill meirihluti afkastagetu þeirra sé nú með viðun- andi mengunarvarnabúnað. Skýrsl- an var unnin að beiðni þingmanna Aiþýðubandalagsins og óháðra. Fram kemur að rekstur fiski- mjölsverksmiðja á Islandi hafi verið háður miklum sveiflum, meiri en í flestum öðrum greinum sjávarút- vegs. Á sjöunda áratugnum hafi átt sér stað mikil uppbygging í þessum iðnaði, verksmiðjum fjölgað og af- köst aukist. Á þeim tíma hafi um- hverfismál vart verið á dagskrá og þannig hafi t.d. engin verksmiðja verið með búnað til þess að draga úr eða eyða lykt. Tækni til algerrar lyktareyðing- ar ekki fyrir hendi Eftir hrun síldarstofnanna voru flestar verksmiðjurnar verkefnalitl- ar og gætti þá mikillar varúðar við fjárfestingar og framkvæmdir og varð þessa vart allt fram á þennan áratug. Þá var fjárhagsleg afkoma einnig slakari en nú, sem aftur hafði áhrif á viðhald, endumýjun og þró- un verksmiðjanna. Fyrir tíu árum var aðeins ein fiskimjölsverksmiðja á landinu búin sæmilegum tækjakosti til lykt- areyðingar en að þvi er fram kemur í skýrslunni er nú mikill meirihluti afkastagetu verksmiðjanna með við- unandi mengunarvarnabúnað og hefur þessi árangur að mestu náðst á sjðustu fimm árum. I skýrslunni er tekið fram að tækni tíl algerrar lyktareyðingar á útblæstri frá fiskimjölsverksmiðj- um sé ekki fyrir hendi, a.m.k. ekki með viðráðanlegum kostnaði, en fullkomnasti lyktareyðingarbúnað- ur sem nú sé völ á breyti ástandinu hins vegar mjög til batnaðar. Við vinnslu á lélegu hráefni gæti þó ólyktar þrátt fyrir fullkomnasta mengunarvarnabúnað. Þá kemur fram að lyktin stafi af lyktarefnum sem myndist í fiskinum við geymslu, þannig að ferskleiki hrá- efnisins sé grundvallaratriði í þessu sambandi. Gæði afurða ekki meiri en sem nemur gæðum hráefnisins Stærsta vandamálið við mengun frá verksmiðjunum stafar af lélegu Veitingastaðurinn Yegas ekki sviptur veitingaleyfí Frestur veittur með ákveðnum skilyrðum SKIPAÐUR lögreglustjóri í Reykja- vfk vegna máls veitingastaðarins Ve- gas, Karl Gauti Hjaltason, hefur ákveðið að staðurinn verði ekki sviptur veitingaleyfi vegna breytinga sem eigendur staðarins gerðu á hon- um án samþykkis yfírvalda. Karl Gauti hefur tilkynnt borgar- stjóra í Reykjavík og lögmanni veit- ingastaðarins um þá ákvörðun sína að veitingamanni verði gefinn frest- ur til þess að leggja fyrir bygginga- fulltráa borgarinnar teikningar til samþykkis, og skuli hann gera það „án ástæðulauss dráttar", eins og það er orðað. Vafí lék á burðar- þoliog eldvörnum Málavextir voru þeir að forsvars- menn veitingastaðarins gerðu breytingar á staðnum fyrir um tveimur árum, án þess að leitað væri heimildar byggingafulltráa Reykjavíkur. Meðal annars var burðarveggur fjarlægður og í hans stað settur stálbiti og stálsúlur. Ekki var upplýst um málið fyrr en í janúar síðastliðnum þegar bygg- ingafulltrái gerði borgarlögmanni grein fyrir því í bréfi að breyting- arnar hefðu verið gerðar án heim- ildar bygginganefndar og hefðu leitt til þess að draga mætti í efa burðar- þol hússins og stöðu eldvarna. I kjölfarið samþykkti borgarráð tillögu borgarlögmanns um að aft- urkalla ætti veitingaleyfið og var málinu þá skotið til embættis lög- reglu. Á meðan á þessu stóð starfaði staðurinn samkvæmt bráðabirgða- leyfi. Þar sem lögreglustjóri í Reykja- vík, Böðvar Bragason, var vanhæf- ur til að fjalla um málið vegna tengsla við einn eigenda staðarins, var ákveðið að skipa settan lög- reglustjóra vegna málsins. Aðgerðir drógust í hálft ár „Byggingafulltrúi eða starfmenn hans vissu um málið í maí á seinasta ári en aðhafðist ekkert fyrr en í jan- úar síðastliðnum. Það er spurning af hverju ekkert var gert í millitíð- inni, einkum þar sem embættið hef- ur víðtækar heimildir til að fram- kvæma hinar ýmsu ráðstafanir," segir Karl Gauti. Hann kveðst telja réttmætt að gefa veitingamönnum staðarins frest til að koma málum sínum í lag, ekki síst þar sem þeir hafi fengið verkfræðistofu til að kanna breyt- ingamar og hún hafi staðfest að burðarþol innanhúss hafi ekki beðið skaða af þeim. „Þá hefur verkfræði- stofan jafnframt staðfest ásamt til- greindum arkitekt, að teikningarn- ar verði lagðar fyrir bygginganefnd aftur um leið og búið er að endur- skoða þær. Einnig að teikningarnar sem gerðar voru árið 1996 hafi verið gerðar af til þess bærum aðila, þótt svo að þær hafi ekki farið rétta leið í gegnum kerfið,“ segir Karl Gauti. hráefni sem unnið er á sumarvertíð og á þetta ekki einungis við um lykt heldur einnig vökvamyndun í hrá- efni. Helsta leiðin til að bæta úr þessu er samkvæmt skýrslunni að kæla hráefnið í skipunum og þá helst með því að ísa það. „Við framleiðslu á bræðsluafurð- um gildir það sama og um flestar greinar fiskvinnslu, þ.e. að gæði af- urða geta ekki orðið meiri en sem nemur gæðum hráefnisins sem unn- ið er úr. Bætt hráefnismeðferð bæði á sjó og í landi, einkum á sumarloðnu, mundi þannig ekki aðeins draga úr mengun heldur einnig stuðla að auknum gæðum hráefnisins, betri afköstum verksmiðjanna og meiri verðmætasköpun," segir ennfremur í skýrslu umhverfisráðherra.“ STARFSMENN verktakafyrirtæk- isins Lavo hf. fögnuðu því á mið- vikudaginn að þá var lokið við að reisa um 3.000 fm spennistöð fyrir fyrirhugaða álverksmiðju Norður- áls á Grundartanga. I tilefni dagsins voru fánar dregnir að húni á báðum stöfnum nýju spennistöðvarinnar og segist Kristján Sigurðsson, verksljóri hjá Lavo, alla tíð hafa haft það fyrir sið að flagga þegar ný hús, sem hann hefur starfað við, eru risin. Fyrsti hluti spennustöðvarinnar, sem er stálgrindarhús, var reistur 15. janúar og þremur dögum síðar var lokið við að reisa allt húsið og klæða það að hluta. Kristján verkstjóri sést hér ásamt samstarfsmönnum í lyftu við gaflinn á spennistöðinni. Yfir mæninum blaktir íslenski fáninn við hún. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Morgunblaðið/Arni Sæberg Framkvæmdir hafnar við Laugaveg FRAMKVÆMDIR vegna endur- byggingar Laugavegar frá Frakkastíg að Barónsstíg hófust á miðvikudag. Laugavegur verður í fyrstu lok- aður fyrir bílaumferð frá Frakka- stíg að Vitastíg og umferð beint um Grettisgötu og Hverfisgötu. Sérstakar ráðstafanir verða gerð- ar til þess að auðvelda gangandi vegfarendum að komast yfir og eftir götunni. Áætlaður verkkostnaður er 160 milljónir króna og er stefnt að verklokum 15. júli'. Bændur sam- þykktu samninga ATKVÆÐAGREIÐSLU bænda um samning Bændasamtaka ís- lands og ríkisstjórnar Islands um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu fram á árið 2005 er nú lokið. Á kjörskrá voru 2.249 framleið- endur mjólkur og nautakjöts. At- kvæði greiddu 1.121 eða 49,8%. Samningurinn var samþykktur með 814 atkvæðum (72,6%). Á móti voru 235 (21,0%) og auðir og ógildir seðlar voru 72 (6,4%). Atkvæðagreiðslan fór fram með póstsendingum og voru 1.896 mjólkurframleiðendur á kjörskrá. Atkvæði greiddu 1.067 eða 56,3%. Samningurinn var samþykktur með 948 atkvæðum (88,8%). Á móti voru 96 (9,0%) og auðir og ógildir seðlar voru 23 (2,2%). Þetta er í fyrsta skipti sem al- menn atkvæðagreiðsla fer fram um búvörusamning en samningur- inn var undirritaður 17. desember sl. með fyrirvara um samþykki í al- mennri atkvæðagreiðslu mjólkur- framleiðenda og nauðsynlegar lagaheimildir Alþingis. Samhliða atkvæðagreiðslunni um búvörusamninginn greiddu kúabændur atkvæði um samstarfs- samning Bændasamtaka íslands og Landssambands kúabænda. Markmiðið með þeim samningi er að koma greinargóðri skipan á samskipti þessara tvennra sam- taka þannig að verkaskipting þeirra á milli sé sem skýrust og saman fari ábyrgð og forræði á þeim málaflokkum sem undir hvorn aðila heyra. Þar sem sámningurinn kveður á um atriði er Varða framkvæmd bú- vörulaga þurfti sþv. samþykktum Bændasamtaka íslands að sam- þykkja hann með 2/3 hlutum greiddra atkvæða bænda í bú- greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.