Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 31 D Morgunblaðið/Golli a, efndi til blaðamannafundar í gær, þar sem breytingar á Húsnæðisstofnun og íbúðalánakerfinu voru kynntar. liggja fyrir nákvæmar tölur um það hvað sparast við breytinguna í rekstrarkostnaði Húsnæðisstofnun- ar. Rekstrarkostnaðurinn samkvæmt ársreikningi var rúmar 440 milljónir króna. Þar af námu rekstrartekjur rúmum 300 milljónum króna og fram- lag úr ríkissjóði 140 milljónum. Arni Gunnarsson, aðstoðarmaður félags- málaráðherra, sagði að reiknað væri alla vega með því að ríkissjóðsfram- lagið myndi sparast þegar fram í sækti. Yfir 50 manns starfa hjá Hús- næðisstofnun. Horfíð frá 100% lánveitingum Aðspurður hvort þeim ætti eftir að fjölga eða fækka sem öfluðu sér eigin húsnæðis í félagslega kerfínu með þessum breytingum, sagði Páll að horfíð væri frá 100% lánveiting- um í félagslega kerfínu með þessum breytingum og einungis lánuð 90%. Þar af leiddi að sá hópur sem ekki gæti lagt fram 10% íbúðarverðs færi væntanlega á leigumarkað fremur en að eignast húsnæði að nafninu til og missa það svo á nauðungarupp- boð og sitja eftir með mikið af skuld- um. Páll játti því aðspurður að auka þyrfti framboð á leiguhúsnæði sam- fara þessum breytingum og sagði að það væri verið að reyna að gera það meira freistandi fyrir sveitarfélögin að bæta við leiguhúsnæði. Aðspurður af hverju ekki hefði ver- ið gengið alla leið og íbúðalánakerfið flutt til bankakerfisins eins og oft hefðu verið uppi hugmyndir um, sagðist Páll líta svo á að samfélagið hefði skyldur við fólkið í landinu í húsnæðismálum og það sé eðlilegt að einhver opinber aðili komi að og sinni þessum málaflokki. ;emdir við nýtt húsnæðisfrumvarp alar ngum iaráðherra um bre.yt- ?élagslega húsnæðis- nvarpið. Talsmenn •umvarpinu þó enn sé ggðinni vegna félags- ukna hlutdeild í hús- ar lögfestar. lengri tíma litið muni komast á jafn- vægi á ný. Einnig geti svo farið að eignir sem eru í félagslega húsnæðis- kerfinu komi út á hinn frjálsa markað og auka framboðið á móti eftirspurn- inni, og því sé síður ástæða til að ótt- ast verðbreytingar. Vandi sveitarfélaga úti á landi 1,5 milljarðar króna Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa komið að undirbún- ingi frumvarpsins og hefur verið fjall- að mikið um málið á vettvangi sam- bandsins, að sögn Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, formanns sambandsins. „Það er hins vegar ljóst að vandi sveitarfélaga er mismikill. Félagslega húsnæðiskerfið hefur reynst sveitar- félögum víða úti á landi mjög erfitt og mörg sveitarfélög á landsbyggðinni eru í gríðarlega miklum fjárhagsleg- um skuldbindingum vegna þessa. Það á hins vegar ekki við suðvestanlands," segir Vilhjálmur. Karl Björnsson, bæjarstjóri á Sel- fossi, og Páll R. Magnússon, formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, tóku þátt í undirbúningi frumvarpsins, að sögn Vilhjálms. „Við teljum margt til bóta í þessu frumvarpi, hins vegar er enn óleystur sá vandi sem er til staðar hjá mörgum sveitarfélögum. Það er þó gert ráð fyrir því í frumvarpinu að tekið verði á þeim vanda sérstaklega. í ákvæði til bráðabirgða segir að við- ræður skuli eiga sér stað milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um á hvern hátt hægt verði að mæta vanda þeirra sveitarfélaga sem eiga í þessum erfiðleikum. Það þurfí með einum eða öðrum hætti að greiða nið- ur eða afskrifa þær skuldbindingar sem á þessum sveitarfélögum hvíla,“ segir Vilhjálmur. Skv. upplýsingum hans er heildarvandi umræddra sveit- arfélaga utan suðvestm-horns lands- ins vegna félagslegra íbúða um hálfur annar milljarður kr. „Það hefur ekki verið rætt ná- kvæmlega hvernig þetta verður leyst eða hver skiptingin verður á milli rík- isins og viðkomandi sveitarfélaga hvað þetta varðar. Við teljum hins vegar að þetta fyrirkomulag sem þarna er lagt til muni breyta skipan þessara mála verulega. Við lítum svo á að þessar breytingar verði til bóta gagnvart því fólki sem á rétt á slíkum lánveitingum. Með þessu fyrirkomu- lagi verður einnig tryggt að ábyrgð sveitarfélaga verður ekki til staðar, nema sem nemur þeirra framlagi í svokallaðan varasjóð, sem ætlað er að bæta tjón sem Ibúðalánasjóður verð- ur fyrir vegna útlánatapa af viðbótar- lánum. Gert er ráð fyrir að sveitarfé- lögin borgi 5% í varasjóðinn,“ segir Vilhjálmur. Að sögn hans yrði það álíka upphæð og það 3,5% framlag af kostnaðarverði félagslegra íbúða, sem sveitarfélögin leggja fram í dag. Fyllsta ástæða til að fylgjast með vatnslögn- um og kælikerfum bfla Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURÐUR Ingi Sigurðsson, stai’fsmaður ESSO á Reykjavíkurvegi mælir frostlöginn. Vissara er að láta athuga hversu mikið frost kælivökvinn á bflnum þolir ef frostið fer að herða verulega. KULDAKASTIÐ gefur tilefni til fyr- irhyggju á ýmsum sviðum og það get- ur haft áhrif á gróður og dýralíf á sumri komanda. Athuga þarf frostþol á bílum, vatnslagnir í húsum og sum- arbústöðum og reyna að sjá fyrir hvar menn þurfa að grípa til ráðstaf- ana vegna grimmdarfrosts sem spáð er næstu daga víða um land. Leitað var leiðbeininga hjá ýmsum aðilum í þessum efnum. Sigurður Grétar Guðmundsson pípulagningameistari segir að ástæða sé fyrir fólk að muna að vatnslagnir eru misjafnlega vel undir kuldann búnar. Hann segir hættuna vera mesta í neysluvatnskerfum, þ.e.a.s. kranavatninu, og í snjóbræðslukerf- um sem fái allt sitt vatn úr hitakerfi húsa. Hvað kranavatnið varðar er hættan mest í eldri húsum sem séu óþétt því að kuldanum fylgi ekki að- eins mikið frost heldur einnig mikill vindur. „Ef hús eru óþétt getur kuldinn smogið inn hvar sem er og heimilis- aðstæður eru oft þannig nú á tímum að það er enginn heima nema kannski rétt á morgnana og kvöldin og þá er allt kyrrstætt í lögnunum. Ekki er hins vegar ráðlegt að skilja eftir sí- rennsli á heita vatninu því þannig getur myndast gufa og skemmt út frá sér.“ Snjóbræðslukerfi í tröppum og húsplönum eru oftast háð afrennsli húsa og þar telur Sigurður ástæðu til að hafa varann á, því tröppur og plön kólni miklu fyrr en húsin. „Þar væi’i nú ekki úr vegi að hækka stillingu á einhverjum litlum ofni, til dæmis í forstofu, til að hækka afrennslishit- ann. Þetta ætti helst að gera bara strax.“ Látum bílinn hitna Frost getur haft margvísleg áhrif á bíla, einkum á kælikerfi, smurolíur og smurkei’fi og síðan rúðusprautur og kúta þeirra. Einnig geta hurðalæs- ingar frosið fastar svo og hurðir, sér- staklega ef rakt hefur verið fyrir frostakafla. Þröstur Biynjólfsson, þjónustustjóri hjá Ingvari Helgasyni hf., bendir á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga í þessu sambandi. „I fyrsta lagi verður að gæta þess að frostþol á kælikerfi bílsins sé fyrir 20 til 25 gráða frost,“ segir Þröstur. „Þeir sem eru með nýja bíla sem af- hentir hafa verið í vetur þurfa ekki að hafa áhyggjur, því bílar koma yfir- leitt frá verksmiðjunum með 22 til 27 gi’áða frostþoli.“ Þröstur segir að sjálfsagt sé að renna við á bensínstöð og láta mæla frostþolið og burtséð frá kuldakastinu nú sé rétt að hafa það aldrei minna en 20-25 gráður að vetr- arlagi hérlendis. „I kuldatíð er einnig mjög mikil- vægt að aka ekki af stað um leið og búið er að gangsetja bílinn," segir Þröstur ennfremur. A sama hátt er rétt að huga að frostþoli rúðuvökvans sem verður að vera svipað og kæli- vökvans en auk þess sem leiðslur að rúðusprautum geta stíflast gæti verið hætta á að vatnskúturinn spryngi. Þá nefndi Þröstur að gott væri að sprauta í hurðalæsingar til að koma í veg fyrir frost í þeim og annað for- varnaratriði er að reyna að þuiuka raka og bleytu úr bílnum þegar von væri á hörðu frosti. Hurðir ættu ekki að vera vandamál í vel þurrum bíl- um. Að lokum eru rafgeymar ekki síst athugunarefni og á það einkum við þá sem eru orðnir nokkurra ára gamlir. Erfitt að spá um afdrif gróðurs Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar kvað erfitt að spá fyrir um það hvort kuldakastið myndi leika gróðurinn grátt. Hann benti á að bæði villtur gi’óður og garðagróð- ur sé alla jafna fremur þrautgóður. „Vetur var hins vegar fremur mildur framan af sem olli því að gróður tók töluvert við sér og því er hann kannski svolítið viðkvæmur einmitt núna ef von er á miklum frosthörk- um,“ sagði Jóhann. Sá snjór sem nýverið hefur fallið breiðir hins vegar yfir mold og og hlífir þannig jörð og um leið eitthvað þeim gróðri sem farinn var að lifna til lífs, barrtrjám og þess háttar, að sögn Jóhanns. „Gróðurinn er því ekki eins illa undir þetta búinn og hann hefði verið ef það hefði komið mikið frost ofan á bera jörð. Það munar ansi miklu.“ _ Erling Olafsson dýi’afræðingur sagði erfitt að segja hvaða áhrif frost- hörkurnar hefðu á skordýralíf. Það færi auðvitað eftir því að hve miklu leyti snjóbreiðan næði að hlífa því sem í jörðu væri. Fiðrildi sem verpa og geyma egg sín á trjágreinum væru einna helst í hættu og gæti vel farið illa fyrir þeim. Hið sama ætti við um blaðlúsina. í heild mætti segja að það slyppi sem í jörðinni væri, en meinsemd á trjágróðri væri í miklum áhættuhópi. Þannig má að hans mati búast við því að sitkalúsin fari illa og það mætti ef til vill sjá sem bjarta hlið í málinu, enda væri hún þá ekki að plaga barr- tré landsmanna í sumar. Spumingin er þá kannski sú hvernig trjágróður- inn sjálfur fer í kuldunum. Yeðurklúbburinn á Dalbæ gefur út mánaðarlegar veðurspár Nota tunglið, tilfinn- inguna og dagbækur KJARNI 10 til 12 vistmanna á Dal- bæ á Dalvík, dvalarheimili aldr- aðra, hittist reglulega og gefur út mánaðarlega veðurspá. Veður- klúbburinn samanstendur af veður- glöggu fólki úr hópi vistmanna og ná veðurspár klúbbsins yfir stærst- an hluta Norðurlands. Júlíus Júlíusson, sem starfar á Dalbæ, er talsmaður og fjölmiðla- fulltrúi Veðurklúbbsins og segir hann menn hittast á þriðjudögum og stundum oftar í vikunni. „Þá er spáð í spilin. Menn nota tunglið, gamlar dagbækur, tilfinninguna, upplýsingar um veðurfar á ýmsum stöðum og við fáum spár Veður- stofunnar þótt við teljum ekkert á þeim að græða,“ segir Júlíus í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir starfsemi klúbbsins tiikomna sem eitt tilboð í tóm- stundastarf vistmanna. „Menn eru alltaf að leita að einhverju félags- starfi og hér er mikið um föndur og eitt og annað en okkur fannst vanta meiri fjölbreytni, kannski ekki síst fyrir karla. Við leituðum kannski langt yfir skammt en þeg- ar við fórum að líta okkur nær þá er auðvitað ljóst að allir tala um veðrið." Veðurklúbburinn gefur út spár mánaðarlega og var marsspáin gef- in út á öskudag. í henni er minnt á að öskudagur eigi sér 18 bræður og „erum við nokkuð viss um að núna mæti bræðurnir og sýni sam- stöðu, þó svo að það séu einhverjir hálfbræður með þeim. Tíðin framundan verður mjög rysjótt, norðaustanáttin verður allsráðandi, við ætlum að lofa þeim sem finnst gaman í stórhríð að þeir fái all- sæmilega norðlenska stórhríð á túnabilinu," segir meðal annars í spánni. Talið er að þessi rysjótta tíð standi fram í lok mars en líklegt að mildara verði seinni hluta mán- aðarins. „Við erum búin að gefa út spá í níu mánuði og erum rnjög stolt af þeim öllum nema kannski einni,“ sagði Júlíus. „En þetta hefúr gengið ótrúlega vel og vekur ómælda at- hygli hér á Norðurlandinu." Júlíus segir að í Veðurklúbbnum starfi vistmenn frá Dalvík, Svarfaðardal og Ársskógsströnd, flest karlar en tvær til þrjár konur hafa þó yfirleitt tekið þátt í starfi Veðurklúbbsins. Þolum gaddinn betur Grímsey mun vera nyrsta mann- aða veðurathugunarstöðin á land- inu og aðspurð síðdegis í gær kvaðst Vilborg Sigurðardóttir veð- urathugunarmaður sannarlega ekki ætla að fara að hafa áhyggjur af veðrinu strax, til þess væri næg- ur tími síðar; þegar og ef veðrið yrði jafn slæmt og spár gæfu til kynna. „Sjáðu til, við Norðlending- ar þolum gaddinn miklu betur en þið fyrir sunnan," sagði Vilborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.