Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Risaskilti á nýja verslunarmiðstöð UNNIÐ var að því í gær að setja upp skilti á þak nýju verslunar- miðstöðvarinnar í Smáranum í Kópavogi. Stafímir eru ekki nein smásmíði, því hver þeirra er 3,3 metrar á hæð og lengd skiltisins er 90,6 metrar. Til samanburðar má geta þess að Hallgrímskirkja er 73 metrar á hæð. Á auglýsingaskiltinu eru nöfn og vörumerki þeirra tveggja verslana sem opnaðar verða nk. laugardag, en þær eru Rúm- fatalagerinn og Elko, sem er _ raftækjaverslun í eigu Byko. I vor verður Hagkaups- og Bónus- verslun opnuð í hinum helmingi hússins. Birgir Ingimundarson, hjá auglýsingasmiðjunni Nota bene, sagði að mikil vinna lægi að baki gerð skiltisins og fjöldi manns hefði unnið við verkefnið. Rússneskt ríkisfyrirtæki bauð lægst í Búrfellslínu 3A Samið um 69% af kostnaðaráætlun LANDSVIRKJUN undirritaði í gær samning við rússneska fyrirtækið Technopromexport um framleiðslu og uppsetningu mastra og leiðara fyrir 400 kV Búrfellslínu 3A, en Rússamir buðu lægst í verkið og er samningsupphæðin 1.186 milijónir króna, eða um 69% af kostnaðar- áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar. Samkvæmt samningnum á að taka línuna í notkun 20. nóvember, en verði hún ekki tilbúin þá má vænta orkuskorts og rafmagnstruflana hjá viðskiptavinum Landsvirkjunar næsta vetur. Áætlað er að Landsvirkjun geti ákveðið fyrir 15. apríl hvort línan verði reist fyrir 220 kV spennu í stað 400 kV. Þá lækkar samningsupp- hæðin niður í um 904 milljónir króna, eða um 11%, en flutningsgeta 220 kV línu er tæpur þriðjungur af flutn- ingsgetu 400 kV línu. Úrskurðar beðið Búrfellslína 3A verður lögð frá Búrfellsstöð að Sandskeiði ofan Reykjavíkur þar sem hún tengist Búrfellslínu 3B. Línan er 94 km að lengd og verða 252 tumar í henni. Hún verður að mestu gerð úr stög- uðum stálgrindarmöstram sem verða 21-28 metrar að hæð. Skipulagsstjóri ríkisins úrskurðaði í janúar að bygging 400 kV Búrfells- línu 3A skyldi fara í frekara mat á umhverfisáhrifum línunnar miðað við fyrirhugaða línuleið sem sam- þykkt var 1991 og jafnframt saman- burð á umhverfisáhrifum miðað við þá leið og hugsanlega línuleið um Ölfus sunnan Hveragerðis. Lands- virkjun hefur kært þennan úrskurð til umhverfisráðherra og auk þess farið fram á að ráðherra heimili byggingu línunnar fyrir 400 kV spennu miðað við leiðina sem sam- þykkt var 1991, en Landsvirkjun hefur undir öllum kringumstæðum leyfi til að byggja 220 kV línu á þeirri leið. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Technopromexport væri skuldbundið til að söðla um og leggja 220 kV línu verði úrskurður umhverfisráðherra Landsvirkjun í óhag, en rússneska fyrirtækið átti einnig lægsta tilboð í línu af þeirri gerð og var það um 71% af kostnað- aráætlun. „Hins vegar flytur 400 kílóvolta h'na þrefalt meiri orku en 220 kíló- volta lína og þess vegna er hún miklu umhverfisvænni en 220 kílóvolta lína, því ef hún yrði byggð þá þyrft- um við fyrr en seinna að byggja aðra á milli sömu staða og á svipuðum slóðum. Munurinn á kostnaði er hins vegar aðeins um 11% á þessum tveimur línum þrátt fyrir þrefaldan mun í flutningsgetu," sagði Halldór. Technopromexport er í eigu rúss- neska ríkisins og var það stofnað ár- ið 1955. Fyrirtækið hefur byggt margvísleg orkuver og lagt um 30 þúsund kílómetra af 35-750 kV há- spennulínum í um 50 löndum. Halldór Ásgrímsson á umhverfís- ráðstefnu Norðurlandaráðs Ahersla á endurnýj anleg ar orkulindir HALLDÓR Ásgrímsson utanrQds- ráðherra sagði í ræðu sem hann flutti á umhverfisráðstefnu á vegum Norðurlandaráðs sem lauk í Gauta- borg í gær að Island vildi vera virkur þátttakandi í rammasamningnum um loftslagsbreytingar og Kyoto- bókuninni við hann, og kvaðst vona að útfærsla ákvæðis um lítil hagkerfi myndi gera það kleift. Það yrði hins vegar ekki ljóst fyrr en að lokinni umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Buenos Aires í nóvember hvort svo yrði. Halldór kvaðst í samtali við Morg- unblaðið líta á það sem lykilatriði að íslendingar gætu áfram nýtt endur- nýjanlegar orkulindir og það þjónaði þeim markmiðum, sem stefnt væri að með rammasamningnum. Gagnrýnir stjórnarandstöðu „Því miður hafa margir stjórnar- andstæðingar á Islandi litið á það sem neikvætt að við viljum nýta þessar orkulindir,“ sagði Halldór. „Það þjónar hins vegar því mark- miði, sem sett hefur verið, að nýta þær orkulindir fremur öðram. Ef stöðva á það á íslandi verða litlir möguleikar að koma fleiri stoðum undir okkar efnahagslíf því að þær munu í veralegum mæli byggja á nýtingu orkunnar." Halldór sagði í ræðunni að um- ræðan um loftslagsbreytingar og mögulegar afleiðingar þeirra hefði verið misvísandi. Öfgar hræðslu- áróðurs annars vegar og afneitun vandans hins vegar hefðu verið áber- andi. Gera þyrfti skýran greinarmun á spám breiðs hóps vísindamanna, t.d. spá sérfræðinganefndar Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreytingar um hækkun hitastigs á jörðinni, og tilgátum einstakra vísindamanna, t.d. um breytingar á kerfi haf- strauma í N-Átlantshafi. Kyoto-bókun óviðunandi Halldór benti á það í ræðu sinni að á Kyoto-fundinum hefði komið fram nokkuð almennur skilningur á hinum sérstöku aðstæðum á íslandi. Kyoto- bókunin gengi þó of skammt og væri óviðunandi fyrir ísland í óbreyttri mynd. Á næsta aðildarríkjaþingi Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar í Buenos Aires mundi Is- land leggja mesta áherslu á ákvæðið um lítíl hagkerfi, en ljóst væri að sú niðurstaða yrði að fela í sér að ekki verði takmarkaðir möguleikar ís- lands á að nýta endumýjanlegar orkulindir. Til dæmis mætti útfæra ákvæðið þannig að losun vegna ein- stakra framkvæmda, sem hefðu í fór með sér meira en 3% aukningu á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í viðkomandi ríki, verði undanskilin losunarskuldbindingu þess verði besta fáanleg tækni (BAT) notuð. „ísland vill vera virkur þátttak- andi í rammasamningnum um lofts- lagsbreytingar og Kyoto-bókuninni við hann, og vonandi mun útfærsla áðumefnds ákvæðis gera það kleift," sagði Halldór. „Það skýrist í fyrsta lagi eftir þingið í Buenos Aires. En fyrir liggur að við þurfum að grípa til frekari aðgerða heima fyrir tQ þess að takmarka gróðurhúsalofttegund- ir. Við hvorki getum, viljum né ætl- um okkur að vera stikkfrí." Arásarmað- ur í fangelsi HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 39 ára gamlan mann í 14 mán- aða fangelsi fyrir líkamsárás, sem framin var á veitingastaðn- um Ölkjallaranum í september sl. og ákæruvaldið taldi að hefði haft þær afleiðingar að fimm- tugur maður hlaut heilaskaða og varanlegt heilsutjón. Hæsti- réttur mildaði dóm Héraðs- dóms, sem hafði dæmt árás- armanninn í 2 ára fangelsi. Sá dæmdi var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn í andlit og hrint honum svo hann skall með hnakkann á stokk á salerni veitingastaðarins. Eftir árásina var maðurinn meðvitundarlaus og í öndunar- vél um tíma en í dómi Hæsta- réttar kemur fram að lömun á hægri fótlegg hafi gengið til baka. Maðurinn geti nú gengið óstuddur, en hægri handleggur sé gagnslaus og hann eigi við erfiðleika vegna lömunar í kyngingarvöðvum og beri veru- leg merki heilaskaða. Talið er ólíklegt að hann eigi eftir að verða sjálfbjarga. Hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms þar sem ákærði var látinn njóta vafa um hvort fallið og hinir alvarlegu áverkar hafi verið afleiðingar höggsins, sem ákærði viðurkenndi að hafa veitt, eða ölvunar hins slasaða og hálku á gólfinu. 8 0 0 n ú m c r n ý \ d s \ vel þ c í*cir þ ú þ a r í t dð í á upplýsiní>dr u m v ö r u o í> þ j ó n u s t: u. Oxford-stræti lokað vegna sprengjuhótunar LANDS SIMINN OXFORD-stræti, helstu verslunar- götu London, var lokað í nær tvær klukkustundir í gær í kjölfar þess að lögreglu barst sprengjuhótun í gegn- um síma, segir í fréttaskeyti frá Reuters. Lögreglumenn og sérþjálfaðir hundar gerðu ítarlega leit á svæðinu en fundu ekkert grunsamlegt, að sögn talsmanns lögreglunnar. Sagði talsmaðurinn að um gabb hefði verið að ræða. Hanna og Matthías Johannessen ritstjóri vora stödd á Cumberland- hótelinu er sprengjuhótunin barst. Hann lýsir þessu svo í samtali við blaðið: „Þetta var dálítið sérstök reynsla og leiddi hugann að stríðsár- unum. Ég var nýbúinn að hlusta á Tony Blair í einkasamtali við ITV- sjónvarpsstöðina þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði andstæðar hugmyndir við þá sem teldu að það ætti að gefa eftir vegna sprengjuhót- ana. Hann væri þeirrar skoðunar að sprengjuhótanir sýndu frekar en nokkuð annað að ná yrði samkomu- !agi. Ég var að undirbúa mig undir að fara til Essex University í Colchest- er, þar sem ég talaði um íslenskar bókmenntir og las ljóð. Við voram að labba út þegar öryggisvörður kom hlaupandi, kallaði á okkur og sagði neyðarástand ríkja á hótelinu. Við yi-ðum að fylgja honum, allir væru farnir niður í byrgi hótelsins sam- kvæmt skipun lögreglunnar. Hann sagði það vera vegna sprengjuhótun- ar og hefði Oxford-stræti verið lokað og verið væri að rýma öll hús þar. Eg vildi fara út til að ná lestinni, en fékk ekki leyfi til þess. Við fórum niður í kjallara þar sem starfsfólk og allir gestir, sem eftir vora, voru sam- ankomnir í stórum svörtum sal. Þar biðum við í tæpan klukkutíma og máttum ekki hreyfa okkur fyrr en þessu hættuástandi var aflýst. Að því búnu gátum við farið og haldið áfram ferð okkar og talað um íslenska arfleifð og nútímabók- menntir og flutt kvæði. Þetta var sérstök reynsla því að þegar við sát- um niðri í kjallaranum, þar sem voru um 300 manns, minnti það mig á að svona hlyti það að hafa verið í stríð- inu í neðanjarðarbyrgjunum. En það leið öllum vel og allir héldu ró sinni,“ sagði Matthías.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.