Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 19 Skortur á hátæknifólki vestanhafs Forseti OPEC vill skyndifund IDABaguTsudjana, forseti OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, hvatti í gær til, að boðað yrði til skyndi- fundar í samtökunum vegna mikill- ar lækkunar á olíuverði en það hef- ur ekki verið lægra síðan á árinu 1994. Vill hann, að þar verði rætt um hvemig snúa megi þróuninni við. Fyrir OPEC-ríkin er ástandið á olíumarkaðinum mjög alvarlegt en olíuverð hefur lækkað um 30% frá því í október. Veldur því meðal ann- ars mildur vetur í Evrópu, minni eftirspum í Asíu vegna efnahags- erfiðleika þar og aukið framboð frá OPEC-ríkjunum. Ákvörðun Sam- einuðu þjóðanna um að leyfa Irök- um að tvöfalda olíuútflutning getur síðan orðið til að lækka verðið enn meira. Sl. þriðjudag var verðið fyrir Brent-olíu úr Norðursjó, sem er yf- irleitt höfð til viðmiðunar, 13.73 dollarar fatið. Hefur það ekki verið lægra síðan 1994. Komið undir Saudi-Aröbum Sudjana, sem er olíumálaráð- herra Indónesíu, nefndi ekki hvenær fundurinn yrði haldinn en gaf þó í skyn, að hann yrði ekki fyr- ir miðjan mars vegna efnahagsá- standsins í Indónesíu. Reglulegur fundur olíumálaráðherra OPEC- ríkja verður í Vín í júní. Raunar munu Saudi-Arabar ráða mestu um hvort af skyndifundi verður enda eru þeir langstærstir innan OPEC með næstum þriðjung framleiðsl- unnar. OPEC-ríkin mega samkvæmt eigin samþykktum framleiða 27,5 milljónir olíufata á dag en í janúar sl. var framleiðslan komin yfír 28 millj. fata. I Venesúela var hún þá 3,4 millj. fata á dag en ekki 2,58 eins og vera ber og venesúelísk stjórn- völd, sem hafa sjaldan staðið við gerða samninga, neita að draga úr henni. ---------------- EasyJet vill lögbann á BA London. Reuters. ÓDÝRA brezka flugfélagið EasyJet hefur krafizt lögbanns á British Airways vegna fyrirætlana BA um að koma á fót flugfélagi sem býður lág fargjöld, Go. Með lögbanninu vill EasyJet að BA verði neytt til að heita því að styrkja ekki nýtt dótturfélag sitt í trássi við samkeppnislög Efnahags- sambandsins. EasyJet segir að BA hafi neitað að veita slíkt loforð skrif- lega. Talsmaður EasyJet sagði að látið hefði verið til skarar skríða vegna frétta um að BA hefði lofað að leigja Go vélar svo að Go gæti boðið lægri fargjöld. BA skýrði frá því í nóvember að í ráði væri að koma á fót aðskildu flugfélagi til að mæta vaxandi eftir- spurn í Evrópu eftir ódýrum ferð- um frá annars flokks flugvöllum og án venjulegrar þjónustu. ------^4-------- Fiat semur við GAZ í Rússlandi Rdm. Reuters. NÆSTSTÆRSTI bflaframleiðandi Rússlands, GAZ, hefur gert 850 milljóna dollara samning við Fiat á Ítalíu um smíði 150,000 Fiat bfla á ári í Rússlandi. Samkvæmt samningnum mun hvor aðili um sig eiga 40% í hinu nýja fyrirtæki, ZAO Nizhegorod Motors, en Endurreisnar- og þró- unarbanki Evrópu (EBRD) mun eiga 20%. Washington. Reuters. HÖRGULL er á starfsfólki á sviði upplýsingatækni í Bandaríkjunum og tölvufyrirtæki bjóða byrjendum há laun og kaupauka. Skortur á hæfum bandarískum starfsmönnum stafar meðal annars af áhugaleysi nemenda og stúdenta á greininni, sem hefur verið í örum vexti. Því hafa Microsoft og fleiri há- tæknifyrirtæki farið fram á að fleiri fagmenntaðir útlendingar fái að flytjast til Bandaríkjanna. „Ái-amhaldandi vöxtur og vel- gengni í greininni er í hættu vegna alvarlegs og tilfinnanlegs skorts á hæfileikafólki," sagði einn varafor- stjóra Microsofts, Michael Murray, í vitnaleiðslum í dómsmálanefnd öld- ungadeildarinnar. „Og við erum ekki þeir einu sem leita að faglærðum og þrautþjálfuðum starfsmönnum." Fulltrúar Cypress Semiconduct- or, Texas Instruments og Sun Microsystems kvarta einnig yfir því að erfitt sé að finna hæft starfsfólk í Bandaríkjunum og lösgðu til að rýmkuð yrðu lagaákvæði um að ráða megi í mesta lagi 65.000 útlendinga til starfa. Þótt markaður fyrir tölvur sé góð- ur virðist ungt fólk í Bandaríkjunum hafa lítinn áhuga á að gera tölvunar- fræði eða tölvutækni að ævistarfi. Ekki lengur fínt Fulltrúar hátæknifyrirtækja og öldungadeildarmenn kenna ósveigj- anlegu og ófullnægjandi skólakerfi í Bandaríkjunum um og benda á nýja rannsókn, sem sýnir að bandarískir framhaldsskólanemendur eru lakari í stærðfræði og raunvísindagreinum en nemendur í flestum öðrum iðn- væddum löndum. Dr. T.J. Rodgers, forstjóri Cypr- ess Semiconductor, kvað fyrirtæki sitt ráða fólk til starfa í bandarísk- um háskólum með loforðum um bón- us og aðra kaupauka. Hann sagði að stúdent með dokt- orspróf frá Stanford-háskóla gæti fengið að minnsta kosti 85.000 doll- ara í byrjunarlaun. Nýlega hefði maður með lokapróf frá Michigan State háskóla fengið Ford Mustang sem „byrjunar-bónus.“ „Byrjunarlaun háskólastúdenta sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu, t.d. BA eða BS, frá meðalgóðum há- skóla, eru 40.000 dollarar," sagði Rodgers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.