Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRIÐUR KETILSDÓTTIR + Sigríður Ketils- dóttir fæddist 20. aprfl 1911. Hún and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 18. febrú- ar siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þórunn Jóns- dóttir, fædd í Hauka- dal í Biskupstungum, og Ketill Greipsson frá Bryggju í sömu JHsveit. Sigríður var þriðja yngst af sex börnum þeirra hjóna. Þá átti Sigríður tvo hálfbræður sammæðra. Af systk- inahópnum eru tvö á lífi, þau Katrín og Greipur. Sigríður ólst upp frá fjögurra ára aldri hjá hjónunum Guðlaugu Björnsdótt- ur og Magnúsi Sigurðssyni í Skuld í Hafnarfirði. Sigríður giftist Þórði Bjarna- syni bifreiðastjóra 8. desember 9é .. <v 9* £ % / Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn 1933, fæddur 11. september 1897 í Móakoti, Vatns- leysuströnd, dáinn 3. nóvember 1980. Þau eignuðust þrjú börn. 1) Kristín, hennar maður er Sverrir Sighvatsson og eiga þau tvær dætur, áður átti Kristín son, Þórð Bjarna Guðjónsson, sem ólst upp hjá þeim hjónum Sig- ríði og Þórði. 2) Sig- urður, hans kona er Hinrika Halldórsdóttir og eiga þau þrjú börn. 3) Guðlaug Gréta, gift Erlingi Hermannssyni og eiga þau þijú börn. Sigríður og Þórður bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfírði. Útför Sigríðar fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Söknuður fyllir huga okkar er við kveðjum ömmu Siggu. Hún og afi Þórður voru kjölfesta bemsku okk- systkinanna og með fráfalli ömmu er keðjan slitin. Amma var guðhrædd kona mjög. Fyrsta minn- ing okkar um ömmu er morgun- bænin, sem hún kenndi okkur sem ungum bömum og lagði áherslu á að við fæmm með á hverjum morgni. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag svo líki þér. (Höf. ókunnur.) Amma var aldamótakona og upp- lifði miklar breytingar og öra þróun í þjóðfélaginu á lífsleið sinni. Hún hafði fastmótaðar skoðanir á flestu, var hugmyndarík og uppfinninga- söm, var hreinskilin við alla og sagði hvað í brjósti hennar bjó. Hún var lífsglöð kona mjög og hafði gaman af að hitta fólk og vera í félagsskap annarra. Hún lagði alltaf mikla áherslu á að vera fín og vel til höfð. Amma lagði mikla áherslu á að hafa fínt í kringum sig og bar heim- ili hennar glöggan vott um það. Hún hafði gaman af að færa til húsgögn og breyta og oft fannst okkur sem við værum að koma á nýjan ævin- “íýrastað eftir slíka breytingu. Þrátt fyrir það var amma fastheldin kona og lifði samkvæmt því. Sunnudagar voru helgaðir fjölskyldunni. Áður en afi Þórður féll frá heimsóttum við þau á sunnudögum og fengum pönnukökur og annað góðgæti en eftir fráfall hans kom amma alltaf í mat til okkar á heimili foreldra okk- ar. Þetta var fastur liður í tilveru okkar og verður áfram. Fjölskyldan átti hug ömmu og þótti henni afskaplega vænt um börnin sín, þau Diddu, Grétu, Sigga og Dodda. Fylgdist hún vel með öllu sem gerðist hjá hverjum og einum. Jafnvænt þótti henni um barnaböm sín og barnabarnabörn. Hún gaf okkur góð ráð um lífið og tilveruna og skammaði okkur ef henni þótti þurfa. Heilsu ömmu Siggu fór að hraka fyrir þremur árum og flutti hún þá á Sólvang í Hafnarfirði. Naut hún þar góðrar umhyggju, sem fjöl- skyldan vill nú sérstaklega þakka fyrir. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar þökkum ömmu samfylgdina og það sem hún var okkur og kveðjum hana með kvöldbæninni sem hún kenndi okkur. Vertu yfir og allt um kring meö eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Sigríður, Rannveig og Birgir Sigurðarbörn. Árið 1911 í aprílmánuði fæddist amma í þennan heim. Fyrstu árin bjó fjölskylda hennar í Haukadal í Biskupstungum, en árið 1917 tók fjölskylda hennar á sig örlagaríka ferð til Hafnarfjarðar. Þar í bæ skyldi framtíð fjölskyldunnar verða, fjölskyldufaðirinn stór og sterkur var búinn að fá starf sem lögreglu- þjónn í Hafnarfirði. Framtíðin var björt en í október 1917 tóku örlögin í taumana; fjölskyldufaðirinn fór í afleysingatúr sem háseti á kola- skipi. Sú fór var feigðarför því skip- ið kom aldrei að landi, fyrstu vetr- arveðrin sáu til þess. Fjölskyldan sundraðist og amma varð eftir í Hafnarfirði. Hennar gæfa var að hún vistaðist að bænum Skuld hjá Blámabúðin Cyoirðskom v/ Uossvotjsl<it‘kjMgaí*ð Stmi. 559 0500 Guðlaugu og Magnúsi. Segir sagan að staðfesta ömmu hafi séð svo um; hún átti að fara annað, en í Skuld vildi hún vera og varð. Þar ólst hún upp í stórum hópi þar sem trúin skipaði veglegan sess og fylgdi henni alla tíð síðan. Á fjórða áratugnum vann hún m.a. á reitunum og Mltaf situr í mér frásögn hennar: „Á veturna þegar við komum til vinnu á morgnana, þá þurftum við að brjóta gat á ísinn sem frosinn var á karinu sem við vöskuðum fiskinn upp úr, og allan daginn vöskuðum við fisk vettlinga- lausar." En vistin var nú ekki alltaf slæm á reitunum, því sennilega var þar að störfum myndarlegur vöru- bílstjóri frá Móakoti á Vatnsleysu- strönd. Já, afi, vörubílstjóri alla sína tíð, ruglaði reytum á reitunum við ömmu. Örlögin tóku völdin, sam- vistir þeirra voru langar og góðar alla tíð, en afi, Þórður Bjarnason, kvaddi þennan heim árið 1980. Fyrstu árin bjuggu þau á Hverf- isgötu 37 í Hafnarfirði og þar komu bömin þeirra þrjú í heiminn. Mynd- arleg börn sem ólust upp á góðu heimili þar sem ást og staðfesta réðu ríkjum. Á sjötta áratugnum fluttu þau að Strandgötu 81 og undu þar hag sínum vel. Segja má að bæði hafi verið „komin heim“, en Strandgata 81 er í túnfætinum þar sem Skuld var og er, og afi kominn niður að strönd. Árið 1965 hófust svo kynni okkar ömmu og afa, nokkrum árum áður hófst nýr kafli í lífi þeirra, barna- börnin voru farin að koma í heim- inn. Samskipti okkar ömmu og afa hafa alla tíð einkennst af ást og um- hyggju, svo var einnig um allan barna-, bamabarna- og bama- bamabamaskarann að segja. Meðan við amma áttum samleið starfaði hún m.a. í mörg ár í þvotta- húsinu á Sólvangi og leið þar vel. Afi sá um að skutla henni í og úr vinnu eins og hann var vanur alla tíð, að hugsa vel um hana Siggu sína. Og húsverkin voru honum ekki framandi, þar tók hann ævinlega til hendinni hvort sem um þrif eða eldamennsku var að ræða. Stór þáttur í h'fi ömmu var Þjóð- kirkjan í Hafnarfirði og trúin sem fylgdi henni alla tíð. Amma sótti messur, söng í kirkjukómum og starfaði í kvenfélaginu. Minnisstæð- ir em víðfrægir basarar í alþýðu- húsinu þar sem selt var handverk eftir ömmu og stelpumar í kvenfé- laginu. Fyrir nokkram áram tók amma sig upp og bjó sér nýtt heimili á Hjallabraut 33, í fallegri og rúm- góðri íbúð. Þar undi hún hag sínum vel, kynntist fullt af fólki og stund- aði félagslíf af kappi, félagsvistin var hennar sérgrein þar sem hún vann hvem andstæðinginn af öðr- um. Og síðustu árin bjó hún svo á Sólvangi, þar var hún ekki ánægð fyrr en myndirnar af öllum barna- bamabömunum voru komnar á hill- una fyrir framan rúmið hennar. Þar gat hún horft á ávöxtinn af lífs- hlaupi sínu, mannvænleg böm, framtíðina, sem halda munu hennar merki á lofti og minningunni um langömmu sína. Ómmu þakka ég samfylgdina, sem var mér lærdómsrík og holl. Fjölskylda ömmu færir starfs- fólki 2. deildar hjúkrunarheimilisins Sólvangs bestu þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Við Hansína og Stefán færam mömmu, Diddu og Sigga og öllum sem syrgja ömmu samúðarkveðjur. Hermann Björn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN PÁLMASON húsasmiður, Álfabyggð 1, Akureyrl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 27. febrúar, kl. 13.30. Valgarður Baldvinsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Gunnar Ingvi Baldvinsson, Jónína Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku amma mín, ég sit hér með mynd af þér í höndunum og minn- ingarnar streyma um hugann. Hugsunin um það að ég sjái þig aldrei aftur og að þú eigir aldrei eft- ir að koma í Fögrakinnina og að ég eigi aldrei efth’ að heimsækja þig aftur eru þungbærar og mikill tóm- leiki fyllir hugann. En ég má ekki vera svona eigingjörn. Þú ert búin að lifa þínu lífi og nú tekur annað við. Eg man svo vel eftir jólunum á Strandgötunni hjá þér og afa. Það var sko hápunktur alls, að vera með öllum krökkunum á jólunum á Strandgötunni. Það var svo hlaðið af pökkum undir litla jólatrénu og allt var svo spennandi. Þetta vora yndisleg jól fyrir litla krakka. Það var alltaf svo gaman að koma á Strandgötuna til þín og fara svo með þér í heimsóknir, eins labba við á Blómsturvöllum og koma svo við hjá Stebbu og Simba í Skuld á heimleiðinni. Þú varst alltaf svo hress og kát og allir sem þekktu Siggu Ketils vissu að hún var alltaf hrókur alls fagnaðar þar sem hún kom. Ég er fegin að hafa fengið að eyða síðustu jólum með þér. Það var yndislegt. Þú varst svo ánægð að geta komið og fyrir okkur sem vor- um með þér bætist en ein minningin um góðar stundir með þér í safnið. Minningin um yndislega mann- eskju lifir með okkur sem njótum þeirra forréttinda að hafa átt þig að, elsku amma mín. Ég veit að nú líður þér vel. Þú ert komin til afa, sem þú hefur saknað svo mikið. Nú finnst mér svo tómlegt og eyðilegt allt; hver elskar mig framar sem þú? Og nú finnst mér allt svo veikt og valt og vorió mitt napurt og kalt. En við hittumst, - og það er mín hjartfólgin trú, - fyrir handan ég og þú! (Guðm. Guðmundsson.) Elsku mamma, Siggi og Didda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín Hildur. Kveðja frá systkinunum á Blómsturvöllum Einhvern veginn finnst mér að hjón séu ekld lengur eins sýnileg eining í samfélaginu og þau vora þegar ég var krakki. þá fór ekki á milli mála að fólk sem „leiddist und- ir hend“ úti á götu var svo sannar- lega hjón. Og hjón þekktu önnur hjón og varla var annað nefnt án þess að hins væri getið. Nokkur svona hjón vora vinir foreldra minna og gagnkvæmar heimsóknir vora tíðar milli heimilanna. Hver hjón fylgdust af athygli með börn- um hinna, stundum var kannski of- urlítill strekkingur um hvert væri efnilegast, en allt var þetta umvafið gagnkvæmri umhyggju ef á reyndi. Sigríður Ketilsdóttir, hún Sigga hans Þórðar, því að þá vora konur fyrst og fremst konurnar mannanna sinna, er nú farin í ferðina löngu, sú síðasta af hjónafólki barnæsku minnar. En hún var raunar miklu meira en það. Sennilega eigum við systkinaskarinn henni hvorki meira né minna en tilveru okkar að þakka. Þórður Bjarnason, sem seinna varð eiginmaður hennar, hafði flust frá Móakoti á Vatnsleysuströnd með foreldrum sínum, Kristínu og Bjarna, og fóstursyni þeirra, föður mínum, og sest að í húsi sem þau byggðu að Hverfisgötu 37 í Hafnar- firði. Á efri hæðinni bjuggu Ingvar Gunnarsson kennari og Margrét kona hans, systir Þórðar. Móðir mín og Sigríður voru æskuvinkonur og þegar Sigríður giftist Þórði og hóf búskap á Hverfisgötunni hygg ég að móðir mín hafi komið auga á fóstur- soninn á heimilinu og örlög okkar vora ráðin. Faðir minn elskaði þetta fólk af heitu hjarta, enda átti hann þeim Móakotshjónum allt að þakka eftir að hann missti móður sína sjö ára að aldri í spönsku veikinni og Krist- ín í Móakoti lét sækja hann til Hafnarfjarðar og gerði hann að sínu barni. Bréf hans til fóstra sinnar úr síldinni á Siglufirði era fagur vitnis- burður um takmarkalausa ást hans á þeim Móakotshjónum og börnum þeirra, sem hann leit á sem systkini sín. Þessa nutum við krakkaskarinn hans á ljúfum dögum í húsinu við Hverfisgötu þar sem vitinn gnæfði yfir heiminum uppi á hraunnibb- unni og sólin skein alla daga. Þórður Bjarnason var húsbónd- inn á þessu heimili eins og menn voru gjarnan, og ég held að hann hafi verið hræðilegt íhald, en húð- vænn þó. En Sigga var hjarta heim- ilisins, glöð og félagslynd, söng í þjóðkirkjukómum og var ötull starfsmaður kirkjunnar sinnar. Hafi hún átt erfiðar stundir var ekki um það rætt, og krakkar með of löng eyra höfðu vit á að ræða ekki, hvort fólk hefði kannski langað til að gera eitthvað annað en það sem það gerði. Sigga gerði hins vegar það sem þurfti að gera, tók Jóhönnu systur mína í fóstur þegar mamma fór á spítala, sinnti gamla fólkinu á elli- heimilinu á Austurgötu, einkum þeim einstaklingum sem enginn annar þoldi, vaskaði fisk þegar þess þurfti, saumaði föt á sín börn og annarra og kom þegar einhver þurfti þess með. Hvort þetta var það sem hana langaði mest til að gera verður óráðin gáta. Og í ein- lægni sagt velti enginn því sérstak- lega fyrir sér. Það er ekki fyrr en allt of langur tími er liðinn að við förum að hugsa um hvers konar fólk þetta var eig- inlega sem gerði okkur að því sem við erum. Öll þessi undarlegu hjón sem töluðu svo sem ekkert mikið við okkur, en reyndu fyrst og fremst að hafa einhvern hemil á fyrirferðarmiklum afkomendum sínum. Og eflaust hafa umrædd hjón verið jafn undrandi á að fylgj- ast svo með afkomendunum í hin- um ýmsu hlutverkum í fjölmiðlum. Þau vissu að þau voru búin að missa tökin. Krakkaskríllinn var ekki lengur að ólmast utan í vitan- um, heldur voru alþingismenn að fara yfir skýrslur Ríkisendurskoð- anda. Og Sigga og mamma hringd- ust á um hvort þetta væri ekki allt í lagi. Var Rúna nokkuð að gagnrýna Sigga eða var Siggi nokkuð óá- nægður með Rúnu? Þessi börn vora endalaust verk- efni. Auðvitað sleppti hún Sigga ekki lambakóngi sínum, honum Þórði, sem nú starfar í utanríkis- þjónustunni. Hann ól hún upp. Og af því að lífið er lyginni líkast kom það í hlut hans, barnsins hennar Diddu, að aka með forseta Samein- aðs Alþingis um götur Bruxelles í fylgd hvínandi mótorhjóla svo að öryggi hins virðulega gests væri tryggt. Ég þekkti hann ekki nógu vel til að leyfa mér þann munað að skella upp úr, því að það var heil kynslóð á milli okkar. En ég hugs- aði til mömmu og pabba og Siggu og Þórðar og skemmti mér konung- lega. Leiðir yngri systkinanna hafa legið saman á öðrum sviðum þjóðfé- lagsins, því að allur skarinn hefur staðið sig nokkuð vel. Betur en for- eldrarnir hefðu þorað að vona. Við tókum það sem okkur bauðst án þess að hugsa mikið um þau sem allt gáfu. Við gætum eflaust núna haft samviskubit yfir takmarka- lausri eigingirni okkar, en þegar öllu er á botninn hvolft vora þau heldur ekkert að ræða sínar innstu hugrenningar við okkur. Ég held að þau hafi verið sátt við okkur í tak- markalausri elsku sinni. Það minnsta sem við getum gert er að vera sátt við þau. Með Sigríði Ketilsdóttur er far- inn óafmáanlegur þáttur í lífi mínu og okkar systkinanna, þáttur sem við öll þökkum fyrir af heitu hjarta. Bróðir okkar, Bjarni Kristinn, sem bar nafn þeirra Móakotshjóna, fór í haust, en við níu sem eftir erum fylgjum Siggu í dag með Diddu, Grétu og Sigga og fjölskyldum þeirra með þökk fyrir ævilanga samfylgd, sem seint verður full- þökkuð. Megi hjón barnæsku okkar hittast á hinum eilífu gresjum, leið- ast undir hend og ræða málin og hlífa okkur hvergi. Guðrún Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.