Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 35 + Magnús Magnús- son fæddist í Látalæti í Landsveit 14. ágúst 1909. Hann lést á Landspítalan- um 18. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon frá Skarfanesi, f. 5. nóv- ember 1853, d. 30. júní 1942, og Stein- unn Bjarnadóttir úr Reykjavík, f. 9. nóv- ember 1867, d. 21. mars 1952. Magnús var eina barn for- eldra sinna. Steinunn, móðir Magnúsar, var vinnukona á Galta- læk í Landsveit. Þar ólst Magnús upp á heimili Margrétar Jónsdótt- ur og Finnboga Kristóferssonar. Magnús kvæntist 21. desember 1946 Þórunni Ingvarsdóttur frá Bjalla í Landsveit, f. 3. september 1918, d. 14. júní 1947. Foreldrar hennar voru Málfríður Árnadótt- Storin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. I dimmunni greinirðu daufan nið og veist þú ert kominn að vaðinu á ánni. (Hannes Pét.) Þeim fækkar óðum gömlum heimilisvinum foreldra okkar sem við tengdumst í æsku sterkum böndum. Þeir voru órjúfanlegur hluti hennar og með þeim hverfur menning og lífsviðhorf sem mótuðu okkur í æsku og um leið hluti af okkur sjálfum. Magnús Magnússon, sem hér er kvaddur, var einn af þessum góðu heimilisvinum. Við munum fyrst eftir Magga háum, skarpleitum og spengilegum með mikið dökkrautt, liðað hár sem gaman var að greiða í eldhúsinu hjá mömmu. Hann kom oft í heimsókn til mömmu, fékk kaffí og spjallaði um lífíð og tilver- una, og sameiginlega kunningja, og þá vorum við sjaldnast langt undan. Það var gott að vera nálægt Magga og frá honum stafaði ró, hlýja og notaleg glettni, stundum smástríðni í garð mömmu, sem við höfðum gaman af, en alltaf þó græskulaus. Þrátt fyrir kerskni þein’a duldist okkur aldrei að þeim þótti vænt hvoru um annað. En við vorum heldur ekki gamlar þegar við áttuð- um okkur á því að þessi hægláti, prúði maður bjó yfir einhveiri sorg og hafði mátt þola óblíð örlög þó ekki bæri hann þau á torg. Hvað er það sem veldur því að órofa vinátta tekst með fólki sem aldrei ber skugga á? Er það ef til vill sameig- . inlegur arfur eða reynsla í lífínu? Magnús, eða Maggi eins og við kölluðum hann, fæddist í upphafí þessarar aldar og ólst upp við að- stæður sem nú heyra vonandi sög- unni til. Foreldrar hans voru til heimilis hjá afa okkar og ömmu í Látalæti í Landsveit og mun Magg-' vera síðasta barnið sem þar fædd- ist. Það má því með nokkrum rétti segja að hann hafí verið eitt af börnunum í Látalæti. Fáum árum síðar var heimilið í Látalæti leyst upp þegar afi okkar dó og amma varð að flytjast af jörðinni og tvístra barnahópnum. Foreldrum Magga var ekki gert kleift að búa saman og Steinunn, móðir hans, fluttist með hann ungan í vinnu- mennsku að Galtalæk í Landsveit. Maggi ólst því upp í skjóli móður sinnar á Galtalæk frá unga aldri en þar var Steinunn vinnukona í rúm 30 ár. Nærri má geta hvort þessar að- stæður - eða réttara sagt umkomu- leysi - hafi ekki sett mark sitt á ungan dreng þó húsbændur hans hafi verið þeim mæðginum um margt góðir og Maggi hafí alla tíð haldið tryggð við fólkið frá Galta- læk, metið það mikils og það hann. Hann fór snemma að vinna fyrir ir og Ingvar Árna- son. Magnús kvæntist aftur 9. mars 1957 systur fyrri konu sinnar, Guðríði Ingv- arsdóttur, f. 3. mars 1922. Sonur þeirra er Ingvar Þór, f. 6. júlí 1957. Kona hans er Ingibjörg Hulda Yngvadóttir. Börn þeirra eru: Þórunn Málfríður, f. 5. des- ember 1982, og Magnús Kári, f. 4. nóvember 1988. Magnús var vinnumaður á Galtalæk, en fluttist til Reykja- víkur 1945. Þar vann hann í byggingarvinnu en gerðist leigu- bifreiðarstjóri um 1950 og starf- aði við það til 1986. Magnús verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verð- ur í Skarðskirkjugarði. mat sínum, eins og þá var títt, var þrekmikill og duglegur til vinnu, traustur og áreiðanlegur og hús- bændur hans lærðu snemma að treysta á hann. í febrúar árið 1940 varð sá hörmlegi atburður að vinnumaður frá Galtalæk varð úti við gegningar í mannskaðaveðri. Maggi hafði líka verið úti að sinna fé en komst við illan leik til bæjar. A Galtalæk var hann til ársins 1945 en þá ákvað hann að freista gæfunnar í Reykjavík og fluttist þangað. Sama ár fluttust húsbænd- ur hans suður og Maggi varð því að fínna annan samastað fyrir móður sína sem engan átti að nema hann. Það hljóta að hafa verið þung spor fyrir Magga að þurfa að biðja fyrir móður sína. í hugann kemur upp mynd þar sem Maggi er á tali við móður okkar og móðurbróður í Stóra-Klofa en til þeirra leitaði hann. Stuttu síðar flutti Steinunn inn á heimilið. Þau mæðgin tengd- ust okkur því snemma sérstökum böndum og við munum vel eftir þessari gömlu og ljúfu konu sem iðulega var treyst til að líta eftir okkur, þeirri eldri í Klofa en hinni yngri á Mánagötunni eftir að gamla konan fluttist suður. Kannski eru þessi löngu liðnu atvik sá leyndi þráður sem tengir okkur. Eftir að Maggi fluttist til Reykjavíkur vann hann í fyrstu verkamannavinnu en gerðist fljót- lega leigubílstjóri og ók á meðan heilsa leyfði. Árið 1945 giftist Maggi frænku okkar, Þórunni Ingvarsdóttur frá Bjalla í Landsveit, en missti hana eftir stutta sambúð. Hún varð öll- um harmdauði og kannski var miss- ir hennar sorgin sem við fengum snemma hugboð um. Árið 1957 giftist Maggi aftur og þá Guðríði, systur Þórunnar. Lengst af stóð heimili Magga og Gauju í Einholti 7 og þaðan og frá Bjalla eru margar góðar minningar þeim tengdar. Átthagarnir toguðu og á Bjalla dvöldust Gauja og Maggi ásamt Ingvari, syni sínum, eins oft og þau mögulega gátu. Þar stunduðu þau hefðbundin sveita- störf á meðan búið var á Bjalla en eftir að búskap var hætt sér til hressingar og ánægju. Tengslin við náttúruna og átthagana voru Magga lífsnauðsyn. Bjalli, heimili elstu móðursystur okkar, hefur lengi verið griðastaður systkinanna frá Látalæti og í þeim hópi átti Maggi heima. Einn fagran vordag, eins og þeir gerast fegurstir í íslenskri, ósnort- inni eyðibyggð, virðum við fyrir okkur bautastein forfeðra og for- mæðra Magga. Hann er úr íslensku grjóti og á hann eru skráð nöfn afa hans og ömmu og getið barnafjölda þeirra en þau eignuðust 21 bam. Meira að segja á þessum tíma þótti það óvenjulegt og flest komust þau til manns. Það var dugandi fólk sem að honum stóð sem bjó fjarri alfaraleið í stöðugri baráttu við óblíð náttúmöfl . og landeyðingu. Vafalaust hefur ekki alltaf verið jafnfagurt og hugljúft um að litast á þessum stað í lok síðustu aldar og nú á þessum fagra vordegi. Samt eigum við erfitt með að setja okkur í spor þessa fólks og skilja hversu erfíð og óblíð lífsbaráttan var þeim. Okkur hættir til að gleyma því að það hafi ekki alltaf verið eilíft sum- ar í Landsveit. Að leiðarlokum kveðjum við vin okkar Magnús Magnússon með þakklæti fyrir samfylgdina, tryggð og vináttu við foreldra okkar og fjölskyldu. I morgun sastu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minngamlivinur en veist nú í kvöld hvemig orðin nema staðar og stjömumar slokkna. (Hannes Pét.) Erna og Kolbrún. Fallinn er í valinn aldurhniginn sómamaður, sem við viljum minn- ast í dag, þegar hann verður til moldar borinn í sveitinni sinni, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Galtalæk í Landsveit, æskuheimili sitt, talaði hann ávallt um sem heim og heima. Magnús flytur nú aftur alkominn í sveitina sína. Hann er kominn heim og hvílir í miðjum ægifögrum fjallahring, þar sem Hekla gnæfir við austur sem altarismynd í helgidómi drottins. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Þóninni, missti hann eftir skamma sambúð. Seinna kvæntist hann systur Þórunnar, Guðríði, sem lifir mann sinn. Syst- urnar voi-u dætur Ingvars og Mál- fríðar á Bjalla. Þau hjón tóku til fósturs kornabarn af næsta bæ, þ.e.a.s. undirritaða, sem ólst upp á Bjalla í hópi fímm barna þeirra hjóna. Tengsl Bjallaheimilisins og Magnúsar spanna meira en hálfa öld. Allan þann tíma var Magnús eins og fastur punktur í tilveru okkar. Hann var reglufastur og traustur og hafði í heiðri boðorð sem hann kvaðst hafa lært á æsku- heimili sínu á Galtalæk, þ.e.a.s. staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað. E.t.v. má segja að þessi regla lýsi persónu Magnúsar betur en mörg orð. Hann var sjálfur ávallt til staðar, traustur og óbreytanlegur. Því verða það mikil umskipti er þessi fasti punktur í tilveru okkar er ekki lengur fyrir hendi. Okkur undirrituðum fínnst við ávallt hafa notið sérstakrar um- hyggju og velvildar Magnúsar og ekki síður konu hans, Guðríðar. Alltaf var ánægjulegt að líta inn til þeirra hjóna í Einholtinu og sér- stakan sess skipa árleg heimboð þeirra, um áratugi, á Þorláks- messukvöld, þar sem okkur var boðið að smakka jólahangikjötið sem Magnús valdi ávallt af mikilli kostgæfni og kunnáttu. Og ekki spillti að kona hans virtist hafa betra lag á að matreiða kjötið en aðrar konur. Nú þegar leiðir skilur um sinn þá viljum við þakka Magnúsi ára- langa vináttu og samstarf. Guðríði og syni þeirra hjóna, Ingvari, og fjölskyldu hans vottum við samúð okkar. Þótt nú sé skarð fyrir skildi þeg- ar ættarhöfðinginn er fallinn, þá væntum við ánægjulegra sam- skipta við fjölskyldu hans um ókomin ár. Þuríður og fjölskylda. Enginn staður er fegurri en Landsveitin að kvöldi eftir sólar- dag að sumri. Andstæður í hrjóstr- ugu landslagi og grænum túnum eru skarpar en dalalæðan sem gjai-nan slæðist yfir er kvölda fer gæðir þau dulúð og Heklu ber við ljósfjólubláan endalausan himin- inn. I fjarska heyrist spói vella og lóan kvakar. Á svona kvöidi verða dagur og nótt eitt og mann langar ekki til að sofa. Á kvöldi sem þessu vil ég minn- ast Magnúsar Magnússonar sem ég kalla næstum alltaf Magga og við kveðjum í dag. Víst var nokkuð liðið á lífsdag hans og komið kvöld en ekki var andlegur þróttur nærri þorrinn. Það er þó óhjákvæmilegt á langri vegferð okkar gegnum lífið að samferðamenn okkar sem svo löngu fyrr voru komnir kveðji. Eft- ir stöndum við hugsandi og langar til að minningamar séu bara hluti af okkar daglega lífí og ekkert sé breytt. Að næsti jóladagur renni upp og spilaður sé Lomber í reykjarkófi og stelpan fái að spila með, kúpa tveimur, spila heila eða hálfa og fá viðurkenningartóninn frá Magga: „Já hún er seig stelpan,“ um leið og hláturinn kumrar í honum. Að komið sé sumar. Gauja, Maggi og Ingvar renna í hlaðið á Bjalla á gljáfægðum bílnum í sólinni. Maggi teygir úr sér eftir aksturinn og heldur inn í bæ þar sem hann á sinn sérstaka bolla og drekkur þar kaffið með miklum sykri. Veðurfar- ið og slátturinn á hug hans allan og hann hlustar á veðurfréttirnar af mikilli andakt. Það er verið að hirða í Akurgörðunum. Við hey- skapinn færist stelpan öll í aukana og reynir að lyfta böggunum upp á heyvagninn, helst tveimur í einu og er aldrei glaðari en þegar sagt er: „Hva, skolli er hún dugleg stelpan, loftar þú þessu?“ Yfir kvöldmatn- um sem borinn er inn á stómm föt- um í baðstofuna er jafnan mikið spjallað. Stelpan spjallar upp- veðrað fjálglega við Magga og reynir jafnan að segja eitthvað til að fá fram hláturinn í honum. Þeg- ar haldið er heim úr Akurgörðun- um á hlöðnum heyvagninum er ekki langt í að nóttin skelli á. Dala- læðan er þegar sest á túnin en krakkamir sitja á heyvagninum og Maggi passar að allir séu á réttum stað og ekki með nein fíflalæti eins og krökkum er gjaman svo tamt í heyskapnum í sveitinni. Svona liðu dagamir þá og manni finnst sem þeir hafi allir verið svo óendanlega langir og sólin svo óendanlega mikil og allt verið svo gott. Sem það var. En á næsta sumarkveldi í sveitinni sem mér finnst fegurst allra þegar sólin er um það bil að setjast og baðar Heklu ljóma munum við minnast Magnúsar Magnússonai- sem svo oft gladdi litla stelpu þá og fylgdist með henni og hló með henni alltaf síðan. Blessuð sé minning hans.Við þökkum liðnar stundir. Soffía, Sveinn og Erlendur. Ég horfi til baka hljóður og rifja upp minningar liðinna ára og orna mér við glæður frá þeirri tíð. At- burðarás ævi minnar verður ekki sett hér á blað, aðeins einn þáttur sem er tengdur minningu Magnús- ar Magnússonar. Fyi-ir hálfri öld gerðist ég atvinnubflstjóri á BSR og stundaði það starf í 43 ár sam- fleytt og alltaf á sömu stöð. Eins og að líkum lætur á ég margar minn- ingar frá þessum árum, sem birtast mér í óteljandi myndum þegar staldrað er við og litið um öxl. Efst eru mér í huga traust og góð kynni af starfsbræðrum mínum sem sýndu mér bæði vináttu og traust. Ekki svo að skilja að alltaf væru allir á sama máli, en skiptar skoð- anir eiga að þroska hugann, svo maður verði færari um að takast á við þjóðmál, félagsmál og dagleg viðhorf til líðandi stundar. Einn af þessum ágætu starfs- bræðram mínum kveð ég nú í dag. Hann var hljóður og hæglátur, traustur og vinfastur, ekki eitt í dag og annað á morgun, átti vin- áttu okkar sem störfuðum með MAGNUS MAGNÚSSON honum. Ekki var hann fyrirferðar- mildU en stór í mínum huga og kom þar margt til. Hann leysti bílstjóra- starfið mjög vel af hendi, kurteis og viðmótsþýður gagnvart farþeg- um. Snyrtilegur í klæðaburði, átti góða bfla sem hann hirti vel og átti lengi og sá um að hafa þá í mjög góðu ástandi. Bflnúmerið R-762 var hann með öU starfsárin á BSR og afgreiðslunúmerið 13 og reynd- ist það honum engin óhappatala. Magnús var ekki einn af þeim, sem settu sér það takmark að búa í há- reistri höll, ferðast um lönd og álf- ur og safna veraldarauði. Hans lífsstfll var að eiga nóg fyrir sig og sína, láta sér nægja það sem aflað- ist með eljusemi og dugnaði og án þess að gera kröfur sem erfitt væri ^ að uppfylla. Hann gerði ekki víð- reist um dagana. Þegar hann tók sér hvfld frá annríki líðandi stund- ar lá leiðin austur í Landsveit, sem var heimabyggð hans. Það var hans stóri heimur og skal það eng- an undra, sem þar hefur litast um. Fagurt umhverfi hefur löngum heillað hugann og á það vel við um Landsveitina. Þaðan séð svíkur ís- lensk fjallasýn engan og óvíða sér maður svipmeiri og fegurri fjalla- hring en á þeim slóðum. Hæst ber þó Heklu í austri, svipmikla með hvítkrýndan kollinn, en sé lengra Utið gnæfa hátt við himin hvass- brýndar brúnir Tindfjalla og svip-**- mikiU skalli Eyjafjallajökuls og jökulbrynja Mýrdalsjökuls. En í suðri brotnar brimaldan við sendna strönd. Fjöllin bergmála brimgný- inn sem berst þeim til eyma sem þarna búa. En yst við sjónarrönd skjóta Vestmannaeyjar upp kollin- um. Sveitin er búsældarleg, grösug og gjöful. Á bílstjóraferli mínum kynntist ég mörgum mönnum úr Rangárþingi og þaðan kom mikið mannval, enda vel til vandað af þeim sem stöðina áttu. j~ Magnús var fæddur í Landsveit- ’ inni og alinn upp á Galtalæk og kenndi sig við þann bæ alla tíð, og átti þar heima þar til hann flutti tU Reykjavíkur. Kynni okkar hófust þegar hann byrjaði akstur á BSR en þá hafði ég starfað þar í nokkur ár. Hann var einn af þeim sem tóku daginn snemma en slepptu akstri um kvöld og nætur. Vann reglu- bundið og hafði fastmótaðar venjur í akstri, hélt sig að mestu við Vest- urbæinn og keyrði oft langt til að taka næstu ökuferð á sama stað. Mörg eram við þannig gerð að við sköpum okkur reglur og venjur, sem við teljum að við þurfum að fai-a eftir og henti okkur best. Það > - var siður okkar bflstjóranna að setjast inn í bílinn hver hjá öðram þegar bið var eftir túrum, spjalla saman um daginn og veginn og leita eftir fróðleik hjá þeim sem meira vissu og sögðu skemmtilega frá. AJltaf var gaman að setjast inn í bílinn hjá Magnúsi, hann var bæði glettinn og spaugsamur og hafði frá mörgu að segja. Hann var einn af þeim sem vissu meira en þeir sögðu og hann tók vel eftir því hvað aðrir sögðu. Það sem honum þótti ekki umtalsvert leiddi hann hjá sér, en lagði orð í belg þegar honum líkaði umræðuefnið. Síðustu æviárin átti hann við vanheilsu að stríða, en Guðríður eiginkona hans var honum frábær lífsföranautur og hjúkraði honum í heimahúsum af sérstakri umhyggju svo hann þurfti ekki að dvelja fjarri heimili sínu nema síðustu dagana þar til yfír lauk. Genginn er góður dreng- ur en í huga mínum á ég margar minningar, sem hafa orðið mér gott veganesti á langri vegferð. Eiginkonu, syni, tengdadóttur og afabörnum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur, en þeim helgaði hann líf sitt og starf. Minningin lif- ir þótt maðurinn hverfi, moldin * heimtar sitt, en andinn flyst til hæða. Blessuð sé minning Magnús- ar frá Galtalæk. Jakob Þorsteinsson. • Fleiri minningargreinar um Magmís Magmísson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. -*■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.