Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Stefán Pétursson fæddist í Reykja- vík 9. aprfl 1926. Hann lést á Landspít- alanum 18. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Pét- urs Magnússonar, bankastjóra og ráð- herra, og k.h. Þór- unnar Ingibjargar Guðmundsdóttur. Systkini Stefáns: Magnús, f. 4.8. 1914, lögreglumaður, Iát- inn. Guðmundur, f. 25.7. 1917, hæstarétt- arlögmaður. Sigríður, f. 6.12. 1919, húsmóðir í Noregi, látin. Ás- geir, f. 21.3. 1922, fv. sýslumaður og bæjarfógeti. Andrés, f. 1.7. 1924, framkvæmdastjóri, látinn. Þorbjörg, f. 8.4.1928, húsmóðir og Pétur, f. 8.2. 1931, framkvæmda- stjóri. Hálfbróðir: Gunnar Már Pétursson, f. 16.10. 1919, fv. deild- arstjóri. Stefán kvæntist Bryndísi Einarsdóttur hinn 21. júní 1950. Bryndís var dóttir Einars Einars- sonar byggingameistara í Reykja- vík og k.h. Sigurlínu Maríu Sig- urðardóttur. Stefán og Bryndís bjuggu lengst af á Mánagötu 25 í Norður- mýrinni í Reykjavík og þar ólust börn þeirra upp. Siðustu tíu árin bjuggu þau í Þykkvabæ 16 í Ár- bæjarhverfi í Reykjavík. Bryndís lést í janúar 1996. Börn þeirra: 1) Einar, f. 27.1. 1951, d. 25.10. 1951. 2) Einar, f. 19.5. 1952, prófessor í augnlækn- ingum. K.h. Bryndís Þórðardóttir, félagsráðgjafi Börn: Arnar, versl- 1 Eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm er Stefán bróðir minn látinn, tæplega 72 ára að aldri. Hann er hið fjórða af okkur systkinum á Hólavöll- um, sem fellur frá. Hin voru Magnús, Andrés og Sigríður. Hann fæddist og ólst upp í stórum systkinahópi á heimili foreldra okkar að Suðurgötu 20, sem þá nefndist Hólavellir, en húsið stendur á hæð sunnan Landakots, milli Garðastræt- is og Suðurgötu og er staðurinn reyndar einn af sögustöðum Reykja- vikur, m.a. vegna Lærðaskólans sem þar stóð frá 1786 til 1805, er hann var fluttur til Bessastaða. Þama á hæðinni ofan Tjamarinnar var mikið og fagurt útsýni yfir bæinn og rými mikið og gott íyrir unglinga að leikjum og íþróttum. Landakots- unarmaður, Margrét, laganemi, Stefán, nemi, Katrín Ólöf, nemi, og Anna Bryn- dís, nemi. 3) Pétur, f. 2.6. 1955, fram- kvæmdastjóri. K.h. Gyða Jónsdóttir, sjúkraliði og húsmóð- ir Börn: Iris Ásta, nemi, Pétur Már, nemi, og Stefán Jón, nemi. 4) Þórunn, f. 8.10. 1958, skrifstofu- maður Maki: Þormar Ingimarsson, gjald- keri Barn: Einar, nemi. Synir Stefáns og Ásu Bjarnadóttur em: Bjami Guð- mundur, f. 2.12. 1950, sýslumaður. K.h. Hrefna Teitsdóttir, kennari. Barn: Ása Bjamadóttir, ritari. Stefán Sigurður, f. 28.7. 1957, tón- listarmaður. K.h. Anna Steinunn Ólafsdóttir, félagsráðgjafi. Böra: Arnar Steinn, nemi, Erla, nemi, og Una, nemi. Stefán ólst upp á heimili for- eldra sinna á Suðurgötu 20, Hóla- völlum, í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1946 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1954. Stefán vann mestan sinn starfs- aldur í Landsbanka Islands, aðal- lögfræðingur frá 1966 og aðstoð- arbankastjóri frá 1989 þar til hann lauk störfum fyrir aldurs sakir árið 1996. Hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Lands- bankann. Stefán verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hæðin var sæmileg skíðabrekka og stutt í skautaferðir niður á Tjöm. Knattspymu iðkuðu strákar svo vest> ur á túnunum eða suður á Melum, er vora tók. Þetta víðáttumikla umhverfi var vissulega grandvöllur að frelsi unglinga til margháttaðrar athafna- semi. Það var eins og í sveit - en þó örstutt í Miðbæinn. Vitaskuld stofnuðu drengimir íþróttafélag þarna í hverfinu og var keppt í ýmsum greinum. En þar fyrir utan voram við svo margir í KR, svo sem nærri má geta. Einn þeirra drengja sem tók mikinn þátt í íþrótta- leikjum var Stefán. Hann var allt frá unglingsáram léttur og styrkur og einkar vel á sig kominn. Þetta hefur verið honum hvatning til enn fyllri þátttöku í íþróttum þegar hann komst á tvítugsaldur. Hann æfði þá og keppti með KR og varð einn af bestu spretthlaupuram félagsins. En þessir leikir og íþróttir gera fleira en að styrkja líkamann. Þeir æfa og efla andann og móta skaplyndi manna. Sigur í keppni er ekki aðalat- riðið - heldur þátttakan og með hvaða hætti sigur fékkst. Hér gilti að keppa vegna íþróttar- innar en ekki einvörðungu til verð- launa. I hópnum ríkti sú vitund að hver ætti sér bróður að baki. Slíkan drengskap tamdi Stefán sér alltaf. Hann hrósaði aldrei sigri. Ekki svo að skilja að hann hafi ekki oft sigrað - heldur hitt að hann hældist ekki um af slíku. Og skærist í odda með strák- um studdi Stefán þá, sem vora minni- máttar. Drengskapurinn var honum eðlislægur og skóp honum traust og virðingu leikbræðra og félaga. Þessi eiginleiki entist honum ævilangt og átti snaran þátt á vinsældum hans í skóla og í störfum, er að þeim kom. Skólaganga Stefáns hófst á hefð- bundinn hátt. Hann lærði að lesa og draga til stafs hjá fóðursystur sinni, Sigríði Magnúsdóttur kennara frá Gilsbakka. Hún rak þá einkaskóla í Reykjavík. Síðan í Miðbæjarskólann, handan Tjamarinnar og þaðan í Menntaskólann í Reykjavík. Stúd- entspróf tók hann vorið 1946. Stefáni var einstaklega létt um að læra og gat því verið góður námsmað- ur ef hann vildi svo við hafa. Eg hygg að hann hafi aldrei verið í neinum vafa um hvað hann vildi læra, er hann kom í háskólann. Þó mun honum hafa þótt lækurinn barmafullur af lög- fræðinni í heimahúsum, því þar vora þrír heimilismenn tengdir lögfræð- inni, faðir hans Pétur Magnússon og bræðumir Guðmundur og Ásgeir. En það stóð ekkert í honum. Hann hafði ríka réttlætisvitund og reyndar rétt- sýni og taldi að lífi sínu yrði vel varið í þjónustu við lög og rétt. Hann var oft- ast varfærinn í dómum sínum um aðra og leitaði oft málsbóta fyrir þá, sem honum fannst ómaklega vegið að. Hitt fór ekkert milli mála að hann gat líka verið ómyrkur í máli og held- ur kuldalegur gagnvart þeim, sem beittu rógi eða undirhyggju öðram til skaða. Hann átti aldrei samleið með slíkum mönnum. Og ekki lá hann stöðugt yfir laga- skraddunum. Hann las hinar marg- víslegustu bækur um annað efni og varð býsna vel að sér um fomar og nýjar bókmenntir okkar og sögu lands og þjóðar. En hann gerði fleira á námsáranum. Á unglingsáram var hann í sveit uppi í Borgarfirði hjá frændfólki sínu og kynntist þar hin- um hefðbundna landbúnaði okkar. Og þar komst hann í kynni við íslenska hestinn, sem átti eftir að veita honum marga unaðsstundina fram eftir æv- inni, reyndar fram á síðasta ár. Þegar Stefán var kominn undir tví- tugt fór hann að stunda sjómennsku á sumrin, í fríum frá skólanum. Hann var þá aðallega í störfum hjá Júpiter hf, sem Tryggvi Ófeigsson rak. Þar var hann mörg sumur í skips- rúmi hjá þeim þjóðkunna aflamanni, Bjarna Ingimarssyni skipstjóra. Þar var hörku vinna við erfið skilyrði og gömul vökulög, sem nú þættu býsna aðgangshörð. En Stefán reyndist í þessu bæði vaskur og dugandi. Bjami sagði mér sjálfur að Stefán hefði ver- ið í fremstu röð þeirra ungu manna sem hjá honum hefðu verið. Varð honum tíðrætt um hikleysi og snar- ræði Stefáns og þó hefði hann ekki farið óvarlega. Þetta var gagnkvæmt traust því Stefán hafði ætíð miklar mætur á Bjarna, enda urðu þeir góðir mátar upp frá þessu. Það má svo nærri geta að kynni Stefáns af sjómennsku og útgerð urðu honum afar mikils virði er hann síðar á ævinni þurfti, sem lögfræðing- ur Landsbankans, að glíma við marg- háttuð vandamál útgerðarinnar í landinu eða flytja sjóréttarmál í Hæstarétti. En víst er það og áreið- anlegt að sjómennskan er ungum mönnum góður skóli. Þar lærist mönnum vinnubrögð og agi, sem öll- um er hollur. Þetta hef ég reynt sjálf- ur - og er þakklátur fyrir. Ég sagði hér að framan að Stefán hefði kynnst íslenska hestinum þegar hann var í sveit. Það er að vísu rétt en ekki má þó gleyma því að hann kynntist hestum líka í foreldrahúsum. Faðir okkar átti ágæta hesta og var bæði hesthús og hlaða á lóð okkar á Hólavöllum. Þangað var sótt við gegningar að klappa kláranum og gefa þeim brauðskorpur. En líka kom fyrir að faðir okkar reiddi okkur fyrir framan sig nokkum spöl, en hann fór í útreiðatúra á sunnudögum. Þetta varð Stefáni mikið ævintýri og tók hann miklu ástfóstri við hesta enda átti hann eftír að eignast margan góð- an klárinn. Guðmundur bróðir hans, sem var afar laginn við hesta, kenndi Stefáni margt um eðli og eiginleika þeirra, enda þarf oft að huga vandlega að skaplyndi og háttum hestanna. Lang- ar ferðir inn á heiðar og öræfi vora Stefáni mikið fagnaðarefni. Með þeim gafst kostur á að kynnast hestunum náið. En líka að sjá frjálsar óbyggðir og kynnast fjarlægum héruðum. Stef- án trúði því að á langferðum um heið- ar og öræfi verði hughrif svo náin milli manns og hests að knapinn geti stundum stjómað hesti sínum með hugsun sinni einni. Slík reynsla eflir lífsgleði manna og bjartsýni. Hestamennskan var honum í blóð borin. Forfeður hans höfðu einmitt haft svipað dálæti á hestum. Langafi Stefáns, Andrés Magnússon í Syðra- Langholtí, orti þessa vísu: Minn þó Sokki brúki brokk burt hann lokkar trega, undan okkar fáka flokk fer hann þokkalega. Það hafa löngum þótt höfðinglegar menntir að kveða um hesta sína. Og til þess hafa góðir hestar lokkað margan Islendinginn. Önnur dægradvöl, sem Stefán hafði mikinn áhuga á, var laxveiði. Hann var duglegur veiðimaður og naut þess að vera við ána, heyra nið hennar og skoða tæra strengina. Frá æskuárum höfðum við aðstöðu við Þverá í Borgarfirði og dvöldum þá í Melshúsum, sem er veiðihús við ána neðanverða. Áttum við Stefán marga góða samverustundina þar efra sem gott er að eiga í minningu sinni. Eftir að Stefán lauk lagaprófi 1954, starfaði hann um skeið hjá fræðslumálastjóra sem lögfræðingur þeirrar stofnunar. Síðan gerðist hann fulltrúi hjá Sigurgeiri Jónssyni bæjarfógeta í Kópavogi og starfaði þar í nokkur ár. Rak svo eigin lög- fræðistofu um fjögurra ára skeið en gerðist þá lögfræðingur í lagadeild Landsbankans. Hann var skipaður aðallögfræðingur bankans 1966 og aðstoðarbankastjóri Landsbankans frá 1989. Stefán var metnaðarfullur en ekki metorðagjarn. Hann tranaði sér aldrei fram og sóttist sjálfur ekki eftir vegtyllum né frama á öðram grundvelli en eigin störfum. Það var tíl hans leitað að taka að sér þau vandasömu störf, er hann leysti af hendi. Hann starfaði sem lögfræð- ingur ævilangt og er það sagt af fyllstu óhlutdrægni að hann var afar glöggskyggn á að finna kjarna hvers máls og leita réttlátra lausna á mál- um. Um þetta atriði voru bæði sam- verkamenn hans og dómendur, sem fjölluðu um mál er hann flutti, sam- mála. Sjálfum er mér Ijúft að minnast þess að er ég starfaði að lagamálefn- um og þurfti að kveða upp dóm eða úrskurð í viðkvæmu eða vandasömu máli, leitaði ég stundum til Stefáns og bar undir hann efnisatriði og nið- urstöður. Hann var ætíð fljótur að átta sig á aðalatriðum og var mér bæði gagn og léttir að viðræðum við hann. Hann var óvenjulega hlutlæg- ur og réttvís og hafði hugrekki til þess að horfast í augu við staðreynd- ir og láta tilfinningaveilu aðila ekki rugla sig. Þetta stafaði ekki af kald- lyndi heldur af stefnufestu. Hann var lítt gefinn fyrii- ræðuhöld og þegar hann var spurður hversvegna hann skrifaði lítið í tímarit um vanda í lög- gjöf og lögfræði svaraði hann með orðum Rómverjans: „Því yrki ég ekki að ég get ekki ort eins og ég vil - og vil ekki yrkja eins og ég get.“ í viðkynningu var Stefán glaðlynd- ur og góður heim að sækja. Hann var húmoristí og fljótur að koma auga á broslegar hliðar mála. Gat þá verið ei- lítið hlífðarlaus, enda skapríkur - en aldrei meinlegur. Og nú er samfylgd- inni lokið því - allrar veraldar vegur víkur að sama punkt. Aðeins harmað að ekki skyldi gefast lengri tími til frekari samskipta á ævikvöldi okkar. Við systkinin þökkum Stefáni bróður- lega vinsemd og traust. Börnum hans + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát móður minnar og ömmu okkar, RÓSU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hamrabergí 17, Reykjavík. Guðbjörg Hugrún Björnsdóttir, Vega Rós Guðmundsdóttir, Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, Andreas Guðmundsson. + Við þökkum öllum af alhug, sem sýndu ok- kur vináttu og samúð við andlát og útför MARGRÉTAR FINNBJÖRNSDÓTTUR frá ísafirði. Elísabet Kristjánsdóttir, Geta Kristjánsdóttir, Sverrir Hermannsson, Hutda Bryndís, Kristján, Margrét, Ragnhildur, Ásthildur og fjölskyldur. STEFAN PÉTURSSON og vinum er vottuð hjartanleg samúð. Far vel bróðir. Ásgeir Pétursson. Afi minn Stefán Pétursson hefur nú sagt skilið við þennan heim eftir langa og harða baráttu við illkynja sjúkdóm. ÖU vissum við hvert stefndi en samt fyllir nú tómleikinn hjörtu okkar allra. Að fylgjast með afa þessa síðustu mánuði og raunar árin hefur kennt mér mikið. Hann var maður sem gafst aldrei upp og tókst ávallt að sjá björtu hliðamar á tilveranni. Nú þegar afi er allur hellast yfir mig minningamar um þær fjölmörgu stundir sem ég átti með afa og ömmu, fyrst á Mánagötunni en síðar í Þykkvabænum. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég sótt mikið til afa míns og ömmu og hjá þeim var mér ávallt tekið opnum örmum. Spilin, hestamir, helgarbíl- túramir, ísferðimar, sögumar og spjallið um lífíð og tilveruna, allai- þessar góðu minningar sitja nú eftir og eiga eftir að fylgja mér út lífið. Afi og amma var fólkið sem ég leit- aði til þegar eitthvað bjátaði á og þau vora ávallt til staðar, tilbúin að hlusta á mig og ráðleggja. Eins vora afi og amma þau sem ég fyrst færði fréttir þegar vel hafði gengið í mínu lífi og yfirleitt vora þau mun glaðari fyrir mína hönd en ég sjálf. Nú kveð ég afa minn hinni hinstu kveðju með söknuði en jafnframt þakklæti í huga. Margrét Einarsdóttir. Það mun hafa verið veturinn 1939- 40 að fundum okkar Stefáns bar fyrst saman í undirbúningsdeild Einars Magnússonar menntaskólakennara og síðan rektors MR. Kennslan fór að mestu fram í gamla Stýrimannaskól- anum. Einar kallaði Stefán alltaf frænda og var stóryrtari um frammi- stöðu hans en okkar hinna, sem vor- um honum óvandabundnir. Ekki tókst okkur Stefáni að ná upp í MR og lentum við í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, sem var til húsa í Iðn- skólahúsinu við Vonarstræti. Þar vor- um við saman í tvo vetur og það var gaman i Gaggó. Kennarar vora þess- ir: Benedikt Jakobsson, Björn Bjamason, sr. Friðrik Hallgrímsson, Guðni Jónsson, Ingólfur Davíðsson, Jakobína Tuliníus, Jóhann Briem, Jó- hanna Ólafsson, Júlíus Björnsson, Knútur Amgrímsson og Sigfús Sig- urhjartarson. Kennt var bæði fyrir hádegi og eftir matarhlé. Ávallt urð- um við samferða heim úr skólanum Þorvarður Ömólfsson, er átti heima í Suðurgötu 29, Stefán, sem átti heima í Suðurgötu 20 (Hólavelli), og sá er þetta ritar. Við vorum ekkert að flýta okkur heim úr seinni tímunum, lengi var staðnæmst við Suðurgötu 22 og rætt þar um alla heima og geima, en seint og síðai- meir héldum við Þor- varður göngu okkar áfram að Suður- götu 29, þar sem enn var skeggrætt um tíma, en síðan stökk ég yfir girð- inguna í Suðurgötu 31 og heim í Tjamargötu 36. Á þessum áram gát- um við Stefán næstum horfst í augu frá heimilum okkar, því trjárækt var þá ekki komin á mjög hátt stig í Reykjavík. Heimili okkar blöstu við út um gluggana. Nú er skógurinn orðinn svo þéttur, trén í gamla kirkjugarðinum orðin svo há, að nú er ég sit hér við gluggann á heimili mínu og rita þessi minningarorð um vin minn, þá sé ekki lengur Hólavöll, því hann er horfinn í skóg. Með okkur Stefáni tókst einlæg vinátta og sterk. Ég dróst að honum og heimili hans að Hólavelli eins og segull að stáli. Eng- inn dagur var vel heppnaður, ef ekki var komið við hjá Stefáni og farið í gönguferðir að kveldi, stóran rúnt eða lítinn. Guðmundur Þórðarson, síðar skipasali, var þá gjarnan með í fór og héldum við þremenningarnir saman vel fram yfir stúdentspróf 1946. Nú era þessir vinir mínir báðir látnir og það varð stutt á milli þeirra, Guð- mundur dó 27. desember sl. en Stefán 18. febrúar. Um tíma lágu þeir saman á deild 11 E á Landspítalanum. Ein- hvem tíma á góðri stundu minnir mig að þeir félagar hafi látið þessi orð falla: „Sá sem lengur lifir hindrar Leif í að rita um þann, sem skemur lifir." En enginn má við sköpum gera. Hólavöllur, heimili foreldra Stef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.