Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝ FÉLAGSLEG HÚSNÆÐISLÁN FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur boðað miklar breyt- ingar á félagslega íbúðarlánakerfinu jafnframt því, sem Húsnæðisstofnun verði lögð niður og íbúðalánasjóður settur á stofn. Samkvæmt frumvarpi, sem hann hefur lagt fram, á fólk nú ekki lengur kost á félagslegri íbúð, heldur á það kost á félagslegu láni, sem það síðan getur nýtt til kaupa á íbúð á fasteignamarkaði. Greiðslubyrðin í nýja kerfinu verður létt- ari í upphafi lánstímans og eykst þegar á líður og eigna- myndun eykst hraðar. Þá verður hætt að niðurgreiða vexti, en láglaunafólki hjálpað með auknum vaxtabótum í gegnum skattkerfið. Þær verða greiddar ársfjórðungslega líkt og barnabætur. Páll Pétursson, félagsmálai-áðherra, segir, að félagslega íbúðalánakerfið sé komið í ógöngur og óhjákvæmilegt að gera á því róttækar breytingar. Félagslegar íbúðir í núver- andi kerfi munu þó áfram lúta þeim reglum, sem um þær gilda í dag. Við undirbúning frumvarpsins var talsvert um það rætt, að um leið og Húsnæðisstofnun yrði lögð niður myndi banka- kerfið taka við lánveitingum til húsnæðismála. Frá þessu var horfið á síðari stigum málsins og ákveðið að stofna nýja rík- isstofnun í stað Húsnæðisstofnunar, Ibúðalánasjóð. Bygg- ingasjóður ríkisins og Byggingasjóður verkamanna, sem báðir eru félagslegir íbúðalánasjóðir, munu svo renna inn í hinn nýja Ibúðalánasjóð. Gert er ráð fyrir að viðskiptabank- arnir geti tekið að sér lánaafgreiðsluna sem verktakar. Það er áreiðanlega mikils um vert, að þessi mikla breyting á félagslega íbúðalánakerfinu einfaldar það mjög frá því sem nú er. Nýtt skipulag hefur í för með sér, að félagslegar íbúð- ir standa nú ekki lengur fólki til boða. Þetta er framför og af hinu góða, því að þá hættir sú hvimleiða flokkun fólks, sem lengi hefur viðgengizt, í íbúðablokkir og jafnvel hverfi eftir fjárlagslegri afkomu þess. Hins vegar hefði verið æskilegt að nota þetta tækifæri til þess að fela bankakerfinu afgreiðslu íbúðalána. Nú hefði verið hægt að leggja niður eina ríkis- stofnun. STJÓRNSÝSLAN í BRENNIDEPLI STJÓRNSÝSLAN hefur undanfarið verið mikið í umræðu manna á meðal í þjóðfélaginu og hún hefur sætt vaxandi gagnrýni, en undanfarin ár hafa lög og reglur um meðferð mála innan hennar breytzt mikið. Bæði hafa þær breytingar, sem gerðar hafa verið, komið í kjölfar aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og eins að á árinu 1994 voru sett ný stjórnsýslulög um viðskipti stjórnvalda við einstaklinga og önnur stjórnvöld. Þá má einnig minna á Upplýsingalögin, sem gengu í gildi í upphafi árs 1997. I viðtali í Morgunblaðinu í fyrradag er því velt upp, hvort stjórnkerfið hafi ekki lagað sig að nýjum leikreglum og nú- tímalegum starfsháttum í stjórnsýslu. í viðtali við Morgun- blaðið ræðir Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri, opinskátt um þær aðfinnslur sem fram hafa komið um íslenzka stjórn- sýslu. Hann telur ekki óeðlilegt að stjórnsýslan komi aftur og aftur til umræðu. Eðlilegt sé, að stjórnsýslan, sem hafi það hlutverk að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður, hljóti að fara með vald sem sé umdeilanlegt. Hann kvaðst líta þau mál, sem mest hafi verið í umræðunni, alvarlegum aug- um og þau beri því vitni, að stjórnsýslan hafi ekki að fullu náð að semja starfshætti sína að breyttri löggjöf. Stjórnsýslan getur hins vegar ekki búið við það, að Ríkis- endurskoðun sé dómari í öllum málum, segir Magnús Péturs- son, og hann telur að hún sé ekki óskeikul. Alþingi ætti ef til vill að vera vandfýsnara á hvaða málum sé vísað til hennar. Þá er bent á að víða í sveitarfélögum sé pottur brotinn bæði hvað varðar stjórnsýslulögin og upplýsingalögin og þar sé oft og einatt uppi vanhæfi vegna smæðar samfélagsins, fjöl- skyldutengsla og vinfengis. Athyglivert er að fram kemur að allt frá stofnun embættis umboðsmanns Aiþingis 1987 hafi málum á hans vegum fjölg- að ár frá ári og er nú svo komið að inn á hans borð koma helmingi fleiri mál en inn á borð starfsfélaga hans í ná- grannalöndunum. Einnig hefur ísland sem EFTA-ríki oftast allra landa fengið aðfinnslur frá Eftirlitsstofnun EFTA. Þessar staðreyndir sýna eflaust að ekki er nægileg festa í stjórnsýslunni hérlendis og að ekki hefur enn skapazt nægi- lega rík hefð um þær reglur, sem lögfestar hafa verið síðustu árin. Mest er þó um vert að menn líti á þessa vankanta í framkvæmd reglnanna opnum augum, eins og Magnús Pét- ursson gerir í fyrrnefndu viðtali, og reyni að bæta sem skjót- ast úr því sem miður hefur farið. HÚSNÆÐISLÁNAKERFI Ekki verið að minnka félagslega aðstoð PÁLL Pétursson, félagsmála- ráðherra, segir að það sé síður en svo verið að minnka félagslega aðstoð við að afla sér eigin húsnæðis með þeim breyt- ingum sem boðaðar hafi verið á hús- næðislánakeiTinu. Það sé einungis verið að breyta um form á þessari að- stoð. Horfið sé frá því að niðurgreiða vexti, en vaxtabætur komi í staðinn. Ríkisframlög brátt óþörf Á blaðamannafundi sem boðað var til í gær þar sem fjallað var um breyt- ingar á húsnæðislánakerfínu sagði Páll að húsnæðislánakerfíð kæmi öll- um við, þar sem húsnæði væri yfir- leitt stærsta fjárfesting í lífi hverrar fjölskyldu. Séreignastefna hefði verið ríkjandi hér á landi í íbúðamálum, of ríkjandi að hans mati, og það bæri að skoða þessar aðgerðir í samhengi við ný lög um húsaleigubætur sem tekið hafi gildi um síðastliðin áramót, en með þeim lögum væru húsaleigubæt- ur greiddar af öllu leiguhúsnæði og í öllum sveitarfélögum í landinu. Með þeim breytingum sem ætlunin væri að gera á kerfinu með fyrirliggjandi frumvarpi teldi hann að húsnæðis- lánakerfið væri orðið gott. Páll rakti þær breytingar sem frumvarpið hefur í för með sér og fel- ast meðal annars í því að Húsnæðis- stofnun verður lögð niður og Bygg- ingarsjóður ríkisins og Byggingar- sjóður verkamanna verða sameinaðir í einn sjóð, Ibúðarlánasjóð. Bygging- arsjóður ríkisins sé fjárhagslega öfl- ugur, en Byggingarsjóður verka- manna stefni í greiðsluþrot innan fárra ára. Nýi sjóðurinn taki við verkefnum sjóðanna tveggja og eigi að standa undir sér mjög fljótlega, þannig að ekki þurfi ríkisframlög til hans. Það verði hins vegar um það að ræða í byrjun vegna leiguíbúða sveit- arfélaga. Húsbréfakerfið hafi nú fest sig í sessi. Það hafi reynst vonum framar og hugmyndin sé ekki að hrófla við því. Hins vegar megi reikna með því að afgreiðsla húsbréf- anna, greiðslumatið og veðmatið verði fært til bankanna þegar Ibúðar- lánasjóður tekur til starfa. Páll sagði að félagslega íbúðakerf- inu yrði lokað um næstu áramót. Þeir sem búi í félagslegum íbúðum haldi að sjálfsögðu sínum réttindum. Breytingin felist í því að breyta kerf- inu úr félagslegu húsnæðiskerfi í fé- lagslegt lánakerfi. Þeir sem eigi rétt á félagslegri aðstoð í húsnæðismálum fari út á markaðinn, velji sér íbúð og fái 65-70% lánað í húsbréfakerfinu eftir því hvort um fyi-stu íbúð er að PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherr; ræða eða ekki. Síðan eigi þeir kost á viðbótarláni, sem sé með breytilegum vöxtum, en verði að leggja sjálfir fram 10% af andviðri íbúðarínnar. Þá muni sveitarfélögin losna við kaup- skyldu sem hafi íþyngt mörgum þeirra ákaflega mikið, en á móti leggi þau í varasjóð 5% af viðbótarlánum til þess að mæta mögulegum útlána- töpum vegna þeirra. Félagsleg að- stoð ríkisins vegna þessara mála fær- ist öll yfir í vaxtabótakerfið, en verði ekki með niðurgreiðslu á vöxtum eins og verið hafi. Jafnframt verði vaxta- bótakerfinu breytt á þann veg að þær verði greiddar jafnóðum eða fjórum sinnum á ári, en ekki árið eftir eins og nú sé. Þetta feli í sér að greiðslu- byrði í nýja kerfinu verði léttari framan af, en þyngist þegar á líður greiðslutímann. Þegar upp sé staðið sé útkoman áþekk. Fram kom á fundinum að ekki Alþýðusamband Islands undirbýr ítarlegar athugas Fasteignas; fagna breytii ✓ Forseti ASI segir að með frumvarpi félagsmáJ ingar í húsnæðismálum sé verið að gjörbylta i kerfínu. ASI undirbýr athugasemdir við frui Sambands sveitarfélaga telja margt til bóta í fí óleystur vandi margra sveitarfélaga á landsby: legra íbúða. Fasteignasalar sjá fram á að fá ai næðismarkaðinum, verði breytingarn Húsnæðisnefnd Al- þýðusambandsins kemur saman í dag til að fara yfir frumvarp félagsmálaráð- herra um húsnæðismál. Að sögn Grét- ars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, átti sambandið engan hlut að máli við samningu frumvarpsins. Félagsmála: ráðherra kynnti forystumönnum ASÍ meginefni frumvarpsins í fyi-radag. „Það er verið að gjörbylta félagslega íbúðakerfinu og okkur hefur ekki gef- ist neitt ráðrúm til þess að fara ofan í saumana á því, en það er óhjákvæmi- legt að við gerum það,“ segir Grétar. Hann segir að ÁSÍ muni fara mjög gaumgæfilega yfir efni frumvarpsins á næstunni og það sé sjálfgefið að gerðar verði ýmsar athugasemdir, því fyrst og síðast skipti máli að lágtekju- fólki verði áfram tryggt húsnæði á viðunandi kjörum og ekki lakari en það hefur búið við. Fjölgun greiðsludaga vaxtabóta fagnaðarefni Grétar segir að það sé fagnaðarefni út af fyrir sig að gert sé ráð fyrir að vaxtabætur verði framvegis greiddar fjórum sinnum á ári. „Við höfum kall- að eftir því í fjölda ára og erum með loforð frá fleiri en einni ríkisstjórn í tengslum við kjarasamninga um að það verði gert,“ segir hann. „Ráðherra lítur svo á að aukin áhersla verði lögð á leiguhúsnæðið. Sé það rétt er það í takt við þær áherslur sem uppi eru í Alþýðusambandinu en við höfum haldið því á lofti lengi að það þurfi að auka áherslur á leiguhús- næði. Þar ræður úrslitum að leigu- kjörin séu með þeim hætti að fólk geti nýtt sér þann kost,“ segir Grétar. Hlutdeild fasteignasala mun aukast Jón Guðmundsson, formaður Fé- lags fasteignasala, kveðst ekki enn hafa séð frumvarp félagsmálaráð- herra um breytingar á núverandi skipulagi húsnæðismála en sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi um efni þess þá lítist sér vel á þær breytingar sem gera eigi og telur hann að þær muni verða til góðs fyrir markaðinn. Gera megi ráð fyrir að hlutdeild fasteignasala á markaðinum muni aukast við þá breytingu að íbúðakaupendur í félagslega kerfinu leiti framvegis sjálfir að íbúð úti á al- menna fasteignamarkaðinum. Bendir Jón á að í dag sé hlutur félagslega íbúðakerfisins um 10% af húsnæðis- markaðinum. Jón segir það einnig af hinu góða að núverandi miðstýringu verði að mestu aflétt er fólk fái að velja sér íbúð í stað úthlutunar eins og gert er í dag í félagslega kerfinu, enda hljóti það að vera hverjum manni sem ber ábyrgð á sínum gjörð- um heppilegast. „Mér líst tiltölulega vel á það fyrir- komulag að þeir sem fá fyrirgreiðslu hjá Ibúðalánasjóði, geti farið út á hinn hefðbundna fasteignamarkað og valið sér íbúð. Félagslega kerfið hefur skekkt vei-ulega hinn almenna fast- eignamarkað síðustu árin. Þessari breytingu ber því að fagna af okkar hálfu,“ segir Jón. „Við sjáum fyrir okkur að við fáum aukna hlutdeild á þessum markaði fyrir vikið. Það hafa farið nokkur hundruð íbúða á ári í gegnum félags- lega kerfið og ef að líkum lætur mun það fólk, sem notið hefur fyrirgreiðslu í félagslega kerfinu, skila sér inn á hinn almenna fasteignamarkað,“ segir hann. Jón segir mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar þessi breyting muni hafa á þróun fasteignaverðs. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hugs- anlegt sé að í fyrstu muni breytingin hafa einhver áhrif til hækkunar en til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.