Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn FORSETI íslands undirritar yfírlýsingu Amnesty International. Undirskrifta- söfnun um mannréttindi MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty Intemational standa nú fyrir umfang'smikilli kynn- ingarherferð á Mannréttindayf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og undirskriftasöfnun í tengslum við hana. Forseti íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, varð fyrstur til að undirrita yfirlýsingu þeirra, á Bessastöðum í gær, er hann skrifaði undir heitið: „Ég ætla að gera allt sem í minu valdi stendur til að tryggja að rétt- indin í Mannréttindayfírlýsingu Sameinuðu þjóðanna verði að veruleika um víða veröld.“ Áður en forsetinn undirritaði yfirlýsinguna gerði Guðrún Ólafsdóttir, formaður fslands- deildar samtakanna, grein fyrir herferðinni sem farin er í til- efni af 50 ára afmæli Mannrétt- indayfírlýsingarinnar. Sagði hún Amnesty International leggja áherslu á að hver og einn væri meðvitaður um tilvist hennar og legði sitt af mörkum til þess að þau réttindi sem þar em nefnd verði virt um allan heim. Að undirskriftinni lokinni sagðist forsetinn hafa skuld- bundið sig og starf sitt, sem for- seti íslenska Iýðveldisins, til mannréttindabaráttu um víða veröld. Einnig sagðist hann hafa átt góðar samræður við Kofi Annan framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, síðastliðið haust, þar sem mikilvægi þess að íslendingar tækju virkan þátt í mannréttindabaráttu hefði borið á góma. Mannr éttinday firlýsingin, sem samanstendur af 30 grein- um, var samþykkt á Allsherjar- þingi SÞ 10. desember árið 1948. Markmið undirskrifta- söfnunar Amnesty International er að safna 5 milljónuin undirskrifta um allan heim og afhenda þær Kofi Ann- an á 50 ára afmæli Mannrétt- indayfírlýsingarinnar 10. des- ember. Stjórn Osta- og smjörsölunnar sf. framlengir ráðningu forstjóra Ekki samkomulag' um nýj an forstjóra STJÓRN Osta- og smjörsölunnar sf. tókst ekki að ná samstöðu um ráðn- ingu nýs forstjóra og hefur hún því framlengt ráðningarsamning við nú- verandi forstjóra, Óskai' H. Gunn- arsson, til ársloka árið 2000. Þórar- inn E. Sveinsson, mjólkurbústjóri hjá KEA á Akureyri, og fulltrúi stærsta eiganda fyrirtækisins, segii’ þessa niðurstöðu óásættanlega og að aðalfundur þyrfti að velja nýja menn í stjórn til að ljúka því verkefni sem stjórninni var falið að vinna, að ráða nýjan forstjóra. Staða forstjóra Osta- og smjörsöl- unnar sf. var auglýst í desember sl. og sóttu 70 einstaklingar um starfíð. Stjórn fýrh’tækisins hefur í sex vikur fjallað um umsóknm með það að markmiði að ná sem bestri samstöðu um einn aðila. I yfirlýsingu sem Birgir Guðmundsson, fonnaður stjórnar fyrh-tækisins, sendi fiá sér í gær segir að nú sé fullreynt að nægi- lega góð samstaða um ráðningu náist ekki og því hafi stjórnin samið við núverandi forstjóra um framleng- ingu á starfssamningi til loka ársins 2000. Birgir vildi ekkert tjá sig frekar um málið þegar leitað var eftir því i gær. Einn þeirra 70 sem sóttu um starf- ið er Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri hjá KEA. Hann er jafnframt fulltrúi stærsta eiganda Osta- og smjörsölunnar og situr í stjórn fyrirtækisins. Hann hætti í stjórninni þegar hann lagði inn um- sókn um starfið í desember. Þórarinn sagði að hann yrði í þessu máli að gera greinarmun á persónunni Þórarni E. Sveinssyni, sem er einn 70 umsækjenda um starf forstjóra Osta og smjörsölunnar hf. og Þórarni E. Sveinssyni, fulltrúa stærsta eiganda fyrirtækisins og stærsta viðskiptavinar. Hann sagðist að sjálfsögðu telja sig mjög hæfan til að gegna þessu starfi. „Eg hef menntun á þessu sviði, hef setið í fjölmörgum nefndum fyr- ir hönd mjólkuriðnaðarins og verið einn af forystumönnum hans í 15 ár. Ég tel mig því hafa allt til brunns að bera. En það sem lýtur að minni persónu liggur á milli hluta í þessu máli. Það sem skiptir máli er að 40% af veltu Osta- smjörsölunnar eru vörur sem framleiddar eru hjá KEA. Taugarnar milli Kaupfélags Eyfirð- inga og Osta- og smjörsölunnar eru því mjög sterkar og Kaupfélag Ey- firðinga getur ekki horft upp á það að fyrirtækið verði ekki búið undir gjörbreyttan búvörusamning, breytt umhverfi og nýja öld. Þessi orð ber ekki að skilja sem gagnrýni á Oskar H. Gunnarsson, núverandi forstjóra, sem er búinn að gegna þessu starfi lengi og hefur haft forystu um að gera þetta fyrirtæki að því sem það er í dag. Maðurinn er hins vegar kominn á aldur og aldurinn er eins og allh- vita eitthvað sem er ekki okkur sjálfum að kenna. Það þarf því að fínna nýjan mann til að búa fyrir- tækið undir nýja öld og Kaupfélag Eyfirðinga þarf að vinna að því.“ Vill að kosin verði ný stjórn Aðalfundur Osta- og smjörsölunar sf. verður haldinn 6. mars nk. og Þórarinn sagði ljóst að þessi niður- staða stjórnar yrði rædd á fundinum. „Þessi niðurstaða er að mati Kaupfé- lags Eyfirðinga, stærsta eigandans, algerlega óviðunandi. Við munum vinna að því að þessu verði breytt og að það verði skipuð ný stjórn í þetta fyrirtæki. Núverandi stjórn hafði það verkefni að ráða nýjan forstjóra og því verkefni er ekki lokið,“ sagði Þórarinn. Tólf mjólkursamlög eiga Osta- og smjörsöluna. KEA á um 30% hlut, Mjólkurbú Flóamanna 16% og Kaupfélag Skagfirðinga 14%. Morgunblaðið/Júlíus RAGNAR Magnússon, Morgunblaðinu, Ólafur Brynjólfsson, Morgunblaðinu, Dagur Hilmarsson, frá auglýsinga- stofunni Góðu fólki, Gunnlaugur Þráinsson, einnig frá Góðu fólki, og Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Elkó, og Gestur Einarsson, Morgunblaðinu, skoða sérblaðið frá Elkó, nýrri stórverslun með raftæki. Forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar Samkeppnisstofnun varaði Mylluna við og hélt trúnað GUÐMUNDUR Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, segist undrandi á yfirlýsingum Kolbeins Kristinsson- ar, framkvæmdastjóra Myllunnar, um að ekki hafi verið leitað álits Samkeppnisstofnunar á kaupum Myllunnar á Samsölubakaríum fyr- irfram. Hann segir að bæði forstjóri Myllunnar og stjórnarformaður Samsölubakaría hafi óskað eftir óformlegum fundum með Sam- keppnisstofnun áður en kaupin voru gerð og þar hafi stofnuninni verið greint frá áformum um yfirtöku Myllunnar á Samsölubakaríi. „Það vekur því furðu að fram- kvæmdastjóri Myllunnar segi nú að ekki hafi verið hægt að leita fyrir- fram álits vegna skorts á trúnaði. Ef framkvæmdastjóri Myllunnar telur hættu á leka frá Samkeppnis- stofnun, af hverju kom hann þá á fund stofnunarinnar áður en yfir- takan fór fram og greindi frá því að hún væri á döfinni? Ekkert fréttist um það frá stofnuninni,“ segir Guð- mundur. Kusu að láta slag standa Hann segir að á þessum fundum hafi framkvæmdastjóra Myllunnar og stjórnarformanni Samsölubakar- íanna verið greint frá því að stofn- unin teldi að yfirtakan gæti haft í för með sér alvarlega röskun á sam- keppni. Þeim hafi verið bent á þann möguleika að leita álits samkeppn- isráðs áður en skrifað væri undir samninga og afstýra þannig óþæg- indum og tjóni. „Þrátt fyrir að hafa fengið vitneskju um alvarleika málsins og ábendingar um fyrir- fram álit kusu samningsaðilar að láta slag standa og Myllan yfirtók Samsölubakarí," sagði Guðmundur. Hann sagði einnig að gagnrýnt hefði verið að neytendur ættu alltaf kost á að kaupa brauðvörur í bakar- íum þrátt fyrir samrunann en sagð- ist svara því til að eftir yfirtökuna hefði Myllan um 55% af heildar- framleiðslu á smásölumarkaðinum þegar sala á brauðvörum í matvöru- verslunum og bakaríum er metin. Næstu fyrirtæki hafi 3-5% mark- aðshlutdeild. Þetta séu markaðsyf- ÍlTáð. Sumir bakarar fögnuðu Guðmundur segir að sumir bak- arar hafi fagnað yfirtökunni þar sem markaðsyfirráð Myllunnar geti stuðlað að því að verð á brauði geti hækkað í „eðlilegt“ verð. Talsmenn Myllunnar hafi sagt að hin mikla samkeppni sem verið hefur á mark- aðinum hafi leitt til þess að verð þeirra hafi orðið of lágt. Minni sam- keppni hljóti því að leiða til verð- hækkunar. Samkeppnislög standi ekki gegn því að fyrirtæki verði stór og öflug, eins og gagnrýnendur stofnunarinnar hafi sagt. Slík um- mæli segir Guðmundur benda til skilningsleysis á samkeppnisregl- um. Lögin hindri ekki að fyrirtæki stækki og dafni vegna dugnaðar starfsmanna, aðeins að fyrirtæki eyði samkeppni með því að gleypa keppinauta. Með því móti sé dregið úr nýtingu framleiðsluþátta í þjóð- félaginu og stuðlað að hækkandi verði á brauðvörum. Sérprentun í stóru broti NÝ STÓRVERSLUN með raf- magnstæki, Elkó, verður opnuð við Smáratorg í Kópavogi á morgun. Morgunblaðinu í dag fylgir sérprentað, 16 síðna aug- lýsingablað frá Elkó. Blaðið er í stóru broti, forsíða og baksíða í lit, og er þetta stærsta einstaka auglýsing, sem Morgunblaðið hefur selt. Fátítt er að blað í þessu broti sé prentað í prent- srniðju Árvakurs, þótt tækni- lega sé því ekkert til fyrirstöðu. I fréttatilkynningu frá versl- uninni segir að Elkó sé fyrsti stórmarkaður með raftæki á Is- landi. Elkó er í eigu Bykó og verður rekin í sainstarfí við norsku verslunarkeðjuna Elkjob, sem er stærsta verslun- arkeðja Norðurlanda á sviði raftækja fyrir heimili. Vörur verða keyptar frá dreifingarmiðstöð Elkjöb í Sví- þjóð. Sjái viðskiptavinur sam- bærilega vöru auglýsta ódýrari annars staðar getur hann feng- ið mismuninn greiddan. í t ft I l t l ft I ft ft [ ft ft ft L ft ft í ft t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.