Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MOIJGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samherji hf. innanlands velti tæpum 7 milljörðum króna í fyrra Hagnaður nam 377 milljónum HAGNAÐUR Samherja hf. innan lands nam tæplega 377 milljónum króna á síðastliðnu ári. Forstjóri fé- lagsins segir að árið 1997 virðist ekki hafa verið síðra en 1996, þrátt fyrir miklar breytingar. Fyrirsjáanlegt er að verulegt tap hafi orðið af rekstri dóttur- og hlutdeildarfélaga Samherja hf. erlendis í fyrra og er unnið að víð- tækri endurskipulagningu þeirra. Rekstrartekjur Samherja hf. námu 6,941 milljón króna í fyrra og rekstrargjöld 5.463 milljónum. Hagnaður fyrir afski'iftir og fjár- magnsliði nam 1.478 milljónum. Af- skriftir námu rúmum 690 milljónum og fjármagnsliðir voru 302 milljónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 486 milljónum króna. Hagnaður fyrir tekju- og eignarskatt var 574 milljónir en að teknu tilliti til reikn- aðra tekjuskattsskuldbindinga nam hagnaðurinn 377 milljónum króna. Veltufé frá rekstri var 1.116 milljón- ir eða rúm 16% af veltu. Miklar breytingar Arið 1997 var ár breytinga hjá Samherja en á fyrri hluta ársins voru hlutabréf þess sett á almennan hlutabréfamarkað. Þá sameinuðust þrjú dótturfélög félagsins hérlendis móðurfélaginu, Fiskimjöl og lýsi hf., Friðþjófur hf. og Oddeyri hf. Þannig er öll starfsemi Samherja innan lands nú í einu félagi og miðast upp- gjörið við það. Ekki er unnt að bera saman tölur milli ára vegna þess að á árinu 1996 voru tvö fyrrgreind félög gerð upp sem dótturfélög Samherja en Fiskimjöl og lýsi var ekki inni í reikningum félagsins. Á árinu 1996 nam hagnaður af rekstri Samherja hf. og dótturfélaga 669 milljónir króna. Afkoma dóttur- og hlutdeildarfélaga Samherja ligg- ur ekki fyrir enn sem komið er en hún mun væntanlega verða birt í næsta mánuði. Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja hf., segir að fyrirsjáanlegt sé að verulegt tap verði af rekstri dóttur- og hlutdeild- arfélaga Samherja hf. erlendis. Þar sé nú unnið að víðtækri endurskipu- lagningu sem muni skila sér í betri rekstri á yfirstandandi ári. Landvinnslan með helming veltunnar Heildarafli skipa Samherja var 202 þúsund tonn og verðmæti nam um 3,7 milljörðum króna á síðasta ári en framleiðsluverðmæti land- vinnslu nam 3,8 milljörðum. Þorsteinn Már segist vera ánægð- ur með niðurstöðu ársreikninga og líta björtum augum fram á veginn. „Tvö síðustu ár hafa verið fyrirtæk- inu góð og 1997 virðist ekki hafa ver- ið síðra en 1996 þrátt fyrir miklar breytingar. Rekstur fyrirtækisins var endurskipulagður frá grunni í fyrra og nú starfar það á öllum svið- um sjávarútvegs. Það tókst vel að halda utan um rekstur móðurfélags- ins og auka umfangið þrátt fyrir mikla sameiningarvinnu. Ég er sér- staklega ánægður með mikla fjár- munamyndun sem varð í rekstrinum í fyrra eða um 1.100 milljónir króna. Nú eru þessar breytingar að baki og við ættum því að geta einbeitt okkur að rekstrinum.“ Horfur í rekstri Samherja hf. inn- an lands á þessu ári eru þolanlegar að sögn Þorsteins. „Við horfum þokkalega bjartir fram á veginn en það er einkum tvennt sem gæti sett strik í reikninginn hjá okkur. Hvort það verður verkfall aftur og svo veit engin hversu lengi loðnuvertíðin mun standa. Við erum mjög bjart- sýnir, svo framarlega að við lendum ekki í verkföllum.“ Veruleg veltuaukning varð hjá Tanga hf. á Vopnafírði á síðasta ári Sneri Tangi hf. , i 1 ii illllllllH fflBR&Bffl Úr reikninc ársins 19 |um 97 Rekstrarreikningur Mmjónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld 1.667,4 1.393.9 1.155,1 1.002.8 +44,4% +39.0% Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.iiði Afskriftir Fjármagnsliðir nettó 273,5 145,4 -56,3 152.3 108.3 -48,0 +79,6% +34,3% +17,3% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrir liðir 71,8 -5,3 -4,0 -0,2 Hagnaður (tap) árssins 66,5 -4,2 - Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996 Breyting I Eianir: I Milliónir króna Veltufjármunir 505,9 282,9 +78,8% Fastafjármunir 1.599,5 1.349,5 +18,5% Eignir samtals 2.105,4 1.632,4 +29,0% I Skuldir op eiaið fé: I Milliónir króna Skammtímaskuldir 475,9 393,4 +21,0% Langtímaskuldir 1.005,5 681,8 +47,5% Eigið fé 624,0 557,2 +12,0% Skuldir og eigið fé alls 2.105,4 1.632,4 +29,0% Sjóðstreymi og kennitölur 1997 1996 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 195,5 77,0 +153,9% Veltufjárhlutfall 1,06 0,72 Eiginfjárhlutfall 29,6% 34,1% Skuldabréfaútgáfa íslandsbanka Mikil eftirspum á erlendum markaði NYVERIÐ lauk skuldabréfaútgáfu íslandsbanka á erlendum verð- bréfamarkaði fyrir milligöngu Chase Manhattan International Limited. Gefín voru út 5 ára skulda- bréf með breytilegum vöxtum, alls að upphæð 75 miUjónir doHara. Upphaflega var ætlunin að gefa út bréf fyrir 50 miUjónir doUara. Þetta er fyrsta skuldabréfaút- gáfa íslensks banka og einkafyrir- tækis á erlendum verðbréfamark- aði og því ný leið til fjármögnunar fyi-ir útgefandann. Góðar viðtökur á útgáfunni hafa aukið áhuga al- þjóðlegra fjárfesta á íslenskum skuldabréfum og ætti að skila sér í hagstæðari kjörum fyrir íslenska útgefendur skuldabréfa í framtíð- inni, að því er segir í frétt. PENTIUM II risavél LX turn 266 Intel Pentium II 32Mb SDRAM mynni 4,3GB harður diskur 15" TARGA skjár ET6000 4MB 128 bita skjákort 24 hraöa Samsung geisladrif Soundblaster 64AWE 180W Hátalarar 33.6 mótald með faxi og símsvara 3 mánuðir fríir á Internetinu Win 95 lykaborð og mús Win95 upsett og Win95 geisladiskur NOKIA 3110 95 tíma rafhlaða (2,7) Simnúmerabirting 130 númera símaskrá Sendir og móttekur SMS Vegur 189 grömm Nettur og fínn 22.90« Vinnuvélin TX turn 200 MMX 32 mb SDRAM 3200 MB U-DMA 15" Ati Mach 3Dbooster 2mb Samsung 24 hraða 16 Bita hljóðkort 80 wött Windows 95b & bók Win 95 lyklaborð & mús Lon og Don - 6 ísl. leikir Nettur GSM sími! Góð fyrir skólafólk! Tölvur Grensásvegur 3 - Sími : 5885900 tapi í hagnað AFKOMA Tanga hf. á Vopnafirði batnaði verulega á nýUðnu rekstr- arári samanborið við árið 1996. Hagnaður félagsins nam 66,5 millj- ónum króna en 4,2 milljóna tap varð árið 1996. Hagnaður af reglu- legri starfsemi Tanga hf. nam 71,9 milljónum á árinu 1997 sem svarar til 4,3% af veltu tímabilsins. Rekstrai'tekjur félagsins námu 1.667,4 milljónum en voru 1.155 milljónir allt árið 1996, en nánari upplýsingar ei*u á meðfylgjandi yf- irliti. Bætt afkoma Tanga hf. stafar fyrst og fremst af velgengni í veið- um og vinnslu uppsjávarfíska en félagið hefur fjárfest umtalsvert í þeirri grein á undanförnum tveim- ur árum, að þvi er segir í tilkynn- ingu félagsins. Jafnframt hefur orðið veruleg áherslubreyting í rekstrinum og hefur vægi bolfisk- vinnslu minnkað verulega frá því sem áður var. Loðnu- og síldarvertíðir gengu vel hjá Tanga hf. og tók félagið á móti ríflega 72.000 tonnum af loðnu og sfld sem er það mesta sem fyrir- tækið hefur tekið á móti á einu ári. Þar af fóru um 9.700 tonn í fryst- ingu á Rússlandsmarkað. Til sam- anburðar má geta þess að alls voru fryst rúm 2.500 tonn af loðnu og sfld hjá Tanga hf. árið 1996. Betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir Rekstraráætlanir félagsins gerðu ráð fyrir að hagnaður ársins yrði um 51 milljón kr. þannig að af- koman er nokkuð umfram vænt- ingar. Veltan varð nokkuð meiri en áætlað hafði verið. Tangi hf. gerir út loðnuskipið Sunnuberg NS-199, Bretting NS- 50 sem frystir aflann um borð og ísfisktogarann Eyvind Vopna NS- 70 sem nú hefur verið lagt og sett- ur á söluskrá. Þá rekur félagið frystihús og fiskimjölsverksmiðju og byggði upp á nýUðnu ári tækni- lega fullkomið loðnu- og síldar- frystihús. Eigið fé Tanga hf. þann 31. des- ember sl. nam 624 milljónum og var eiginfjárhlutfall 29,64%. Veltu- fjárhlutfall var 1,06 samkvæmt efnahagsreikningi þann 31. desem- ber. Aðalfundur félagsins verður haldinn í félagsheimilinu Mikla- garði föstudaginn 20. mars næst- komandi. Stjórn félagsins leggm- til að greiddur verði 4% arður til hluthafa vegna ársins. ---------------- Ekki réttar hlutfallslcgar stærðir Eggert Kristjánsson kaupir Fæði fyrir alla hf. EGGERT Kristjánsson hf. hefur kéypt framleiðslu og vörumerki fyrirtækisins Fæði fyrir alla hf. og mun frá og með næstu mánaða- mótum selja og framleiða allar þær yörur er Fæði fyrir alla framleiddi áður, að því er segir í frétt. Þá segir að með þessum kaupum sé ætlunin að styrkja enn frekar framleiðsludeild Eggerts Krist- jánssonar hf. en fyrir á fyrirtækið íslenskt meðlæti hf. Ætlunin er að nota vörumerkið Fæði fyrir alla fyrst og fremst fyrir vandaðar náttúruvörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.