Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR PENINGAR skipta útlendinga engu máli í þessu sambandi, hr. Davíð. Þeir vita að það gæti bjargað efnhagsmálum heimsins á einu bretti ef okkur tækist að finna góðærisgenið í þér ... Leyfí til vikurvinnslu til meðferðar í iðnaðarráðuneytinu Viðræður við Jarðefna- iðnað og Vikurvinnslu IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að ganga til samninga við tvö fyrirtæki, Jarðefnaiðnað og Vik- urvinnslu, um áframhaldandi vinnslu þessara fyrirtækja á Heklu- vikri á landsvæðinu ofan eignar- landa fyrir austan Búrfell og vestan Ytri-Rangár. Þessi var niðurstaðan, að sögn Sveins Þorgrímssonar, hjá iðnaðar- ráðuneytinu, eftir að auglýst hafði verið eftir umsækjendum sem hefðu áhuga á viðræðum um vikurvinnslu á svæðinu. Fyrirtækin tvö hafa unnið vikur á svæðinu til útflutnings í nokkur ár og hafa haft vinnsluleyfi sem renna út 1. júlí á þessu ári. Sveinn segir að í auglýsingu ráðuneytisins vegna frekari vinnslu hafí ekki verið auglýst eftir um- sóknum um vinnsluleyfi heldur eftir aðilum sem hefðu áhuga á að taka þátt í mati á því hvort þeir þættu hæfir til verkefnisins. Sjö aðilar höfðu áhuga Umsækjendur hefðu verið beðnir um upplýsingar um starfsemi sína og reynslu af svipaðri vinnslu. Beðið hefði verið um upplýsingar um tækjabúnað, markaðssetningu og framtíðaráform um þróun full- vinnsluafurða úr vikri. Sjö aðilar sendu inn upplýsingar og segir Sveinn að niðurstaðan hafi verið sú að ganga til viðræðna við Vikurvinnslu og Jarðefnaiðnað. Sveinn sagði að þetta hefði ekki síst verið gert vegna þess að ljóst þykir að um sé að ræða tæmanlega auðlind, sem endist í nokkra áratugi til viðbótar. „Okkur er þess vegna í mun að virðisaukinn sé sem mestur," segir Sveinn. Námuleyfi vegna vikur- vinnslu hefur gefið af sér um 10 milljónir króna á ári til ríkisins und- anfarin ár en Sveinn segir að stjórn- völdum sé í mun að hækka þá gjald- töku i því skyni að kosta eftirlit og efla rannsóknir á möguleikum vik- urs sem byggingaefnis. Einnig er stefnt að þvi í viðræðunum við fyrir- tækin tvö að festa niður hugmyndir þeirra um frekari rannsóknir á þeirra eigin forsendum. Sveinn Þorgrímsson segir að þótt ákvörðun um viðræður við þessi tvö fyrirtæki hafi verið tekin sé málinu ekki lokið. Takist samningar verði gefin út bráðabirgðavinnsluleyfi í 2 ár. Sá tími sé miðaður við að fram fari mat á umhverfisáhrifum áður en sérvinnsluleyfi til lengri tíma verður gefið út. Frissi appelsinusafi, 2 Itr Bugsy Malone Heimoís 2 Itr 129-4 r359- Chip Deluxe kex 453 gr GJOF fylgir þegar keyptir eru tveir pakkar af Kellogg's Fis mjólk, 150 gr rgsF1 Alllr dagar eru tilboðsdagar hjá okkur UM LAND ALLT Matvælasýningin Matur ‘98 Fjallað um mat í tengslum við ferðaþjónustu Sigurður Björnsson SÝNINGIN Matur ‘98 verður haldin í íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi 19.-22. mars næstkom- andi. Sýningin er haldin annað hvert ár og er þessi sú fjórða talsins frá upphafi. Þátttakendur eru um eitthundrað að sögn Sigurðar Bjöms- sonar markaðsfulltrúa Kópavogsbæjar og hafa gestir verið um 15-18.000 talsins. Undirtitill sýn- ingarinnar að þessu sinni er matur - ferðir - menn- ing. Atvinnumálanefnd Kópavogs ber ábyrgð á sýningunni og er Sigurð- ur jafnframt starfsmaður þeirrar nefndar. Þá er samvinna um sýningar- haldið við fagfélög í mat- vælaiðn, Ferðamálasam- tök höfuðborgarsvæðis- ins, Hótel- og matvælaskólann og Ferðamálaskólann. - Hvernig tengið þið ferðalög og matvæli? „I Smáranum verða fyrirtæki í matvælagreinunum með sína bása og mun sú sýning spanna allt frá frumvinnslu matvæla upp í fullvinnslu, vélar, tæki, þjón- ustu og hvaðeina sem snýr að matargerð. Matur og ferðalög tengjast þannig að fjallað verður sérstaklega um gamlar íslenskar matarvenjur og ferðamennsku í tengslum við þær. Sá þáttur sýn- ingarinnar verður í Hótel- og matvælaskólanum og þar munu fagfélögin einnig halda keppni. Matreiðslumenn munu keppa um titilinn matreiðslumaður órsins og keppt verður um titilinn fram- reiðslumaður ársins. Bakara- nemar etja kappi, sem sem og kjötiðnaðamemar, á dagskrá verða líka íslenskir kjötdagar, keppt verður um Islandsmeist- aratitilinn í kökuskreytingum og svo mætti lengi telja.“ - Ferðamenn sem hingað koma kvarta gjaman undan mat sem seldur er í veitingahúsum úti á landi, til dæmis undan því að ekki sé hægt að fá físk eða aðra þjóðlega rétti. Mun þessi sýning breyta því? „Við beinum auðvitað sjónum að íslenskri matargerðarhefð. En hugsunin er líka sú að svona sýn- ingarhald geti verið snar þáttur í ferðaþjónustu almennt. Við sjá- um umræðuna í kringum sjávar- útvegssýninguna. Við lítum þvi svo á að við séum að gera tvennt, það er að gefa matvælafyrir- tækjunum tök á því að kynna sig og hitta sína viðskiptavini og síðan það að við séum að renna stoðum undir ferðaþjónustuna með umfjöllun um mat og ferðalög.“ - Er sýningin fyrst og fremst ætluð fagfólki? „Sýningin stendur í fjóra daga og er í rauninni tvíþætt. Fyrsti dagurinn er eingöngu opinn fyrir fyrirtækin sem eru að sýna og þeirra viðskiptavini. Hina dagana er opið fyrir almenning, sem auð- vitað er hinn endanlegi neytandi og markhópurinn sem matvæla- fyrirtækin beina sjónum sínum að.“ - Hvaða nýjungar eru á boðstólum á sýningunni íár? ► Sigurður Björnsson fæddist í Ólafsfirði árið 1950. Hann lærði húsasmíði og varð sér út um meistararéttindi. Einnig lagði hann stund á nám í frumgreina- og raungreinadeild við Tækni- skóla íslands. Sigurður starfaði sem húsasmiður um tíma og gekk þvínæst í lögregluna eftir nám við Lögregluskóla ríkisins. Hann las rekstrarfræði við há- skólann á Akureyri og tók að því búnu viðbótarnám í mark- aðssetningar- og útflutnings- fræðum við Norges Eksport- skole. Sigurður flutti til Kópa- vogs fyrir tveimur árum þegar hann hóf störf sem markaðsfull- trúi bæjarins. Hann er kvæntur Margréti Sigurgeirsdóttur full- trúa í samgönguráðuneytinu og eiga þau þrjií börn. ,Á efri hæð Smárans er 200 fermetra veitingasalur Breiða- bliks og þar verður sérstök vín- sýning þar sem fólki er gefið færi á því að kynnast vínmenn- ingunni. Gestirnir eru leiddir í gegnum nokkurs konar ferli, gefið að smakka á tegundum og farið er út í mismunandi ber, bragð, hvemig það myndast og svo framvegis." - Hvað er mest spennandi við sýninguna í ár að þínum dómi? „Það er í raun og veru allt spennandi og væntanlega mun margt í sýningarbásunum koma mér og öðrum á óvart. A efri hæð Smárans verður vínsýning- in sem fyrr er getið og sérsýning á drykkjar- vörum. Þá verður fjall- að um íslenskar mat- arvenjur og ferða- mennsku sem ég tel merkilega nýjung. Kynnt verður þjónusta við ferðafólk og Ferðamálaskól- inn kynnir starfsemi sína. Keppni í einstökum greinum matvælaframleiðslu mun líka draga að sér fjölda gesta, eins og alltaf. Hún vekur athygli langt út fyrir landsteinana og þetta fólk sem er að keppa nú hefur staðið sig vel þar líka.“ - Hvað hefur undirbúningur staðið lengi? „Undirbúningur hófst í fyrra- haust og er að ná hámarki um þessar mundir. Básarnir verða hins vegar ekki settir upp fyrr en sólarhring fyrir sýninguna." Um eitthund- rað fyrirtæki taka þátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.