Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 39 +Sigurður Brynj- ólfsson fæddist í Skammadal í Mýrdal 27. febrdar 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Einarsson frá Reyni í Mýrdal, f. 2.8. 1890, d. 23.3. 1984, og Áslaug Vig- fúsdóttir frá Heiðar- seli, f. 1.4. 1893, d. 16.11. 1972. Systkini Sigurðar eru: Þór- anna, f. 11.8. 1926, Einar, f. 4.7. 1927, Sigfus, f. 8.7. 1928, Sigríður, f. 17.12. 1929, og Vilborg, f. 27.12.1930, einnig Ólaf- ur Siggeir og Sigrún Ólöf, sem bæði létust í bemsku. Sigurður kvæntist 28.1.1950 eft- irlifandi konu sinni, Ingibjörgu Markúsdóttur, f. 14.1. 1924 í Dísu- koti í Þykkvabæ. Foreldrar hennar voru Markús Sveinsson frá Vatns- koti í Þykkvabæ, lengst af bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ, f. 2.4. 1879, d. 26.7. 1966, og Katrínar Guð- mundsdóttur frá Skarði í Þykkva- bæ, f. 23.8. 1883, d. 17.10. 1957. Sigurður hóf störf við bílamálun 1945 bjá Bílasmiðjunni hf. Hann fékk meistararéttindi í iðn sinni Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú, 6, pabbi minn, þú aetíð skildir aUt Liðin er tíð er leiddir þú mig h'tið barn brosandi blítt þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund, leikandi kátt þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var æskunnar ómar yija mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Það ríkti mikil kyrrð og friður þá nótt er þú kvaddir þetta jarðneska líf, pabbi minn. Dagurinn áður og dánardagurinn þinn voru fegurstu dagar þessa nýbyrjaða árs. Allan daginn áður og þar til hjarta þitt hætti að slá snjóaði mikið í stafalogni. Á tré og annað settist snjórinn og skapaði sannkallaðan ævintýrablæ. Er birti af morgni braust sólin fram og himinninn varð heiður, sama lognið hélst og það var fóstudagur. Fagrir fóstudagar voru í seinni tíð miklir tilhlökkunardagar hjá þér, þá héldu þér engin bönd og þá var brunað austur, já, austur á þínar bemskuslóðir í Mýrdalnum ar sem fjölskyldan á lítinn sælureit. sumar hefðu orðið tíu ár síðan við lögðum grunn að þessum reit okkar í Reynistúni. Á árunum höfum við átt þar með þér yndislegar stundir. Fyrst við byggingu húss, þá ræktun, umhirðu og svo ótalmargt annað en ekki hvað síst við að kynnast betur fólkinu okkar þar og umhverfinu öllu sem þú varst óþreytandi við að segja okkur frá og kynna betur. Fyrir ári vorum við þar á þorrablóti með Hverfingum og nú var búið að boða okkur á ný. En þú varst orðinn veik- ur og við afþökkuðum. Við ætluðum að fara seinna þegar dagurinn væri orðinn enn bjartari og þú hressari. En sá sem öllu ræður hefur nú hugs- að þér annað hlutverk. Eftir erum við og eigum minningar um einstak- an og yndislegan föður, föður sem hafði svo mikið til að gefa og miðla, jafnt okkur ungum sem eldri og svo börnum okkar og barnabörnum. Þú varst svo yndislegur, pabbi minn, til þín var svo gott að leita, það var svo gaman að vera með þér, þú varst okkur svo mikill félagi og vinur. Er við vorum börn varst þú oftast farinn til vinnu þegar við vöknuðum og oft vorum við sofnuð þegar þú 6.11. 1964. Sigurður vann hjá Bílasmiðj- umú hf. til 1974 er hann, ásamt nokkrum vinnufélög- um stofnaði Nýju bílasmiðjuna hf. Frá árinu 1987 vann Sig- urður þjá Bflaverk- stæði Jónasar í Kópa- vogi. Sigurður var einn af 25 stofnfélögum Félags bflamálara sem stofnað var 24.11. 1956. Hann var formaður þess frá 1965 til 1975 og heiðursfélagi frá árinu 1991. Hann var formaður prófanefndar um árabil og gegndi ýmsum trúnaðarstörfúm fyrir fé- lagið og Bfliðnafélagið. Böm Sigurðar og Ingibjargar em: 1) Marta Katrín, f. 23.11.1949, gift Halldóri Sigdórssyni og eiga þau þijú böm og tvö bamaböm. 2) Áslaug Brynja, f. 23.11. 1951 og á hún þijá drengi og eitt bamabam. 3) Ármann Óskar, f. 14.7. 1961, í sambúð með Fríðu Bjömsdóttur og eiga þau tvö böm. Útfor Sigurðar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. komst heim úr vinnu en þegar þú varst ekki að vinna þá gafst þú okk- ur allar þínar stundir. Oft komst þú með eitthvað heim til okkar sem þú hafðir búið til eða eitthvað til að stinga upp í litla munna. Þú fórst með okkur í göngutúra inn í Skeiðar- vog til ömmu, afa og Fúsa eða þegar þú eignaðist bíl þá fóru sunnudags- morgnamir í bíltúr niður á höfn og svo enduðum við inni í Skeiðarvogi. Er við urðum stærri fórum við að fara í veiðiferðir saman. Þú varst slyngur og heiðarlegar stangaveiði- maður og kenndir mér þá list að veiða og gefa umhverfinu og náttúr- unni sína virðingu. Ógleymanlegar eru allar veiðiferðimar í Vatnsána þar sem verslunarmannahelgunum var eytt um árabil af fjölskyldum ykkar Boggu systur þinnar. Til þeirra ferða var hlakkað til lengi og alltaf vom þær jafnskemmtilegar hvort sem við veiddum vel eður ei, því félagsskapurinn var númer eitt en ekki skemmdi ef vel veiddist og hverjum fiski var fagnað á sinn hátt. Þú varst mikill jarðræktarmaður og dafnaði allt vel sem þú ræktaðir, jafnt kartöflur, grænmeti og tijá- gróður, því þessu öllu sýndir þú svo mikla alúð. Bamabörnin fengu hvergi betri kartöflur en afakartöfl- ur og alltaf var hægt að fá sér við- bótarkartöflubita bara fyrir hann afa. Þú varst bílamálarameistari að mennt og vannst við það alla tíð frá 1945. Fagmennska þín var einstök, þú varst framsýnn og varst fljótur að tileinka þér allar nýjungar. Þú gegndir um árabil formennsku í Fé- lagi bílamálara og í prófanefnd bíla- málara auk allra annarra trúnaðar- starfa fyrir félagið og síðar Bíliðna- félagið. Flestir af þeim sem stunda rútubílaútgerðir og aðrar bílaútgerð- ir þekktu Sigga í Bílasmiðjunni og til hans var leitað. Virðing þín var ein- stök í þessu fagi, enda varst þú gerð- ur að heiðursfélaga. Þrátt fyrir að við lærðum ekki það sama þá kennd- ir þú mér handbrögðin og undirstöð- una þegar ég vann hjá þér sem sum- argutti þrjú sumur hjá Nýju bfla- smiðjunni. Það sem ég lærði þá hef- ur verið gott veganesti í mínu starfi í dag. Tónlistin og þá sérstaklega söng- urinn var þér í blóð borinn í ríkum mæli. Þú hafðir einstaklega fallegan, djúpan og þýðan bassa, varst eftir- sóttur í kómm og þú féllst vel inn í söngfjölskylduna hennar mömmu sem þú lagðir mikla rækt við. Hér í Reykjavík varst þú hjá dr. Róbert Abraham í kóram á yngri árum og lærðir mikið af. Árið 1973 varstu einn aðalmaðurinn að stofnun Söng- félags Skaftfellinga í Reykjavík. Sá kór söng við opnun hringvegai-ins á Skeiðai-ársandi 1974 og hefur verið starfandi síðan, eða í 25 ár. Öll þessi ár hefur þú verið ein aðalkjölfestan í kómum. Afmælishátíð verður eftir viku og nú verður í kómum stórt skarð. Pabbastrákur var ekki hár í loftinu þegar hann fór fyrst með þér á æfingai- niður 1 Lindargötuskóla og hlustaði á. Seinna þegar ég hafði ald- ur og rödd til fóram við að syngja þar saman og það sama gerðum við með karlakómum Stefni, eins í kirkj- um og þá lékum við okkur að því að syngja saman Glúnta og aðra dúetta. Þannig færði söngurinn okkur þétt saman og nutum við þeirra samvera- stunda okkar sérstaklega. Það verð- ur tómlegt að fara núna einn á æf- ingar en ég veit að þú ert með okkur og tekur undir í englakóram í Guðs- ríki. Þú varst, pabbi minn, mikill fjöl- skyldufaðii’ og þið mamma voruð yndislegir foreldrar. Ást ykkar og virðing hvort fyrir öðra er okkur til fyrirmyndar. Það var yndislegt að sjá hvað þið mamma nutuð ykkar nú í seinni tíð þegar við voram öll farin að heiman. Þið vorað mikið saman og dugleg í að rækta vini og ættingja og óþreytandi að fara austur í bústað á fóstudögum eftir vinnu. Þrátt fyrir að öll vinnuvikan lægi að baki fannst þú ekki fyrir þreytu þegar þú varst kominn þangað. Þannig veit ég að þér líður þar sem þú ert núna. Elsku pabbi minn. Við þökkum þér fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur bömum þínum, alla þína ást og hlýju og þann mikla kærleik sem þú áttir. Bömin okkar smáu og bamabörnin missa mikið því þú hafðir svo mikið að gefa þeim, en missir mömmu er mestur, síns besta vinar og félaga í hálfa öld. Við syrgj- um þig öll sárt en minning þín er Ijós á vegi okkar. Far þú í firiði, ffióur Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Guð geymi þig, pabbi minn. Marta Katrín, Áslaug Brynja og Ármann Óskar. Elsku afi okkar er látinn. Hann kvaddi þennan heim aðfaranótt fóstudags, 20. febrúar síðastliðinn, heima í Skipasundi hjá ömmu og bömum sínum. Amma vék ekki frá þér síðustu vikurnar og hjúkraði þér af alúð þar til yfir lauk. Eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm fékkst þú loks hvíldina en við kveðjum þig með trega, því söknuðurinn er sár. Minningamar hrannast upp, minningar tengdar manni sem aldrei sat auðum höndum, já, þannig mun- um við eftir þér, elsku afi, dyttandi að litla fallega húsinu ykkar eða að huga að kartöfluuppskeranni. Þú hafðir mikið dálæti á söng og bók- lestri, þú varst félagi í nokkram kór- um og nóbelsskáldið okkar var í miklu uppáhaldi hjá þér. Að sjálf- sögðu áttir þú allt ritsafnið hans og nutum við systkinin góðs af því á menntaskólaárum okkar. Sumarbú- staðurinn á Reyni, sem þú byggðir ásamt Óskari frænda, var þér þó kærastur og þar áttum við yndisleg- ar samverastundir með þér og ömmu. Þó að þú hafir ekki farið enn eina ferðina austur, eins og þú óskaðir þér, þá munum við ávallt finna fyrir návist þinni á Reyni. Jóla- dagskvöldin verða tómleg án þín, en við vitum að þú vakir yfir okkur og fylgist með okkur að handan. Elsku afi, við þökkum þér fyrir þær dýrmætu stundir sem við áttum saman. Við hittumst síðar. Sæll að sinni, elsku afi. Far þú í friði, Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, mamma, Áslaug og Óskar. Við biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um og þá sérstaklega ömmu, því missir hennai- er mestur. Sigurður Bryiyar, Þórey Iris og Halldór Reynir. • Fleiri minningargreinar um Sigurð Bryi\jólfsson bíða birtingar og munu biiiast í blaðinu næstu daga. SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON + Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EGGERTS ÓLAFSSONAR frá Höfnum, til heimilis á Háteigi 18, Keflavík, fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Kirkjuvogskirkjugarði, Höfnum. Ingi Eggertsson, Ásbjörn Eggertsson, Ólafur Eggertsson, Signý Eggertsdóttir, Páll Sólberg Eggertsson, Sigurður Ragnar Magnússon, Ágústa Halla Jónasdóttir, Jenný Karitas Ingadóttir, Kristjana Gisladóttir, Páll Bj. Hilmarsson, Kristjana Margrét Jóhannesdóttir, Magnea Gretarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG LÚTHERSDÓTTIR frá Þrándarstöðum, Kjós, Nökkvavogi 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Guðrún Ástvaldsdóttir, Haukur S. Ástvaldsson, Ingunn Ástvaldsdóttir, Lúther Ástvaldsson, Steinunn Ástvaldsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÓLAFSSON, Valdasteinsstöðum, Hrútafirði, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á morgun, laugardaginn 28. febrúar, kl. 14.00. Saetaferðir verða frá BSÍ. Elsa Gísladóttir, Sigurdís Erna Guðjónsdóttir, Ámi Karl Harðarson, Ólöf Kristín Guðjónsdóttir, Baldur Sæmundsson, Þórdís Edda Guðjónsdóttir, Bjarki Bjömsson, Elsa Margrét Árnadóttir, Bylgja Sif Árnadóttir, Særún Erla Baldurdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNBJÖRG (Adda) MAGNÚSDÓTTIR, áður lllugagötu 15, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardag- inn 28. febrúar og hefst athöfnin kl. 14.00. Dana S. Arnar, Steingrímur Felixson, Sandra ísleifsdóttir, Örn Engilbertsson, Marý Kristín Coiner, Stein Hinriksen, (sleifur Arnar Vignisson, Hulda Ástvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Hverfisgötu 9, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 28. febrúar kl. 11.00 árdegis. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á slysavarnadeildina Vörn eða Sjúkrahús Siglu- fjarðar. Anton V. Jóhannsson, Inger Kr. Jensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.