Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Jafntefli í Linares SKAK Linares, Spáni, 22. febrúar-9. mars SJÖ MANNA OFURMÓT Öllum þremur skákunum í fjórðu umferð lauk með jafntefli á mið- vikudagskvöldið. Aleksei Shirov, Spáni, er efstur á mótinu. SHIROV hefur hlotið tvo og hálf- an vinning af fjórum mögulegum, en næstir koma þrír stigahæstu skákmenn heims gráir fyrir jám- um með tvo vinninga úr aðeins þremur skákum. Það eru þeir Kas- parov, Kramnik og Anand. Tefld er tvöfóld umferð á mót- inu og má búast við æsispennandi keppni. Þessir sjö stigahæstu skákmenn heims reyna nú að styrkja stöðu sína fyrir væntan- lega heimsmeistarakeppni at- vinnumannasamtakanna PCA í haust. Ljóst er að Kasparov mun tefla einvígi við einhvern af hinum sex. Við skulum líta á glæsilega vinningsskák Shirovs frá Lin- aresmótinu: Hvítt: Shirov Svart: Topalov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - a6 5. Bd3 - Db6 6. Rb3 - Dc7 7. De2 - Rf6 8. Rc3 - d6 9. f4 - Be7 10. e5 - dxe5 11. fxe5 - Rfd7 12. Bf4 - Rc6 13. 0-0 - Rdxeð 14. Hael - Db6+ 15. Khl - Rxd3 16. Dxd3 - 0-0 17. Dg3 - Kh8 18. Bc7 - Da7 19. Ra4 x f6 20. Bb6 - Db8 21. Bc7 - Da7 22. Rb6 - e5 23. Rxa8 - Dxa8 24. Hdl - He8 25. Bd6 - Bd8 26. Rc5 Bli ■ m§ HH lil II - b6 27. Re4 - Rd4 28. Bxe5! - Rf5 29. Dg4 - Re3 30. Dh5 - Hg8 31. Df3 - Rxdl 32. Rd6! - Da7 33. Rxc8 - Dd7 34. Rd6 og Topalov gafst upp, því hann tapar manni. Skákþing Kópavogs 1998 Bjöm Þorfinnsson sigraði á Skákþingi Kópavogs 1998, sem haldið var með atskáksniði. Bjöm hlaut 5!/2 vinning af 7 mögulegum, en Einar Hjalti Jensson kom næstur með 5 v. Þar sem Einar Hjalti varð efstur Kópavogsbúa er hann skákmeistari Kópavogs 1998 og er þetta þriðja árið í röð sem hann hreppir titilinn. Röð efstu manna: 1. Bjöm Þorfinnsson 5'Æ v. 2. Einar Hjalti Jensson 5 v. 3. -4. Hlíðar Þór Hreinsson og Helgi Jónatansson 4!4 v. 5.-8. Sigurður Páll Steindórsson, Haukur Bergmann, Hrannar Baldurs- son og Páll Agnar Þórarinsson 4 v. Fjórtán kepptu á mótinu. Það var vel skipað, sem sést vel á því að meðal- stig keppenda voru 1.980 stig. Hraðskákmót Kópavogs Guðjón Heiðar Valgarðsson, 13 ára, sigraði á hraðskákmóti Kópa- vogs 1998. Þetta gerðist stuttu áð- ur en Guðjón brá sér tO Svíþjóðar og varð Norðurlandameistari í sínum aldursflokki í skólaskák. Honum fer greinilega ört fram um þessar mundir. Úrslit á hrað- skákmótinu urðu: 1. Guðjón Heiðar Valgarðsson 15 v. af 18 mögulegum. 2. Stefán Kristjánsson 14 v. 3. Hrannar Baldursson 13!4 v. 4. Páli Agnar Þórarinsson 13 v. 5. Hlíðar Þór Hreinsson 12!4 v. 6. Þorvarður F. Ólafsson ll'A v. 19 skákmenn tóku þátt í mót- inu. Skákkeppni stofnana og fyrir- tækja 1998. Búnaðarbanki Islands hf. sigr- aði í skákkeppni stofnana og fyr- irtækja, sem lauk á þriðjudaginn, eftir harða baráttu við íslands- banka hf. Úrslit réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. Þau urðu: 1. Búnaðarbankinn, A-sveit 30'Av. af 36 2. íslandsbanki hf. 29'A v. 3. Markaðsmenn ehf. 25'h v. 4. Búnaðarbankinn, B-sveit 17'A v. 5. Verzlunarskóli íslands 17 v. 6. Menntaskólinn í Kópavogi 16 v. 7. Landsbanki íslands hf. 16 v. 8. Sjónvarpsmiðstöðin 11% v. 9. Stálsmiðjan hf. 9 v. 10. Flensborgarskólinn 7% v. Sigursveit Búnaðarbankans skipuðu: Margeir Pétursson, Karl Þorsteins, Jón Garðar Viðarsson, Bragi Þorfinnsson, Kristinn Bjamason og Guðjón Jóhannsson Sveit Islandsbanka skipuðu: Björgvin Jónsson, Björn Þor- steinsson, Gunnar Björnsson, Ægir Páll Friðbertsson, Gunnar Gunnarsson og Ingvar Jóhannes- son Sveit Markaðsmanna skipuðu: Helgi Ólafsson, Helgi Áss Grét- arsson, Hrannar B. Arnarsson, Jón Þór Ólafsson, Sigurður Rún- arsson og Pétur J. Jónasson. Hraðskákkeppnin fer fram þriðjudagskvöldið 3. mars kl. 20. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson LINARES XXI. Styrklelkaflokkur StÍQ 1 2 3 4 5 6 7 VINI 1 Veselin Topalov BUL 2.740 XX 0 0 /2 1/2 2 Vladímir Kramnik RÚS 2.790 1 XX 1A /2 2 3 Aleksei Shirov SPÁ 2.710 1 1/2 XX 0 1 2!4 4 Peter Svidler RÚS 2.610 1/2 XX 1/2 0 1 2 5 Gary Kasparov ÚKR 2.825 /2 XX 1 1/2 2 6 Vyswanathan Anand ÚKR 2.770 1 1 0 XX 2 7 Vasílí Ivantsjúk RÚS 2.740 1/2 0 0 1/2 XX 1 ENSKT SEVILLE APPELSÍNU MARMELAÐI Gæðavara frá Elsenham PIPAR OG SALT l H j Klapparstíg 44 S: 562 3614 ..... 1 " í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vegxtr upp að Heklu MENN sem unnið hafa að ferðamálum hafa stundum rætt um að nauðsyn beri til þess að gera ökufæran veg upp á Heklu. Slíkt framtak, hugsanlega gert af einkaaðilum, væri hið besta mál. Kostnaður við þetta þarf ekki að vera mikill, en með öflugri jarð- ýtu er fljótlegt að gera vegarslóða upp eftir hlíð- um fjallsins. Braut sem hér um ræðir er vitanlega ekki varanleg og þyrfti ör- ugglega að ryðja hana á hverju vori. Sá kostur fylgir þessu að lítið mun bera á slíkum vegi úr fjarlægð, og því gæti hann varla flokkast undir það sem menn kalla sjónmengun. I annan stað er líklegt að gjóska úr fjallinu yrði fljót að afiná mannanna verk í næsta gosi. Þess vegna ætti eng- inn náttúruvemdarsinni að amast við lagningu á veg- arslóða sem hér um ræðir. Auðveldast er að leggja shkan bráðabirgðaveg upp suðvesturhlíðar fjallsins. Ef einkaaðilar sæju um slíka framkvæmd yrðu þeir eðlilega að taka veg- artoll fyrir bifreiðir sem notuðu veginn. Þeir myndu um leið sjá um einhverja þjónustu, fylgjast með um- ferð og fleiru. LJóst er að vegur upp eftir hlíðum Heklu mundi draga að fjölmarga ferða- menn, en eins og málin standa í dag eru fáir sem leggja í langa og erfiða gönguferð upp á Heklut- ind. Er ekki tími til kominn að fyrirmenn í ferðamálum á Suðurlandi knýi á um þessi mál og fái til liðs við sig starfsglaða þingmenn kjördæmisins? Ulfhéðinn. Vinafundur í Bræðrastofu BRÆÐUR og systur sem farið í ferðina Eng- land-Skotland um pásk- ana. Munið eftir upplýs- inga- og vinafundinum í Bræðrastofu, laugardag- inn 28. febrúar kl. 13.15. Minnismerki RANNVEIG Snót hafði samband við Velvakanda og vill leiðrétta það sem kom fram í Velvakanda 19. febrúar sl. þar sem Sólveig fjallaði um hvað væri dýrt að setja nafn á minnis- merki drukknaðra sjó- manna, að það kostaði 25 þúsund krónur, en það kostaði ekkert í Vest- mannaeyjum. Rannveig Snót segir að það sé ekki rétt. Fyrir um 2-3 árum greiddi fjölskylda Rann- veigar Snótar um 8 þúsund krónur fyrir að setja nafn á slíkan minnisvarða. Var þá nafnið grafið í plötu sem síðan var fest á minn- isvarðann. Eindagi ýmissa gjalda KRISTINN Breiðfjörð vill koma á framfæri að sam- ræma þyrfti reglur um eindaga ýmissa gjalda. Eindagi á t.d. bifreiða- gjöldum var 15. febrúar sl., sem bar upp á sunnudag, en hvergi kom fram á greiðsluseðlinum að til að losna við dráttarvexti þyrfti að vera búið að greiða gjöldin fyrir helg- ina. Mánudaginn 16. febrú- ar greiddi hann þessi gjöld i banka en fékk síðan dráttarvexti. Á greiðslu- seðlum frá Húsnæðismála- stjórn er tekið fram að til að komast hjá dráttarvöxt- um þurfi að greiða fyrir helgina. Dæmi eru um að fjár- málaráðuneytið rukki greiðendur um fjár- magnstekjuskatt allt niður í eina krónu. Hvað kostar það fyrir fjármálaráðu- neytið að innheimta slíkt? Tapað/fundið Týndur jakki SVÖRT kápa og drapplit- uð ullarpeysa töpuðust á Nellýs sl. laugardag, 21. febrúar, voru gi'einilega afhentar rangri manneskju úr fatahengi gegn númeri. Sá sem hefur þessar flíkur undir höndum vinsamleg- ast hafi samband í s: 568 3345. Turill. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með fjór- um lyklum í svörtu leður- hulstri fannst miðvikudag- inn 25. febrúar fyrir utan verslunina Bernharð Lax- dal á Laugavegi 63. Eig- andinn getur vitjað lyklanna í versluninni, s: 551 4422. tír tapaðist KARLMANNSÚR merkt JSI 26.03. ‘94 tapaðist fyrir utan Heilsugæslustöðina á Seltjarnamesi laugardag- inn 21. febrúar sl. Finn- andi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 551 7196 Dýrahald Hrói köttur er týndur HRÓI, sem er tveggja ára svartur og hvítur með svartan blett á trýni, ákaf- lega blíður og mannelskur, fór að heiman fyrir tæpum mánuði. Þrátt fyrir eftir- grennslan hefur hann ekki komið í leitirnar. Hans er sárt saknað af börnum og öðru heimilisfólki í Hrauntungunni í Kópavog- inum. Hugsanlegt er að hann hafi þvælst það langt í burtu að hann rati ekki heim. Hafi einhver hug- mynd um hvar Hróa er að finna þætti okkur vænt um að vera látin vita í síma 564 2073. Upplýsingar óskast HINN 7. eða 8. febrúar sl. var brotist inn í Econoline- hópbifreið þar sem hún stóð í Elliðavatnshverfi. Auk brotinnar rúðu og annarra skemmda hurfu eftirtaldir hlutir: farsíma- tól (Dancall), CB-stöð (Danita), höfuðhljóðnemi (Shure), vasasjónauki (Stora), sjúkrakassi (Landsbjörg), dekkjavið- gerðasett (Tech), verk- færataska, felgujárn, kuldagalli (grænblár), við- gerðasamfestingur (blár). ullarteppi (hvítt). Ábend- ingar um hvar þessa hluti gæti verið að finna eru vel þegnar. Upplýsingar ber- ist til Lögreglunnar í Kópavogi, sími 560 3039. skák llmsjón Margeir Pélursson STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja Indverja á opna Goodricke mótinu í Kalkútta um mánaðamótin. D. Barua (2.520) var með hvítt og átti leik gegn V. Saravanan (2.375). Svartur lék síðast 17. - e6-e5 sem reyndist of djarft: 18. cxd5! - exd4 19. d6+ - Df7 20. Bc4 - dxe3 21. Bxf7+ - Hxf7 (Svartur hef- ur fengið þrjá menn fyrir drottninguna sem oft eru nægar bætur, en hér er frumkvæði hvíts of mikið) 22. Hc7 - Bd7 23. fxe3 - Kf8 24. Dxf7+! (Fórnar drottningunni til baka og kemst út í unnið endatafl) 24. - Kxf7 25. Hxd7+ - Kg8 26. Hxb7 - Hd8 27. b5 - Hxd6 28. Hb6 - Hd5 29. bxa6 - Hxa5 30. Hb8+ - Kf7 31. Hb7+ - Kg8 32. a7 - Bh6 33. Hb8+ og svartur gafst upp. Mótið var mjög öflugt. Lokastaðan var þannig: 1. Nenashev, Úsbekistan 8 v. af 11 mögu- legum, 2.-8. Nigel Short og Jonathan Speelman, Englandi, Jurtaev, Ús- bekistan, Philip Schlosser, Þýskalandi, Dao Thien, Víetnam, Jan Ehlvest, Eist- landi og Barua, Ind- landi 7!4 v. o.s.frv. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... LÖNGUM hefur það eitt verið víst í mannheimi, að eitt sinn skal hver deyja. Því kom það Vík- verja þægilega á óvart að sjá í Morgunblaðinu litla frétt um að „dánartíðni var 30% lægri hjá þeim, sem drukku tvö eða þrjú vínglös daglega, en hjá þeim, sem ýmist neyttu ekki áfengis eða drukku of mikið af því“. Getur þetta verið satt? Eiga þeir, sem drekka í hófi, 30% meiri von en hinir um að verða eilífir? Ef hægt verður að fá hvert mannsbarn til að drekka tvö eða þrjú vínglös á dag, verða þá 30% mannkyns eilíf? En smám saman rann sannleik- urinn upp fyrir Víkverja. Hvílík vonbrigði! Blaðamanninum hafði orðið á í messunni. Hér var einfald- lega átt við, að þeir, sem drekka í hófi, deyi síður fyrir aldur fram en hinir. Gott, svo langt sem það nær. En allir munu þeir vitaskuld falla fyrir manninum með ljáinn fyrr eða seinna. Þessi rökvilla smeygir sér nú æ oftar inn í texta blaða- og frétta- manna. Hvort tveggja er, að þýtt er beint og hrátt úr erlendum frétta- skeytum og tekið er orðrétt og gagnrýnislaust upp úr skýrslum sérfræðinga. En bull er og verður bull, jafnvel þótt það eigi rætur í er- lendum málum eða virðulegum plöggum. xxx KUNNINGI Víkverja á höfuð- borgarsvæðinu er mikill áhuga- maður um skíði og notar hvert tækifæri sem gefst til að komast í brekkurnar í Bláfjöllum. Hann hef- ur ekki komist mikið á skíði í vetur vegna snjóleysis en um síðustu helgi rættist úr. Það var kominn ágætur snjór, að sögn starfsmanns á símsvara Bláfjalla, og mætti hann því snemma á laugardeginum enda fallegt veður. Það sem vakti furðu hans þegar hann kom á svæðið var að skíðalyftumar voru ekki allar til- búnar - loksins þegar hægt var að opna. Starfsmenn voru m.a. að setja stangir á skíðalyftuna við Ármanns- skála. Þetta fannst kunningja Vík- verja undarlegt því starfsmenn Blá- fjalla hefðu átt að hafa nægan tíma til að gera klárt fyrir veturinn, enda hefur svæðið aldrei verið opnað eins seint. Hvað hafa þeir verið að gera meðan þeir voru að bíða eftir snjón- um? spyr sá sem ekki veit. Snjór í brekkunum var með minna móti og þurftu skíðamenn að gæta ýtrustu varkárni. Það dugði ekki til vegna þess að skíðaslóðin var illa merkt og voru margir sem fengu slæmar rispur á skíðin sín. Nokkur óhöpp urðu einnig í brekk- unum vegna þessa. Það er ekki nóg að auglýsa opið og svo er svæðið ekki tilbúið til að taka á móti öllu því skíðaáhugafólki sem sækir skíðasvæðið. Miklar biðraðir mynd- uðust við lyftur og því enn meiri ástæða til að vera með allar lyftur í gangi. Betur má ef duga skal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.