Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 27 í ÞREMUR greinum hér á síðum Morgun- blaðsins hef ég bent á fjárhagslegan og stjórn- unarlegan ávinning sem fælist í því að sameina irekar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var minnst á að höfuðókostur þess að stækka sveitarfélög væri ópersónulegri stjórn og aukin fjarlægð stjórnkerfísins við íbú- ana. Ekki ætla ég að gera lítið úr þessum óhjákvæmilega fylgifiski stjómunar borga eins og Reykjavíkur. En einmitt Reylgavíkui’- borg hefur hrint af stokkunum til- raun til að færa ákveðin verkefni út í hverfín, nær fólkinu ef svo má segja. Grafarvogur hefur þannig verið val- inn sem reynsluhverfi, þar sem markmiðið er að hagræða og bæta þjónustu við íbúa Grafarvogs. Þessu til viðbótar er ætlunin að auka lýð- ræði með því að veita íbúum og full- trúum hverfafélags aukin áhrif á skipulag nánasta umhverfis og fyrir- komulag þjónustu. Verkefni þau sem færð eru út í Grafarvogshverfi era frá: Félagsmálastofnun, Skólaski’if- stofu, Dagvistun barna og Iþrótta- og tómstundaráði. Að auki er ætlaður flutningur á verkefnum ríkis á sviði heilsugæslu og lögreglu. Sérstök hverfismiðstöð sinnir persónulegri og félagslegi’i þjónustu við íbúana. Yfir hverfismiðstöðinni ríkir hverfisnefnd sem í eiga sæti þrír fulltrúar úr borg- arstjóm og tveir úr íbúasamtökun- um. Hverfisnefndin hefur eigin fjár- hag og getur skipt honum niður á verkefni sín eftir ákveðnum reglum. Valddreifing út í hverfin Tilraunaverkefninu um reynslu- hverfið Grafarvog lýkui’ árið 1999 og verður afar fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Til að koma í veg fyrir ópersónulega og fjar- læga stjórn í mjög fjöl- mennu sveitarfélagi (á íslenskan mælikvarða) er afar æskilegt að dreifa valdi út í hverfin í vissum málaflokkum. Mín skoðun er sú að réttast sé að hluti slíkr- ar nefndar sé skipaður af sjálfri borgarstjórn- inni, en aðrir kjörnir beinni kosningu sam- hliða sveitarstjómar- kosningum. Einstök hverfa- eða hagsmuna- félög gætu komið að slíkri hverfanefnd með áheyi'narfull- trúa sem hefði bæði málfrelsi og til- lögurétt. Sumir eru þeirrar skoðunar að stefna beri að stóraukinni samvinnu Vaninn, segir Einar Sveinbjörnsson, má ekki verða skynseminni yfirsterkari. sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu í stað sameiningar þeirra. Þó samvinna sé nokkur í dag í t.d. skolpdælingu og ýmsum öðrum málaflokkum gæti hún vissulega verið öllu umfangsmehi ef vilji væri fyrir hendi. Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) árið 1996 var hins vegar gerð stefnumarkandi samþykkt í þá veru að samtökin væru fyrst og fremst samráðsvettvangur. Með þeimi sam- þykkt er ljóst að sveitarstjórnar- menn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki reiðubúnir að virkja SSH í þágu aukins samstarfs. Á það hefur þó verið bent að samvinna sveitarfé- laga á ýmsum sviðum þó 'hagkvæm sé geti síðar leitt til óhagræðis. Ef stofnaðar eru samstarfsnefndir og ráð nokkuma sveitarfélaga um til- tekin verkefni getur öll ákvarðana- taka orðið mjög þung í vöfum því sjálf yfirstjórn þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli hafa alltaf lokaorðið. Nokkrir möguleikar færir Að framansögðu tel ég því heppi- legi’a að stefna að frekari samruna sveitarfélaganna, heldur en að auk- inni samvinnu. Kostirnir eru nokkrir (íbúatala innan sviga): 1. Höfuðborgarsvæðið eitt sveitar- félag (161.000). 2. Reykjavík, Seltjarnarnes, Mos- fellsbær (115.000). Kópavogur, Garðabær, Bessastaðahreppur, Hafnarfjörður (46.000). 3. Reykjavík, Seltjarnarnes, Mos- fellsbær, Kópavogur (136.000). Hafn- arfjörður, Bessastaðahreppur, Garðabær (27.000). Fleiri samsetningar em vissulega fyrir hendi, en eiga það allar sameig- inlegt að ganga mun skemmra en til- lögurnar hér á undan. Á þessari stundu er ekki rétt að gera upp á milli ofannefndra kosta, en ég vil jafnframt láta þá skoðun í ljós að sá fyrsti er ekki álitlegur nema höfuð- borgarsvæðinu verði skipt upp í stjórnsýsluhverfi á líkan hátt og Reykjavík gerir tilraun með í Graf- arvogi um þessai’ mundir. Með frekai-i sameiningu sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu sparast fjármagn í yfirstjórn. Það má síðan nota í að byggja upp frekari þjón- ustu til hagsbóta fyrir íbúana. Loka- orð mín í þessari síðustu grein minni um hugsanlegan samruna sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu verða þessi: Sveitai’stjórnarmönnum ber skylda til að ræða þessi mál af hisp- ursleysi, þar sem skoðaðir verða kostir og gallar þess að sveitarfélög stækki á höfuðborgarsvæðinu. Flokkapólitík og gamaldags hreppa- rígur mega ekki verða til þess að kæfa slíka umræðu í fæðingu. Van- inn má ekki verða skynseminni yfir- sterkari. Höfundur er veðurfræðingur. Úr viðjum vanans Einar Sveinbjörnsson Viðhorf til brióstagjafar SAGA brjóstagjafar á Islandi er ekki eins löng og ætla mætti. í heim- ildum frá 17. öld og fram á þá 20. lítur út fyrir að brjóstagjöf hafi ekki verið almenn hér á landi. Þá var brjósta- gjöfin talin sársaukafull og að hún myndi spilla útliti kvenna. Einnig var talið að önnur næring væri betri fyrir börnin, svo sem kúamjólk. Það höfðu þó ekki allir að- gang að kúamjólk. Þannig fengu börn fá- tækra mæðra móður- mjólkina þar sem ekki var um neitt annað að ræða. I kjölfar mikils ungbarna- dauða var farið að upplýsa fólk um kosti móðurmjólkurinnar. Það var um síðustu aldamót að heilbrigðisyf- irvöld fóru að predika fyrir því að konur legðu börn sín á brjóst. Miklar breytingar hafa átt sér stað hér á landi síðan. Fólk er upp- lýstara en áður um kosti þess að hafa börn á brjósti. Það er almennt viðurkennt í okkar þjóðfélagi að hafa börn sín á brjósti í 6-9 mánuði og allt að eins árs aldri. En þá eiga þau líka að hætta, venja þau af brjósti. Af hverju er þetta viðhorf íikjandi? Ömgglega eru á því margar skýi’ing- ar. Ein ástæðan er efalaust lengd fæðingarorlofs. I dag dugar ekki ein fyi’h’vinna til að framfleyta fjölskyld- unni og því fara margar mæður að vinna strax að því loknu. Þegar kon- Sóley Stefánsdóttir ur fara út að vinna er oft búið að venja bamið af brjósti, því margar konur treysta sér ekki tO að hafa saman úti- vinnu og brjóstagjöf. Önnur ástæða eru þau óformlegu skilaboð sem uppalendur fá úr bókum um vöxt og þroska barna. Umfjöll- un um brjóstagjöf í bókunum tilheyrir ein- ungis aldursskeiðinu 0- 12 mánaða. í sumum er tekið fram að þægilegt sé að venja böm af brjósti við og fyrir eins árs aldurinn því það sé auðveldara þá en síðar. Þriðju ástæðuna tel ég vera skoðanir fólks. Það eru nefnilega ofsalega margir tilbúnir að láta álit sitt í ljós Það er almennt viðurkennt í okkar þjóðfélagi, segir Sóley Stefánsdóttir, að hafa börn á brjósti í 6 til 9 mánuði. hvað sé gott fyrir barnið og hvað ekki og margir falla í þá gryfju að telja að það sem þeir og þeirra fjöl- skylda gerði sé það eina rétta fyrir alla hina. Hve oft hafa þær mæður sem hafa verið með böm sín á brjósti lengur en eitt ár ekki fengið að heyra fullyrðingar eins og: „Þú verð- ur svo bundin yfir barninu!“ Hvaða næringu sem barnið fær þá þarf að sinna því. Brjóstagjöf bindur ekki móður yfir barni sínu frekar en ann- að uppeldi. Það er frekar spurning um skipulag. „Mjólkin er ekki nógu góð, bara sull.“ Þetta er ekki rétt. Mjólkin heldur næringargildi sínu, samsetn- ing hennar breytist eftir aldri barns- ins. „Barnið þarf ekki á þessu að halda.“ Brjóstagjöf er næring, bæði líkamleg og andleg. Tilfinningalegt samband móður og barns þegar barni er gefið brjóst er mikið og era þetta oft fyrstu skrefin að ævarandi vináttu þeirra. „Börn verða matvönd - vilja ekki borða venjulegan mat.“ Rangt. Barn sem er komið á annað ár er fært um að neyta allrar hollrar og góðrar fæðu með brjóstagjöfmni og brjóstagjöfin hefur ekki áhrif á matvendni þess nema síður sé. Mat- vendni er fi-ekar spurning um upp- eldi. Barn sem er á brjósti hefur þegar „smakkað" margt í gegnum brjóstamjólkina. Ef fjölskyldumeðlimir - móðir - faðir - barn vilja halda brjóstagjöf áfram eftir eins árs aldur er það þeirra val frekar heldur en hvað öðr- um fínnst. Fólk kemur til með að hafa áfram skoðanir á því hver sé heppileg lengd á brjóstagjöf og það hentar ekki öllum fjölskyldum það sama. Það vill stundum gleymast að börn era eins misjöfn og þau era mörg og þarfir þeirra líka. Því ætti hver og ein fjölskylda móðir - faðir - barn að ákveða hvað hún telur að henti sinni fjölskyldu og aðrir að virða þær skoðanir. Það kemur að því einn góðan veðurdag að barnið hættir - öll börn hætta einhverntíma á brjósti. Höfundur er hjálparmóðir hjá Barnamálum. Allt í lagi í þetta sinn „ÁVERKAR sjást ekki á dýrinu aðrir en smásár á augabrún yf- ir vinstra auga, þar sem húðin hefir sprungið. Ur því hefir blætt talsvert yfír allt trýni neðan augna og milli þeirra. Miklar blæðingar eru undir skinni á enni. Blæð- ingar era í vöðvum, yfir auga og á kinn. Blætt hefir undir vinstra augað og það þrýst nokkuð út. Ekki er hornhimna sködd- uð og blætt hefir í augað, bæði í forhólf þess og bak við sjáaldur. Hvítan í báðum augum er rauðlituð af blóði, einkum þó í vinstra auga. Blæðingar eru í nasaholi og slím- húð þar mjög þrútin af blóði. Dökkvi þ.e. blóðsöfnun og smá- blæðingar í vöðvum og hálsi fram undir haus. Blæðingar miklar eru yfír heila- himnu, einkum vinstra megin að því er virðist af höggum, einnig aft- ur með höfuðbeinum að mænuopi og inn í mænugöng. Mænukólfur og fremsti hluti mænu er umflotinn blæðingum. Höfuðbein eru óbrotin en brjósk í trýni vinstra megin er skaddað. Bjúgur er í lungum og smáblæðingar, hjarta er slappt og útþanið. Lítilsháttar aukning (5-10 ml) er á vökva í brjóstholi, blóðlit- aður vökvi um 30 ml er í kviðarholi, líklega frá smásprungu í lifur. Blóðið er mjög dökkt og ber merki um súrefnisskort. Að öðra leyti eru líffæri eðlileg. Ályktun: Dýrið virðist hafa fengið þung höfuðhögg, einkum yfir vinstra auga. Það hefir alls ekki getað veitt sér þessa áverka sjálft. Sprangið hefir fyrir á augabrún og miklar blæðingar era í vöðvum. Höfuð- kúpan er ekki brotin. Blæðingar til Mann setur hljóðan við lestur dómsins, seg- ir Sigríður Asgeirs- Sigríður Ásgeirsdóttir litla hundsins. Engar bætur voru dæmdar. Forsaga málsins er sú að árið 1991 fá mæðgur í Neðstaleiti sér lítinn hund, með leyfi borgaryfirvalda. Móðirin er sjúklingur og litli hundurinn veit- ir henni þrótt og nýjan kjark til að takast á við veikindi sín. Litli hundurinn er hvers manns hugljúfi og enginn amast við hon- um fyrr en nýr eigandi kemur í húsið fjóram áram seinna. Engin marktæk skýring hef- ir fengist á því hvers vegna hann byrjar að amast við hundinum. Fyrsta janúar 1995 taka gildi svokölluð fjöleignarhúsalög og samþykktar era húsreglur í húsfé- laginu að Neðstaleiti 1, sem banna hundahald í húsinu en þeim er ekki þinglýst. Og nú upphefjast sannkallaðar nornaveiðar í húsinu, sem lýkur með því að borgaryfir- völd afturkalla leyfið fyrir hundin- um, hann skal burt úr húsinu. Mæðgurnar biðjast vægðar og ná samkomulagi við borgaryfirvöld um að frænka þeirra taki hundinn til sín en hann fái að koma í heim- sóknir til mæðgnanna. Samkvæmt hundasamþykktinni eru heimsókn- ir hunda leyfðar í eina viku í senn, ótiltekið hve oft. Mótleikur húsfé- lagsins við þessu er að banna heimsóknir hunda eða katta í hús- ið. Engin lagaheimild er til fyrir því að húsfélög geti skert persónu- frelsi íbúanna með þessum hætti. Mann setur því hljóðan við lest- ur ofangreinds dóms og maður spyr sjálfan sig, hvað er að gerast og hvert er fordæmisgildi dómsins. Jú, fordæmisgildið er einfaldlega þetta: „Ef þú lendir í snöggu ójafn- vægi vegna ögrana, mátt þú mis- þyrma konum og drepa dýr - ef þú bara gerir ekkert af þér næstu tvö árin.“ Höfundur er lögfræðingur og formaður Dýraverndunarsambands íslands. dóttir, og spyr hvaða fordæmisgildi svona dómur hafi. heilabús, sem voru talsvert miklar hafa þrýst á heilann og ásamt höf- uðhöggum valdið meðvitundar- leysi. Blæðingar til mænukólfs og mænu hafa að öllum líkindum lam- að dýrið. Blóðið er mjög dökkt og ber öll merki súrefnisskorts. Dauði hefír orðið af köfnun.“ Þessi krufningsskýrsla er ekki úr hryllingssögu eða X-files. Þetta er bláköld staðreynd og svona var litli hundurinn útleikinn, sem for- maður húsfélagsins í Neðstaleiti 1 drap fyrir tæpu ári. í dómi héraðsdóms frá 13. janú- ar sl. segir: „Þegar allt er virt er sannað að tíkin drapst af áverkum, sem ákærði veitti henni. - Refsing ákærða verður ákveðin með hlið- sjón af 77. gr. alm. hegningarlaga og þykir hæíilega ákveðin varðhald í 30 daga, en þar sem ákærði hefir ekki áður hlotið refsingu og hefir að því er best verður séð framið brot sín vegna snöggs ójafnvægis, sem augljóslega á rætur að rekja til sífelldra ögrana . . . þykir mega ákveða að fresta skuli fullnægingu refsingarinnar og niður skal hún falla að tveimur áram liðnum . . . haldi ákærði almennt skilorð." Ákærði, formaður húsfélagsstjórn- arinnar, var einnig fundinn sekur um líkamsárás á annan eiganda Utsala Gíftxrleg verðlækkun. Lokadagar útsölunnar Ath.: Einnig nýjar vörur. Opið kl. 10-18, laugard. kl. 10-16. JOSS Laugavegi 20, s. 562 6062.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.