Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ i + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, (áður Efstaleiti 14), andaðist miðvikudaginn 25. febrúar sl. Stefán Gunnarsson, Agla Marta Marteinsdóttir, Guðlaug Konráðsdóttir, Þórhildur Gunnarsdóttir, Magnús Jónsson, Gunnar Gunnarsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Stefán Ólafsson, Árni Gunnarsson, Guðrún Dís Jónatansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR HELGI GÍSLASON, Völlum, Garði, lést miðvikudaginn 25. febrúar. Guðfinna Jónsdóttir, Marta Guðmundsdóttir, Kjartan K. Steinbach, ingibjörg J. Guðmundsdóttir, Ólafur Örn Ingólfsson, Jón Guðmundsson, Jónína Margrét Sævarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Einar Ingi Magnússon, Þorleifur St. Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNUR KRISTINN VÉSTEINSSON, Byggðavegi 119, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Höfðakapellu mánudaginn 2. mars kl. 15.00. Guðbjörg Fanney Valdimarsdóttir, Finnur Finnsson, Sigrún Jóna Daðadóttir, Vésteinn Finnsson, Guðbjörg Huld Grétarsdóttir og barnabörn. + Elskuleg dóttir mín, systir og mágkona, GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Kleifarhrauni 2b, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju ( Vestmanna- eyjum laugardaginn 28. febrúar kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ingunn Júlíusdóttir, Svanhildur Eiríksdóttir, Arnór Þáll Valdimarsson. + Systir mín, GUNNHILDUR EYJÓLFSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, er látin. Útförin hefur þegar farið fram. Fyrir hönd ættingja, Ágúst Eyjólfsson. + Eiginmaður minn og bróðir okkar, ÞORVARÐUR ÞÓRÐARSON frá Votmúla, til heimilis á Engjavegi 75, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Ljósheima. Þóra Magnúsdóttir, Jóni'na Þórðardóttir, Sigríður Þórðardóttir. GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON + Guðmundur Guð- jónsson fyrrum bankastarfsmaður fæddist í Sölvholti í Flóa 19. september 1912. Hann lést á Landakoti í Reykja- vík 19. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Guðnason bóndi í Sölvholti og Bitru í Flöa og seinni kona hans Bryngerður Ei- ríksdóttir. Albróðir hans var Magnús Bryngeir Guðjóns- son, en hálfsystkini Guðrún, Sig- ríður, Guðni og Halldór Guð- jónsbörn. ÖIl eru þau látin. Hinn 7. nóv. 1953 kvæntist Guðmundur eftirlifandi eigin- konu sinni Svanhildi Magnús- dóttur, f. í Reykjavík 6. apríl 1933. Foreldrar hennar eru Magnús Guðmundsson og Dóra S. Halldórsdóttir dóttir Sigríðar Guðjónsdóttur áðurnefndrar. Börn þeirra Guðmundar og Svanhildar eru: 1) Dr. Viðar Guðmundsson eðlisfræðingur, f. 1955, kvæntur Gerlinde Annemarie Xander ritara, f. 1947. Barn þeirra er Máni Marí- us Viðarsson f. 1989. Áður eign- aðist Gerlinde Heike, f. 1967. Barn Heike er Nina, f. 1988. 2) Bryngeir Guðjón Guðmunds- son rafeindavirki, f. 1957, í sambúð með Katrínu Hallgríms- dóttur tækniteikn- ara, f. 1969. Barn þeirra er Svanhildur Tekla, f. 1996. Fyrir á Katrín Hallgrím, f. 1992. Áður eignaðist Bryngeir þrjú börn, Bryngeir Arnar, f. 1981, Berglindi, f. 1984, og Evu, f. 1987, með fyrri konu sinni, Dóru Elisabetu Sig- urjónsdóttur atvinnubflstjóra, f. 1961. Fyrir átti Dóra Önnu Björk, f. 1977. 3) Guðmundur Halldór Sigurþór Guðmundsson trétæknir, f. 1961, kvæntur Hönnu Ilalldóru Leifsdóttur leikskólakennara, f. 1966. Börn þeirra eru Arna Diljá, f. 1989, og Hafdi's Birna, f. 1994. 4) Dr. Anna Dóra Guðmundsdóttir efnafræðingur, f. 1962, gift dr. Kristni Kristinssyni rafmagns- verkfræðingi, f. 1964. 5) Öskar Guðmundsson hjá starfsþjálfun Bjarkaráss, f. 1971. Guðmundur verður jarðsettur frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Fallinn er frá góður vinur og frændi. Hann kvaddi þetta jarð- neska h'f 19. febr. eftir löng og ströng veikindi, með þein-i hógværð og ró sem var svo ríkur þáttur í eðli þessa mæta manns. Alltaf er það svo að við sem eftir lifum erum ein- hvern veginn aldrei viðbúin hinstu kveðjunni, þó við vitum, jafnvel í langan tíma, að engin von er um bætta heilsu og leiðarlokin á næsta leiti. En sorgin víkur að lokum fyrir birtu og góðum minningum um hinn liðna. Nú er hann laus úr viðjum hins erfiða Parkinsons-sjúkdóms sem gerði honum lífið svo leitt tO margra ára. Ég er búin að umgangast hann Munda, en það var hann ávallt kall- aður í minni fjöjskyldu, allt mitt líf, en faðir minn Oskar og hann voru systrasynir. Hann flutti til Reykja- víkur 1938 og bjó þá hjá móðursyst- ur sinni Sesselju og hennar fjöl- skyldu á Bjarkargötu 12 í um það bil 15 ár, eða þar til hann kvæntist. Það var þá sem hann fékk stóra vinninginn í lífi sínu, hana Svönu, enda mátti hann aldrei af henni sjá allt til hins síðasta. Það geislaði af þessum glæsilegu hjónum alla tíð, hún svo ung og falleg, hann vel klætt glæsimenni. En það sem mér sem ungri stúlku fannst nú ekki síst, voru fínu, vel hirtu bílamir hans. Samhent voru þau í öllu bæði tvö, glaðlynd og höfðingjar heim að sækja, hvort heldur var í Asgarðinn eða sælureitinn þeirra í Grímsnes- inu. Sem dæmi um rausnarskap og ánægju þeirra að gefa öðrum má ég tfl að láta hér fylgja smá sögu. Það stóð til að ég, hún litla frænka, færi að gifta mig, þá skeður það einn daginn að Mundi frændi kemur á vinnustaðinn minn og spyr hvort ég geti skotist með honum í nálæga verslun, því hann ætlaði að gefa henni Svönu sinni matar- og kaffi- steO. Ég átti að velja það því við höfðum svo líkan smekk. Þetta var auðsótt mál og mér fannst feikna upphefð í því að fá að vera með í þessu. En hvað skeði, svo á brúð- kaupsdaginn minn, stóri kassinn með matar- og kaffistellinu var kominn inn á gólf á nýja heimOinu okkar þegar við komum heim. Það er ljúft að eiga slíkar minningar sem geymast en gleymast aldrei. Ai-in liðu og fjölskyldan stækkaði, bömin urðu fímm, fjórir synir og ein dóttir. Fjögur þeirra ei-u búin að stofna eigin heimiH fyrii- mörgum árum en Oskar sá yngsti er einn eft- ir heima. Öll hafa þau verið foreldr- um sínum til mikillar gleði og stutt þau í veikindum fóður síns, enda vel menntað dugnaðarfólk. Að lokum sendi ég Svönu og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og kveð nú að sinni kæran frænda og þakka alla þá vináttu og tryggð sem þau hjónin hafa sýnt mér og fjölskyldunni allri. Sérstak- lega þakka ég fyrir móður mína sem þau hafa öll verið einstaklega góð við. Vertu sæll, frændi og vinur. Hvíl í friði. Hjördís O. Óskarsdóttir. Þegar ég kveð vin minn Guð- mund Guðjónsson eftir meira en 60 ára vináttu, þá er mér efst í huga hvílíkur lánsmaður ég hef verið, að eiga slíkan vin í öll þessi ár. Það var á stríðsárunum sem ég kynntist Guðmundi. Ég var þá nýlega orðinn starfsmaður í Landsbanka Islands. Hann var verkfæravörður í Stálsmiðjunni. En þessi verkfæra- vörður átti bfl og þessi bfll var var engin drusla. Þetta var Buick. Það + Ástkær faðir minn, bróðir okkar, afi, langafi og vinur, ÞÓRARINN SVANBERG BJÖRNSSON, Vallargerði 4, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 15. febrúar eftir stutta legu. Jarðarförin fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 25. febrúar að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Ragnar Þórarinsson. voru ekki margir Buickar á íslandi á stríðsárunum, kannski einn eða tveir. Hvernig vék þessu við? Jú, þessi Buick hafði lent í því sem nú myndi líklega vera kallað torfæru- akstur. Öllu má ofbjóða og svo var með Buickinn. Það hafði brotnað vélarhluti í átökunum. Buickinn náðist upp úr keldunni eða hvað það hét. Hann var dreginn til Reykja- víkur og hafði verið geymdur á af- viknum stað í nokkurn tíma. Ekkert var hægt að gera. Það voru engir varahlutir til í henni Ameríku. Am- eríkanarnh’ voru í stríði upp á líf og dauða og framleiddu bara jeppa og skriðdreka. A.m.k. framleiddu þeir ekki varahluti í Buick. Bfllinn var „ónýtur" í ófyrirsjáanlegan tíma. En þá kom maður og gerði kauptil- boð í ónýta Buickinn. Eigandinn varð að vonum himinlifandi. Hann hafði litið á bflinn sem glatað fé. Hvaða maður var það sem vildi kaupa bíl í svona ásigkomulagi? Jú, það var Guðmundur Guðjónsson. Hann smíðaði það sem vantaði og Buickinn malaði eins og hann hefði aldrei kennt sér meins. Þannig eignaðist Guðmundur fyrsta Buick- inn. En því segi ég þessa sögu, að engan mann hef ég vitað jafnupp- lagðan til náms, já og afreka í vél- fræði og Guðmund. Hins vegar vai- ekki langskólanámi fyi-ir að fara hjá honum. Þar var ekkert nema bama- skólanámið. Og það sem það var, þá var megináherslan lögð á að gera hann rétthentan en engan mann hef ég vitað jafn rækilega örvhentan og hann. Guðmundur gerðist bílstjóri í sinni sveit, Flóanum, en fluttist til Reykjavíkur og gerðist verkfæra- vörður hjá Stálsmiðjunni. Þar kynntist ég Guðmundi í „gegnum" Friðrik Jörgensen, sem vai- skrif- stofumaður hjá sama íyi-irtæki. Við þrír, ásamt Pétri Andréssyni sölu- manni og síðar kaupmanni, vorum miklfl- mátar um árabil. Minnist ég þessa tímabils með mikilli ánægju. Guðmundur fór að starfa sjálf- stætt við bflaviðgerðir. Einhvern tímann á árunum 1964 til 1968, þeg- ar ég var forstöðumaður Lang- holtsútibús Landsbankans, barst það í tal milH okkar Einvarðs Hall- varðssonar, sem þá var starfs- mannastjóri bankans, hvað ætti að gera í flutningum milli aðalbanka og útibúa á Reykjavíkursvæðinu. Þessi þáttur í starfsemi bankans var þá í mótun og hafði gengið á ýmsu. Þó aðallega á vem veginn. Ég sagði Einvarði, að ég vissi um mann sem örugglega gæti leyst þennan vanda. En það yrði að gera betur við hann en „stráklingana" sem bankinn hafði hingað til haft í þessu starfi. Og þetta væri hægt að gera með því að fela þessum manni viðgerðir og viðhald á bfl bankans. Guðmundur var ráðinn og þar með voru þessar áhyggjur starfsmannastjóra úr sög- unni. Guðmundur starfaði síðan hjá Landsbanka Islands þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann „virtist" öllum mönnum vel, þ.e. hann kom sér alls staðar vel, enda er enginn hissa á því, sem þekktu skapgerð og allt viðmót Guðmund- ar. Síðustu tvo áratugi barðist Guð- mundur við illvígan vágest, Parkin- sonsveikina. Sú hetjulega barátta vakti allra aðdáun, sem til þekktu. Ekki vakti umhyggja og barátta Svanhildar eiginkonu hans minni aðdáun. Hjúkrun Svanhildar, allan þennan tíma, sýndi svo ekki varð um villst að ekki hugsa allir fyrst og fremst um sjálfa sig. Aldrei, allan þennan tíma, var bilbug á henni að finna, hvað þá að um uppgjöf væri að ræða. Það sýnir best hvers konar manngerð hún er. Nú, þegar leiðir skilja í bili, votta ég Svanhildi og börnunum og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Enginn veit betur en ég hvflíkur mannkostamaður er horfinn yfir móðuna miklu þar sem Guðmundur Guðjónsson er. Við eigum þó vonina um að hitta Guðmund aftur hinum megin. Guð blessi minningu Guðmundar Guðjónssonar. Jón Júlíus Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.