Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bfldudalur fylgir henni ævilangt Bílddælingar fylgjast vel með sinni þekkt- ustu dóttur, Völu Flosadóttur, og eru stolt- ir af afrekum hennar. Helgi Bjarnason var á æskustöðvum Völu í Arnarfirði. VALA átti mjög skemmti- leg ár á Bíldudal. Þetta voru mikil mótunarár. Hér upplifði hún það að verða hluti af hópi,“ segir Flosi Magnússon, prófastur á Bíldudal, um dóttur sína, Völu Flosadóttur, heimsmethafa í stangarstökki inn- anhúss. Vala bjó á Bíldudal frá átta til fjórtán ára aldurs og þar býr faðir hennar. Hún tengist staðnum sterkum böndum, eins og meðal annars hefur komið fram í falleg- um kveðjum sem hún hefur sent þangað í fréttaviðtölum. Vala er fædd í Reykjavík og ólst þar upp til átta ára aldurs, aðallega í Árbæjarhverfi. Hún flutti til Bíldudals með fjölskyldu sinni árið 1986. „Hún var róleg fyrst þegar hún kom en tók þátt í öllu. Vala var alltaf mjög dugleg og metnaðar- gjöm og jafnframt indæll nem- andi,“ segir Nanna Sjöfn Péturs- dóttir, skólastjóri á Bíldudal, sem var umsjónarkennari hjá bekknum hennar Völu öll árin sem hún bjó fyrir vestan. Stærst í bekknum „Hún kom inn í bekkinn ári yngri en við hin. En hún féll vel inn í hópinn og allir kunnu vel við hana,“ segir bekkjarbróðir Völu, Valdimar Ottósson sjómaður. Hann segist hafa verið stærstur í bekknum áður en Vala kom en það hefði breyst við komu hennar. „Vala var alltaf langstærst í bekkn- um,“ segir hann. Flosi telur að ekkert sérstakt hafí bent til þess í æsku Völu að hún yrði afrekskona í íþróttum, nema ef vera skyldi líkamsvöxtur- inn. „Við spáðum ekkert í það hvað yrði úr Völu. Hún varð strax stór og sterkleg stelpa, frekar búlduleit fram undir tíu ára aldur en þá fór að lengjast á henni andlitið,“ segir faðir hennar. Hann segir að móðir Völu, Ragnhildur Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur, hafi um tíma haft áhyggjur af því að hún yrði mjög stór. Þau hafi látið athuga það og hæðarspá sýnt að fullvaxin yrði hún 1,80-1,82 metrar á hæð. „Vala ákvað sjálf að fara ekki í meðferð vegna þessa, róleg og yfir- veguð eins og hún var vön,“ segir Flosi. Spáin rættist því Vala er um 180 sentímetrar á hæð. Vala hafði ekki verið í íþróttum í Reykjavík en byrjaði strax þegar hún flutti á Bíldudal. „Hún fékk strax mikinn áhuga á frjálsum íþróttum, hafði mestan áhuga á há- stökki en var í öllum hinum grein- unum, hlaupum, köstum og stökk- um,“ segir Runólfur Ingólfsson, umsjónarmaður hjá Orkubúi Vest- fjarða á Bíldudal, en hann var for- ystumaður í íþróttafélagi Bílddæl- inga (ÍFB) þegar Vala æfði og keppti með félaginu. „Það kom fljótt í ljós að þetta var fyrir hana,“ segir Flosi um íþróttaáhugann. Metnaðurinn kom í ljós A þessum árum var gott frjálsí- þróttastarf á Bíldudal. Æft var allt sumarið undir stjórn þjálfara. Meðal þjálfara Völu var Valdimar Gunnarsson íþróttakennari og lærði hún mikið af honum. IFH sendi lið á héraðsmót Héraðssam- bandsins Hrafna Flóka (HHF) og vann þau frá 1988. Vala keppti í mörgum greinum og bar fljótt af öðrum keppendum á héraðsmótun- um og þeim Vestfjarðamótum sem hún keppti á. Hún varð til dæmis stigahæsti einstaklingur mótanna hjá HHF þrjú ár í röð. Á þessum árum setti hún fjölda héraðsmeta í ýmsum greinum frjálsra íþrótta, flest þó í hástökki og lang- stökld sem urðu þegar frá leið hennar aðalkeppnis- greinar. „Þegar hún fór að keppa á mótunum kom í ljós hvað hún var metnað- argjöm. Hún fór langt á viljanum og var ákveðin í að standa sig,“ segir Nanna Sjöfn skólastjóri en hún fór með krökkun- um á mörg mót. „Hún varð strax mjög skemmti- legur íþróttamaður. Hún var ákveðin við sjálfa sig en skapið alltaf jafn gott. Hún var öguð, alveg eins og maður sér hana í keppni í dag. Þegar það fauk í hana var það bara út í hana sjálfa. Það örlaði aldrei á hroka eða yfirlæti á nokkurn hátt þótt henni gengi svona vel,“ segir Runólfur. Ólíkar aðstæður Þegar fjallað hefur verið um af- rek Völu er stundum talað um hvað aðstaða til íþróttaiðkunar hafi verið frumstæð á Bíldudal miðað við þær góðu aðstæður sem hún býr við í Sviþjóð. Vala hefur sjálf sagt að ekki sé hægt að bera aðstæðurnar saman, þær séu svo ólíkar. Ung- lingum í 9. og 10. bekk grunnskól- ans á Bíldudal, sem blaðamaður hitti að máli, fannst of mikið gert YNGST en þó stærst. Vala Flosadóttir, þriðja frá hægri í aftari röð, í sjötta bekk grunnskólans á Bfldudal. Þetta er bekkurinn sem ávallt var kenndur við Nönnu Sjöfn kennara og hún segir að krakkarnir liafi verið fjörugir og skemmtilegir. Sitjandi f.v.: Elías Sigurþórsson, Björn Magnússon, Nanna Sjöfn Pétursdóttir um- sjónarkennari, Guðný Ólafsdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir. Standandi f.v.: Þórir Karlsson, Auðna Oddsdóttir, Iða Jónsdóttir, Ragna Jónsdóttir, Vala Flosadóttir, Valdimar Ottósson og Magnús Snæbjörnsson. Nanna Sjöfn Pétursdóttir Valdimar Ottósson úr lélegri aðstöðu, það ætti varla við útiaðstöðuna. Einn þein-a, Egill Ólafsson, sagði að íþróttavöllurinn á Bíldudal hefði verið einn sá besti á Vestfjörðum. Runólfur Ingólfs- son íþróttafrömuður segir að mikið hafí verið unnið að uppbyggingu íþróttavallarins inni í dal þegar séra Flosi, faðir Völu, var sveitar- stjóri en hann bætti því starfi um tíma við prests- og prófastsemb- ættin. Valdimar Gunnarsson íþróttakennari hafi einnig þrýst mjög á um endurbætur þegar hann var að byggja upp frjálsu íþróttirn- ar. Krakkarnir í skólanum leggja Runólfur Ingólfsson jafnframt áherslu á að íþróttahús vanti á staðinn. Bendir Egill á að strákamir hafi í fyrravetur þurft að æfa körfubolta í ellefu metra löngum sal með einni körfu í fé- lagsheimilinu og þrátt fyrir það hafi þeir verið með besta liðið í sýslunni. I vetur hafi húsinu svo verið lokað. Til þess að geta æft inni þyrftu þeir sjálfir að taka sal- inn á leigu. „Við verðum að moka sparkvöllinn ef við ætlum að æfa,“ segir hann. Fyrir nokkrum árum var byrjað á grunni íþróttahúss á Bíldudal en framkvæmdirnar komust ekki lengra og timbrið sem búið var að Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason VALA Flosadóttir bjó á Bfldudal áður en hún flutti til Svfþjóðar. kaupa er að fúna. Bíldudalur samein- aðist Patreksfirði og fleiri hreppum í Vesturbyggð en sveitarfélagið er svo illa statt fjárhags- lega að lítið virðist vera hægt að fram- kvæma á vegum þess. í fótbolta með strákunum Vala Flosadóttir var góð í öllum Flosi íþróttum, að sögn Magnússon gamalla félaga henn- ar úr íþróttunum á Bíldudal. Hún var til dæmis mikið á skíðum og í körfubolta. „Og hún var alltaf með okkur strákunum í fótbolta, eina stelpan sem það gerði,“ segir Valdimar Ottósson. Strákarnir kepptu við jafnaldra sína af stöðunum í kring, Tálkna- firði, Patreksfirði og Barðaströnd, og telur Valdimar líklegt að Vala hafi einhvern tímann keppt með þeim, þótt hann muni það ekki fyr- ir víst. Pabbi hennar minnist eins atviks sem tengist fótboltaáhuganum. Þegar Vala var hjá honum um ára- mótin 1995-96 fór hún einn daginn sem oftar á æfingu inn í dal. „Eg fór að óttast um hana þegar hún kom ekki heim á venjulegum tíma og komið var fram í myrkur. Rölti því þama inn eftir. Þá mætti ég henni með sælubros á vör. Þá höfðu strákamir verið í fótbolta á íþróttavellinum og hún slegist í hópinn að loknum eigin æfingum. Vala hafði mjög gaman af þessu enda ekki komist í fótbolta í nokk- ur ár,“ segir Flosi. Þekktustu Bflddælingarnir Vala Flosadóttir er þegar komin í hóp nafnkunnustu Bílddælinga. Þótt foreldrar hennar séu ekki úr Ai-narfirði vill svo skemmtilega til að skyldmenni hennar hafa búið á Bíldudal, meðal annars Pétur J. Thorsteinsson sem kallaður hefur verið „Bíldudalskóngurinn". Pétur byggði upp þorpið Bíldudal og var þjóðkunnur athafnamaður í lok síð- ustu aldar og upphafi þessarar. Sonur hans var Guðmundur Thor- steinsson, myndlistarmaðurinn Muggur. Þau þrjú eru líklega þekktustu Bílddælingarnir þótt Muggur einn sé fæddur á staðnum. Pétur J. Thorsteinsson og Vala Flosadóttir eiga sama forföður, Þorstein Þórðarson, prest á Snæ- fjöllum og í Gufudal á fyrri hluta nítjándu aldar. Sonur Þorsteins og ■PoAiv* Pófm’C’ xrov bní’cfpiBTl Thor~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.