Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDOTTIR + Björk Aðalheið- ur Birkisdóttir fæddist í Austur- koti á Vatnsleysu- strönd 8. október 1956. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 19. febrúar síðastlið- inn. Hún er dóttir hjónanna Sigrúnar Erlu Helgadóttur, “^f. 4.6. 1937, og Ragnars Birkis Jónssonar, f. 21.1. 1934, en þau búa í Keflavík. Systkini eru Bjarkar: Guðmundur Kon- ráð, f. 17.8. 1958, andvana stúlka f. 25.1. 1963, Valgerður Hrefna, f. 7.11. 1964, Helga Magnea, f. 5.1. 1966. Björk átti tvo syni með fyrri manni sínum, Rún- ari Þ. Þórðarsyni, Þórð Ólaf, f. 17.5. 1975, hans unnusta er Sólrún Braga- dóttir, f. 21.2. 1979, og Ragnar Birkir, f. 5.8. 1978. Hinn 15.6. 1985 giftist Björk eftirlifandi eigin- manni sínum Bern- ódusi Alfreðssyni, f. 18.8. 1957. Þau eignuðust tvö börn; Óla Þór, f. 12.6. 1990, d. 27.3. 1991, og Guðnýju, f. 13.2. 1993. Utför Bjarkar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í blóma lífs ert horfin úr heimi, dóttir kæra, hugljúf er minning, sem lifir okkur hjá. Frá fyrsta brosi áttir þú yl og birtu að færa, og ætíð vildir gefa það besta, er lífið á. Elskulega systir við áttum saman heima, ^utal gleðistundir um faprt lífsins vor, ástúð þína og hlýju við ávallt munum geyma. Með aðalsmerki hetjunnar gekkst þín þrautarspor. Þú'varst tryggur vinur, og til þín gott að leita, traust og rík af góðvild þú fórst þinn æviveg, af þessum dýra auði þú ætíð varst að veita, vinahópi og fjöiskyldu, dóttir yndisleg. Þér hjartans þakkir færum við hinsta beðinn hljóða, í helgidómi tregans er bænin dýrust gjöf. m Bömin kveðja móður, sem gaf þeim allt hið ' góða, Guð þökkum árin, og signum þína gröf. Kveðja frá foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra. Elsku mamma. Arla morguns, með brosið þitt. Færðir þú mér hlýju, hláturinn og blíðu. í miðdaginn þú hlúðir að mér, og söngst fyrir mig vísu. Aldrei áð- ur átti ég svo undursamlega minn- ingu. Með sólinni og sumrinu, við áttum þig að nýju. Og hjörtun okk- ar slógu þá í sama takt að nýju. Móðurástin sýndi sig í blíðu og stríðu. Við sorgar- sem gleðistund studdir þú við okkur. Og færðir hamingju í heimilislífið að eilífu. Astúðleg móðir okkar, nú færðu hina hinstu ró. Við minnumst þín ætíð með ást og hlýju. Svífðu hátt yfir skýjabreiður, yfir fjöll og há- lendi. Fljúðu hátt, til þess sem þín bíður. Hvíl í friði, elsku mamma, leggstu í arma almættisins. Þinn sonur, Birkir. Tárin falla, titrar brá, týnast fagrir draumar. Minningin er heit og há og hennar Ijúfu straumar, elsku bjarta og yndi vekur, ekkert hana frá mér tekur. (Emma Hansen.) Nú þegar sál mín er í sorg og hugurinn er hjá Björk, ætla ég að losa um spennuna og láta örlítið á blað um okkar samskipti. Okkar Bróðir minn, ÓLAFUR HANNESSON frá Bjargi, Djúpárhreppi, sem andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 21. febrúar, verður jarðsunginn frá Odda- kirkju laugardaginn 28. febrúar og hefst athöfnin kl. 14.00. Ingólfur Hannesson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN PÉTURSSON hæstaréttarlögmaður og fyrrv. aðstoðarbankastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 27. febrúar, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Einar Stefánsson, Bryndís Þórðardóttir, Pétur Stefánsson, Gyða Jónsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Þormar Ingimarsson, Bjarni Stefánsson, Hrefna Teitsdóttir, Stefán S. Stefánsson, Anna Steinunn Ólafsdóttir og barnabörn. Lokað Bifreiðaverkstæði Jónasar verður lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar SIGURÐAR BRYNJÓLFSSONAR. fyrstu kynni voru þegar ég var starfsmaður á Skóladagheimilinu, en Birkir sonur Bjarkar var þar hjá mér. Björk var ákaflega sterk per- sóna. Hún hafði sérstaklega góða lund, skoðanir hafði hún á öllu og lét þær óspart í ljós, þó að það félli ekki öllum í geð. Hörku dugleg var hún, hvort heldur var í vinnu eða innan veggja heimilisins, ósérhlífin, og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Ég lenti í hremmingum þremur dögum fyrir fermingu sonar míns fyrir fá- einum árum, þegar ráðist hafði ver- ið í að flísaleggja stofu, gang og eld- hús. Þar sem ég hafði ekki staðið í þvílíku áður, vissi ég ekki á hverju ég átti von. En þegar konan vaknaði morguninn eftir virtist sem fúinn væri allstaðar, allt var grátt og rykugt. Mér féllust hendur, hringdi í Björk og þó að hún væri með lítið bam, þá var hún komin á stundinni, með græjurnar. Þennan dag var það hún sem stjórnaði á mínum bæ, heim fór þessi elska ekki fyrr en síðla kvölds þegar allt var komið á sinn stað. Björk hafði velferð fjölskyldu sinnar alltaf að leiðarljósi, oft talaði hún um það hversu lánsöm hún væri að eiga stóra og samheldna fjölskyldu. Það fór heldur ekki fram hjá neinum samheldnin þegar dró af henni, þá átti hún því láni að fagna að hafa skyldmenni sín hjá sér. Björk fékk líka að kynnast sorginni, þegar Oli Þór, litli dreng- urinn þeirra Bedda, greindist með alvarlegan hjartagalla sem dró hann, tæplega ársgamlan, til dauða. Guðný fæddist tveimur árum síðar, hún var og er mikill gleðigjafi. I dag er þessi hnáta aðeins fimm ára, táp- mikil og fjörug. í veikindum Bjarkar hefur Þórð- ur sonur hennar og Solla unnusta hans reynst fjölskyldunni og Guð- nýju afar vel. Það var mikill léttir fyrir Björk að hafa þau inná heimil- inu og sjá hversu litla stúlkan henn- ar hændist að þeim. Björk sýndi það vel í þessari bar- áttu sinni við þennan illvíga sjúk- dóm, hvaða mann hún hafði að geyma. Ekki kvataði hún, en hafði fyrir því að finna til með öðrum. Nú þegar komið er að kveðju- stund, þá bið ég algóðan Guð að varðveita þig elsku Björk mín, um leið þakka ég samfylgdina. Þú gafst mikið og varst sannur vinur. ..Mttumst við í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar." (Jökull Jakobsson.) Kristín. Hvers vegna? Þessi spurning flaug í gegnum hugann þegar Erla systir tilkynnti okkur lát dóttur sinnar og oft á síðasta ári hafa þessi tvö orð, hvers vegna, verið sögð eft- ir að í ljós kom að Björk hafði greinst með þann sjúkdóm sem hef- ur lagt hana að velli, langt um aldur fram. Hvers vegna þarf nokkur manneskja að líða þær þjáningar sem Björk hefur þurft að líða sl. ár. Hvers vegna? Ég veit það ekki, en við verðum að trúa því að einhver sé tilgangurinn með þessu öllu. Björk sýndi einstakan styrk og æðruleysi í sínum veikindum, aldrei heyrði maður hana kvarta sama hversu þjáð hún var. Mikill harmur var kveðinn að þeim hjónum, Björk og Bedda, er þau misstu litla fallega drenginn sinn hann Óla Þór aðeins 9 mánaða gamlan eftir erfið veikindi. Þá sem endranær sýndi Björk mikinn styrk. Hún stóð sterkust uppi og huggaði okkur hin. Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (P.J.B.) A kveðjustund renna margar minningar í gegnum hugann. T.d. er við sem litlar stelpur lékum okkur í túninu heima í Austurkoti. Þar átt- um við okkar dýrabú þar sem skelj- ar og leggir voru í aðalhlutverki sem húsdýr. Þar bjuggum við til heilu ævintýrin og höfðum gaman af. Eða þegar sólin skein og við stóðum í kökubakstri og drullumöll- uðum kökur úr mold og skreyttum með blómum og létum síðan sólina baka þær fyrir okkur. Þá voru oft hlátrasköll og mikið gaman. Eða þegar við vorum í dúkkuleik og vildum auðvitað leika okkur með sömu dúkkuna sem ekki gekk nú alltaf hljóðalaust fyrir sig, og ég hljóp inn til mömmu eitthvað pirruð, því mér gekk eitthvað illa að skilja þig, og spurði, hvernig er þetta með þessa Björk frænku mína úr Keflavík, er hún útlendingur eða hvað? Oft höfum við hlegið að þessu er við rifjuðum þetta upp. Það voru ekki nema þrjú ár á milli okkar en samt var ég móður- systir þín, en mamma þín var farin að heiman er ég fæddist, og ég ólst upp með eintómum strákum. Þess vegna var það alltaf tilhlökkun í mínum huga er von var á ykkur í heimsókn, því ég þóttist alltaf vera stóra systir þín, þó ég léti það aldrei uppi við neinn nema þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) En nú er komið að kveðjustund, elsku frænka mín. Hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Guð blessi þig í nýjum heim- kynnum. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér. Elsku Beddi, Þórður, Birkii', Guðný, Sólrún, Erla, Birkir og systkini. Ég og fjölsklyda mín biðj- um Guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Við eigum öll ljúfar minningar um Björk. Við skulum muna brosið hennar, hláturinn, hreinskilnina og ekki síst þann styrk sem hún bjó yfir. Öll getum við lært af því þegar á móti blæs. Guð blessi minningu Bjarkar A. Birkisdóttur. Bryndís Rafnsdóttir Vinkona mín Björk Birkisdóttir er dáin, hún verður jarðsett í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Við Björk erum aldar upp í Ytri- Njarðvík sem áður var lítið sjávar- þorp sem nú tilheyrir Reykjanes- bæ, þar var gott að alast upp. Við áttum heima hvor í sinni götunni, ég var þremur árum eldri en við urð- um ekki varar við aldursmun fyrr en við urðum eldri og leikirnir fóru að breytast, við æfðum handbolta með Ungmennafélagi Njarðvíkur og þá lentum við hvor í sínum ald- ursflokknum, en kepptum oft sam- an. Björk og Rúnar giftust og eign- uðust synina Þórð og Ólaf og Ragn- ar Bii'ki. Þau keyptu sér hús sem þarfnaðist lagfæringar og það kost- aði þau mikla aukavinnu. Álagið reyndist báðum erfitt og leiðir þeirra skildu. Björk fór að vinna við heimilishjálp hjá fyrrum Keflavík- urbæ, hún vann á við tvo starfs- menn því um tíma komust heimilin sem hún var með upp í 18 og hef ég það fyrir satt að hún var eftirsótt í þá vinnu enda hafa nokkrir þeirra sem hún vann fyrir á þeim árum haldið við hana tryggð fram á síð- asta dag. Já, Kata mín, Björk hugs- aði svo oft til þín og á margan hátt varst þú henni fyrirmynd. Örlögin tóku í taumana, hún kynntist ungum sjómanni frá Vest- mannaeyjum, hélt með honum á vit hamingjunnar. Já, það var hennar gæfa að kynnast Bernódusi Alfreðs- syni frá Vestmannaeyjum. Þau giftu sig og stofnuðu heimili sitt í Vestmannaeyjum. Það varð hennar mesta gæfuspor því hún varð Vest- manneyingur um leið og hún flutti þangað. Heimili þein-a var alveg sériega gestkvæmt enda þau hjón höfðingjar heim að sækja. Beddi eins og hann er alltaf kall- aður átti fyrir einn dreng og stóð heimili þeirra honum alla tíð opið. Það hefur ekki verið auðvelt að taka að sér konu með tvo unga drengi, en Beddi hefur reynst þeim hinn besti faðir og til marks um það kalla þeir hann báðir pabba. Saman eignuðust þau son fæddan 12. júní 1990, hann var skfrður Óli Þór í höfuðið á elsta bróður Bedda. Það kom þó fljótt í Ijós að Óli Þór fæddist með mikinn hjartagalla. Þau fóru ásamt Erlu móður Bjarkar með hann til London þar sem hann gekkst undir stóra aðgerð, aðgerðin sem slík þótti takast vel, en stuttu eftir heimkomuna sýktist hann af lungnavírus sem varð honum ofviða. Hann dó 27. mars 1991. Söknuður þeirra var mikill. Þeim fæddist síð- ar dóttir 13. febrúar 1993. Hún var skírð Guðnýu eftir elsku systur Bedda. Hún er kröftug lítil stúlka, lifandi eftirmynd foreldra sinna. Mamma hennar var afar montin af dóttur sinni enda mátti hún alveg vera það. Það var ekki að ástæðu- lausu að þau nefndu börn sín eftir systkinum Bedda því þau hafa ætíð reynst þeim hjónum einstaklejga vel, einnig Hrönn eiginkona Ola Þórs, sem hjúkraði henni svo vel þegar hún lá á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Björk var lærður fiskmatsmaður. Hún var verkakona, vann við fisk- vinnslu í mörg ár. Hún var í Verka- lýðsfélaginu Snót hér í Eyjum og gegndi þar mörgum trúnaðarstörf- um. Hún hafði gaman af því að segja mér frá því þegar henni gekk vel í bónusnum en hún sló oft met í þeirri vinnu og það besta var að hún var alltaf að slá sín eigin met. Björk var dugleg kona, félags- lynd og sópaði að sér kunningjum, réttlætiskennd hennar var mikil. Hún bar ekki persónuleg mál sín eða annarra á torg. Hún var listræn og hafa þær mæðgur málað marga fallega hluti. Hannyrðakona var hún mikil og við erum ansi mörg sem eigum frá henni peysur og fleira. Síðasta verkið hennar var peysa á annað barnabarnið mitt en henni entist ekki tími til að klára hana. Björk var ekki orðin amma en hún átti ömmustelpu sem skfrð var María Björk í höfuðið á henni, hún er dóttir Bjarna og Id vinafólks þeirra og var Björk mjög hrifin af nöfnu sinni. Fyrir ári greindist Björk með krabbamein, hún hætti að vinna og við tók hörð en hetjuleg barátta. Síðasta ár var Bedda, drengjun- um og fjölskyldunni afar erfitt en bjartsýni Bjarkar og dugnaður hjálpaði okkur öllum. Hún kunni lika vel að meta aðstoð Sólrúnar til- vonandi tengdadóttur sinnar. I vikunni áður en hún dó áttum við mamma hennar og hún gott spjall og spurðum við hana þá hvort það væri eitthvað sem við gætum gert fyrir hana. Þá var svar hennar: „Nei, ég þarf ekkert því ég á svo góðan mann.“ Elsku Björk mín! Þú gerðir okk- ur öllum allt svo mikið léttara með þinni miklu bjartsýni og óbilandi trú á lífið. Þú kunnir líka svo vel að meta alla þá aðstoð sem þú og fjöl- sklydan hafa fengið, margir bugast yfir því sem minna er. Þú fékkst stóran skammt af erfiðleikum, ekk- ert bugaði þig, en við krabbameinið varð ekki ráðið. Það að fylgjast með baráttu þinni hefur á margan hátt breytt lífsskoð- un minni og örugglega einnig ann- ari-a því þú hefur verið einstök. Þú varst líka svo þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu ykkur í erfiðleikum ykkar. Ég mun í bænum mínum biðja al- góðan guð um að leiða okkur öll í gegnum sorgina og halda fast utan um eiginmann þinn, börnin þín, for- eldra þína og alla aðra ástvini. Elsku vinkona, hafðu þökk fyrir allt. Þín vinkona, Auður. • Fleiri minningargreinar um Björk Aðalheiði Birkisdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.