Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 LISTIR MORGUNB L AÐIÐ Landslag heimilisins YFIRLITSMYND af sýningu Margrétar H. Blöndal. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls, Banka- stræti 7 INNSETIVIIVG EÐA SAMSTILLING Sýning Margrétar H. Blöndal. Til 4. mars. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR puntið er að gera út af við listina svo að fröken litla Manikjur & Pedikjur er farin að segja að þetta og hitt sé nú bara ansi laglegt, eða að minnsta kosti ekki sem verst þá mega listamenn fara að vara sig. En þegar sú neyð- in er stærst er björgin oft næst og sannast enn sem fyrr á sýningu Margrétar H. Blöndal í hinu nýja og glæsilega Gallerí Sævars Karls í Bankastræti. Eitthvað í samstillingu Mar- grétar minnir mann á þá tíð þegar bræðurnir Guðmundsson og Sýningum lýkur Listasafn íslands SÝNINGUNNI Nýjum að- föngum lýkur sunnudaginn 1. mars. Þar má sjá verk Finn- boga Péturssonar, Ivars Val- garðssonar, Níelsar Hafstein og Ólafs Gíslasonar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Gerðarsafn Listasafn Kópavogs Sýningu Baltasar á málverk- um og teikningum, af kvení- myndum úr Eddukvæðum og fornsögum, lýkur sunnudaginn 1. mars. Safnið er opið alla daga frá ld. 12-18, nema mánudaga. Gallerí Stöðlakot Sýningu Guðbjarts Gunnars- sonar á akiýllist lýkur sunnu- daginn 1. mars. Opið daglega frá kl. 14-18. Kjarvalsstaðir Sýningunni Líkamsnánd lýk- ur sunnudaginn 1. mars. A sýn- ingunni eru m.a. verk eftir Pet- er Bonde, Cristian Lemmerz, Elin Wikström, Satu Kiljunen, Philip von Knorring, Marianne Heske, Þorvald Þorsteinsson, Helga Þorgils Friðjónsson, Huldu Hákon, Daða Guð- björnsson og Birgi Snæbjöm Birgisson. Sýningin er opin alla daga kl. 10— 18 og á sunnudaginn kl. 16 verður almenn leiðsögn um sýninguna. Gallerí Horn Sýningu Auðar Ólafsdóttur á nýjum akrýlmálverkum lýkur miðvikudaginn 4. mars. Galleríið er opið alla daga kl. 11- 23.30. Sérinngangur sýning- arsalanna er opinn kl. 14-18. Magnús Pálsson voru að ryðja sér braut inn á sjónarsviðið á 7. ára- tugnum með verkum sem litu út eins og leifar af nútímalegu ein- yrkjapuði. Strauborð með neon- Ijósi og hænsnaskít, bjartsýnn drengur - „upp á ‘onum tippið“ - úr notuðu mótatimbri og hrjúfum steypubrotum, eða gamall máln- ingarbakki með skrúfum komu heim og saman við ógleymanlegar lýsingar Dieters Roth af hræri- vélaskröltinu og bleiubalabröltinu í hálfbyggðum úthverfum Reykja- víkur. Ef listin á að vera sönn og lista- maðurinn samkvæmur sjálfum sér dugar ekkert minna en umbúða- leysið. Það er nákvæmlega það sem Margrét færir okkur ásamt vænum skömmtum af fegurð sem er allt annars eðlis en puntið sem gengur undir því heiti en er ekki hundandsk... virði þegar öll kurl koma til grafar. En meðan áðumefndir lista- menn gerðu verk sín af þörf fyrir útrás vegna örlaga Bjartsýns í Sumarhúsum sem alltaf lét teyma MYJVPLIST Stöðlakut MÁLVERK GUÐBJARTUR GUNNARSSON Opið 14-18. Sýningin stendur til 1. mars. ÞAÐ er óhætt að segja að sýning Guðbjarts Gunnarssonar í Stöðla- koti sé ólík flestu öðru sem í boði er á myndlistarsýningum um þessar mundir. Hann sýnir sextíu og fimm myndir unnar með akrýllitum og eru þær flestar litlar. En þrátt fyrir stærðina er myndheimurinn flókinn og í hverja mjmd má rýna lengi án þess að maður nái að greina allt sem í henni er. Þessar óvenjulegu myndir eru unnar með óvenjulegri tækni þar sem tilviljun og tilætlun listamanns- ins renna saman að nokkru. Guð- bjartur leggur fljótandi litalög á pappírinn og vinnur hratt með pal- lettuspaða, strýkur litinn til í form eða skefur hann burt svo skín í hvít- an pappírinn undir. Liturinn er gjarnan eins og hálf-gegnsær, en það ljær honum jafnframt þá sér- stæðu dýpt sem er í myndunum. Hver mynd er unnin hratt og á þeim stutta tíma sem er til umráða áður en liturinn þornar; eftir það verður engu við bætt. Aðferðin og margt í myndunum minnir dálítið á falleg handunnin saurblöð eins og áður sáust oft í velinnbundnum bókum. Þar var líka unnið með þunnan en þekjandi lit og hann dreginn hratt í munstur svo stundum myndaðist mikil dýpt í sig eftir venjulega dagvinnuna í spýtnabrakið og sementsrykið að húsabald heldur Margrét sig inn- andyra „þar sem hennar staður er“ yfír pottum, pönnum og heimatil- búnum óhreinindum. Sú rödd sem varla heyrðist á 7. áratugnum - sennilega vegna þess að steypu- vélagnýrinn yfirgnæfði barnagrát- inn - er nú komin í kjallarann hjá Sævari eins og tífalt hvísl. Margrét veit ekki aðeins hvað hún er að gera heldur gerir hún það sem hún gerir af þeirri innlifun litinn, ekki ósvipað og hjá Guð- bjarti. En myndir hans eru ekki munsturmyndir, heldur hafa þær flestar nokkuð markvissa byggingu og það sem aðeins er hægt að kalla myndheim, þótt engar séu fyrir- myndirnar. Oft birtast hins vegar í myndunum þrívíð fonn sem minna á einhverja óræða og framandi náttúru. Eitthvað þessu líkt, hugs- ar maður, hlýtur Aronnax prófess- or að hafa upplifað þegar Nemo skipstjóri sigldi Nautillusi um kól- arskógana. Að minnsta kosti er víst að þessi náttúra líkist ekki neinu venjulegu landslagi. Sjálfur segir Guðbjartur í sýningarskrá að hann hafí orðið fyrir áhrifum frá því sem hann sá við skoðun hella í útlöndum og það má kannski til sanns vegar færa að bæði hin undarlega birta í myndunum og þau furðulegu en sem ein hæfir myndrænni tján- ingu. Það er ekkert verið að nudda burt skörp heildaráhrifin með ofur- dútli því sem listamenn bregða gjaman fyrir sig þegar þeir vita ekki almennilega hvaða áhrifum þeir vilja ná. Og rúsínan í pylsu- endanum: Á hæðinni fyrir ofan sér eigandinn um að klæða okkur upp svo við skínum út á við jafnkröftug- lega og Margrét Blöndal afhjúpar innviði hinnar eiginlegu tilveru. heillandi form sem þar teiknast fram eigi meira skylt við stein- runna veröldina í földum hellum en sólbjart landslag yfirborðsins. Eins og áður sagði er þessi sýning Guð- bjarts svo ólík öðru sem listamenn hafa tekið sér fyrir hendur undan- farin ár að hún verður vart borin saman við það. Kannski mundu ein- hverjir segja að hér væri frekar um einhvers konar skreytilist að ræða en eiginlegt málverk. Það væri kannski ekki rangt, en þó skiptir það einhvern veginn engu máli. Myndir Guðbjarts standa fyllilega fyrir sínu á þeim einföldu forsend- um sem þær eru byggðar á. Þær eru hógvær leikur með liti og form- veraldir, og áhorfandinn getur óhræddur tekið þátt í leiknum. Jónas Ingi- mundarson í Skálholti og Digra- neskirkju JONAS Ingimundarson heldui- píanótónleika í Oddsstofu í Skálholti fóstudaginn 27. febrú- ar kl. 21 og í Digranes- kirkju sunnudag- inn 1. mars kl. 17. Jónas leikur verk eftir B. Gal- uppi, W.A. Mozart, L. van Beet- hoven og F. Schubert. Tónleikarnir eru haldnir í til- efni þeirra viðurkenninga sem Jónasi hafa hlotnast undanfar- ið, m.a. verðlauna DV og VIS. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tónleikar í Landakirkju LITLU lærisveinamir, kór barnakórs Landakirkju, halda tónleika í Landakirkju sunnu- daginn 28. febníar kl. 20.30 í tilefni útkomu nýrrar geisla- plötu kórsins. Oll lögin og textarnir eru eft- ir Helgu Jónsdóttur, sem jafn- framt er stjórnandi kórsins. í fréttatilkynningu segir m.a. að útgáfan sé afrakstur af sam- starfi ótal aðilja sem unnið hafa gott stai’f í því skyni að lífs- krafturinn og gleðin sem ein- kennir Litlu lærisveinana kom- ist til skila inn á íslensk heimih. Steingrímur sýnir á Vest- fjörðum STEINGRÍMUR St.Th. Sig- urðsson rithöfundur og listmál- ari opnar sýningu á Bfldudal á morgun, laugardag. Alls sýnir hann 40 nýjar myndir en Stein- grímur mun einnig sýna á Pat- reksfirði á næstunni. • Steingrímur er nú sestur að á Vestfjörðum og „fer aldrei þaðan aftur, nema tilneyddur," eins og hann kemst að orði. Liggja til þess ástæður, bætir hann við: „Hér líður mér alltaf vel, og skil ekki þennan flótta héðan - alls ekki.“ Fyrirlestur um myndlist ÓLAFUR Elíasson myndlistar- maður talar um eigin myndlist í Málstofu Laugamesi mánudag- inn 2. mars kl. 12.30. Serge Comte franskur mynd- bands- og hljóðmaður talai' um eigin myndlist og sýnir mynd- band í Barmahlíð, Skipholti 1, miðvikudaginn 4. mars kl. 12.30. Tónleikar á Hvamms- tanga MARSTÓNLEIKAR Tónlist- arfélag V-Húnvetninga verða kl. 16 í Hvammstangakirkju á æskulýðsdaginn, þ.e. sunnu- daginn 1. mars. Þar leika Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari og Páll Eyjólfsson gít- arleikari og flytja þau verk eft- ir Corelli, Lalo, Paganini og Þorkel Sigurbjörnsson. Jón Proppé Tónleikar í Reykholtskirkju SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Borgaríjarðar í Reykholtskirkju sunnudaginn 1. mars og hefjast þeir kl. 16. Á efnisskrá eru kirkjuleg og veraldleg verk bæði íslensk og erlend, frá ýmsum tímum. I Söngsveitinni eru um 70 félagar. Sljórnandi er Bemharður S. Wilkinson, undirleikari Guðríður St. Sigurðardóttir og raddþjálfari Hulda Guðrún Geirsdóttir. Söngsveitin Fflharmónía var stofnuð fyrir tæpum 40 árum í því augnamiði að flytja stór kórverk með hljómsveit og einsöngvumm. Síðustu misseri hefur HLUTI Söngsveitarinnar Fflharmóníu. kórinn jafnframt þeirri föstu starfsemi haldið tónleika með blandaðri dagskrá í nágrenni Reykjavíkur og eru þetta þeir þriðju í röðinni. Halldór Björn Runólfsson I undraheimi ILMUR jarðar. Ein akrýlmynda Guðbjarts Gunnarssonar. Jónas Ingi- mundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.