Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Norðmenn vilja engar breytingar frá gildandi loðnusamningi „Við viljum varðveita stöðugleikann“ TVEGGJA daga formlegum samn- ingafundi íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um nýjan loðnu- samning lauk í gær án niðurstöðu. Mikið ber á milli í viðræðunum um skiptingu loðnustofnsins og hafa samningsaðilar ákveðið að hittast að nýju á samningafundi í Osló um mánaðamótin mars-apríl. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, hafa íslendingar farið fram á að fá aukna hlutdeild úr stofninum í samræmi við veiðar undanfarinna ára sem verið hefur um 86-87% en ekki 78%, eins og núgildandi loðnusamningur, sem í gildi verður út vertíðina, kveður á um. Hlut- deild Norðmanna og Grænlend- inga hefur verið 11%, en eftir miðj- an febrúar hvers árs hafa íslend- ingar átt kröfu á þeim hluta af kvóta þeirra sem ekki hefur náðst að veiða. Að sögn Jóhanns Sigurjónsson- ar, sendiherra og formanns við- ræðunefndar íslendinga, er af- staða íslendinga og Norðmanna jám í járn. Samningsaðiiar hafa á fundinum verið að skýra sínar kröfur og telja Norðmenn enga ástæðu til þess að breyta einu eða neinu hvað varðar hlutdeildar- skiptingu úr stofninum og fyrir- komulag, er varðar aðgang að lög- sögum þjóðanna, en önnur krafa íslendinga er að samið verði tví- hliða um aðgang að lögsögum, en Grænlendingar eru sammála Islendingum um tvíhliða samninga um aðgang að lögsögum ekki þríhliða, eins og nú er. Þá telja Islendingar að styrkja þurfi framkvæmd eftirlits- og upplýs- ingamála. Allir aðilar vilja ná samkomulagi „Við höfum átt mjög langar og yfirgripsmiklar viðræður um hugs- anlegar breytingar á þeim loðnu- samningi, sem í gildi hefur verið á milli landanna, og hafa komið fram skýr skilaboð allra aðila um að vilji sé til þess að ná samkomulagi áður en núverandi samningur rennur úr gildi þann 1. maí nk. Við höfum á hinn bóginn fundið fyrir miklum skoðanaágreiningi milli allra þriggja samningsaðila og felast helstu ágreininsefnin í úthlutun til einstakra þjóða og aðgang að fisk- veiðilögsögum þjóðanna,“ sagði Dag Erling Stai, formaður norsku viðræðunefndarinnar, í samtali við Verið. Hann sagði það ekki vera til um- ræðu af hálfu Norðmanna að sam- þykkja hlutdeildaraukningu úr loðnustofninum til handa Islend- ingum. Astæðuna fyrir því segir hann að Norðmenn vildu varðveita þann stöðugleika, sem fælist í nú- gildandi samningi. „Við höfum mjög langa reynslu af nýtingu loðnustofnsins og því yrði öll breyting á úthlutunarreglum mjög erfið viðfangs. Frá okkar bæjar- dyrum séð, eru núverandi reglur mjög ásættanlegar." Afstaðan er Ijós Að sama skapi sagði Dag Erling það ekki vera vilja Norðmanna að breyta þeirri hefð, sem ríkt hafi milli landanna um þríhliða aðgang að lögsögum þeirra. Sú samþykkt sé góð og gild og í anda Norð- manna þegar um sameiginlega stofna er að ræða. „Við höfum lýst vilja okkar til að styrkja fram- kvæmd sameiginlegs eftirlits og upplýsingakerfis, hugsanlega með gervihnattatækni. Á hinn bóginn lítum við á þetta atriði í víðara samhengi þar sem við sjáum ekk- ert vit í því að vera með sameigin- legt eftirlit og upplýsingaskyldu ef tekið er út úr samningnum ákvæði um aðgang að lögsögunum." Dag Erling sagði að samnings- Morgunblaðið/Árni Sæberg FORMENN viðræðunefnda Islands og Noregs, þeir Jóhann Siguijóns- son og Dag Erling Stai. aðilar myndu hittast að nýju í Ósló í lok mars og í byrjun apríl þar sem viðræðunum yrði fram haldið. Hann vildi þó engu spá um hvort vænta mætti nýs loðnusamnings þá, en sagði að vonir Norðmanna stæðu til að ná samningi eins fljótt og mögulegt væri. „Þrátt fýrir að enginn samningur liggi enn fyrir, hafa samningsaðilar skipst á skoð- unum og nú liggur Ijóst fyrir hver afstaða einstakra þjóða er. Bilið er hinsvegar enn mjög breitt milli manna sem er eðlflegt þar sem um íyrsta formlega samningafundinn er að ræða.“ Á réttri braut Að sögn Jóhanns hlytu samn- ingsaðilar að vera á réttri braut úr því ákveðið hefði verið að hittast að nýju. I það minnsta hafi alls ekki slitnað upp úr viðræðunum þó menn væru ekki alls kostar sam- mála um einstök atriði. „Auk meiri hlutdefldar úr heild- arstofninum, teljum við eðlilegt að við ræðum beint við þá erlendu að- ila, sem við erum að hleypa inn i okkar lögsögu í stað þess að gera það í þríhliða samningum. Ef þeir svo hafa eitthvað að bjóða á móti, hljóta tvíhliða samningar um að- gang að lögsögum að vera auðveld- ari í framkvæmd en þríhliða samn- ingar. Það vill okkur sömuleiðis til happs að Grænlendingar eru þessu lyldlatriði samþykkir," sagði Jó- hann Sigurjónsson. I I ) Þröstur Helgason skrifar um íslenska bókmenntagagnrýni Lesbók í blaðinu á laugardag. öíst höfundurinn búa yfir góöum rðarsmekk VM s\ \ \ Wi‘M T 1 / vji * c ! rWtJIb Ifj 0 : jíPS .1 V J j Lli p; p íT y ) \ i > i > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.