Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ingólfur Jónsson fæddist á Bæjar- stöðum við Stöðvar- fjörð 5. júní 1908. Hann lést 19. febrú- ar síðastliðinn á Hlé- vangi í Keflavík. Foreldrar hans voru Jóhanna Bjarnadótt- ir og Jón Jónsson. Ingólfur kvæntist árið 1931 EIsu Krist- ínu Einarsdóttur frá * Ekru, Stöðvarfírði. Hún lést 1937. Þau eignuðust tvær dæt- ur, önnur lést korn- ung, hin er Nanna, gift Sveini Víði Friðgeirssyni. Þau eiga Qögur börn. Ingólfur kvæntist aftur 1941 Þuríði Jónu Árnadótt- ur. Þau eignuðust eina dóttur, Steinunni, hún er gift Gylfa Geirssyni og eiga þau tvö börn. í dag er til grafar borinn afi minn og nafni Ingólfur Jónsson. Mig langar að minnast hans hér með nokkrum fátæklegum orðum. m Mér er það minnisstætt þegar ég sá hann í fyrsta sinn, þá aðeins fimm ára að aldri. Það var vorið 1958 þegar hann fiutti til okkar í Asbyrgi, húsið sem faðir minn og móðir höfðu nýlega byggt á Stöðv- arfirði. Ingólfur afi settist að í litla herberginu sem snýr í norður. Þar blasa brekkan og Sauðabólstindur- inn við út um gluggann. A einhvern hátt flutti hann með ser allan heim- inn í litla herbergið í Ásbyrgi. Hann var heimsmaður og „sántilmaður". Mér þótti strax mjög vænt um • hann. Ég man mjög vel eftir her- Ingólfur átti heima á Stöðvarfirði fram undir 1930 og fluttist þá til Reykja- víkur. Þar vann hann fyrst hjá fisk- verkuninni Dverg og síðan hjá heild- verslun Hallgríms Benediktssonar fram til 1958 þegar hann fluttist aftur til Slöðvarfjarðar. Þar vann hann ýmist við fiskverkun eða reri á smábátum. Árið 1989 flutti Ingólfur á dvalarheimilið Hlé- vang í Keflavík og bjó þar æ síð- an. títför Ingólfs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. berginu hans afa, það var sérstakur heimur út af fyrir sig og þar var stundum gaukað að okkur bræðrum ýmsu góðgæti sem ekki lá á lausu annars staðar. Þar var alltaf sér- stakur ilmur, dálítið góður, af pípu- tóbaki og rakspíra. Fyrir ofan rúm- ið hans afa héngu tvær gamlar fal- legar myndir. Önnur myndin var af langafa mínum, Jóni Jónssyni. Hann var alltaf kallaður Jón Fær- eyingur, enda Færeyingur í húð og hár. Ég hef alltaf af einhverjum ástæðum verið dálítið stoltur af því að vera afkomandi hans. Mér er sagt að hann hafi verið mikið glæsi- menni og stoltur sýslumannssonur frá Færeyjum sem kom til Islands vegna þess að það átti að neyða hann til að kvænast konu sem hann unni ekki. Hann mun aldrei hafa farið til Færeyja aftur. Hin myndin var af Elsu Kristínu Einarsdóttur, ömmu minni frá Ekru. Ingólfur afi minn var einstakt snyrtimenni og dagfarsprúður. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann skipta skapi svo neinu næmi. Afi minn var þannig gerður að manni leið vel í návist hans og einhvern veginn finnst mér að öllum sem kynntust honum hafi þótt vænt um hann. Hann hafði til að bera ríka kímnigáfu og var ákaflega þægileg- ur í umgengni. Hann hafði yndi af að veiða og ég held að hann hafi verið eftirsóttur veiðifélagi. Það sem stendur upp úr af því sem Ingólfur afi kenndi mér er kurteisi og virðing við annað fólk. Að vera „sjentilmaður" eins og honum var svo tamt að segja. Ekki man ég eftir að hafa hejrrt hann hallmæla nokkurri manneskju. Eftir að foreldrar mínir fluttu frá Stöðvarfirði 1968 bjó_ afi fyrst hjá Unnari og Doddu í Ásbyrgi, síðan hjá Sveini og Þórunni í Varmahlíð og síðustu árin á Stöðvarfirði hjá vini sínum Bimi Guðmundssyni. Mig langar að þakka þessu fólki vin- áttu þess og tryggð við afa minn. Árið 1987 flutti hann í Garðinn til foreldra minna og 1989 á Dvalar- heimilið Hlévang í Keflavík, þar sem hann bjó síðustu æviár sín í góðu yfirlæti. Ég veit að honum leið mjög vel á Hlévangi og þar eignað- ist hann marga góða og trausta vini, bæði meðal starfsfólks og heimilis- fólks. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir vináttu þeirra og umhyggju fyrir afa mínum. Ég veit að ævin hans afa míns var ekki alltaf dans á rósum, hann átti sínar sorgir en hann átti líka sínar góðu stundir eins og við öll. Hann átti því láni að fagna að vera heilsuhraustur og ern fram undir það síðasta og fyrir það ber að þakka. Ég kveð að sinni heiðurs- manninn Ingólf Jónsson afa minn með söknuð í hjarta. Þröstur Ingólfur Víðisson. Mig langar að kveðja vin minn, Ingólf Jónsson, nokkrum orðum. Ingólfi kynntist ég fyrst að nokkru ráði þegar hann bjó hjá Nönnu, dóttur sinni, og Víði, eigin- manni hennar, á Stöðvarfirði. Á þeim tíma kom ég þangað af og til á sumrum, en það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að ég varð þar fastagestur eins og farfuglarn- ir. Allan þann áratug fórum við Ingólfur saman til silungsveiða í Breiðdalsósinn á hverju sumri og fyrstu ferðina á þennan eftirlæt- isveiðistað minn fór ég með honum. Hann var þá bæði leiðsögumaður og kennari. Sýndi mér gjöfulustu veiði- staðina, hvernig best væri að at- hafna sig og hvaða veiðiaðferðir hefðu reynst happadrýgstar. Ég hafði heyrt ýmsar tröllasög- ur af veiði á þessum stað en ekki trúað nema mátulega, allra síst að ég ætti eftir að verða þátttakandi í slíku ævintýri. Ingólfur mun hafa séð vantrúna í augum mínum og bauðst til að sýna mér þetta svart á hvítu. Allt stóð það eins og stafur á bók þegar til kom og ég man enn hvað ég var sæll og undrandi þegar við stóðum í miðju mokinu í Ingólfsvík- inni, boltafiskur á í hverju kasti og maður þurfti ekki annað en laga ljósabeituna góðu örlítið til á önglin- um og koma færinu aftur út. Já, Ingólfsvík heitir hún og mun verða nefnd svo í tali okkar kunn- ingja hans eystra um ókomin ár hvað sem líður öðrum ömefnum. Þar kunni hann best við sig, á beygjunni, í vari fyrir utangjólunni sem oft gat verið nöpur, einkum snemmsumars þegar sá silfraði var að byrja að ganga inn á tangana. í mörgum seinni ferðum okkar undraðist ég oft það háttalag hans að setjast stundum niður með kaffibrúsann þegar bleikjan var í brjáluðu tökustuði, koma sér vel fyrir á góðum stað og segja stund- arhátt: - 0ja, o,ja. Það er bara tonnatalan. Vissi hann þó manna best að hrotan stóð aldrei nema stutta stund. En þarna komu bestu eiginleikar Ingólfs í ljós. Maðurinn var einkar viðfelldinn. Snyrtimenni hið mesta, hæverskur og rólyndur með af- brigðum, skapgóður og kíminn. Hann sagði mér marga góða söguna af kúnstugu fólki og ýmsum uppá- komum en ávallt af eðlislægri hóg- værð og háttvísi. Mildur var hann í dómum um menn og málefni og lagði heldur gott til ef kostur var. Græðgi og hvers kyns böðulsháttur var honum víðsfjarri og aldrei varð ég þess var að hann tranaði sér fram eða vildi sinn hlut meiri en annarra. Betri veiðifélaga var vart unnt að hugsa sér og standa mér enn í fersku minni morgnarnir þeir, þegar við lögðum upp í bítið með eftirvænting- una og maðkaboxið í farteskinu. Gáf- um því báðir gætur hve mikið var fallið út við Óseyri, litum til lofts og spáðum í veðrið. Oftar en ekki þoku- slæðingur í hlíðum, andvari á sjón- um. Eyjamar í bláleitri móðu við Suðurlandið þegar komið er í skrið- urnar. Framundan heill dagui- af hrollkenndum fiðringi á meðan beðið er eftir kippnum, síðan hvin og syng- ur í hjóli og línu og upp úr saltblönd- uðu bergvatninu rís silfurgljáandi flykkið sem verið hefur í draumum manns allan veturinn. Vinur sæll. Mig langar að þakka þér samíylgdina á þeim fögru veiði- lendum sem skaparinn skenkti oss þar eystra og óska þér góðrar ferð- ar til fundar við þá stjörnu sem þú minntist stundum á við vini þína á góðri stund. Eysteinn Björnsson. INGOLFUR JÓNSSON + Unnur Hilmars- dóttir var fædd í Neskaupstað 14. október 1971. Hún lést 22. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Hilmar Guðbjörnsson, f. 15.11. 1950, og Sveinbjörg Einars- dóttir, f. 14.10. 1949. Foreldrar Hilmars eru Guð- björn E. Guðjóns- son, f. 1.12. 1921, og Elín Davíðsdóttir, f. 16.11. 1922. For- eldrar Sveinbjargar eru Einar Guðmundsson, f. 22.11. 1919, og Unnur Jóhannsdóttir, f. 13.8. 1927. Systur Unnar eru Sigrún Heiða, f. 8.11. 1973, sambýlis- maður hennar er Stefán Þór Felixson, f. 14.7. 1965, og sonur þeirra er Heiðar Þór, f. 10.1. Elsku Unnur systir okkar. Nú ■ hefurðu fengið friðinn og hvíldina sem þú þráðir svo heitt. Við sem eftir sitjum eigum eflaust aldrei eft- ir að skilja hversu illa þér leið en nú ertu áreiðanlega komin á betri stað þar sem þér líður vel og ert ekki lengur veik. Við systurnar höfum alltaf verið mjög samrýndar og upp í hugann koma margar góðar minningar um margar góðar stundir og ýmislegt sem við höfum brallað saman. Fjöl- skyldan hefur alltaf staðið saman í gegnum súrt og sætt, sérstaklega í • veikindunum hafa foreldrar okkar gert allt sem þau gátu til að hjálpa þér. Árið 1995 eignaðist þú bamið sem þú þráðir alltaf að eignast, ynd- islegan son, hann Hilmar Jökul. Við vitum að þú átt eftir að fylgjast með honum og gæta hans af þeim stað sem þú ert núna. Unnur mátti ekkert aumt sjá, ef 1997; Elín, f. 28.8. 1976, sambýlismað- ur hennar er Rúnar Örn Felixson, f. 2.9. 1972. Sonur Unnar er Hilmar Jökull Stefánsson, f. 24.7. 1995, faðir hans er Stefán Ingi Guð- mundsson og sam- býliskona hans er Hrafnhildur Stein- dórsdóttir. Unnur útskrifað- ist sem stúdent frá Verslunarskóla fs- lands 1991 og hóf skrifstofustörf hjá H.G. Guð- jónsson ehf. og varð ári síðar skrifstofustjóri þess fyrirtækis og gegndi því starfi til dauða- dags. títför Unnar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. einhver var lasinn í kringum hana vildi hún gefa af sjálfri sér og hjálpa. Unnur var dugleg og metnaðar- gjöm stúlka, hún útskrifaðist úr Verslunarskóla íslands og var meðal þeirra hæstu. Hún stefndi alla tíð að því að ná langt í lífinu, en sjúkdóm- urinn náði yfirhöndinni áður en hún gat gert allt sem hana dreymdi um. Við systurnar áttum sameiginleg- ar vinkonur og hafa þær alltaf verið til staðar þegar á reynir. Það er svo óraunverulegt til þess að hugsa að við eigum aldrei eftir að hittast allar vinkonurnar bara til þess að tala um allt og ekkert, hlæja og grínast. „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum.) Að lokum viljum við þakka öllum þeim vinum og ættingjum sem hafa gefið okkur mikinn styrk með nær- vem sinni og kveðjum undanfarna daga. Einnig viljum við þakka starfsfólki þeirra deilda sem Únnur hefur dvalið á og Borghildi lækni hennar fyrir þá umhyggju sem henni var sýnd og við vitum að Unn- ur var þakklát fyrir. Elsku mamma og pabbi og Hilmar Jökull, guð geymi ykkur. Þinar systur, Sigrún Heiða og Elín. Elsku Unnur, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Þegar okkur var til- kynnt um andlát þitt þá var sem hjartað hætti að slá en minningamar streymdu fram í hugann. Síðasta ár var búið að vera erfitt fyrir þig og þína nánustu en núna ertu búin að finna þann frið sem þú fannst ekki í þessu lífi. Eftir sitja foreldrar, sonur, systkini og aðrir ættingjar og vinir með brostið hjarta fullt af söknuði og eftirsjá. Nútíma læknavísindi gátu ekki hjálpað þér og þinn sjúkdómur var illvígur og eirði engu, góðir dag- ar komu og þá fylltumst við bjart- sýni og vonuðum að núna væri blað- inu snúið við og að þú myndir ná aft- ur heilsu en í dag vitum við að það átti ekki eftir að verða. Þú komst frá góðu heimili og áttir yndislega foreldra og systur, þú varst dugleg að læra og alltaf tilbú- in til að hlusta á vini þína. Þú varst ein af þessum sem þurfti ekki form- legar kynningar, þú einfaldlega kynntist fólki og það laðaðist að þér vegna þess hve opinská þú varst og vingjarnleg. Fyrir 2'A ári eignaðist þú soninn Hilmar Jökul, augastein- inn þinn, sem í dag skilur ekki hvar mamma er, hann er of lítill til þess að skilja að mamma er farin en hann veit að þú er komin til himmna þar sem þú munt vaka yfir honum og vernda um alia tíð. Við héldum að við myndum þekkj- ast þar til við yrðum gamlar en þín ævi var stutt og veikindin mörkuðu líf þitt síðasta árið. Það hlýtur að vera hræðilegasta tilfinning sem til er þegar bamið manns kveður og viljum við og fjölskyldur okkar votta ykkur, foreldrum Unnar, Svein- björgu og Hilmari, okkar innilegustu samúð. Einnig syni þínum Hilmari Jökli, og systrum þínum, Sigrúnu og Elínu, sem öll veittu þér styrk og stuðning á erfiðum tímum, svo og öðrum ættingjum. Megi guð styrkja ykkur og leiðbeina á þessum erfiðu tímum. Við munum ávallt geyma minningarnar um þig, Unnur mín, í hjarta okkar og við erum þakklátar fyrir að hafa kynnst þér. Elsku vinkona, guð geymi þig. Þínar vinkonur, Kolbrún (Kolla) og Þórdís (Dísa). Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran.) „Var það ekki hún sem var alltaf brosandi?" varð einu barna minna að orði þegar ég færði þeim harma- fregnina af láti frænku þeirra. Það þarf ekki alltaf mörg orð eða flókin til að lýsa einkennum í fari fólks en þarna átti barnið kollgátuna, því svo sannarlega voru þetta orð að sönnu. Hún var hávaxin og glæsileg svo eftir því var tekið. Þegar við lands- byggðarfólkið frá Sauðárkróki kom- um í bæinn, tók hún brosandi á móti okkur. Hún gaf sér tíma til að spyrja frétta og spjalla við okkur. Gestrisni foreldra hennar var henni í blóð bor- in og oft fengum við að gista í her- bergi hennar og systra hennar. Fyrir mörgum árum ræddum við um unglingsárin og ýmis vandamál sem þeim fylgja. Hún var þá tvítug að aldri og gat horft til baka og rætt málin af hreinskilni og einlægni. Hún sagði þá frá því hvernig for- eldrar sínir hefðu leiðbeint sér í gegnum þetta tímabil ævi sinnar. Auðvitað var hún ekki alltaf sátt á meðan hún sjálf var unglingur en það var eins með hana og okkur hin; þegar við eldumst og þroskumst sjáum við hlutina í öðru ljósi. Hún sagði mér hversu þakklát hún væri fyrir að eiga sh'ka foreldra að. Við hittumst ekki eins oft hin seinni ár en það átti sér eðlilegar skýringar. Við, norður í landi, hún búin að stofna sitt eigið heimili í Kópavoginum, þar sem hún bjó ásamt Hilmari Jökli syni sínum. Fyrir fjórum árum fór að bera á veikindum Unnar og ágerðust þau á síðasta ári en þrátt fyrir þekkingu læknavísindanna tókst ekki að finna lækningu. Fjölskyldan stóð eins og klettur við hHð hennar í veikindunum og saman gerðu þau allt sem í þehTa valdi stóð til að hún næði bata. Fyrir framan mig er jólakort með mynd af þremur englum sem brosa svo undurblítt. Inni í kortinu er jólakveðja til fjölskyldu minnar frá Unni ásamt mynd af englinum hennar, honum Hilmari Jökli. Þetta er eina jólakortið sem ennþá stend- ur uppi í hillu. Kortið ætlum við að láta standa áfram uppi. Minningin um góða og vandaða stúlku mun lifa í hugum okkar. Við biðjum Guð að styrkja fjöl- skyldu Unnar á þessum erfiðu tím- um. Blessuð sé minning hennar. Bryndís, Gísli og börn. Elsku vinkona. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért dáin. Það er svo stutt síðan við hittumst og töluðum um daginn og veginn. Við áttum margar góðar stundir saman bæði hér heima og einnig á spænskri grund, það var gaman þegar þú og Sigrún komuð til mín á Spáni sum- arið 1996. Þið stoppuðuð bara viku en við höfðum nóg að gera. Sigrún var ófrísk og við vorum alltaf í búð- um að kaupa allt frá barnafótum upp í stóra barnavagna. Þú varst líka nokkuð dugleg við innkaup á elskulegan son þinn, hann Hilmar Jökull. Verslunarferðir þínar sner- ust bara um hann. Elsku Unnur, þú skilur eftir stórt skarð í hjarta mínu en ég veit að þú ert á góðum stað. Elsku Hilmar Jökull, Hilmar, Sveinbjörg, Sigi-ún, Ella og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð og bið þess að Guð styrki ykkur. Þín vinkona, Kristín Tryggvadóttir. UNNUR HILMARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.