Morgunblaðið - 27.02.1998, Side 16

Morgunblaðið - 27.02.1998, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ AKUREYRI Nýr kaupfélagsstj óri KEA Eiríkur S. Jóhannsson tekur við af Magnúsi Gauta sem verður framkvæmdastjóri Snæfells á Dalvík Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson GUÐNÝ Sverrisdóttir varaformaður sljórnar KEA, Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar KEA og Magnús Gauti Gautason kynntu fyrirhugaðar breytingar á yfirstjórn félagsins. Opið hjá Svartfugli NÝTT sýningarár er að hefjast hjá Gallerí Svartfugli en hlé var á sýningarhaldi í janúar og febrúar. Starfsemin hefst með opnu húsi næstkomandi laugardag, 28. febrúar, og verður Svein- björg Hallgrímsdóttir þar að störfum og einnig verður hægt að skoða verk hennar í Gallerí- inu. Opið verðm- frá kl. 11 til 17 og verður heitt á könnunni. Dagskráin er fullskipuð út árið af fjölbreyttum sýningum, en fyrst til að sýna verður Anna Gunnlaugsdóttir sem opnar sýningu 8. mars næst- komandi og nefnist hún „Er guð er kona“. Skautadiskó DÚNDRANDI diskótek verð- ur á skautasvellinu á Akureyri í kvöld, fóstudagskvöldið 27. febrúar, og stendur það frá kl. 19 til 23. Skautaskóli verður á morgun, laugardag, frá kl. 11 til 12 og opið fyrir almenning frá kl. 13 til 16 og 19 til 21 og einnig er opið á sama tíma á sunnudögum. Atkvöld ATKVÖLD Skákfélags Akur- eyrar verður í kvöld, föstu- dagskvöldið 27. febrúar, og hefst það kl. 20. Um er að ræða keppni sem blönduð er atskák- um og hraðskákum. Hraðskák- mót Akureyrar verður haldið í félagsheimili Skákfélagsins við Þingvallastræti 18 á sunnudag og hefst það kl. 14. Messur MÖÐRUVALLAPRESTA KALL: Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar, sameiginleg æsku- lýðsguðsþjónusta fyrir allt prestakallið verðurí Möðru- vallakirkju næsta sunnudag, 1. mars kl. 14. Fermingarbörn flytja leikþátt og bænarefni. Sara Helgadóttir spilar á gítar og stjórnar söng. Bertha verð- ur með stund fyrir yngstu börnin. EIRÍKUR S. Jóhannsson útibús- stjóri Landsbanka Islands á Akur- eyri og svæðisstjóri bankans á Norð- urlandi hefur verið ráðinn kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Eyfírðinga, KEA, í stað Magnúsar Gauta Gauta- sonar, sem gegnt hefur starfmu síð- ustu 9 ár. Magnús Gauti tekur við starfi framkvæmdastjóra Snæfells hf. á Dalvík. Þessar breytingai’ taka gildi eftir aðalfund KEA sem verður í apríl. Jóhannes Geir Sigurgeirsson for- maður stjórnar KEA sem kynnti þessar breytingar á blaðamanna- fundi í gær sagði að þegar sú staða hefði komið upp að Magnús Gauti myndi taka við Snæfelli hefði ofur- kapp verið lagt á að ráða í stöðu kaupfélagsstjóra strax í kjölfarið svo óvissan yrði sem minnst. Eiríkur verður sjöundi kaupfélagsstjóri KEA í 113 ára sögu félagsins. Magnús Gauti hefur starfað hjá KEA frá árinu 1974 og verið kaup- félagsstjóri frá árinu 1989. „Þegar Ari Þorsteinsson sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Snæfells hugleiddi ég þann möguleika að taka við stöðunni og eftir að hafa ÚLFHILDUR Rögnvaldsdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri segir að unnið sé eftir vissum reglum við gerð verðkann- ana á vegum samtakanna. Neytendasamtökin gerðu verð- könnunina í síðustu viku, 17. febrú- ar síðastliðinn og var hún gerð i samvinnu við verkalýðsfélög á svæðinu. Auk starfsmanns samtak- anna tók fólk á vegum verkalýðsfé- laga þátt í könnuninni. Meðal þess ráðfært mig við fjölskyldu mína ákvað ég að sækjast eftir þessu starfi,“ sagði Magnús Gauti. Hann sagði KEA hafa fjárfest fyrir hund- ruð milljóna króna í Snæfelli og mikilvægt væri að vel tækist til með reksturinn. „Þetta er líka fjölbreytt og skemmtilegt verkefni, að taka við nýju fyrirtæki í mótun sem að auki er eitt af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins," sagði Magn- ús Gauti, en einnig nefndi hann að sjávarútvegur hefði heillað hann einna mest af þeim greinum sem KEA hefði með höndum. Hann hefði einnig talið að komið væri að þeim tímamótum í lífí sínu að ætlaði hann á annað borð að skipta um starf væri rétt að gera það nú. Ákvörðun um að skipta um starfs- vettvang hefði þó engan veginn ver- ið auðveld og henni fylgdi eftirsjá og söknuður, einkum hvað varðar mikil og góð samskipti við fjölmarga starfsmenn fyrirtækisins. Nýlega þrítugur Formaður stjórnar KEA sagði þetta ekki í fyrsta sinn sem ungum manni væri treyst til að stjórna fé- sem fram kom í umræddri könnun var að 4% verðmunur væri á_ milli KEA-verslana á Dalvík og Ólafs- fírði og var verðið lægra á síðar- nefnda staðnum. í samtali við Hannes í Morgunblaðinu í gær kom fram að verðið í KEA-verslununum á Dalvík og Ólafsfírði væri það sama. Úlfhildur sagði að unnið væri eftir ákveðnum skýrum reglum við gerð verðkannana, verðtökufólki SJÖTÍU ár eru um þessar mundir lið- in frá því mjólkurvinnsla hófst á Akureyri og af því tilefni verður opið hús hjá Mjólkursamlagi KEA á morg- un, laugardaginn 28. febrúar, frá kl. 11 til 16. Mjólkursamlag KEA var stofnað í september árið 1927 en um hálfu ári síðar, 6. mars 1928 hófst mjólk- urvinnsla á vegum fyrirtækisins. Almenningi gefst nú kostur á að skoða samlagið og kynnast þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. I húsakynnum Mjólkursam- lagsins er einnig til húsa Smjörlíkis- STRE N G JASVEITIR Tónlistar- skólans á Akureyri verða á ferðinni í dag og leika á ýmsum stöðum. Fyrst verður spilað í Oddeyrarskóla árla morguns, kl. 13.30 leika nem- endur fyrir starfsfólk á bæjarskrif- stofu, en fara að því búnu í bankana, spila í Búnaðarbanka kl. 14, í Landsbanka kl. 14.30 og íslánds- laginu og vænti hann mikils af störf- um hans í framtíðinni. Eiríkur S. Jóhannsson varð þrí- tugur í fyrr í þessum mánuði. Hann lauk prófí í hagfræði frá Háskóla ís- lands árið 1991 og hóf þá störf hjá fyrirtækjasviði Landsbanka Islands á Akureyri. Jafnframt lagði hann stund á framhaldsnám í hagfræði og verð væri uppálagt að fá starfsmann viðkomandi verslunar til að fylgja sér við verðtökuna og einnig væri forsvarsmönnum verslunarinnar boðið að fá ljósrit af verðtökublað- inu. Síðast en ekki síst væri leitað eftir því við fulltrúa verslunarinnar að undirrita blaðið og votta að rétt verð væri skráð. Slík undirskrift væri á öllum verðtökublöðum sem aflað var við gerð umræddrar könnunar. gerð KEA, þar sem Akra- og Flórusmjörlíki er framleitt sem og Gula bandið og steikingarfeiti og Safagerð KEA sem framleiðir Frissa fríska ávaxtasafa og gos og verður þessi starfsemi einnig kynnt. Fólk getur gengið um fram- leiðslusali og smakkað á þeim vör- um sem gerðar eru og einnig tekið þátt í laufléttri verðlaunagetraun auk þess sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Starfsfólk sam- lagsins verður á staðnum, boðið og búið að útskýra það sem íyrir augu ber. banka kl. 15.15. Söngnemendur í Tónlistarskólanum á Akufeyri ætla svo að syngja fyrir heimilismenn á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 15 á morg- un. Söngdeild efnir einnig til al- mennra tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 17 á morgun, laugardag. fjármálum við Vanderbilt University í Nashville í Tenesee árið 1994. Arið 1996 var hann ráðinn útibússtjóri Landsbanka Islands á Akureyri og svæðisstjóri bankans á Norðurlandi. Eiríkur er í sambúð með Friðriku Tómasdóttur leikskólakennara og eiga þau tvö börn, 4 ára stúlku og 2 daga gamlan dreng. Tónleikar í * Islandsbæn- um við Vín ANDVARP alþýðunnar er yfír- skrift tónleika sem efnt verður til í íslandsbænum við Vín í Eyjafjarð- arsveit á laugardagskvöld, 28. febr- úar, en þeir hefjast kl. 21. Aðalhljómsveit kvöldsins er Helgi og hljóðfæraleikaramir og að þessu sinni verður aðeins notast við hljóð- færi sem komast af án rafmagns, en, nefna má bassa, gítar, hringlur, fiðlu, trommur, bongótrommur, þverflautu, kjálkahörpu og síðast en ekki síst þokulúður sem fer með lít- ið en ómissandi hlutverk á tónleik- unum. Öll þess hljóðfæri hafa leitt til þess að stækkun hljómsveitar- innar var óhjákvæmileg og skipa hana nú sex manns. Helgi og hljóðfæraleikararnir hafa staðið fyrir ótal tónleikum, gef- ið út einn disk og þá flutti hljóm- sveitin á sínum tíma rokkverkið Landnámið sem seint gleymist þeim er sáu. Einnig mun koma fram á tónleik- unum „Sextett Ólafs F og Sara“ sem skipuð er annáluðu alþýðufólki úr Eyjafjarðarsveit og þá mun far- andglímuflipparaflokkur koma fram og taka áskorun. Miðaverð á tónleikana er 500 krónur. Gildagar GILDAGAR verða i' Grófargili, Kaupvangsstræti á Akureyri, um helgina en fjöldi sýninga stendur nú yfír í hinum ýmsu sýningarsölum. í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Asgrím Jónsson og geta þeir sem þess óska fengið safnaleiðsögn með því að hafa samband við forstöðumann. I „Samlaginu“ sem er listhús sem 12 myndlistar- og listiðnaðarmenn standa að er nú sérstök kynning á verkum Höddu. Lárus H. List opnar á laugar- dag sýninguna „Blóðlist11 í Deiglunni og í Ljósmyndakompunni er sýning eftir Þorvald Þorsteinsson. Ketilhúsið, sem verið er að endurbyggja á vegum Gilfélagsins, verður opið gestum og þar gefst kostur á að skoða húsið og teikningar af því á tímabilinu frá 15 til 17. Á Kaffi Karólínu er sýning á verk- um Ólafs Sveinssonar. Sýningarsalir eru opnir frá kl. 10 til 18 báða dagana 'um helgina. FASTEIGN ER FRAMTÍÐ ^ a SÍMI 568 7768 FASTEIGNA /f MIÐLUN Suðurlandsbraut 12,108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson fax 568 7072 lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson, sölum. GLÆSILEGT EINBÝLI LÚXUSHÚS - STUTT í MIÐBÆINN. Glæsil. og mjög vandað 385 fm einb. sem er kj., hæð og ris með 44 fm innb. bílskúr, samt. 429 fm. Húsið er byggt 1983. Lóðin er frág. á glæsil. hátt með sólpöllum og góð- um skjólveggjum. Húsið skiptist þannig: Forstofa, gestasnyrting, stofa og borðstofa, eldh. með góðum borðkrók, þvotta- og vinnuherb. og þaðan innang. í bílsk. ( risi er sjónv.hol, út af því eru stórar svalir, her- b. og út af því svalir, st. hjónaherb. með línherb., og sérbaðherb. Á hæðinni og upp stiga og í sjónv.holi er sérinnfl. steinn, önnur gólfefni eru parket og flísar. Allar innr. eru í hæsta gæðafl. [ kj. er st. salur (nú vinnustofa), mjög glæsil. baðherb. með nuddpotti, sauna o.fl. o.fl. Inn af vinnuherb. eru stórar geymslur. Sérinng. er einnig í kj. Þar má hægl. setja upp 2-3 herb. eða séríbúð. Skipti á minni eign koma til greina. Verðkönmm Neytendasamtakanna í verslunum í Eyjafírði Fulltrúar verslana vottuðu rétt 70 ár frá upphafi mjólkurvinnslu á Akureyri Opið hús hjá Mj ólkur samlagi Strengir hljóma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.