Morgunblaðið - 27.02.1998, Page 51

Morgunblaðið - 27.02.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM Vagnhöfða 11, símar 567 4090 og 898 4160, fax 567 4092. Húsið opnað kl. 22.00. DANSHUSIÐ Artun Gömlu og nýju dansarnir í kvöld. Tríó Þorvaldar leikur ásamt söngkonunum Vordísi og Frigg. Drottnari dópsalanna Stöð 2 ► 0.15 Abel Ferrara nefnist B-myndaleikstjóri banda- rískur, sem á að baki fjölmargar minniháttar en persónulegar myndir á undanförnum árum. All- ar eru þær kraftmiklar, ofbeldis- fullar og ekki fyrir viðkvæmt fólk. Hann rótar gjarnan upp í spilltri afbrotaveröld stórborganna þar sem engum er að treysta, síst löggunni. Um þetta efni gerði hann sína bestu mynd, Bad Lieu- tenant, (‘92), þar sem Harvey Keitel er minnisstæður sem eitt versta löggufól kvikmyndasögunn- ar, þó af nógu sé að taka. Hér er það Christopher Walken sem fer með aðalhlutverkið, en vörumerki Ferrara eru einmitt fallnir A- myndaleikarar. Hann er búinn að lengja starfsævi þeirra nokkurra. Sagan er einföld. Eiturlyfjabar- ón í New York vill endurheimta ríki sitt er hann kemur úr fangelsi og beitir til þess öllum meðölum. Er þó ekki samviskulaus með öllu. Walken er ábúðarmikill í aðal- hlutverkinu og fínn leikhópur, með nöfnum eins og David Caruso, Wesley Snipes og Lawrence Fis- hburne gefa þessari harðsoðnu mynd um helvíti á jörð aukinn slagkraft. Vel sögð með pirrandi stíganda. Einkum fyrir unnendur harðneskjulegra glæpamynda og „cult“ leikstjórans Fen-ara, sem sýnir að hann er þess megnugur að hressa uppá margtuggða frá- sögn úr undirheimum. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson Stöð 2 ► 20.55 Fæddur frjáls (Born To Be Wild,’95), nefnist fjöl- skyldumynd um strák sem er að fara i hundana er hann kynnist górilluapa. Washington Post gefur þessu sjón- varpsfóðri ★★Vt Sýn ► 21.00 Frændurnir (Les Cousines ‘58), er ein af fyrstu mynd- um franska nýbylgjuleikstjórans Claudes Chabrol, sem kunnastur er fyrir fjölmargar, misjafnar glæpa- myndir. Hér fjallar hann um frænd- ur, annar er borgarbarn, hinn kemur úr sveitinni. Annar gæðablóð, hinn vondur. Halliwell gefur ★, sem þýðir ekki slæm mynd og með góðum sprettum. Jean-Claude Brialy, Claude Serval og Juliette Mayniel fara með aðalhlutverkin. Stéphane Audran, síðar eiginkona hans og vörumerki, fer með aukahlutverk í sinni rauðhærðu fegurð. Sjónvarpið ► 22.15 Ratvís (Pathf- inder, ‘ððjlndjána- og frumbyggja- myndin eftir sögu J. F. Coopers stingur enn upp kollinum. ★★1/a Stöð 2 ► 22.40 WayansbræðmTÚr, Keenan Ivory, Marlon og Shawn, eru kunnir sjónvarpsskemmtikraftar í Vestm-heimi og á hvíta tjaldinu I skopmyndinni Rólegan æsing (Don’t Be a Menace..., ‘95), gera þeh' stólpagrín að myndum þeldökkra kynbræðra sinna um ástandið í „hverfinu", ádeilum Spike Lee, osfrv., og tekst af og til vel upp. Þetta eru efnispiltar. ★★í4 Sýn ► 23.40 Kauphallarbrask (Working Trash, ‘90) nefnist gaman- mynd um hreingerningamenn í Mekka kapítalismans, Wall Street, sem hyggjast verða ríkir af upplýs- ingum sem þeir finna í öskutunnum. Sjónvarpsmynd gerð af Alan Metter, sem er kunnastur fyiár þann vafa- sama heiður að eiga að baki verstu Lögguskólamyndina, Mission to Moscow. Hinn gjafmildi All Movie Guide heiðrar myndina með ★★★, sem mig grunar að sé ofrausn. Sjónvarpið ► 0.05 Skaðræðisgripir III. (Lethal Weapon III., ‘92), er eld- fjörug og ofbeldisfull skemmtun, á svipuðu róli og fyrsta myndin í þess- um bálki (sú fjórða er í framleiðslu). Hér fást þeir félagar í lögreglusveit Los Angeles, Mel Gibson og Dennis Glover, við ískyggilegan sendiherra sem þeir gruna um smygl á eiturlyfj- um. Joss Ackland leikur kauða lista- vel, einsog hans er von og vísa. Joe Pesci hressir uppá gamanið. ★★★ Stöð 2 ► 0.15 Konungur í New York (King of New York, ‘93). Sjá umsögn í ramma. Stöð 2 ► 1.55 Kalifomíumaðurinn (The California Man, ‘94). Aulafyndn- ismynd með ókrýndum konungi slíkra mynda, þetta misserið, Brend- an Fraser (George of the Jungle). Tveir aulabárðai' í menntó finna þriðja flónið grafið í jörð. Sá er frá steinöld. Með Sean Astin og hinum óþolandi Pauly Shore. Gerð af Les Mayfield, (Flubber). ★14 Sæbjörn Valdimarsson JEFF Bridges kom á frumsýn- inguna í fylgd eiginkonu sinn- ar Susan en hann fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Lebowski frumsýnd í New York KVIKMYND Coen-bræðranna „The Big Lebowski“ var frumsýnd í New York á dögunum en með að- alhlutverkin fara þau Jeff Bridges, John Goodman og Julianne Moore. Myndin fjallar um auðnuleys- ingjann Jeff Lebowski, sem Bridges leikur, sem er tekinn í misgripum fyrir milljónamæring sem heitir sama nafni. Mannrán og ævintýri fylgja svo í kjölfarið. Bridges og Goodman, sem báðir eru þrautreyndir leikarar, fannst sérstakt að vinna með Coen- bræðrunum sem hafa ekki tamið sér þann ósið kvikmyndagerðar- manna að endurskrifa handritið meðan á tökum stendur. ANNAR leikstjóra myndarinn- ar, Joel Coen, ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni Frances McDormand, sem mætti með afar frumlega tösku. HLYNUR Stefánsson, íþróttamaður ársins 1997 í Eyjum. Hlynur íþróttamaður Vestmanna- eyja 1997 EYJAMENN útnefndu fyrir skömmu íþróttamann Vest- mannaeyja fyrir árið 1997. Fyrir valinu varð Hlynur Stef- ánsson, fyrirliði íslandsmeist- araliðs ÍBV í knattspyrnu. Þetta var í 20. sinn í röð sem útnefndur er íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum, en 10 ár eru liðin sfðan sá heiður féll í skaut knattspyrnumanni. Árið 1988 var það Nökkvi Sveinsson sem varð fyrir val- inu. Hlynur er vel að titlinum kominn, enda góð fyrirmynd bæði í leik og starfi, og helúr líklega sjaldan Ieikið betur en sfðastliðið sumar sem herfor- ingi í vörn liðsins og fyrirliði. Hlynur hlaut einnig gullúr frá knattspyrnudeild ÍBV ásamt Inga Sigurðssyni en það hlutu þeir fyrir að hafa leikið 100 leiki í 1. deild fyrir ÍBV en aðeins hafði einum Ieikmanni tekist það á undau þeim, Jóni Braga Arnai-ssyni. Ingi náði 100 leikja inarkinu árið 1996 en Hlynur á árinu 1997. KRISTJÁN Ilalldórsson, fþróttamaður ÍR 1997, fékk afhentan veglegan afrcks- bikar til varðveisiu í eitt ár. * Iþróttamaður ÍR ÍÞRÓTTAMAÐUR ÍR fyrir árið 1997 var útnefndur á dögunum og var það Kristján Halldórsson knattspyrnumað- ur sem varð fyrir valinu. Kri- stján var fyrirliði meistara- fiokks ÍR á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að liðið vann sig upp í efstu deild. Hann var einróma kosinn leikmaður ársins af þjálfara og ineistaraflokksráði. FÖSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Y 9{œtur£a(inn V ‘Danshús, sími 587 6080 Opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld Lifandi tónlist fyrir líflegt fólk Sjáumst hress LY Næturgalinn A REY Hin frábæra stuðhljómsveit leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Láttu þig ekki vanta í stuðið Kaffi Reykjavík — þar sem stuðið er! Hljómsveitin Saga Klass Frábær danst^nlist frá kl. 23.30 með hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni W l.ackii og félagar A W fara á koslwm í Terðabransanum GLEÐI, SÖNGUR OG FULLT AF GRÍNIí SÚLNASAL Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson sjá um stuðið á Mímisbar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.