Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 2
2 Dy. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. lírslitakeppni ðkuleikni BFÖ—PV: Þrír ísf irðingar í sigur- sætum ökuleikninnar — Einn keppenda aðeins hársbreidd f rá því að vinna bflinn Þaö voru taugatrekktir ökumenn sem voru á ferðinni rétt fyrir kl. 9 sl. laugardagsmorgun og stefndu í átt að Mazda umboðinu, Bílaborg hf. Ekki var að furða því þarna voru á ferð keppendur í úrslitakeppni ökuleikninnar. Það var ekki heldur svo lítið í húfi fyrir þá því verðlaun í keppninni voru glæsileg. Þarna kepptu menn um Islandsmeistara- titilinn í karla- og kvennariöli, bikar- verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum riðli ásamt farandbikurum. Einnig voru í boði utanlandsferðir fyrir efstu keppendur. Og síðast, en ekki síst, þá stóð splunkuný Mazda 626 GLX á hlaðinu og beið þess að einn keppendanna hreppti hana. Já, það er rétt. Heill bíll í verölaun. Það var Mazda umboðið sem lét bílinn af hendi og sá keppandi sem æki í gegnum þrautaplanið, sem sett haföi verið upp, villulaust, fengi bílinn að gjöf frá umboðinu. Það var því ekki að undra að keppendur væru með svolítinn fiðring í maganum er þeir renndu í hlað við Bílaborg hf. Keppnin var tvíþætt. I fyrstu urðu keppendur að spreyta sig á nokkrum umferðarspurningum, miserfiöum. Engum keppendanna tókst að svara þeim öllum rétt, en þeir sem næstir' voru því voru tvær stúlkur sem aöeins höfðu eina spurningu ranga. Fjölmennasta keppnin Alls höfðu 95 keppendur átt rétt á því að keppa í úrslitakeppninni og 62 þeirra mættu til keppni. Mun þetta vera fjölmennasta úrslitakeppnin á þeim 8 árum sem keppt hefur veriö um Islandsmeistaratitilinn. Svo fjölmenn var keppnin að keppa varð á tveimur þrautaplönum og þrátt fyrir þaö tók það keppendur 7 klukku- stundir aö aka þa- tvær umferöir sem þeim var uppálagt aö aka. Sjálf akstiirskenpnin var haldin á piani Osta- og smjörsölunnar á Artúns- höfða. Var það auðsótt mál að fá planiö lánaö enda höfðu forráða- menn Osta- og smjörsölunnar góðan skilning á tilgangi keppninnar, aö efla umferðarmenningu landsmanna sem vægast sani er okki vanþörf á. Spenna í karlariðli Keppnin var mjög jöfn og spennandi, þó sérstaklega í karla- riðli. Þar var hver sekúnda dýrmæt og þaö sýndi sig að ein sekúnda kostaöi að minnsta kosti einn keppandann verðlaunasætiö. Eins og fram hefur komið yrðu keppendur að aka tvær umferðir og var það heildarárangur sem gilti. Sá er sigraði í karlariðli og er þar með Islandsmeistari karla í ökuleikni ’85 er Guðmundur Salómonsson frá Húsa- vík. Hann fékk 433 refsistig. Hann er ekki alveg ókunnugur ökuleikninni því tvívegis hefur hann unnið utan- landsferð í úrslitakeppni og keppt fyrir hönd Islendinga í norrænni ökuleikni. I áru eru reglurnar þannig að haf i keppandi unnið utanlandsferö áður, þá er hann út úr myndinni í keppninni um utanlandsferðina í ár. Guðmundur verður því að láta sér bikarverðlaunin og titilinn Islands- • Verðlaunahafar i úrslitakeppninni ásamt forráðamönnum ökuleikninnar, talið frá vinstri: Einar Guð- mundsson, framkvstj. BFÖ, Friða Halldórsdóttir í 3. sæti, Bryndis Óskarsdóttir i öðru sæti, Auður Yngva- dóttir íslandsmeistari, Guðmundur Salómonsson íslandsmeistari, Benedikt Hjaltason í öðru sæti, Einar Halldórsson, 3. sæti, og Brynjar Valdimarsson, forseti BFÖ. • Þessi þraut var tvímælalaust erfiðasta þrautin i planinu. Hún var fólg- in i því að láta framhjólið fara inn fyrir tappann án þess að snerta hann eða stangirnar sitt hvorum megin við hann. Aðeins örfáum keppendum tókst að leysa þessa þraut rétt. meistari 1985 duga. Sá sem hlaut ferðina var keppandi í öðru sæti, Benedikt Hjaltason frá Akureyri. Hann hlaut 467 refsistig og þar með utanlandsferö með Arnarflugi. Sá sem hafnaöi í 3. sæti var Einar Halldórsson frá Isafirði. Hann fékk 477 refsistig. Einar hefur ætíö verið framarlega í úrslitakeppni og þrívegis hlotið Islandsmeistara- titilinn, og síðast í fyrra. Hann var mjög nálægt því að hreppa bílinn í fyrri umferöinni er hann gerði aðeins tvær villur í brautinni. Auður ber af I kvennariöli bar einn keppandinn af hvað varðaöi aksturinn. Það var Auður Yngvadóttir frá Isafirði. Hún fékk 510 refsistig. Hún er því Islands- meistari í ökuleikni þriðja árið í röð. Hún hefur sýnt frábæra hæfni og er meðal annars nýverandi Norður- landameistari kvenna í ökuleikni. Þann títil hlaut hún 1983 og síðan hefur ekki enn verið keppt um hann. Því heldur hún titlinum ennþá. Auðui hefur áður hlotið utanlands- I ‘ ð c g því hlaut hún hana ekki í ár. Þaö v ir hins vegar Bryndís Oskars- dóttir, sem einnig er frá Isafiröi, sem hlaut ferðina. Hún lenti í ööru sæti með 623 refsistig eöa rúmlega 100 refsistigum lakari árangur en Auöur. Fríöa Halldórsdóttir úr Reykjavík varð þriðja meö 687 refsi- stig. Hún hefur áður keppt í úrslita- keppnum og meðal annars verið Is- landsmeistari tvisvar. Kristín missti af bílnum Mazda bíllinn freistaöi allra keppendanna og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gekk bíllinn ekki út. Það var þó einn keppandinn sem var kominn með aðra höndina á bílinn, en þá geröi hann eina klaufa- villu sem kostaði hann bílinn. Það var því svekktur keppandi sem sté út úr keppnisbílnum aö lokinni keppni í það sinn. Hann heitir Kristján Ari Einarsson, ljósmyndari DV. Hann keppti í vor í pressukeppni ökuleikninnar og komst í úrslit. Að sögn dómara keppninnar hafði hann neglt niður og stöövað bílinn í miðri þraut, sem ekki var leyfilegt, þó svo hann hefði getað leyst þrautina alveg rétt að öðru leyti, og reyndar allar aðrarþrautirlíka. Að lokinni keppni bauð trygginga- félagið Ábyrgð hf. öllum keppendum og starfsmönnum til kaffisamsætis og þar voru verðlaun afhent í ökuleikni. Einnig voru afhentir vinningar í reiðhjólahappdrættinu sem efnt var til í tengslum við reiöhjólakeppnina sem haldin var samtímis ökuleikninni um allt land í sumar. Tvö þúsund hafa keppt Þessu áttunda keppnisári ökuleikninnar er lokiö og var keppnin í sumar fjölmennasta keppni sem haldin hefur verið. Rúmlega 600 ökumenn háöu keppni í ökuleikni og er það 50% aukning frá því í fyrra. Alls hafa rúmlega 2000 keppendur verið með frá upphafi. Keppnin í sumar var því tímamóta- keppni. Það var Bindindisfélag ökumanna sem sá um undirbúning og framkvæmd keppninnar og var hún haldin í samvinnu við DV, Bíla- borg og Umferöarráð. Margir aðrir aðilar lögðu hönd á plóginn og án þeirra hefði keppnin ekki verið fram- kvæmanleg. Því vilja forráðamenn ökuleikninnar færa öllum þeim er lögðu keppninni lið, þakkir fyrir stuöninginn. Ráðgert er að halda keppninni áfram næsta sumar og vonast for- ráöamenn hennar til að sjá enn fleiri andlit í keppninni, enda hefur ökuleiknin til skamms tíma verið fjölmennasta akstursíþróttin sem stunduö hefur veriö á Islandi. EG • Pótur Steinn Guðmundsson frá Fálkanum afhendir vinningshafa i reiðhjólahappdrættinu, Gunnari • Kristján Ari Einarsson er hér að leggja af stað í ferðina örlagariku sem Sigurðssyni, splunkunýtt DBS reiðhjól, gefið af Fálkanum hf. næstum hafði fært honum Mazda 626 bilinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.