Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. fLAUSAR S1ÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: Deildarfulltrúi óskast hjá Unglingaathvarfi Reykjavíkur- borgar. Félagsráðgjafar- eða svipuð starfsmenntun áskilin, auk reynslu af starfi með unglingum. Upplýsingar veitir deildarfulltrúi í síma 20606 e.h. og yfir- maður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur rennur út 22.9.1985. Húsvörður óskast í fullt starf fyrir 70 íbúða sambýlishús. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsókn með umgengni og ræstingu. Góð íbúð fylgir starfinu. Upplýsingar gefur húsnæðisfulltrúi í Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4, sími 25500. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 12. september 1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Suöurbraut 8, 3. h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Sæmundar Ferdinandssonar og Ingunnar L. Þórðardóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Ólafs Thoroddsen hdl. og Tómasar Þorvaldssonar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. ^•30- Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Stekkjarhvammi 42, Hafnarfiröi, þingl. eign Eövarðs Björgvins- sonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbanka islands og Gjald- heimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 14.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 og 10. og 13. tbl. þess 1985 á eigninni Eiöistorgi 3, íb. 303, Seltjarnarnesi, þingl. eign Sigurtryggs Hallgrímssonar og Ragnhildar Kjartansdóttur, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags islands, Jóns Finnssonar hrl. og Ólafs Gústafs- sonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Brekkukoti, Mosfellshreppi, þingl. eign Gísla Snorrasonar, fer fram eftir kröfu Sigriðar Thorlacius hdl., Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Asgeirs Thoroddsen hdl. og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 49., 54. og 64. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Kjarrmóum 48, Garöakaupstað, þingl. eign Guðfríðar Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. september 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hamarsgötu 5, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Hjartar Kristmundssonar, ferfram samkvæmt kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., Asgeirs Thoroddsen hdl., málflutningsskrifstofu Einars Viðar, Arna Halldórssonar hrl. og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 23. sept. 1985 kl. 10.00. Sýslumaöurinn i S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á Hamarsgötu 25, Fáskrúðsfiröi, þingl. eign Jóns B. Kárasonar, fer fram samkvæmt kröfu Arna Halldórssonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Sigríöar Thorlacius hdl. og Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri mánudaginn 23. sept. 1985 kl. 10.00. Sýslumaðurinn I S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eignarhluta Sigurðar Pálssonar í fasteigninni Geysi, Djúpavogi, fer fram samkvæmt kröfu Árna Halldórssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 23. sept. 1985 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Vaskir sveinar á Eyjólfur Guðjónsson bóndi á Framnesi og eftirlitsmaður með hreindýraveiðum ræðir hór við Ágúst Boga- son. hreindýraveiðum Frá séra Siguröi Ægissyni á Djúpa- vogi: Þann 28. ágúst lögöu nokkrir vask- ir sveinar upp í för eina mikla sem lengi skal í minni höfö. Stefna var tekin á Búlandsdal sem er skammt inn af Djúpavogi, S-Múlasýslu, og var ætlunin að skjóta þar hreindýr, ef sæjust. Veiöitímabilið hófst þann 1. ágúst og höföu tvö dýr verið skotin nokkrum dögum fyrir þessa för. Leyfilegt er aö skjóta átta dýr í Bú- landshreppi þetta árið (eins og síðastliðið ár) og voru því sex dýr nú eftir til skiptanna. Lagt var af stað árla dags og kom- ið inn í Búlandsdal um hálfum tíma síðar í blankalogni. Var þá mættur til leiks Eyjólfur Guðjónsson, bóndi á Framnesi, sem er eftirlitsmaður slikra veiða og greindi hann mönn- um frá því að hann sæi fimm dýr þar innra. Lögðu menn nú bifreiðum sín- um og bjuggu sig til göngu. Eftir nokkurn tíma var staöar numið í skjóli við klett einn. Lögðust menn þar á og beindu sjónaukum í miði á dýrin. Varö þá einhverjum að orði að fyrst erfitt væri að hemja sjónauka sem haldið væri með hönd- um tveim yrði trúlega vandasamt að beina riffli að dýri og leggja að velli. Ræddu menn nú þessa athugasemd sem vissulega átti rétt á sér eins og á stóð. Varð það úr að menn ákváðu að láta reyna á þetta. í veiðiham Var nú genginn nokkur spölur en svo numiö staðar við annan klett og skyggnst þar eftir dýrunum. Brátt greindu menn fleiri dýr þar innra og ákvað Stefán Aðalsteinsson, sem einn má skjóta hreindýr þar í hreppi (að Eyjólfi bónda undanskildum) að fara innar og svipast um. Lögðust hinir í skjól við klettinn og biðu átekta. Annað veifið stóðu menn upp og svipuðust um eftir veiöimanninum en hann virtist með öllu horfinn. Þá sést hann skyndilega koma þjótandi niður hlíðina þar fremra og stefna inn í dalinn. Var auðséð að garpurinn var kominn í veiðiham, þar sem hann endasentist yfir holt og grjót eins og 16 ára unglingur. Lögðust menn niður og biðu þess sem verða vildi. Tvö dýr fallin Eftir drykklanga stund bregður Eyjólfur bóndi sjónauka og lýsir því yfir að tvö dýr séu faliin í valinn uppi við Háöldu—innst í dalnum. Við þessa frétt var mönnum ekki til setunnar boðiö. Upp var staöið og áfram haldið. Þegar svo að var komið, eftir langa göngu, lágu þar tveir miklir hreindýrstarfar dauðir og giskuðu menn á að hvor um sig væri um 80— 90 kíló að þyngd. Hafði Stefán náð þessum dýrum úr hópi þeirra fimm dýra sem Eyjólfur bóndi hafði greint í byrjun. Rétt fyrir ofan Háöldu var þó hópur dýra og virtust þau stefna niður í dal. Töldu menn að rétt væri að bíða eftir þeim. En þegar betur var að gáð síðar var hópurinn farinn eitthvaðábraut. Nær dauða en lífi Eftir nokkra hvíld var athyglinni beint að dýrunum tveimur sem þar lágu í valnum. Áður fyrr voru slík dýr flutt í heilu lagi til byggða og gert að þeim þar. Gat það oft verið þung- ur buröur, sem gefur aö skilja. En hér var það ráð tekið að úrbeina dýr- in á staönum mönnum til mikils létt- is. Krónan var hirt af öðru dýranna, enda mesta prýði. Hin krónan var skilin eftir og skinnin bæði. Loks var gengiö frá beinum og öðru í gjótu einni. Þurfti vart að efa að þau yrðu hreinsuð rækilega enda hafði náðst 21 tófa í Búlands- og Geithellna- hreppi það sumar og eitt greni fundist í Búlandsdal sjálfum þar með. Þegar öllu þessu var lokið var haldiö af stað að fararskjótun- um en þegar þangað var komið var svo mjög af greinarhöfundi dregið að hann var nær dauða en lífi þótt sterk- ur vindur í bakið hafi létt burðinn nokkuð. Samt lét hann á engu bera enda varla hægt að gera opinbera slíka linkind í þessum hraustra manna hópi. Engottvarkjötið. . .. Annafl dýrifl flegifl. Eyjólfur bóndi, Sigvaldi Þórflarson og Stefán Aflalsteinsson. w *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.