Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. Dægradvöl húsbyggjandans: Naglhreinsun, sköfun og snúningar „Menn deyja jafnvel frá hálf- byggðum húsum,” kvaðTómasum húsbyggjendur, stétt manna úr öllum stéttum sem taka sig til einn veðurdag og ákveða að reisa sér þak yfir höfuðið. Þeir verða sér úti um lóð og leyfi, láta grafa holu í jöröina og nefna grunn að borg drauma sinna. Þá kalla þeir haga menn til fylgilags við sig og einhvern tíma í fjarlægri framtíð sitja hús- byggjendur í makindum innan dyra, undir þaki og slá sjálfa sig til húseigenda. Hjá venjulegu fólki liggur langur og þyrnum stráður vegur milli þess að hamar er reiddur við sökkla- smíðina og þess að hann er reiddur til að festa upp málverk í stofunni. Fæstir eru það vel stæðir aö geta greitt húsið út í hönd. Taka þarf lán hjá lífeyrissjóði og Húsnæðismála- stofnun og leggja á sig ómælda auka- vinnu. Margir sjá sjálfir um allar út- réttingar í sambandi við hús- bygginguna, efniskaup og annað auk þess sem sumir vinna hörðum höndum viö smíði, naglhreinsun, sköfun, mótafráslátt og annað sem til fellur. Ekki er óalgengt að öll f jölskyldan leggi hönd á plóginn og láti ekki deigan síga fyrr en framkvæmdir eru í höfn. Þá rennur upp nýr tími áhyggna og annríkis þegar glugga- umslögin fara að skjótast inn um bréfalúguna á nýja húsinu. Lánin þarf að greiða svo og vexti af þeim og þau líða mörg árin áður en menn geta með rentu kallað sig einka- eigendur að húsum sínum. Eitthvað á þessa leið hljóðar sú saga sem gengur af húsbyggjendum og þrátt fyrir að hún sé ekki sérlega fögur er fólk ætíð að byggja. Það lætur sig hafa þaö enda flestum mikilvægt að eiga öruggan sama- stað. I dægradvölinni í dag er rætt við tvo húsbyggjendur sem hafa notað tómstundir sínar undanfarið til húsbygginga. -JKH. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Viljað brenna við að menn taki bara fyrir nefið” „Eg segi nú ekki að það fari öll kvöld í þetta. Aðallega er maður í snúningum og snatti,” sagði Gunnar Guöjónsson þegar DV hitti hann á • „Það er góð tilfinning að vera kominn undir þak," sagði Gunnar Guðjónsson í húsi sínu fokheldu. DV-mynd PK. væntanlegu heimili að Logafold 79. Húsið var orðið fokhelt, og vel það; verið var að tengja ofnana. Hann sagðist ekki vera með neinar áætlanir um það hvenær hann flytti inn, „þær standast hvort sem er aldrei”. Þegar liann var spurður hvort það væri jafn erfitt að byggja og af væri látið sagðist hann oft hafa spurt sjálfan sig að því sama. „Mér finnst þetta ekki hafa verið eins djöfullegt og flestir útmála þetta. Það veltur á miklu að hægt sé að treysta fullkomlega á þá menn sem maður hefur.” Ræður þú öörum frá því að fara út í húsbyggingar? „Eg veit þaö ekki. Það fer eftir kringumstæðum. Aðalatriðið er að athuga vel sinn gang og fara ekki út í neitt sem maður ræður ekki við. Þaö hefur viljað brenna við þetta gamla að menn taki bara fyrir nefið, stökkvi út í og voni svo að allt bjargist,” sagði Gunnar Guðjónsson -JKH, „Fyrsta húsið og von- andi það síðasta” „Það er aðaláhugamál mitt í bili að koma þessu skammlaust upp,” sagði Páll Hrólfsson, hús- byggjandi að Logafold 171 í Grafarvoginum, þegar hann var spurður hvort hann hefði tíma til að sinna einhverju öðru en húsi sínu. Það er stutt í að það verði fokhelt og búið að vera í byggingu í hálft annað ár. „Þetta er fyrsta húsiö sem ég reisi yfir sjálfan mig og vonandi það síðasta,” sagöi Páll en hann er ekki með öllu ókunnugur húsbyggingum. Síðastliðin 20 ár hefur hann unnið við járnabindingar og vafalaust vitað að hverju hann gekk þegar hann ákvað að reisa sér hús. Þegar Páll var spurður hve mikil aukavinna lægi í þessu sagði hann að þetta væri svona á við hálft starf. Hann lagði sjálfur járnin, reif utan af, lagöi pípur og annaðist alla nauðsynlega snúninga. „Þetta er geysileg vinna.” — Erhúnþessvirði? „Já. Þaö er ódýrara aö vinna sjálfur við þetta og öll fjölskyldan er búin að vera í þessu. Maöur lærir • Páll Hrólfsson fyrir framan afrakstur tómstundanna síðustu 18 mánuði. DV-mynd PK. líka ýmislegt. Það eina sem mér finnst að þessu eru lánamálin. Við sem eigum íbúð fyrir, fáum þriðja hluta húsnæðislánsins hálfuári eftir að nýbyggingin er fokheld og hina tvo hlutana með hálfs árs fresti eftir það. Mér finnst að lánið mætti vera eitthvað lægra ef maður gæti fengið það um leið og húsið verður fokhelt. Þá hefur maöur þörf fyrir þetta fjármagn.” -JKH 31 Andlitsböð, húðhreinsun, litun fótsnyrting, vaxmeðferð, k hand snyrting og / ^ kvöldsnyrting. ^ GYÐJAN, snyrtistofa og snyrtivörubúð Skipholti 70, sími 35044. Mörg hundruð þúsund metrar af snjóbræöslu- rörum úr huls VESTOLEN P bræöa ís og snjó af ís- lenskum bílastæöum, göngugötum, íþróttavöllum og gangstéttum og sjá þannig um aö hemja Vetur konung. Snjóbræðslurör úr VESTOLEN P hafa sýnt og sannaö aö þau hafa meira frostþoi en nokkurt annað plastefni, sem notaö er í sama skyni. Framúrskarandi tækniþekking og áratuga reynsla standa aö baki þróunar VESTOLEN P, sem er fjölliða óreglubund- iö polyprópylen. Aðrir eiginleikar þessa rörahráefnis eru auðveld og örugg samsuöa, frábært kalþflæöiþol og mikill sveigjanleiki. Samspil verös og gæöa talar sínu máli fyrir VESTOLEN P. Viö munum meö ánægju senda yöur allar upplýsingar. Hafiö samband viö fulltrúa huls á íslandi. Pósthólf 1249, 121 Reykjavík. h&ils CHEMISCHE WERKE HULS AG Referat 1122, D-4370 Marl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.