Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR9. SEPTEMBER1985. 27 íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir „Allt að koma” — segir Arnór Guð johnsen Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu: „Þetta er allt að koma, ég er að ná mér af meiðslunum og vantar aöeins meiri leikæfingu. Ég er bjartsýnn á að fá að leika meö aðalliöinu á næstunni,” sagöi Arnór Guðjohnsen er fréttaritari DV ræddi við hann um helgina. Arnór lék með varaliði Anderlecht gegn Beveren og unnu Arnór og félagar góöan sigur, 4—2. Arnór skoraði ekki en hann lék stöðu varnartengiliðs. Fjórir landsliðsmenn í liði Anderlecht eru nú meiddir, þeir Scifo, Van der Eycken, Vercautern, og Van der Bergh, svo að líklegt verður að teljast að Arnór fái tækifæri á næstunni. Ekkert var leikið um helgina vegna landsleiks Belga viö Pólverja í Póllandi sem fram fer á mánudaginn. Sá leikur sker úr um það hvort Belgar eiga möguleika á að komast í undan- keppni lokakeppni HM í Mexíkó. -fros Fyrsta mark Atla . — fyrir Bayer Uerdingen sem gerði jafntefli við Eintracht Frankfurt á útivelli. 1-1 Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV íÞýskalandi: Atli Eövaldsson skoraöi sitt fyrsta mark fyrir sitt nýja félag, Bayer Uerdingen í Bundesligunni um helg- ina. Hann kom liði sínu á bragðið gegn Eintracht Frankfurt á útivelli á 10. mínútu meö glæsilegu skallamarki eftir fyrirgjöf frá Buttgereit. Uerding- en sótti síðan mun meira en heimaliðið náði að jafna ósanngjarnt úr víta- spyrnu eftir að Funkel hafði brotið á Jan Sveinsson. I síðari hálfleiknum átti Uérdingen frekar undir högg að sækja en úrslitin urðu jafntefli, 1—1. Atli lék allan leikinn fyrir Uerdingen og fékk fjóra í leiknum. Lárus Guð- mundsson var tekinn út af í hálfleik og fékk fimm. Með mestri eftirvæntingu var beðið leiks Werder Bremen og nýliöa deildarinnar Nilrnberg. Rudi Völler átti enn einn stórleikinn fyrir Bremen- liðiö, hann skoraði fyrsta mark leiks- ins á sjöundu mínútu og var það eina mark hálfleiksins. Völler þurfti síðan að yfirgefa völlinn í hléi vegna togn- unar og þá fór allt í hnút hjá liðinu. Á 15. mínútu seinni hálfleiksins náði Nurnberg að jafna með marki frá fyrirliðanum, Gunther Guettler. Loka- oröið var þó heimamanna. Austuríski landsliösmaðurinn Bruno Pezzey skoraöi sigurmarkið á 82. mínútu. Werder Bremen heldur því enn forystu sinni í deildinni. Það bjuggust allir viö stórleik í Miinchen þar sem Bayernliðið mætti gömlum erkifjendum, Hamburger Sportverein en urðu þó fyrir miklum vonbrigðum því leikmenn liöanna tóku enga áhættu og báru auðsjáanlega allt of mikla viröingu hverjir fyrir öðrum. Fyrsta markið leit ekki dagsins ljós fyrr en á 63. mínútu er brotið var á Bayerleikmanninum Frank Hartman sem nýlega haföi komið inn á sem varamaður. Lothar Mattheus skoraði úr vítinu en nýliðinn átti eftir að koma meira viö sögu. Hann bætti öðru marki Bayern viö eftir frábæra sendingu Danans Sören Lerby. Aðeins 45 þúsund áhorfendur sáu leikinn og er langt síð- an jafnfáir hafa komið á innbyrðis- leik þessara liöa. Annars uröu úrslit þessi i Bundesligunni: Bayern Miinchen-HSV 2—0 Werder Bremen-Nurnberg 2—1 Bayer Leverkusen-Fortuna Diisseldorf 3—1 Borussia Dortmund-Mannheim 0—0 Borussia Mönchengladbach-Köln 1—1 Eintracht Frankfurt-Bayer Uerdingen. 1—1 Schalke-Hannover 2—2 Stuttgart-Saarbrucken 3—1 -fros BURSIAEXJ MEÐ SOFTEX! HALDGÓÐUR, SLÍfmJR ÁGÓÐUVERÐI... J%3Pi AFÓTEKINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.