Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ÍBV nær öruggt upp — eftir góðan sigur á KA í2. deild á Akureyri, 0-2 Frá Stefáni Arnaldssyni, fréttaritara DVáAkureyri: KA lék sinn slakasta leik í sumar og jafnframt hinn þýðingarmesta er liöiö tapaði á heimavelli sinum fyrir ÍBV í 2. deild á föstudagskvöldið 9—2. Með sigrinum skaust tBV upp í toppsæti deildarinnar og er nú af flestum talið líklegast liða til að vinna sér sæti í 1. deild á næsta keppnistimabili. Mögu- leikar KA eru ekki horfnir þrátt fyrir tapið. Liðið á enn möguleika á að skjót- ast upp fyrir Breiðablik sem nú er í öðru sæti. Leikurinn á föstudagskvöldið var 52. mínútna gamall er Hlynur Stefánsson náði forystunni fyrir IBV með skoti af 30 metra færi sem Þorvaldur Jónsson, markvöröur KA-manna, misreiknaöi illilega. Boltinn skoppaöi yfir Þorvald og í markiö. Gestirnir voru mun betri aðilinn allan leikinn og á 81. mínútu gulltryggði Omar Jóhannsson sigurinn fyrir Eyjaliðið meö skoti rétt innan vítateigs eftir að vörn KA hafði brugð- ist illilega. Tapið var þaö fyrsta hjá KA á heimavelli sinum í sumar. Omar Jóhannsson var óumdeilanlega besti leikmaöur vallarins en þeir Hlynur Stefánsson og Tómas Pálsson áttu einnig góðan leik fyrir IBV-Iiðið. Ann- ars var liðið jafnt og lítill efi er á því að það er það sterkasta sem sótt hefur höfuðstaö Norölendinga heim í sumar. Steingrímur Birgisson og Friðfinnur Hermannsson voru skástu leikmenn í liði KA. -fros Skallamark Benedikts sendi Fylki niður Mark Benedikts Guðmundssonar fyrir Breiðablik sendi Fylki niður í 3. deild eftir að- eins ársviðdvöl í 2. deildinni, markið mikil- væga kann einnig að hafa fært Blikunum 1. deildar sæti á ný en það kemur ekki í ljðs fyrr en í lokaumferðinni sem fram fer um næstu helgi. Þá eiga Kðpavogsbúarnir erfiðan leik fyrir höndum. Eiga að keppa við Völsung á Húsavík en aðaikeppinautur þeirra um 1. deildar sætið að flestra mati, KA, mætir Sigl- firðingum. Leikur Breiðabliks og Fylkis á laugardag- inn bar þess nokkur merki hve mikilvægur hann var iiðunum. Mikil barátta Iengst af. Breiðablik var öliu sprækari aöilinn í byrjun og náði forystunni í fyrri hálfleik með skalla- marki Benedlkts Guðmundssonar. t þeim seinni snerist taflið og Árbæjarstrákarnir börðust mun betur. Þeir fengu vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en besti maður Blikanna, Sveinn Skúlason markvörður, gerði sér lítið fyrir og varði glæsilega. Tvímælalaust vendi- punkturinn í leiknum því þrátt fyrir harða sðkn Fylkis tókst þeim ekki að koma boltan- um rétta leið. Jóhann Grétarsson átti mjög góðan leik fyrir UBK: ásamt markverðinum Sveini Skúlasyni sem hefur komið mjög á óvart með stérgóðri frammistöðu i sumar. Verið jafn- besti maður liðsins. Lið Fylkis kvaddi 2. deildina með leiknum en þess verður að öilum likindum ekki langt að bíða að liðið leiki i 2. deildinni á ný. Efni- viður f élagsins er góður og liðið ungt. -f ros. GEHJM.FÖJ JIL AFRÍKU FATASÖFNUN RKÍ 1985 Vikuna 9. -15. september gengst Rauði kross íslands fyrir fatasöfnun til handa þurfandi Afríkubúum. Tekið verður á móti hreinum og heilum fatnaði (ekki skóm) á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkurdeild RKl, Öldugötu 4, alla daga á millí kl. 14.00 og 18.00 Tónabær, Ársel, Fellahellir, Bústaðír og Þróttheimar, virka daga kl. 16.00 - 20.00, laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 18.00. Kópavogur: Sunnuhlíð Kópavogsbraut 1 (kjallara) fimmtudag og föstudag kl. 17.00 - 19.00, laugardag frá kl. 13.00 - 15.00. Garðabær: Hús Hjálparsveitar skáta við Bæjarbraut, virka daga kl. 18.00 - 22.00, laugardaga og sunnudaga kl. 10.00 - 16.00. Keflavík: Hafnargata 62, virka daga milli kl. 17.00 og 22.00, laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 22.00. Hafnarfjörður: Hús Hjálparsveitar skáta við Hraunbrún, virka daga kl. 17.00 - 21.00, laugardaga og sunnudaga kl. 14-00 - 18.00. Mosfellssveit: Reykjalundur, anddyri heilsugæslustöðvar, virka daga kl. 16.00 - 18.00. Annars staðar: RK-deildir um land allt munu auglýsa sérstaklega tilhögun söfnunar á sínu svæði HJÁLPIÐ OKKUR AÐ HJÁLPA ÖÐRUM! @ RAUEM KROSS ÍSLANDS + Ekki óalgeng sjón úr leik Viðis og KR i gœr. Hart barist inni i vítateig vesturbr markvörður KR, hafði betur á endanum. Óheppnir Víði — voru betra liðið íleik gegn KR en náðu aðeins jafnl „Það er ekki annaö hægt en aö vera óhress með þessi úrslit. Við vorum betra liðið allan tímann en nýttum ekki færin. Það var synd aö vinna ekki KR- liðið. Það var mjög slakt í dag,” sagöi Marteinn Geirsson, þjálfari Víöis, eftir að liöið hafði gert jafntefli, 1—1, viö KR á grasvellinum viö Kaplaskjól á sunnudag. Marteinn mátti líka vel vera óhress. Mestan hluta leiksins höföu Víöismenn undirtökin, börðust betur og léku á köflum vel sín á milli. KR-ingar byrj- uðu svo sem gæfulega; sóttu stíft og náöu forystu eftir aöeins fjórar mínútur. Ásbjörn Stefánsson náöi boltanum hægra megin í vítateig Víöis eftir langa þversendingu frá vinstri. Hann sneri einn Víöismann af sér og gaf út í teiginn. Þar tók Ágúst Már Jónsson boltann á lofti og spyrnti hon- um viðstöðulaust í marknetiö. Fallegt mark. Víðismenn sóttu í sig veðrið eftir þetta og þegar líða tók á hálfleikinn réöu þeir lögum og lofum á leikvellin- um. Guömundur Kristinsson fékk gott færi á aö jafna þegar hann komst einn inn fyrir KR-vörnina en skot hans fór í Stefán markvörð. Á 33. mínútu skoruðu Víðismenn loks, nokkuö óvænt. Vilberg Þorvalds- son braust af hraðfylgi milli varnar- leikmanna KR og renndi boltanum örugglega í markið. Eftir þetta jafn- aöist leikurinn nokkuö en hvorugu liö- inu auðnaðist aö gleöja hina 400 áhorf- endur með því aö skora. 1 seinni hálfleik héldu Víðismenn áfram baráttu sinni. Þeir gáfu KR-ing- um enga tíma til aö byggja upp sóknir en áttu sjálfir mörg hættuleg færi. Á 52. mínútu skallaði Gísli Eyjólfsson í stöng KR-marksins og litlu mátti muna að boltinn kæmist yfir marklín- una eftir þvögu í markteignum en Stefán varði vel. Víðismenn átti fjölmörg góö upp- hlaup þaö sem eftir lifði leiksins en allt kom fyrir ekki. Undir lokin komust Slakasti leiki — á Skipaskaga er ÍA fékk Víking í heimsókn. Enn Frá Sigþóri Eiríkssyni, fréttaritara DVá Akranesi: Akranes er áfram í hinni eitilhörðu toppbaráttu eftir sigur á Víkingi, 1—0, í slakasta leik sumarsins á Akranesi. Leikurinn fór fram á laugardaginn og hafði mikia þýðingu fyrir bæöi liðin. Víkingar höfðu enn veika von um að forðast fallsæti en Akurnesingar eiga von um meistaratitlinn þrátt fyrir sigra Fram og Vals á sama tíma. Skagamenn höfðu undirtökin megin- hluta leiksins og sigur þeirra var er á heiidina er litið sanngjarn. Víkingar byrjuðu mun betur og voru mun grimmari en Skagamenn og fengu þeir tvö fyrstu marktækifæri leiksins. Það fyrra á 17. mínútu en þá átti Jóhannes Bárðarson skalla naum- lega framhjá eftir fyrirgjöf frá Atla Einarssyni. Sjö mínútum síöar átti Trausti Omarsson gott skot rétt utan vítateigs eftir ágæta sókn Víkinga en skot hans fór að þessu sinni rétt yfir þverslána. Eftir þessi færi Víkinga náðu Skagamenn undirtökunum í leiknum. Sigurmark leiksins kom á 35. mínútuog var það SveinbjörnHákonar- son sem skoraði markið. Hann fékk knöttinn frá Herði Jóhannessyni rétt innan vítateigs, skaut á markið en knötturinn fór í varnarmann og barst aftur til Sveinbjarnar sem gerði sér lítið fyrir og lék á tvo varnarmenn og skoraði af miklu haröfylgi. Vel gert. Víkingar fengu sitt besta marktæki- færi í leiknum tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þá átti Andri Marteinsson hörkuskot af um 20 metra færi sem stefndi efst í markhornið en Birki tókst aö verja meö miklum tilþrifum með því að slá knöttinn í þverslána, 1—0 í hálfleik. I síöari hálfleiknum gerðist nánast ekki neitt langtímum saman utan það að Sveinbjörn var náiægt því að bæta 'við mörkum fyrir IA í tvígang. I fyrra skiptið á 57. mínútu er hann komst einn inn fyrir vörn Víkinga en skaut naum- lega framhjá, í síðara skiptið á 68. mínútu og var það nánast endurtekn- ing frá fyrra skiptinu, nú eftir stungu- sendingu frá Herði Jóhannessyni er skot Sveinbjörns fór í stöng. Leikurinn fjaraöi síðan út og Skagamenn unnu sanngjarnan sigur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.