Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Ásgeir lagði upp mark — íöruggumsigri Stuttgart á Saarbrucken, 3-1. Fyrstu mörk Stuttgartá heimavelliívetur Omar Torfason sést hér senda knöttinn í mark FH. Ómar var hreint óstöðvandi í leiknum, skoraði þrennu og skaust upp i .Ipildarinnar. markakóngssæti 1. ÞRENNA OMARS þegar Framarar sigruðu FH-inga örugglega í Kaplakrika „Eg er mjög ánægöur, þaö gekk allt upp. Þetta er fyrsta þrennan í fyrstu deildinni í ár og maöur hlýtur aö stefna á markakóngstitilinn,” sagöi Ömar Torfason eftir leik Fram og FH á laugardaginn. Ömar átti drjúgan þátt í •' orAroi..-; ram-liðsins; skoraði þrjú mörk sjálfur og lagöi upp eitt. i.eikurim. i Kaplakrika byrjaöi frem- m miega. Liöin skiptust á aö sækja fyrstu mínúturnar án þess að skapa sér umtalsverö marktækifæri. Þaö var loks á 17. mínútu aö dró til tíöinda. Framarar fengu hornspyrnu og eftir tvær tilraunir Viöars Þorkelssonar til aö spyrna knettinum í mark FH-inga barst hann (knötturinn) fyrir fætur Guömundar Torfasonar í þvögu í miöj- um vítateignum. Guðmundur var fljót- ur til og kom knettinum rétta boðleiö framhjá Halldóri Halldórssyni, mark- veröi FH. 1—0 fyrir Fram. Þá er komið að Omars þætti Torfa- sonar. Um miðjan fyrri hálfleik skaust Guömundur Steinsson upp aö enda- mörkum og gaf snotran bolta fyrir mark FH. Omar var vel staðsettur viö markteigslínu og staðan var brátt orðin 2—0 fyrir Fram. FH-ingum tókst ekki aö byggja upp góöa sókn þrátt fyrir aö þeir værujölu- vert með boltann. Flestar sóknir þeirra enduðu meö löngum fyrirgjöf- um sem Friörik Friöriksson fangaöi af öryggi. Á síöustu minútu hálfleiksins tókst Frömurum enn aö auka forskot sitt. Omar lék laglega framhjá einum FH- ing á miöju vallarins og hljóp í átt aö markinu. Rétt utan vítateigs gaf hann út á hægri kant til Guömundar Torfa- sonar sem sparkaöi knettinum til nafna síns í vítateig FH. Sá síðast- nefndi tók vel viö sér þannig aö þegar Friðrik dómari flautaöi til hálfleiks var staöan 3—0 fyrir Fram. I hálfleik nutu hinir 885 vallargestir veöurblíöunnar en festu athygli sína við leikinn aö hálfleik loknum, Frammarar héldu áfram undirtökun- um. Þeir voru iðnir viö aö gefa send- ingar út á kantana þar sem úther jarnir höföu góöan tíma til aö athafna sig áður en varnarmenn FH gátu reist viö rönd. Innan fárra mínútna bjó Guðmundur Steinsson sig undir aö taka vítaspyrnu. Kristni Jónssyni og Halldóri, marka- veröi FH, haföi lent saman og dæmt var víti á Halldór. Hann var ekkert yfir sig hrif inn en tók þó gleði sína á ný þeg- ar Guömundi brást hittnin. Knötturinn fór í stöng. Framlínumennirnir í liöi Fram fengu mýmörg tækifæri til aö bæta fjóröa markinu viö áður en .Omar Torfason sendi knöttinn í mark FH eft- ir darraðardans í vítateignum. 4—0 fyrir Fram. FH-ingar héldu uppteknum hætti og sendu boltann fyrir, þá þeir fengu hann á vallarhelmingi Fram, án árangurs. Það var svo um miðjan seinni hálfleik aö þeir tóku hornspyrnu. Jón Erling Ragnarsson stökk manna hæst og skallaði knöttinn snyrtilega í mark Fram. Staðan var 4—1. Rétt eins og eiginkona sem hefur töglin og hagldirnar í hjúskap vildu Framarar eiga síöasta oröiö í leiknum. Guömundur Steinsson komst meö haröfylgi í skotfæri viö FH-mark- iö, skaut í stöng, en Omar Torfason bætti um betur. Lokatölurnar urðu 5—1 fyrirFram. Mörkin í þessum leik heföu hæglega getaö orðið fleiri ef Framarar heföu nýtt færi sín betur. Þeir hafa leikiö bet- ur í sumar en iéku svosem nægjanlega vel til að brjóta niöur þá mótstööu sem FH-ingar veittu. Framarar eru meö sterka liösheild. Ef geta skal einhverra sérstaklega vegna góörar frammi- stööu gegn FH þá voru þeir Friörik markvöröur og Ömar Torfason mest áberandi aö mati undirritaös. Friörik var mjög öruggur í markinu og Ömar snjall aö skora þrennu. FH-ingar léku ekki vel aö þessu sinni. Þeir söknuöu augljóslega Janus- arGuðlaugssonar. Fram: Friörik Friöriksson, Þorsteinn, Ormar Örlygsson, Viöar Þorkelsson, Krist- inn Jónsson, Sverrir Einarsson, Guðmundur Steinsson, Omar Torfason, Guðmundur Torfason, Asgeir Eliasson (Gauti Laxdal), SteinnGuöjónsson (Örn Valdimarsson). FH: Halldór Halldórsson, Viöar Halldórsson, Sigurþór Þórólfsson, .Guðmundur Ililmars- son, Dýri Guömundsson, Henning Henmngs- son, Ingi Björn Albertsson, Kristján Gisluson, Jón Erling Ragnarsson, Kristján Hilmarsson (Höröur Magnússon) (Udo I.ucas). -JKH. Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV á leik Stuttgart og Saarbrucken í v- þýsku Bundesligunni: Stuttgart var allan tímann mun betra liðið gegn Saarbrucken í v-þýsku 1. deiidinni á laugardaginn þrátt fyrir að leikmenn Stuttgart ættu í nokkru basli framan af. Sigurinn 3—1 var sanngjarn og það sem meira er, mörk Stuttgart i leiknum voru þau fyrstu er liðið skorar á heimavelli á þessu keppnistímabili. Karl Allgöver náöi forystunni fyrir heimaliðið eftir góöan undirbúning Belgans Nick Claeséh en Saarbrucken tókst að jafna í einu sókn liðsins í hálf- leiknum. Claesen brá þá Kruczinski innan vítateigs og Stefan Jambo jafn- aöi metin úr vítaspyrnunni. Claesen kom enn viö sögu rétt fyrir leikhlé er hann bætti fyrir mistök sín og skoraöi stöngin-inn, 2—1. Síöasta orðiö, mark Stuttgart, kom síðan á 63. mínútu og átti Ásgeir Sigurvinsson allan heiður- inn af því. Hann lék þá á tvo varnar- leikmenn Saarbrucken og renndi síöan boltanum fyrir Allgöver sem skoraöi aföryggi. Asgeir Sigurviusson hefur oft leikið betur fyrir Stuttgart. Það er sjáanlegt að hann leik- ur stærsta hlutverkið í uppbyggingu spils hjá félaginu því leikmenn lögðu sig oft í fram- króka til þess að gefa boltann til hans. Hann hefur gífurlega yfirferð og fer mjög oft aftur í vörnina til þess að taka við boltanum. í þýska vikublaðinu Welt am Sonntag fær Ásgeir þrjá í einkunn. Fréttaritari DV var á blaðamannafundi sem haldinn var með þjálfurum liðanna eftir ieikinn. Saarbruckenþjálfarinn sagði að tapið hefði ekki komið sér á óvart. Fimm fasta- menn i liðinu eru meiddir og taldi hann sig geta unað þokkalega við úrslitin. Hinn nýi þjálfari Stuttgart, Otto Baric, sagðist ánægður með fyrsta sigur liðs síns á heimavelli. Bestu leik- menn taldi hann Claesen, Allgöver og Michael Nushöhr sem leikur stöðu vinstri bakvarðar og er nýkominn til liðsins. -fros Hvar get ég lært gömlu dansana í vetur? Auðvitað hjá Þjóðdansafélaginu sem hefur sérhæft sig í gömlu dönsunum í bráðum 35 ár. Við byrjum í Gerðubergi miðvikudaginn 25. september. Fullorðins-, unglinga-og barnaflokkar Innritun í síma 43586 kl. 14—19 virka daga. a ■ c < c ÞJÓÐDANSAFELAC REYKJAVIKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.