Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. _____íþfóttir___íþfóttir_._íþróttir___íþróttir_ Liverpool og Spurs að komast á skrið en Man. Utd. enn ósigrað Frank Stapleton gerði tvö mörk fyrir Man. Utd. sem hef ur sjö stiga forskot í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Sheffield Wednesday gerði jafntefli við West Ham Frá Sigþóri Eiríkssyni, fréttaritara DV : Manchester United hélt áfram ótrú- legri sigurgöngu sinni í 1. deild ensku knattspyrnunnar á þessu keppuistíma- bili með því að sigra Oxford 3—0. Man- chester-liðið hafði mikla yfirburði í leiknum. Áður en Norman Whiteside skoraði fyrsta mark leiksins hafði Frank Stapleton átt skalla i stöng og einnig var bjargað á línu frá honum. Bryan Robson bætti öðru marki við fyrir Manchester-liðið eftir mikil varn- armistök David Langan, bakvarðar Oxford. Gamla kempan Peter Barnes gulltryggði síðan sigurinn með þriðja markinu á 74. mínútu. Sigur Man. Utd. hefði getað orðið mun stærri og virðist ekkert lát vera á velgengni liðsins. Lið- ið hefur nú sjö stiga forskot eftir sjö umferðir. Það var metaðsókn á Old Trafford á þessu keppnistímabili. Tæp- lega 54 þúsund áhorfendur fylgdust með viðureigninni og fóru þcir ánægöir heim. Watford skaut Liverpool skelk í bringu strax á fimmtu mínútu í viður- eign liðanna á Anfield. Það var Colin West sem skoraði fyrsta markið fyrir Watford eftir laglega fyrirgjöf frá Niel Smillie. Phil Neal jafnaði fyrir Liverpool skömmu fyrir leikhlé meö marki úr vítaspyrnu eftir að Ian Rush hafði veriö felldur innan vítateigs. I síðari hálfleiknum tók Rauði herinn öll völd og Graig Johnstone kom þeim yfir um miöjan síöari hálfleikinn. Skömmu fyrir leikslok bætti Ian Rush þriðja marki Liverpool við eftir sendingu Ronnie Whelan og Liverpool komst þar 1. deild Birmingham—Aston Villa 0—0 Coventry—Arsenal 0—2 Leicester—Nott. Forest 0—3 Liverpool—Watford 3—1 Luton—Chelsea 1—1 ManchesterUnited—Oxford 3—0 QPR—Everton 3—0 Sheffield Wednesday—WestHam 2—2 Southampton—Manchester City 3—0 Tottenham—Newcastle 5—1 West Bromwich—Ipswich 1—2 2. deild Brighton—Blackburn 3—1 Carlisle—Barnsley 1—1 Charlton—Crystal Palace 3—1 Fulham—Portsmouth 0—1 Huddersfield—Bradford 2—0 Hull—Middlesbrough 0—0 Norwich—Sheffield Unit. 4—0 Shrewsbury—Leeds 1—3 Stoke—Millwall 0—0 Sunderland—Grimsby 3—3 Wimbledon—Oldham 0—0 3. deild Bolton—Wolverhampton 4—1 Brentford—Plymouth 1—1 Bristol City—Wigan 1—0 Chesterfield—Bournemouth 0—1 Darlington—Bury frestaö Derby—Blackpool 1—2 Lincoln—Doncaster 3—3 Newport—Bristol Rov. 3—0 Notts. County—Gillingham 1—1 Reading—Walsall 2—1 Swansea—Rotherham 1—0 York—Cardiff 1—1 meö upp í annaö sætiö. Liðið lék án framkvæmdastjórans Kenny Dalglish. Þaö kom ekki að sök. Þeir léku mjög vel og var sigur þeirra sanngjarn. Stórsigur Spurs Sömu sögu var aö segja á White Hart Lane og á Anfield. Gestirnir tóku upp á því að skora fyrsta mark leiksins og var það Alan Davies strax á þriöju mínútu. En Adam var ekki lengi í Paradís því tíu minútum seinna jafn- aöi Mark Falco fyrir Tottenham. Rétt fyrir leikhlé náöi John Chidiozie for- ystunni fyrir heimaliðið. I síöari hálfleik var einstefna á mark New- castle og mörkin hlóðust upp. Glenn Hoddle skoraði þriöja markiö og Nígeríumaöurinn Chidiozie bætti því fjórða viö. Mike Hazard átti síöan síö- asta orðiö fyrir Spurs. Tottenham haföi ótrúlega yfirburöi allan tímann og heföi sigur þeirra getaö orðið stærri. Markatalan úr síöustu tveimur leikjum er 9—1 fyrir Tottenham, svo eitthvaö viröist liöiö vera aö taka við sér eftir slakt gengi í byrjun. Óvænt á Loftus Road Ovænt úrslit uröu á Loftus Road þar sem meistarar Everton steinlágu gegn QPR. Þaö var Gary Bannister sem skoraöi tvívegis fyrir heimaliðiö í fyrri hálfleiknum og John Byrne bætti þriöja markinu viö í síðari hálfleik. Öll mörk QPR í leiknum komu eftir slæm varnarmistök. Jafntefli Sheff. Wed. Westham náði forystunni á 9. mínútu gegn Sheff. Wed. og var Frank Mc- Avennie þar aö verki. Lee Chapman jafnaði fyrir Wednesday rétt fyrir leik- hlé og Garry Thompson kom Sheffield- liöinu yfir á 60. mínútu. Tony Cottee jafnaði síðan fyrir gestina tveimur mínútum fyrir leikslok. Arsenal vann góöan sigur í Coven- try, 2—0. Þaö voru Tony Woodcock og Charlie Nicholas sem skoruðu mörkin sinn í hvorum hálfleiknum. Jimmy Case, Larry Laurentz og Joe Jordan skoruöu mörk suðurstrandar- liðsins Southampton í öruggum sigri þess gegn Manchester City og er þetta jafnframt fyrsti sigur liðsins á keppn- istímabilinu. Leikur Luton og Chelsea fór fram á laugardagsmorguninn af ótta forráöa- manna liðanna viö skrílslæti. Leiknum lauk meö jafntefli 1—1. Það var Mick Harford sem skoraöi fyrir Luton en Kerry Dixon fyrir Chelsea. Giles valtur í sessi West Bromwich Albion situr nú eitt og yfirgefið á botni 1. deildarinnar eftir tap gegn Ipswich 1—2. Stjórn Albion- liðsins gaf Johnny Giles framkvæmda- stjóra Albion-liðsins tvær vikur til aö bæta stöðu liðsins en eftir leikinn í dag syrtir enn í álinn hjá félaginu. Þaö voru þeir Trevor Putney og Alan Sund- erland sem komu Ipswich í 2—0 en Garth Grooks, sem lék að nýju vegna meiðsla, tókst aö laga stööuna í 2—1. Fyrstu mörk Sunderiands Sunderland skoraöi sín fyrstu mörk á keppnistímabilinu og fékk sínu fyrstu stig er liðið gerði jafntefli við Grimsby 3—3. David Swindlehurst geröi tvö af mörkum Sunderland og Eric Gates eitt. Leeds er aöeins aö rétta úr kútnum eftir afleita byrjun. Þeir sigruöu Shrewsbury á útivelli 3—1. Mörk þeirra í leiknum skoruöu Tommy Wright.Ian Beard ogGeorge McGluskey. -fros Arsenal og Liverpool unnu bæði góða sigra á laugardaginn. Hér er mynd úr innbyrðisviðureign liðanna. Graham Rix á þar i höggi við alan Kennedy. STAÐAN Man. United 7 7 0 0 18— 2 21 Liverpool 7 4 2 1 16— 6 14 Sheff. Wed. 7 4 2 1 11—10 14 Everton 7 4 12 14— 9 13 Arsenal 7 4 12 10— 8 13 Chelsea 7 3 3 1 9— 6 12 QPR 7 4 0 3 10— 9 12 Newcastle 7 3 2 2 10—13 11 Tottenham 7 3 13 15— 7 10 Watford 7 3 13 15—12 10 Birmingham 7 3 13 6—10 10 Aston Villa 7 2 3 2 9—9 9 Man. City 7 2 2 3 8—12 8 Southampton 7 14 2 9- 8 7 Luton 6 14 1 8—9 7 Ipswich 6 2 13 4—9 7 West Ham 7 13 3 8-10 6 Leicester 6 13 2 6—10 6 Oxford 7 12 4 10—14 5 Coventry 7 12 4 8—12 5 Nott. Forest 6 114 5—10 4 WBA 7 0 16 5—19 1 2. deild Portsmouth 7 5 2 0 15— 4 17 Wimbledon 7 4 2 1 6— 4 14 Charlton 5 4 10 11— 5 13 Huddersfield 7 3 3 1 12- 9 12 Blackburn 7 3 3 1 10— 7 12 Odlham 6 3 2 1 11— 6 11 Brighton 7 3 2 2 10- 8 11 Barnsley 7 2 3 2 8—7 9 Millwall 5 2 2 1 9—7 8 Sheff. United 5 2 2 1 8—6 8 Leeds 7 2 2 3 9—13 8 Norwich 6 2 13 9— 9 7 Crystal Palace 5 2 12 8— 8 7 Stoke 6 13 2 9—9 6 Bradford 5 2 0 3 6—7 6 Fulham 5 2 0 3 5—6 6 Grimsby 7 0 5 2 10—12 5 Hull 5 0 4 1 6—8 4 Shrewsbury 7 0 4 3 8—13 4 Middlesbrough 5 1 3 1—6 4 Carlisle 5 0 2 3 4-11 2 Sunderland 6 0 15 3-13 1 „Sárgrætilegt” — sagði Sigurður Jónsson um jafntef lisleik Sheffield Wednesday við West Ham „Það var sárgrætilegt að tapa þessu niður í jafntefli. Við áttum allan leikinn og þeir fengu til dæmis aðeins tvær sóknir í seinni hálfleiknum. Jöfnunarmark þeirra kom ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok. Annars gekk mér mjög vel, náði að vísu ekki að skora en átti skot rétt framhjá úr aukaspyrnu,” sagöi Sigurður Jónsson, tslendingurinn hjá Sheffield Wednesday í spjalli við DV í gær en lið hans gerði jafntefli við West [ Ham á laugardaginn, 2—2. I Sigurður lék þar með sinn fimmta leik í röö fyrir Sheffieldliöiö en hann tók stööu Andy Blair, sem meiddist. Blair hefur ekki enn náö sér aö fullu eftir meiðslin en hann mun aö öllum líkindum leika með varaliðinu í vikunni. Hvort hann nær stöðu sinni aftur frá Sigurði er þó allsendis óvíst þar sem Sigurður hefur átt mjög góöa leiki aö undanförnu. „Þaö veröur að laga ýmislegt. Liðið er ekki nógu „stabilt”, slátrun gegn Everton í síöustu viku og í gær vorum við mjög óheppnir aö vinna ekki. Þaö var sárgrætilegt.” Hvað um Howard Wilkinson þjálf- ara, er hann eins harður og af er látið? „Þetta er búiö að vera mjög erfitt. Howard Wilkinson er talinn einn af þeim haröari hér en hann hefur gert góöa hluti meö liöið. Komiö því upp úr 2. deild og þá náöi félagið áttunda sæti deildarinnar í fyrra. Það er því varla hægtaögagnrýnahann.” -fros. Enn sigur hjá Rangers Rangers heldur áfram að koma á óvart í skosku úrvalsdeildinni. Á laug- ardaginn vann liðið sannfærandi sigur á St. Mirren á heimavelli sínum, 3—0. Annars urðu úrslit þessi: Aberdeen—Hearts 3—0 Dundee United—Clydebank 2—1 Hibernian—Celtic 0—4 Rangers—St. Mirren 3—0 -fros.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.