Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. > Guðrún Antonsdóttir lést 29. ágúst sl. Hún fæddist 2. maí 1902 á Djúpavogi. Foreldrar hennar voru Magnea Guð- björg Sæmundsdóttir og Anton Christ- ensen. Árið 1923 giftist Guðrún Gesti Ámundasyni en hann lést áriö 1937., Þeim varð fjögurra barna auðiö. Frá 1961 bjó Guðrún með Guðna Guðna- syni. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Snorri Guðnason, Fýlshólum 1, andaö- ist 25. ágúst. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magnús Einarsson húsvörður, Hverfis- götu 83, lést í Landspítalanum 4. sept- ember. Hermann A. Kristjánsson verslunar- maður, Melhaga 12, veröur jarðsung-: inn frá Neskirkju í dag, mánudaginn 9. september, kl. 13.30. Erla Eyjólfsdóttir, Hraunbæ 174, lést 3. september. Bálförin fer fram frá Foss-1 vogskirkju miðvikudaginn 11. sept- ember kl. 15. Sigurður Hjálmarsson, áður til heimil- is að Ásgarði 11, lést hinn 19. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Aðalsteinn Guðmundsson, Meistara- völlum 25, verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju mánudaginn 9. september kl. 13.30. S. Benjamínsson húsgagnasmiöa- meistari, Freyjugötu 34, veröur jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 10. september kl. 13.30. Oskar Petersen, Sörlaskjóli 72, veröur jarðsunginn frá Neskirkju í dag, mánudaginn 9. september, kl. 15. Bergþóra Elva Zebitz, Bræðraborgar- stíg 13 Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. september kl. 13.30. Axel Jónsson, fyrrverandi þingmaður, verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 10. september kl. 15. Tilkynningar Fyrsti félagsfundur JC Nes starfsáriö 1985—86 veröur haldinn í Nýjabæ v/Sefgarða á Seltjarnarnesi mánudaginn 9. september nk. kl. 20.30. Gestur fundarins veröur Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings, og mun hann f jalla um húsnæöismál almennt. JC Nes, sem stofnaö var 28. október 1980, er meö starfssvæði á Seltjarnarnesi og í vestur-. bæ. Þeir sem hafa áhuga á aö kynnast starf- semi félagsins eru hvattir til aö mæta á fund- inn. Fjölmennið og takið meö ykkur gesti. Frá Norræna félaginu í Kópavogi Aðalfundur Norræna félagsins i Kópavogi verður haldinn í Þinghóli þriðjudagskvöldið 10. september og hefst klukkan 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Ljósmyndasýning í Grindavík Dagana 8., 14. og 15. september nk. verður haldin í Festi, Grindavík, sýning á vegum Ljósmyndasafnsins á gömlum ljósmyndum úr safni Einars Einarssonar frá Krosshúsum. Myndir þær, sem á sýningunni verða, tók Einar í Grindavík á árunum 1920—1945. Á þessu tímabili urðu breytingar miklar í Grindavík. Otgerð áraskipa lagðist niður í stað þeirra komu opnir vélbátar og þilfars- bátar. Bryggjur voru gerðar í hverfunum og hafnargerð hófst í Hópinu. Á þessum árum voru einnig fyrstu bílarnir að koma til Grindavíkur og listamennirnir Sigvaldi Kaldalóns og Gunnlaugur Scheving settu svip sinn á mannlíf staðarins. Myndir Einars Einarsson eru merkar heimildir um þróun og sögu byggðarlagsin: á miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar. Sýningin, sem sett er upp í tengslum vif ættarmót Húsatóftaættarinnar, verður opir frá. kl. 14—22 fyrrgreinda daga og verðui fólki gefinn kostur á að kaupa myndir. Tilkynning Helgi Jóhannsson ráöinn framkvæmdastjóri Sam vinnuf erða-Landsýnar hf. Á fundi stjórnar Samvinnuferöar- Landsýnar hf. 5. sept. 1985, var Helgi Jóhannsson ráöinn framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar. Hann hefur gegnt fram- kvæmdastjórastarfinu síðan í ársbyrjun 1984 í fjarveru Eysteins Helgasonar, sem nú hefur ráöið sig til annarra starfa. Helgi Jóhannsson er fæddur 23. apríl 1951. Hann utskrifaðist frá Viðskiptafræðideild Háskóla íslands vorið 1977 og var deildar- stjóri á viðskiptasviði við Fjölbrautarskóla Suöurnesja þar til hann tók til starfa sem sölustjóri Samvinnuferða-Landsýnar áriö 1979 — og síðan sem settur framkvæmdastjóri frá ársbyrjun 1984. Helgi Jóhannsson er kvæntur Hjördísi Bjarnason. Þau eiga þrjú börn. Kynningarfundur á starfsemi JC Garða, Garðabæ, verður haldinn 10. sept. kl. 20.30 i Garðaskóla Garðabæ. JC Garðar hefur starfað frá 1978 og hefur starfsemi þess eflst með hverju ári. fnn- an JC Garða er hægt að sækja fjöldann allan af námskeiðum, meðal annars: námskeið í ræðumennsku, fundarsköp og fundarstjórn, vegur til velgengni, mannleg samskipti, stjórnun, skipulag og ákvörðunartaka. JC hreyfingin heldur uppi skóla sem er öll- um opinn og er jafnframt ódýr en markviss leið til að öðlast reynslu og þekkingu sem hverjum ungum manni og konu er nauðsyn- legt í nútímaþjóðfélagi. JC Garöar vill benda fólki á kynningarfund sinn þar sem meðlimir hreyfingarinnar eru boðnir og búnir að út- skýra starfsemi og námskeiðahald hennar. Hvetja JC félagar alla Garðbæinga 18—35 ára til að mæta á þennan fund og kynna sér öflugt starf félagsins. 6. tölublað ABC er komið út Meðal efnis í ABC er frásögn vinningshafa í verðlaunasamkeppni Flugleiða af helgarferð til Glasgow. Rætt er viö Onnu Margréti sem kosin var ungrú Hollywood 1984. Tekið er viðtal við Unni Berglindi, 7 ára sem sýnt hefur dans hér heima og í Daumörku. Margar smásögur eru í biaðinu, svo og vinsæla myndasagan um Kalla í knattspyrnu. Fjölda þrauta og brandara er einnig að finna, svo og fjölbreytt föndur og handavinnu. Krakkar Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein- dagi launaskatts fyrir mánuðina júní og júlí er 15. september nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og af- henda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Um helgina Um helgina United trónar á toppinum Þaö eru miklar hræringar í sjón- varpinu um þessar mundir. Ýmsir sjónvarpsþættir aö koma eöa fara. Einn albesti skemmtiþáttur um langan tíma var þátturinn Allo Allo sem sýndur var á laugardags- kvöldum. Nú er skarö fyrir skildi og laugardagskvöldin hafa misst sitt aödráttarafl. Þó sat ég upptekinn viö sjónvarpiö á laugardagskvöldið síð- asta er sýnd var í beinni útsendingu íþróttakeppni frá Italíu. Einar Vil- hjálmsson keppti þar í spjótkasti. Svo illa vildi til aö einungis eitt kasta hans og frekar fá frá öörum spjót- kastskeppendum voru sýnd. Hitt er þó ef til vill meira um vert aö sjón- varpið færði okkur nær alþjóölegri íþróttakeppni þar sem margir af bestu íþróttamönnum heims kepptu. Urslit eru aö ráöast í íslandsmót- inu í knattspyrnu, sem hefur veriö mjög spennandi til þessa. Liö eru ýmist í seilingarfjarlægð frá meist- aratith eða án möguleika. Þannig hafa liö skoppað tU og frá seinni part sumars og leikurinn er ekki búinn ennþá. Nokkur liö berjast um efsta sætið og úrslit ráöast um næstu helgi. Sjónvarpiö og útvarpiö hafa staöiö sig vel í sumar aö fylgjast með íþróttaviðburöum og látiö almenning vita jafnóðum. Rás 2 hefur lýst leikj- um og haft menn á öðrum leikjum sem fara fram á sama tíma. Þetta er mjög gott fyrirkomulag. Fer aö veröa svipað og í Englandi þar sem útvarpsstöðvarnar lýsa einum leik og láta fylgja meö stööuna í öörum leikjum. Þar er knattspyrnu- deildin sú erfiöasta en Manchester United hefur tekiö örugga forystu. Besta liö Bretlands efst, þannig á þetta aðvera. Kvikmyndir sjónvarpsins hafa veriö ágætar undanfariö og nokkrar skemmtilegar á leiðinni. Þaö lítur út fyrir ágætan vetur fyrir áhugamenn um f jölmiðla, af nógu aö taka. Eiríkur Jónsson safnstjóri. skrifa í Póstkassann og segja frá öllu milli himins og jaröar í þættinum: Samtíningur. Ekki má gleyma Popp-þættinum. Aðalefni hans aö þessu sinni er Eurythmics. Auk þess er heilsíðumynd af Andy Taylor. Afmæli Tapað -fundið Fía er týnd Hún týndist frá heimili sínu aö Alfhólsvegi 113, Kópavogi, á sunnudaginn sl. Hún er svört og hvít með rauða ól um hálsinn og var merkt þegar hún týndist. Þeir sem hafa orðið varir við hana vinsamlegast hringi í síina 41498. Happdrætti Vinningsnúmer í Byggingar- happdrætti ÍUT — 1985 Dregið hefur verið í byggingarhappdrætti 1UT—1985. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur, bifreið, Toyota Corolla, nr. 41.630. 2. -3. vinningur, IBM-PC einkatölvur, nr. 36.535 og 11.361. 4.-5. vinningur, Apple IIC einkatölvur, nr. 42.554 og 34.864. 6.-7. vinningur, myndbandstæki frá NESCO, 23,788 og 24.691. 8.—20. vinningur, Sóley verðlaunastólar frá EPAL, nr. 22.896, 40.261, 24.311, 36.044, 27.657, 5.753, 44.244, 23.927, 11.587, 44.819, 10.134, 43.888,48.939. Islenskir ungtemplarar. 80 ára er í dag, mánudaginn 9. september, Jóhanna Rósants, Tungu- vegi 7 Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Klausturhvammi 3 Hafnarfiröi, eftir kl. 19. 90 ára afmæli á í dag 9. september, Salóme Björnsdóttir, Álfhólsvegi 69 Kópavogi. Hún er vistmaður í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar í bænum óg er viö allgóöa heilsu. 80 ára verður mánudaginn 9. september Sigríður Björnsdóttir, Grænumörk 3, Selfossi. Hún er gift Halldóri Vilhjálmssyni trésmiö sem lést 1959. Sigríöur tekur á móti gestum á heimili sonarins og tengdadóttur aö Birkivöllum 34, Selfossi á sunnudag 8. september. 60 ára afmæli á í dag Valdimar Indriðason alþíngismaöur, Háteigi 14 Akranesi. Um árabil var hann fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiskimjöls- verksmiöju Akraness hf. Hann hefur mikið starfaö að félags- og stjórn- málum, var m.a. forseti bæjar- stjórnarinnar á Akranesi. Valdimar og Ingibjörg Olafsdóttir, kona hans, dvelja um þessar mundir í Torquay í Bretlandi. Heimsmeistaraeinvígið: Jafntefli í biðskákinni — Karpov fékk þriðju einvígisskákinni f restað Kasparov tókst ekki aö nýta sér stööuyfirburöi í annarri einvígis- skákinni, sem tefld var áfram á föstudag og eftir 65 leiki var samið um jafntefli. Er skákin fór í biö spáöu margir Kasparov sigri en jafnteflismöguleikar voru fyrir hendi og þá lét Karpov ekki fara for- göröum. I slíkum endatöflum er hann háll sem áll og „sér allt sem hægt er að sjá og jafnvel meira” eins og einn skákunnandi komst að oröi. Þriöju skákina átti aö tefla á laug- ardag en Karpov fór fram á aö henni yrði frestað. Hvor keppandi hefur rétt á aö fresta þremur skákum. Sennilega vill hann betri tíma til þess aö gaumgæfa Nimzo-indversku vörnina, sem Kasparov tefldi svo óvænt í fyrstu skákinni. Staðan er 11/2—1/2 Kasparov í vil. Á morgun, þriðjudag, tefla þeir þriöju skákina. Þannig var framhaldið í 2. skákinni. Biðstaðan var þessi: 41, —Hbl Biöleikurinn, sem varla hefur komið Karpov á óvart. Þó átti svartur ýmsa aöra kosti svo sem 41. — h5eöa41. — h6! ? 42. Rcl Ekki 42. Rc5? Hb5 og 43. Rxa4 er svaraö meö 43. — Hxf5+ 44. Kg2 Hfl og vinnur biskupinn. 42. —Hbl43. Ra2 Ha8 Kasparov afræður aö gefa e-peöiö í trausti þess aö frelsinginn á a-línunni sjái um sigurinn. Þaö er vissulega sjaldgæft aö léttu mennirnir ráöi viö slíkan frelsingja, sem hrókurinn styöur viö bakið á. 44. He7 Hb2 45. Hxe2 Hxe2 46. Kxe2 He8+ 47. Kf2 Ekki 47. Kdl vegna 47. — He3 og hrókurinn kemst inn og 47. Kd2 er einnig slæmt vegna 47. —a3 og síöan 48. — Hb8 — kóngurinn má ekki skyggja á biskupinn. 47.—h5 48. Bc3 Hb8 49. Bb4! Karpov hefur náð aö byggja virki. Biskupinn lokar fyrir, hróknum á b- og c-línunni og hindrar að hann komist inn fyrir. 49. — Hd8 50. Ke2 a3 51. Bc3 Peöið má hann auövitaö ekki drepa vegna 51. — Ha8 og hann tapar manni. 51. — fG 52. Bb4 Kf7 53. Rc3 Hb8 54. Ra2 Hb5 55. g4 Hb8 56. Kd3 Hd8+ 57. Kc4! Nú hótar hann að drepa peöiö. Slæmt hefði verið 57. Ke2? vegna 57. - hxg4 58. hxg4 Hh8 59. Bd6 Hhl og síðan 60. — Hal og vinnur. 57. —Hdl 58. Bxg3 58. — Hal 59. Kb3 Hhl 60. gxh5 Hxh3 61. Rc3 Hf3 Ef 61. — Hxh5 þá 62. Re4 og valdar peðiö óbeint. 62. BclHxf563.h6!g6 64. Re4 Hh5 65. Bb2 og keppendur sömdu um jafntefli, því að ef 65. -f5 þá 66. h7! Hxh7 67. Rg5+ o.s.frv. Karpov varöist hárná- kvæmt í endataflinu. -JLÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.