Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. 5 Sjaldan kynnst svo ósam- stæðum hópi —þeir eru nánast ekki samningahæfir, segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins „Þetta hefur í rauninni aldrei byrjaö. Þeir eru ekki sammála innbyröis um neitt. Þeir lögöu að vísu fram tilboð en það er hvorki fugl né fiskur,” sagöi Guðmundur J. Guömundsson, formaöur Verka- mannasambands íslands, um bónus- viöræðurnar við Vinnuveitenda- samband Islands. „Þeir eru nánast ekki samninga- hæfir. Þetta gildir ekki persónulega um einstaka menn heldur er þetta bara svo ósamstæður hópur og ágreiningur svo mikill innan hans aö ég hef sjaldan kynnst ööru eins. Þeir báðu um frest um miðjan júlí. Þeir hafa nýtt þennan frest ákaflega illa. Þeir virðast ekkert hafa fundað sín á milli því að þeir ná ekki samstöðu um nokkurn hlut. Þessi tími sem búinn er að líða frá 4. september hefur sára- lítiðveriðnýttur. Og núna biðja þeir um frest af því að þeir þurfa aö kalla saman stóran fund í Sambandi fiskvinnslustöðva til þess að fá fram breiðari „front” og skýrari afstöðu hjá sínum mönnum. Því í ósköpunum eru mennirnir ekki búnir að þessufyrirlöngu? Aðalkrafan er að greitt verði fast bónusgjald á hverja klukkustund, 30 krnnur Þvívarhafnað M+n »r helsta krafan í sambandi við kaupið. Helsta krafa í sambandi við bónusinn er þessi fasta nýting. Það mundi einfalda hnnusinn mjög mikið. iicum ex eiginíega torskiiinn öllu venjulegu fólki og það eru til heilu byggöarlögin þar sem enginn getur reiknað hann út. Þetta voru þeir búnir að taka ákaf- lega jákvætt undir. Nú svara þeir með því að þeir séu reiðubúnir að gera tilraun í tveimur frystihúsum í ótil- tekinn tíma, í Bæjarútgerð Reykjavíkur og í Þorlákshöfn. Þetta er enginn samningur um fasta Steinu llarverksmið jan: í fullan rekstur um miðjan mánuðinn Stefnt er að því að Steinullarverk- smiðjan á Sauðákróki hefji fullan rekstur um miðjan þennan mánuð. Þá hefur komiö í ljós aö afkastageta verk- smiðjunnar er nokkuð meiri en áætlað hafði verið eöa um 10 þúsund tonn á ári. „Þetta hefur gengið sæmilega fram að þessu. Undanfarið höfum við verið með tilraunavinnslu en reiknum með að geta afgreitt fyrsta flokks fram- leiðslu um miöjan þennan mánuð,” sagði Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunar, í viðtali viðDV. Fjórar vikur eru síðan verksmiðjan tók formlega til starfa. Gert er ráð fyr- ir að 30 til 35 manns starfi við verk- smiðjuna. Þegar hafa borist fyrir- spurnir um kaup á framleiðslunni. Einnig kemur til greina aö flytja stein- ullina til útlanda. „Við lítum söluhorfurnar björtum augum. Samt eru viss einkenni sem benda til samdráttar í byggingar- iðnaðinum. Við vitum þó ekki hve mik- ill hann verður og höfum enn sem kom- ið er ekki miklar áhyggjur af því,” sagöi Þorsteinn. nýtingu. Þeir bara tilkynna að þeir ætli að gera tilraun í tveimur húsum á landinu. Okkar krafa er allt landiö og miðin. Um þaö er Verkamanna- sambandið að semja en ekki að einhver tvö hús geri tilraunir. Ef þeir heföu viljað gera tilraunir áttu þeir að vera löngu búnir að því.” — Þeir segja aö þessi 30 króna krafa sé óeðlileg í þessum bónusviðræðum og aö þessar samúðarvinnustöðvanir séu ólöglegar. Hverju svarar þú? „Það er ekkert venjulegra en 30 króna krafan. Þetta þekkist mjög víða í samningum, er til dæmis mjög algengt á Norðurlöndunum, sem er kannski fyrirmyndin. Þar er þessi rokkandi bónus lægri en ef unnið er í ákvæðis- vinnu þá er fast álag fyrir það. Það er út af fyrir sig ekkert óeölilegt en ef þeir vildu hafa þetta í einhverju ööru formi þá erum við til viðræðu um það. Um það að samúðarvinnustöðvun sé ólögieg þá mega þeir mjög gjarnan fara í mál við okkur. Eg efast um að við splæsum á lögfræðing til að verja því að málinu yrði þegar vísað frá. Þessi samúðarvinnustöðvun er í bak og fyrir lögleg. Við styðjumst þar við hóp þekktra og mjög hæfra lög- fræðinga,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson. -KMU. CAMKY Það getur verið að ekkert sé nýtt undir sólinni, en í „landi hinnar rísandi sólar/y, virðist sífellt hægt að gera betur. Toyota Camry er fullkomið dæmi þess.Hann virðist við fyrstu sýn ósköp venjulegur 5 manna fjölskyldubíll, en við nánari kynni kemur annað í Ijós. Þverstæð vél og framhjóladrif gera það að verkum að innanrými er geysimikið. Sætin eru 1. flokks, (t.d. er hægt að stilla bílstjórasætið á 7 mismunandi vegu). Farangursrými í Camry Liftback er 1,1 7 m3, sem er meira en margir stationbílar geta státað af. Veltistýri, 5-gíra skipting (eða 4 stiga sjálfskipting), loftbremsur, gasdemparar, tannstangarstýri, gott miðstöðvarkerfi og annar búnaður hafa líka sitt að segja um þægindi og góða aksturseiginleika. 1,8 eða 2,0 lítra bensínvél með rafstýrðri „beinni innspýtingu" og 1,8 lítra dieselvél með forþjöppu, hafa snerpu og kraften eru auk þess hljóð- látar og eyðslugrannar. Verð frá kr. 529 þús. oti Nýbýlavegi8 200 Kópavogi S. 91-44144. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.