Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn AÐ BYRJA í SKÓLANUM — sögðu krakkarnir í Árbæjarskóla • Sigrún Jónasdóttir styflur sig við hné viðmœlanda síns og laetur móðan mása. Þaö var létt yfir krökkunum í áttunda og níunda bekk Árbæjar- skólans þegar DV kannaöi andann hjá þeim í upphafi skólaársins. Þau stóöu glaðbeitt í hóp á skólalóöinni og biöu þess í ofvæni að krakkarnir úr sjöunda bekk kæmu út úr skólabygg- ingunm. Busavígsla var víst á dag- skránni. Krakkamir í eldri bekkjun- um höföu greinilega tekiö upp á þeim ljóta siö menntaskælinga aö bjóöa þá yngri velkomna í hópinn með ein- hverjum svívirðilegum pyntingum. Ein stúlknanna handfjatlaði túpu með hárgljáafeiti. Loft var lævi blandið. „Bara alveg ágætlega" Þegar krakkamir uröu þess áskynja aö blaðamaður og ljósmynd- ari frá DV voru mættir til leiks slitu þau athygli sína frá útidyrahurðinni og umkringdu aðkomumenn. öll kepptust þau viö aö lýsa yfir hógværum áhuga sínum á þvi aö komast í blöðin og voru viljug til aö svara þeim spumingum sem aö þeim var beint. Fyrst varö fyrir svörum lágvaxiö sprund er gegndi nafninu Sigrún Jónasdóttir. Hún hafði gert sig svo heimakomna aö styöjast viö hné blaöamanns hvar hann sat á steinvegg með hópinn í hálfhring í kringum sig. Fyrst var Sigrún innt eftir því hvernig hún kynni við aö hefja skóla- nám eftir áhyggjuleysi sumarsins. Svar hennar var stutt og laggott: „Bara alveg ágætlega.” Hún sagöist hafa unniö við barnapössun á Laugarvatni í sumar, fundist þaö fínt og fínt aö fara aftur í skólann. Matreiðslu kvað Sigrún sitt upp- áhaldsfag og þegar hún var beöin að greina frá því hvaö væri svona skemmtilegt viö matreiðsluna (blaöamaður minntist þess aö þegar hann lagði stund á þessa námsgrein, ungur maður í grunnskóla, þótti hon- um hún skemmtileg vegna kjötbollu- slags og hrekkja) þá sagði Sigrún aðeins: „Hún er bara alveg frábær.” „Kynnisferð um Borgarspítalann" Þegar orðræðunni við Sigrúnu var lokið þrábáðu skólafélagar hennar um aö næst yröi talað viö sig. Meðan á þessu stóö laumuðust busarnir út um dyrnar á skólanum og hurfu eins • Jóhanna Halldórsdóttlr sagflist óska þess afl verða flugmaður þegar hún yxi úr grasi. ALVEG BARA og dögg í sólskini út um hvippinn og hvappinn. Ingvar haföi lent í slysi í vor og eytt sumrinu „í kynnisferð um Borgarspítalann”, eins og hann orðaði þaö sjálfur. Það voru því góð skipti, fannst honum, að hitta skóla- félagana. — Finnst þér mennt vera máttur? spuröi blaöamaöur og Ingvar svaraöi aöbragöi: „Já, fræöilega séö er skólinn mjög skemmtilegur.” — Hvaö um félagslegu hliöina? „Tja, ég á mína bestu vini í skólan- um og svo eru kennararnir fínir.” Krakkarnir tóku öll undir þetta og nafngreindu ýmsa kennara sem voru þekktir fyrir allt annað en aö slá nemendurna meö landakortum og vanrækja kennslu í mannasiðum. „Maður verður að verða eitthvað" Að lokum sátu þær stöllur Ingunn Einarsdóttir, Hulda Steingrímsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir fyrir svör- um. Þær viöurkenndu fúslega aö þær hefðu fjárfest í nýtískulegum skóla- fatnaöi fyrir þessa önn, enda væri þaö nauðsynlegt til aö vera viður- kenndur af hópnum. Þær nefndu þennan hóp reyndar klíku og sögðust vera í einni af fjórum klíkum skólans. „Við erum í B-klíkunni,” sögöu þær. „Hún heitir hoppandi krílin.” Um áætlanir sínar um framtíöina sögöust þær Ingunn og Hulda ætla aö læra snyrtifræði eöa fatahönnun en Jóhanna lýsti yfir áhuga sínum á flugi. „Eg stefni á framhaldsnám,” sagöi hún. „Auövitaö verður maður aö verðaeitthvaö.” Þegar blaðamaður og ljósmyndari DV yfirgáfu Árbæjarskólann höföu þeir venju fremur góöa samvisku. Busarnir í sjöunda bekk komust klakklaust heim til sín. -JKH. FRABÆRT • Krakkarnir í Árbæjarskóla hafa hór umkringt blaflamann. DV-myndir PK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.