Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Teiknuð tilvera Biuneu Jarðstöð fylgist með sovéskum gervihnetti. 2 F—15 flugvél skýtur geimvopni. 3- Annað þrep vopnsins heldur áfram. 4 Hittir gervihnöttinn. 5 Gervihnötturinn splundrast. 6 Málmbútar falla inn í gufuhvolfið og lenda sem peð á taflborðið Svona virkar gervihnattavopn Bandaríkjanna Bretland: Prentarastríö í uppsiglingu — og í þetta sinn upp á líf og dauða gömlu blaðanna Enn einu sinni viröist ætia aö sker- ast í odda milli blaðaútgefenda og prentara á Fleet Street blaöagötunni í London. Nú eru þaö stóryrtur millj- ónamæringur, sem hefur gaman af að ráöast í stórvirki, og rólyndur kaupsýslumaöur sem hafa opnað nýja víglínu gegn prenturum. Þaó lítur því út fyrir aö prentara- striöiö mikla. sem menn á Fleet Street hafa óttast lengi, sé um það bil að brjótast út. Tæknibylting i blaðaprentun, sem innleiddi offsetprentun á Islandi fyrir rúmum áratug og hefur breytt blaöaútgáfu í þaö horf sem viö Is- lendingar þekkjum víöast hvar á Vesturlöndum og víðar, hefur nær al- gerlega sniögengiö Bretland. Lengi leit út fyrir aö tölvubyltingin myndi gera þaö lika. Aöstaða blaöamanna á Daily Tele- graph blaðinu er dæmigerð. Þar sitja þeir við ritvélar sem gætu hafa veriö keyptar notaðar af íslenskum blöðum fyrir nokkrum árum. Blaöamaöur DV sem fylgdist meö prentun blaösins eina nóttina hélt um stund aö hann væri kominn inn í prentsal Eddu prentsmiöjunnar þar sem Vísir var prentaöur fyrir 15 ár- um. Prentvélarnar hjá Daily Tele- graph eru fyrir gömlu blýaöferöina og eru velflestar vélarnar í kringum 98 ára gamlar. Það eru prentarafélögin sem hafa séö til þess að engin endurnýjun hef- ur oröið hjá bresku blööunum. Ut- gefendur vilja tæknivæöast til aö spara mannskap, en verkalýðsfélög- in standa harðan vörð um sína fé- lagsmenn. Það má meira aö segja ekki fækka starfsgildum meö því aö ráöa ekki í stööur sem losna þegar menn komast á eftirlaunaaldur eða deyja. Vei þeim útgefanda sem það gerir. Hann fær á sig verkfall. Fyrr í vikunni kom Daily Mirror í fyrsta skipti út eftir 12 daga stopp. Þaö var eigandi blaösins, milljóna- mæringurinn Robert Maxwell, sem lokaði blaöinu. Hann sagðist þá< aldrei ætla aö láta prenta blaöiö í; Fleet Street hverfinu. Maxwell stoppaöi blaöiö eftir aöi prentarar höföu haldiö fund í miðj- um vinnutímanum og þannig eyði- lagt 750.000 eintök af blaðinu. Fund- inn héldu prentarar eftir að Maxwell haföi lýst því yfir, að hann myndi flytja eitt blaöa sinna, Sporting Life, til prentunar fyrir utan London. Annar útgefandi í eldlínunni er David Stevens, stjórnarformaöur United Newspapers. United hefur boöiö 16 milljaröa króna fyrir Daily og Sunday Express blööin. Stevens segist geta skorið niður kostnaðinn viö útgáfuna meö því að tæknivæöa blöðin. Bak viö umsvif beggja, Maxwells og Stevens, er óttinn viö Eddie Shah og nýja dagblaðið hans. Eddie Shah er svarinn óvinur prentara. Hann var lítt þekktur blaöaútgefandi í noröanverðu Englandi þangaö til hann lenti upp á kant viö prentarana hjá sér. Eftir sögulega baráttu og réttarhöld sigraöi Shah og nú ætlar hann aö koma út blaöi í vor sem á aö keppa við stóru blöðin í London. Þetta nýja blað veröur gefiö út frá London og við þaö veröur notuð öli nýjasta tækni. „Þetta er tækniör sem er miöað beint á hið úrelta hjarta Fleet Street,” skrifar dálkahöfundurinn. Paul Johnson um hiö nýja blaö. Utgefendur gömlu blaöanna vita aö til þess aö standast samkeppnina veröa þeir aö minnka kostnaö sinn viö útgáfuna. Þaö gerist bara með að innleiöa nýja tækni. Hiö nýja blað Eddies Shah veröur prentaö aö hálfu í lit. Litur er enn nokkuð sem lítiö sést af í breskum blööum, þó bandarísk blöö prenti mörg litmyndir daglega á forsíðu. Það mun hafa fáa starfsmenn og kostnaður við útgáfuna verður lítill. Margir sérfræðingar telja líklegt að blaöiö muni tæla marga lesendur burt frá eldri blööunum. Þessir sömu sérfræðingar segja aö ef eigendum eldri blaðanna takist ekki aö innleiöa nýja tækni, þá muni tilraun Eddies Shah aö öllum líkind- um gera út af við hina gömlu, hina veiku og afkastalitlu. Peðá tafl- borðið Samningamenn stórveldanna funda í Genf og reyna að ná samning- um um takmörkun kjarnavopna. Á meöan halda Bandaríkjamenn áfram af fullum krafti viö geim- vopnarannsóknir sínar. Sovétmenn hafa gagnrýnt mjög þessar rannsóknir. En íhaldsmenn í Bandaríkjunum segja aö besta ástæöan fyrir aö halda þeim áfram sé sú aö nota megi þær sem peö í valdatafli stórveldanna. Meö öörum oröum aö hægt sé aö knýja auöveldar fram eftirgjöf frá Sovétmönnum meö stjörnustríösrannsóknirnar í bakhöndina. Þaö nýjasta í stjörnustríðsrann- sóknunum eru tilraunir Bandaríkja- manna meö eldflaug sem getur grandað gervihnöttum á braut um jöröu. Umsjón: Þórir Guðmundsson Sovéska hreingem- ingakonan Bandaríkjastjórn hefur undanfar- ið kvartað hástöfum yfir því aö út- sendarar KGB í Moskvu hafi komið hvítu krabbameinsvaldandi dufti á sendimenn sína í þeim tilgangi að fylgjast með feröum þeirra. Þetta á aö gerast þannig aö starfs- menn sendiráösins koma duftinu á sæti sendimannanna í sendiráöinu og þannig klínist þaö á þá. Síðan skilja þeir eftir sig leifar af duftinu hvert sem þeir fara. Þannig á leyniþjón- usta Sovétmanna aö geta fylgst meö því hvert þeir hafa komiö. Nú hafa komið fram kröfur um aö öllum sovéskum starfsmönnum veröi vikið úr sendiráöinu í Moskvu til aö gera KGB mönnum erfiðara fyrir viö aö klína duftinu á sendi- mennina. Svona lítur Dana Summers, teikn- ari blaðsins Orlando Sentinel, á mál- iö. Hreingerningakonan er komin til að dusta af, sendiherra. n** C&u+fc 'frvnv WOSCOH WWOttV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.