Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. íþróttir íþróttir Iþróttir . - íþróttir Úr leik Þróttar og Þórs á laugardaginn Þórsarinn Hlynur Birgirsson reynir markskot. DV-mynd Bjarnleifur „Leikur okkar ömuríegur” — sagði Nói Björnsson, fyrirliði Þórs, eftir að möguleikar liðsins á meistaratitli hrundu. Jafnt gegn Þrótti, 0-0 „iÆÍkur okkar var í einu oröi sagt_ ömurlegur og' ég er injög vonsvikinn. Möguleikar okkar á titlinum eru nú all- ir roknir út í veöur og vind því þótt viö getum náö Valsinönnum aö stigum hafa þeir mun betri markatölu. Þá er- um viö óvanir þessum velli, hann er bæöi mjór og harður. Fyrú’ norðan er eins og aö spila á svampi miðað viö þennan,” sagöi fyrirliði Þórs, Nói Björnsson, eftir að liðið haföi mátt láta sér itægja jafntefli viö Þrótt á Fögru- völlum á laugardaginn í markalausum leik. I.eikur liöanna var, eins og úrslitin gefa réttilega til kynna, lítiö sælgæti fyrir augu 513 áhorfenda sem borguöu sig inn á leikinn. Ekki margir áhorf- endur miöaö viö hvaöa þýöingu þessi leikur haföi fyrir bæöi liöin en met hjá Þrótti í sumar. Þróttararnir voru heldur sprækara liöið af tveimur slökum lengst af fyrri hálfleiknum. Boltinn gekk oftast fram og af tur á miðjunni og sjaldan aö hætta skapaðist gegn sterkum vörnum liö- anna. Sérstaklega virtust Akureyring- arnir kunna illa viö sig í byrjun og það var ekki fyrr en eftir hálftíma leik aö þeir fóru aö sækja nokkuð markvisst aö marki Þróttar. Fyrst fór Hlynur Birgisson illa með upplagt færi eftir fyrirgjöf Kristjáns Kristjánssonar. Guðmundur Erlingsson, markvöröur Þróttar, hætti sér þá of langt út í teig- inn, en til lukku fyrir Þrótt náöi Hlynur ekki jafnvægi í skotinu og boltinn rúll- aöi í rólegheitum til Guðmundar. Bæöi Hlynur og Jónas áttu síöan á næstu mínútum skot fyrir Þróttarmarkið og lokaoröið í fyrri hálfleik átti Siguróli Kristjánsson er hann skaut hátt yfir Þróttarmarkiö úr góöu færi. Klaufa- skapur Þórsara var mikill á lokamín- útunum aö skora ekki því ekki heföi verið ósanngjarnt að þeir heföu veriö tveimur mörkum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur haföi staöiö fimm minútur þegar Kristján Kristjánsson komst í ákjósanlegt færi eftir varnar- mistök Þróttar. Hann náöi aö senda boltann framhjá Guömundi Erlings- syni, markveröi Þróttara, en hinn sterki varnarmaöur, Loftur Olafsson, náöi aö bjarga á línu eftir að hálf áhorfendastúkan, sem aö mestu var skipuð noröanmönnum, var farin aö fagna marki. Stuttu seinna átti Kristj- án annað skot. rétt yfir en eftir þaö gekk boltinn aö mestu á vallarhelm- ingi Þórs. Tvisvar munaði mjóu er varnarmenn Þórs náöu aö verja skot Péturs Arnþórssonar og Daða Péturs- sonar en annars höfðu varnarmenn Þórs yfirleitt betur í baráttunni viö sóknarleikmenn Þróttara. Undir lok leiksins mátti ekki miklu muna aö Þór skoraöi og héldi þar meö meistara- möguleikum sínum en spyrna Júlíusar Tryggvasonar eftir fyrirgjöf Nóa Björnssonar fór rétt framhjá markinu. Urslitin því 0—0 og voru aö mörgu leyti sanngjörn miðaö viö gang leiksins þó aö færi Þórs væru fleiri og betri. Kristján Kristjánsson og Öskar Gunnarsson voru bestir Þróttara í leiknum. Kristján var hættulegastur sóknarleikmanna Þórs og Oskar Gunn- arsson stóö fyrir sínu þegar á hann reyndi í vörninni. Loftur Olafsson var sú hindrun er Þór gekk verst að yfirstíga. Hann var sem klettur í vörninni og hefði stórleik- ur hans ekki verið fyrir hendi þá er hætt við aö Þróttur heföi tapaö enn ein- um leiknum. Pétur Arnþórsson baröist mjög vel á miöjunni og Guðmundur stóö sig vel í markinu. Sveinn Sveinsson dæmdi leikinn og var hann óspar á spjöldin. Sex leik- menn fengu gult. Þeir Nói Björnsson, ÖskarGunnarssonogEinar Arason úr Þórsliðinu og þeir Nikulás Jónsson, Arnar Friöriksson og Arsæll Kristjáns- son úr Þrótti. Öll spjöldin áttu rétt á sér en dómgæsla Sveins var upp og ofan. Sérstaklega heföi hann mátt gefa meiri gaum aö línudómurum sínum í leiknum. Liö Þróttar: Guðmundur Erlings- son, Nikulás Jónsson, Arnar Friðriks- son, Loftur Olafsson, Ársæll Kristjáns- son. Pétur Arnþórsson, Kristján Jóns- son, Daði Harðarson, Pétur Arnþórs- son, Björgvin Björgvinsson, Atli Helgason. Liö Þórs: Baldvin Guömundsson, Sigurbjörn Viðarsson (Einar Arason), Árni Stefánsson, Siguróli Kristjánsson, Oskar Gunnarsson, Nói Björnsson, Jónas Róbertsson, Halldór Áskelsson, Kristján Kristjánsson, Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson (Sig- urður Pétursson). Maöur Ieiksins: Loftur Olafsson. -fros STAÐAN 1. DEILD Urslit uröu þessi í 1. deildar leikjum 17. og næstsíðustu umferöar íslands- mótsins: Þróttur — Þór 0-0 FH — Fram 1-5 ÍBK-Valur 1-2 IA — Víkingur 1-0 KR-Víöir 1-1 Staöan er því þessi: Valur 17 10 5 2 27-12 35 Fram 17 10 4 3 35-23 34 IA 17 10 3 4 34-18 33 Þór 17 10 2 5 27-20 32 KR 17 8 5 4 32-25 29 IBK 17 8 2 7 28-21 26 FH 17 5 2 10 22-35 17 Þróttur 17 3 4 10 16-29 13 Víðir 17 3 4 10 18-36 13 Víkingur 17 2 1 14 15-35 7 Fyrsti úti- sigur Völs- unga Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara DV á Suðurnesjum: Völsungar frá Húsavík unnu sinn fyrsta útisigur í 2. deildinni um helg- ina er þeir mættu Njarðvíkingum. Þrátt fyrir aö Völsungur hefði haft nokkra yfirburöi í leik liðanna voru þaö þó Njarövíkingar sem náöu for- ystunni í leiknum. Haukur Jóhannes- son var þar aö verki eftir aö Gunnar Straumland haföi hætt sér út í víta- teiginn til aö bjarga einu áhlaupi heimamanna. Haukur var á auðum sjó í vítateignum og náöi aö senda boltann í tómt markiö. Áður höföu Húsvíkingar haft alla buröi til aö ná forystunni er Kristján Olgeirsson haföi komist einn inn fyrir en Örn Bjarnason, hinn sterki markvörður Njarövíkinga, sá viö honum og varöi meistaralega. Jónas Hallgrímsson jafnaöi fyrir Njarövík á 19. mínútu meö skallamarki og Helgi Helgason lék sama leikinn fyrir aökomuliöið á 33. mínútu. Skoraði þá mjög fallegt mark meö skalla 1—3 í hálfleik. Njarövíkingar reyndu af veikum mætti aö laga stööu sína í seinni hálfleiknum en flestar sóknir þeirra strönduöu á mjög sterkri vörn Völsunga. Einn Völsunga fékk aö sjá rauöa spjaldiö, Bjöm Olgeirsson, en þrátt fyrir aö vera einum færri tókst þ* im ekki aö finna leiðina aö mark- neti Húsvíkinga. Þaö var síðan Ómai Rafnsson sem náöi að skora fjóröa mark Völsunga meö skalla, þriöja skallamarkið í leiknum í sanngjörn- um sigri Völsunga. Ömar Rafns- son átti mjög góöan leik í liði Völsunga. Gunnar Straumland markvöröur varöi vel þegar á hann reyndi og Siguröur Halldórsson var sem klettur í vörninni. Örn Bjarnason átti snilldarleik í Njarövíkurmarkinu þrátt fyrir aö hafa fengiö fjögur mörk á sig. Þá átti Sigurður Isleifsson góöan leik. -fros Toyota Land Cruiser 1966, V 8 350 Chevy, 4 gíra kassi með Hurst skipti, góð dekk og blæja, hörkujeppi á sann- gjörnu verði. Dodge Dart Sport 1975, 6 cyl., sjálfskiptur í gólfi, vökvastýri, topplúga, út- varp/segulband o.fl. Dodge Ramcharger Royal SE 1979, ekinn aðeins 53.000 km, sjálf- skiptur, vökvastýri, út- varp/segulband, nýyfirfarinn og með 6 mánaða ábyrgð, skipti möguleg á ódýrari bíl. CHRYSLER SK®DA &?crr*ex>' í sérf lokki Fiat 1271980, ágætis eintak, í góðu lagi, mjög góð kjör. Skoda 120 - GLS 1982, toppbíll, ekinn aðeins 27.000 km, rauður og gullfallegur. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.