Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. ÚTBOÐ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) óskar eftir til- boðum í lokafrágang innanhúss (3. áfanga) í íbúðum aldr- aðra félagsmanna VR að Hvassaleiti 56 og 58. Útboðs- og verklýsingar verða afhentar frá og með mánudeginum 9. september 1985 hjá Hönnun h/f, Síðu- múla 1, Reykjavík, I. hæð, gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu VR mánudaginn 30. september 1985 kl. 16.00. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: Fóstrur og starfsfólk við uppeldisstörf óskast til starfa á eftirtalin heimili: Austurborg, Háaleitisbraut 70. Hagaborg, Fornhaga 8. Hamraborg v/Grænuhlíð. Hraunborg, Hraunbergi 10. Laugaborg v/Leirulæk. Steinahlíð v/Suðurlandsbraut. Valhöll, Suðurgötu 39. Ægisborg, Ægisíðu 104. Hugsanleg fyrirgreiðsla varðandi pláss á dagvistarheimili. Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimilis eða umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvista í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 16. september 1985. RÍKISÚTVARPIÐ ÚTVARP ALLRA LANDSMANNA RÍKISÚTVARPIÐ auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: Starf aðalbókara Ríkisútvarpsins. Staðgóð þekking á bókhaldsstörfum er nauðsynleg. Starf fulltrúa í fjármáladeild Ríkisútvarpsins til afleysinga í 6 mánuði. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg og þekk- ing á ritvinnslu væri æskileg. Starf málara í leikmyndadeild sjónvarpsins. Vaktavinna. Starf skrifstofumanns á aðalskrifstofu sjónvarpsins. Við- komandi þarf að hafa bílpróf. Umsóknarfrestur um þessi störf er til 20. september og ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra Ríkisút- varpsins, Skúlagötu 4eða Laugavegi 176, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. Ríkisútvarpið vill einnig ráða tvo fréttamenn til starfa á fréttastofu útvarpsins frá 1. október til maíloka á næsta ári. Háskólamenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 15. september. Framandi menning í f ramandi landi • Ert þú fædd/ur 1968 eða 1969? • Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? • Viltu kynnast lifnaðarháttum annarra þjóða? • Viltu búa eitt ár íframandi landi? • Viltu verða skiptinemi? Umsóknarfrestur er til 9. október. Opið daglega milli kl. 14 og 17. Ef svarið er já, hafðu þá samband við: cilfS á Islandi Hverfisgötu 39, P.O.Box 753 — 121 Reykjavík, sími 25450. Neytendur Neytendur Neytendur Hvað kostar skólafatnaðurinn? Tíu þúsund eða innan við þrjú Skólafatavertíðin virðist í hámarki samkvæmt upplýsingum sem DV fékk á leið sinni í gegnum fimm verslanir höfuðborgarinnar. Við vorum að reyna að gera okkur grein fyrir því hvað kostar að kaupa nokkrar nauðsynlegar skólaflíkur á börn, 7—10 ára, sem eru að hef ja skólagöngu. Ef keypt er það dýrasta sem við sáum á markaðnum, — þaö sem krakkarnir myndu kalla „smartast” — gæti kostnaðurinn hæglega farið yfir 10.500 kr. Ef hins vegar er keypt allt það ódýrasta, og ekki alveg samkvæmt nýjustu tísku, væri hægt að fá sömu flíkurnar fyrir rúml. 2300 kr. Hér er innifalið buxur, úlpa, íþrótta- eða strigaskór og íþróttagalli. Við slepptum að sinni aö athuga verö á fatnaði táninganna, enda erfiðara aö áætla fatakostnað þeirra. Litlu krakkarnir í tískunni En litlu krakkarnir vilja sannarlega einnig tolla í tískunni. I einni verslun sem við komum í voru til sérlega hlýlegar úlpur, sem náðu niður fyrir rass og voru með hettu. Þær voru til í stærðunum 110—170 í bláu og brúnu og kostuðu „ekki nema” 895 kr. Þetta vilja krakkarnir ekki”, sagði afgreiðslustúlkan. Þessar úlpur ná nið- ur fyrir rass en krakkarnir vilja hafa úlpurnar í mitti eða þar um bil! — DVkannarverð á nokknim f líkum fyriryngstu skólakrakkana Allir í íþróttagalla Þaö mætti ætla að við værum ákaf- lega íþróttasinnuð þjóð því hvar sem saman kominn er hópur krakka eru nær því allir í einhvers konar íþrótta- galla. Svokallaðir glansgallar eru mjög vinsælir. Þetta er líka hentugur klæðnaður og þægilegur í meöförum, þarf t.d. ekki að strauja. Viö könnuöum verð á slíkum göllum í tveim sportvöruverslunum. 1 Hummel- búðinni í Ármúla voru Hummelgallar á 2.100 kr. I Sportvali við Hlemmtorg voru til Hensongallar á 2.866 kr„ þeir voru einnig til í Hagkaupi á 2.799 og 2.989 kr. I Miklagarði voru til danskir trimmgallar úr bómullarefni og kostuðu 725 og 829 kr. Vandaðar úlpur Mikil breidd er á úlpumarkaönum. I Hummelbúðinni voru afar vandaðar úlpur sem hægt er að nota beggja vegna. Taka má af þeim ermarnar og nota sem vesti. Þær eru dúnvatteraöar og kosta 4.000 og 4.500 kr. Don Cano úlpurnar eru einnig mjög vandaöar og fengust í tveim litum í Sportvali á 3.380 kr. Þær eru einnig dúnfóðraðar með þunnri hettu í kraganum. I Vörumarkaðnum voru ekki eins voldugar úlpur, enda mun ódýrari. Þar var hægt að fá úlpur með hlýlegu fóðri á 1.450 kr. (upp í stærð, 28), í stærri númerum kostuöu þær 1.895 kr., vatteraðar strákaúlpur voru til á 1.641 kr. 1 Miklagarði var ódýrasta úlpan á 1.489 kr. þar voru til vatteraðir jakkar í tveimur litum (stærðir 116—158) á 1.859 kr., einnig fóöraðir jakkar á 989 kr. Svo og rasssíöu úlpurnar sem gat um áður. • Jónina Ebeneserdóttir sýnir okkur úlpur sem voru á boðstólum i Vörumarkaðinum. • Litlu krakkarnir vilja vera í svörtu stigvélunum, — kannski spilar hégómagirnd mæðranna eitthvað inn i, en verðmunurinn á þessum stigvélum er 640 kr.l • Geir Sveinsson sýndi okkur fatnaðinn í Hummelbúðinni. Þar var að sjálfsögðu á boðstólum gott úrval af íþróttafötum, þ.e. leikfimibúning- um, auk annars sem við segjum frá. íþróttabuxur og tilheyrandi skyrta kosta frá 325 kr. og um 460 kr. Ermastuttir bolir fyrir stelpur i jassballett kostuðu 440 kr. Hummeltaskan á myndinni kostaði 599 kr. iUpplýsingaseðiUi til samanburðar á heimiliskostnaði! j Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi i upplVsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | Fjölskyldu af sömu stærð og yðar. I \ I 1 Nafn áskrifanda 1 ! Heimili i i Simi I Fj.öldi heimilisfólks. I I Kostnaöur í ágúst 1985. - Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. ŒQ x

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.