Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. Útlönd 9 Utlönd Utlönd Útlönd Byltingartilraun íThailandi: Skriödrekaskothríö við stjórnarbyggingar Byltingartilraun var gerö í Thailandi í nótt. Ekki er vitað hver staðan er í landinu er nú. Byltingarmenn og herir hollir stjórn Prem Thinsulanonda út- vörpuðu á víxl tilkynningum um aö þeir væru við stjórnvölinn í nótt. Við stjórnarbyggingarnar í Bankok skutu skriðdrekar byltingarmanna skotum. Utvarp byltingarmann sagði að skriðdrekar þeirra hefðu einnig skotið á aðalstöðvar fyrstu herdeildar hersins vegna þess að hún hefði snúist gegn byltingarmönnum. Skothríðin þagnaöi eftir 15 mínútur. En útvarpssending hermanna sem eru hliðhollir stjórninni sagði að leið- togi byltingartilraunarinnar, Sern Na Nakhon hershöföingi, hafði haft sam- band við þá og boöist til að gefast upp. Ástralskur sjónvarpsmaöur, Nell Davis, sem vinnur fyrir bandarísku sjónvarpsstööina NBC, var skotinn til bana þegar hann var aö mynda byltingartilraunina. „Nell myndaði eigin dauða. Hann var aö mynda skriödrekana þegar skothríö hitti hann allt í einu. Við hent- um okkur allir niöur og byrjuðum aö veifa hvítum vasaklúkum og á meöan hlé varð á skothríðinni drógum við — hersveitir hliðhollar stjórninni virðast hafa yfirhöndina okkur til baka,” sagði annar Ástralíu- maður. Bandarískur hljóðupptökumaöur, William Latch, sem einnig vann fyrir NBC, særðist alvarlega og er nú á spítala. Mikið öngþveiti skapaðist í nágrenni stjórnarbygginganna í Bankok. En annars staöar var líf með eölilegum hætti. Stjórnarherir sögöust vernda hina virtu konungsf jölskyldu Tahilands. En byltingarmenn sögöu áður að þeir gættu f jölskyldunnar. Engin byltingartilraun hefur tekist án stuðnings konungsfjölskyldunnar í Thailandi. Prem Tinsulanonda er nú í Jakarta á Indónesíu. Hann hyggst fara heim samstundis. Síðla í morgun komu stjórnarher- menn fram í sjónvarpi til að forðast frekari blóösúthellingar. Ostaöfestar fréttir herma aö samningaviðræður standi yfir milli hópanna tveggja. Neyðarástandi var lýst yfir. Talsmenn hersins sögöu að byltingarmenn hefðu aðeins um 18 skriðdreka undir höndum og færri en 500 hermenn heföu stutt byltingartil- raunina. Byltingarmenn hófu skothrifl af skriðdrekum i kringum stjórnarbyggingar i Bangkok. Vitað er um tvo menn sem hafa látist og átta sem hafa særst i byltingartilrauninni. Stúdentaóeirðir hafa stundum hraflafl falli stjórna i Bangkok og hafa æði oft verifl blóðugar, þar sem skotvopnum hefur verið beitt af báðum aðilum, eins og þessi mynd frá 1976 ber mefl sér af óeirðum vifl Thammasat-háskólann. Löng saga bylt- inga i Thailandi Síðan 1932, þegar ungir foringjar í hernum og borgaraleg- ir embættismenn (flestir menntaöir á Vesturlöndum) rændu völdum blóðúthellingalaust og afnámu konungsein- veldið, hafa verið 14 byltingar eða byltingartilraunir í Thai- landi. Ymsar stjórnarskrár hafa verið teknar í gildi en enst stutt. Ofstopastúdentaóeirðir 1973 urðu til þess að stjórn Than- om Kittikachorn marskálks féll og í þrjú ár ríkti kjörin borgaraleg stjórn, en herinn batt enda á slíkt daður við lýð- ræðið í okt. 1976 með byltingu og setti Tanin Kraivixien dómara í forsætisráðherrastólinn. Strax á sama ári var hann leystur af hólmi af Kritangsak Chomanan hershöfð- ingja sem 1979 leyfði þingkosningar og stjórnaði sam- kvæmt nýrri stjórnarskrá. Kritangsak var mjög gagnrýnd- ur fyrir efnahagsstefnuna og sagði af sér í febrúar 1980. Prem Tinsulanonda yfirhershöfðingi, sem þá var yfir herjum landsins, hefur setið við völd síðan en það hefur verið stormasamt um hann. Meðal annars var gerð tilraun til byltingar í apríl 1981. — Prem var við embættisstörf í þrjá mánuði á árinu 1984, en sneri aftur til starfa eftir 14,8% gengisfellingu á gjaldmiðli landsins, sem mæltist illa fyrir, enda mikil óánægja með efnahagsstefnu stjórnar hans. Arthit Kamlang-Ek, æðsti yfirmaður hersins, setti Prem skilmála en féll þó frá kröfunni um að hætt væri við gengis- fellinguna. Kommúnistar hafa reynt að ber jast upp í valdastólana í Thailandi og notið stuðnings nágrannanna í Indókína, en í fyrra kunngerði stjórnin í Bangkok að skæruhernaður kommúnista hefði að mestu verið bældur niöur. Sagt var þá að kommúnistar réðu ekki yfir nema tæplega 2000 skærulið- um en þeir voru flestir um 12 þúsund á árunum 1978 og ’79. Týndi sonurinn sneríheim Japanskur maður, sem varð viðskiia við f jölskyldu sína sem barn í Kína, hefur nú hitt forcldra sína á ný eftir 40 ára aðskiinað. Yöshiharu Tomioka týndi foreldrunum sínum þegar þcir flúöu tfl Japans eftir heims- styrjöldina síðari, árið 1946. Kinversk fjölskylda tók hann að sér tveggja ára gamlan og 61 upp sem sinn cigin son. Á föstudag hitti svo Tomioka for- eldra sina á flugvellinum í Osaka. Þaö urðu tárvotir fagnaðarfundir. Tomioka ætlar aö dvclja í Japan í hálft ár, en hverfa svo aftur til Kína, þar scm nafn hans er Zhao Liandi. Misþyrma kennurum Opinberir f jölmiðlar í Kína eru nú í herferð gegn óiátabelgjum er ráðast á kennara í skólum landsins. Ungmennafréttír Kína sögðu frá atviki þar sem þrfr nemar brugðu snöru um háls kennslukonu og drógu hana 50 metra, þannig aö hún skaddaðist al- varlega. Fréttaþjónustan sagði að nefnd þjóð- þingsins væri nú að fjaila um málið. Nefndin hefði lagt til aö ungmennunum þremur yrði refsað stranglega. Undanfarið hafa blöð verið uppfull af slíkum frásögnum af ofbeldi gagnvart kennurum. Og þriðjudagurinn hefur verið gerður „kennaradegi” í Kína. T/mes íbladsölur áMöltu Lundúnablaðið Times kom í blað- sölur á Möltu i gær í fyrsta sinn í 4 1/2 ár því að nú hefur veriö aflétt banni við sölu blaðsins á eyjunni. Blaðsölubannið var sett á Times eftir að blaðið hafði neitað að birta tvö bréf frá ríkisstjórninni sem svör við grein og lagabreytingar hjá Möltubúum. — Dom Mintoff, sem þá var forsætis- ráðherra, taldi greinina ónákvæma. — Banuinu var aflétt eftir að Rómar- fréttaritari Times tók viðtal við núver- andi forsætisráðherra, Carmelo Mifsud Bonnici. Stálusjónauka Napóleons Sjónauka Napóleons, sem keisarlnn notaði við orrustuna við Austerlitz, var stolið af innbrotsþjófum, sem komust inn í safnið á Bretagne-skaga, en þaðan höfðu þeir á brott með sér verðmæti um eða yfir elnn milljarð franka. Þeir stálu einnig hrosshári af hest- um Lúðvíks 16. úr Josselin-höllinni, sem er í eigu Rohan-ættarinnar. — Hertoginn af Rohan sagði þýfið hafa mikið minningarlegt gildi fyrir ættina. Gengu berserks- gangídýragaröi Tvcir táningar, sem drápu 64 dýr i dýragarðinum í Adelaide, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi. Piltarn- ir, sem báðir eru átján ára, höfðu skorið á háls, stungiö og barið til dauða kengúrur, vörtusvin, kindur, kaninur, antilópu, lamadýr, krókódil og fugla i siðasta mánuði og þrættu ekki fyrir sök sina. Þeir viðurkenndu cinnig innbrot og búðahnupl og hlutu fyrir það við- bótarrefsingar, annar samtals fjögur og hálf t ár en hinn alls fímm ár. Dengættiað skrífabók Richard Nixon, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, ráðlagði Deng Xiaoping Kinaleiðtoga að skrifa bók um hvernig hann hefði náð svo háum aldri. „Þú gætir selt hundruð þúsunda eintaka af slíkri bók í Bandaríkjunum,” sagði Nixon við Deng. Deng, sem er nýorðinn 81 árs, svaraði þvi til að i Kina hefði hann nægan tíma til að hreyfa sig, en mikil- vægast væri að hafa ekki of miklar áhyggjur. Nixon er í sjö daga ferð um Kína. Kinverjar hafa mikið dálæti á Nixon. Þaö var Nixon sem átti frumkvæði að því að samband Bandaríkjanna og Kina batnaði fyrir um 10 árum. Stöðvaskal kafbátana „Aðalhættan stafar af sovéskum kjamorkukafbátum sem geta brotið sér leið inn á djúpsævi Atlantshafsins og valdið óskunda á siglingaleiðum,” sagði Sir Nicholas Hunt, aðmiráll og yf irmaður NATO á Austur-Atlantshafi, við fréttamenn fyrir helgi. „Við erom að æfa þá leikáætlun okkar að stoppa þá á Noregshafi.” Hunt var að skýra blaðamönnum frá hcræfingum Atlantshafsbandalagsins, Ocean Safari, sem fara nú fram á haf- inu suðaustan við ísland. t heræfingunum taka þátt yfir 160 skip og hundruð flugvéla. Meðal þeirra sem koma nálægt æfingunum ero íslensk varðskip og flugvélar á Kefla- vikurflugvclli. tslensku varðskipin fylgja um þetta leyti tveim tankskipum og átta kaup- skipum inn í Hvalfjörð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.