Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1985, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER1985. 17 Þaö er kannski aö bera í bakka- fullan lækinn aö enn ein greinin birt- ist um skólamál en þar sem mér finnst litið hafa heyrst frá kennurum sjálfum langar mig að leggja orö í belg. Fjársvelti grunnskólanna Þaö er kunn staöreynd öllum sem viö kennslu fást hve erfitt viröist aö afla búnaöar til skólanna. Mörg sem jafnvel er gert ráö fyrir í kennsluleiöbeiningum. Tölvuvæöing er varla byrjuö. Námsefni sein á aö kenna kemur kannski ekki fyrr en eftir áramót eöa er alls ekki gefiö út. Stuðnings- og sérkennslu er víðast haldiö í algeru lágmarki þannig aö hugsjón grunnskólalaganna um rétt hvers og eins til náms viö sitt hæfi er fótum troðin. Eg hef upplýsingar um aö í um 600 nemenda skóla hafi verið og ströng. Til aö allt færi nú ekki í hundana var kennurum lofaö endur- mati á starfi sínu sem bæta átti kjör- in og lögverndun starfsheitisins átti að fylgja í kjölfariö. Oft vitnaöi blessaöur menntamálaráöherrann til þessara nefnda og sagöi kennur- um aö bíöa rólegum. Verið væri aö vinna aö þeirra málum. En, jú sjá hvaö gerðist, nákvæmlega ekkert! Nefndirnar skiluöu áliti í lok febrúar Ef hér er ekki um mismunun aö ræða þá held ég hreinlega aö þeir sem telji þaö ekki, skilji alls ekki hvaö orðið þýöir. Nema aö þar sé komin ríka þjóöin meö bundið fyrir bæði augu. Hafa kennarar áhuga á menntun barna sinna? Jú það held ég. Á kennari meö laun frá 22—30 þús. krónur á mánuöi eitthvert val um hvort barn hans sækir þennan skóla? Nei, hann heföi ekki efni á því aö borga 3200 krónur á mánuði, svo einfalt er þaö. Þegar svo engar forsendur fyr- ir stofnun skólans, aörar en: „skemmtilegur skóli”, og: „nánari tengsl viö atvinnulífið”, hafa heyrst, þá er hér um hreina og beina aöför aö hinum almenna grunnskóla aö ræða. Aöför sem byggist á mismun- un. Kennslufræðilegu forsendurnar eru engar. Loforðin og efndirnar dæmi er hægt að nefna í því sam- bandi. T.d. þaö aö börn á yngri stig- um þurfa víöa aö sitja viö stóla og borð sem alls ekki eru miðuð viö þeirra vöxt. Skólar þurfa aö bíða í óratíma eftir því aö fá fé til kaupa á einu sjónvarpi og myndbandi sem endar svo kannski meö því aö for- eldrafélagiö er látiö safna fyrir slíku. Bókasöfnin eiga ekki til bækur, sem ætlaöar eru til notkunar í kennslu, og áætlaöar fjórtán þúsund krónur á mánuöi til félagsstarfsemi. Kennar- ar hafa jafnvel fariö í safn- og skemmtiferðir á hluta þeirra launa sem þeir áttu aö fá. Ástæðan, jú, ann- ars var ekki hægt aö fara og borgaði þó hver nemandi fyrir sig. Launamál kennara Baráttan síöasta vetur var hörð og síðan hefur ekkert gerst. Fyrir mig er biðin oröin of löng. Eg treysti einfaldlega ekki heilindum ráöherr- ans lengur. Háttvirtur menntamála- ráöherra afrekaði þó að láta skóla- skyldu í 9. bekk koma til fram- kvæmda. I hvers þágu veit ég ekki. Alla vega ekki nemendanna, því þeir komu jú hvort sem var (yfir 95% þeirra). Einkaskólinn Ekki má þó undanskilja aðal afrekiö: Skóla fyrir 100 nemendur, þar sem foreldrar borga fyrir aö skólinn uppfylli grunnskólalögin. Kalla svo fyrirbrigöiö einkaskóla og segja að ekki sé um mismunum aö ræða, heldur „framtak sem til þess sé fallið aö auka fjölbreytni í skóla- starfi” (menntamálaráöherra, Mbl., 13. júlí). HELGI ÞÓRHALLSSON FYRRV. KENNARI Umræður um einkaskólann Kennarar eyöa ekki miklu af tíma sínum í umræður um stefnu vinstri og hægri manna. Þeir tala fyrst og fremst um nemendur, kennslu, út- færslu námsefnis, undirbúning o.fl. Jú, og svo auðvitað um launamálin og ég hef ekki heyrt neinn hrósa launum sínum. Nei, þeir eru jafnvel meö fjölskylduna á vonarvöl og íbúöirnar undir hamrinum, því þeir hafa þá hugsjón aö kenna. Fyrir marga er hugsjónin oröin of dýr. Þaö er því argasta lágkúra í málflutningi margra einkaskólasinna aö nefna það í rökum sínum aö obbinn af kennurum aðhyllist róttæka vinstri stefnu í stjórnmálum og vilji ríkis- forsjá. Nei, einkaskólasinnar ættu, ef þeim er umhugaö um menntun í þessu landi, aö taka sér stööu meö kennurum og berjast fyrir öflugum, velbúnum grunnskóla. Einnig aö fariö veröi eftir grunnskólalögunum. Ekki síst eiga þeir aö berjast fyrir því að grunnskólastarf sé metið sem einn af aðalundirstöðuatvinnuvegum þjóöarinnar. Helgi Þórhallsson, fyrrverandi kennari. • „Baráttan siðasta vetur var hörð og ströng. Til að allt færi nú ekki i hundana var kennurum lofað endurmati á starfi sinu sem bæta átti kjörin og lögverndun starfsheitsins átti að fylgja i kjölfarið." A „Þaöerþvíargastalágkúraímál- flutningi margra einkaskólasinna að nefna þaö í rökum sínum að obbinn af kennurum aöhyllist róttæka vinstri stefnu í stjórnmálum og vilji ríkisfor- • f «« s]a. Trúlaus með lít- ið hjartarými Mikiö er ég fegin aö ég skuli ekki vera íbúi Teigahverfis þessa dagana. Eg þarf ekki að taka afstööu til þess hvort ég vilji fá starfsemi Verndar í næsta hús viö mig. Eg er ekki kölluð fasisti, apartheit-sinni eða ókristin ERNA V. INGÓLFSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR meökanínuhjarta. Starfsemi Verndar er af hinu góða og þar sem hún er búin áö missa hús- næöi sitt á Skólavörðustíg, þar sem 10 manns búa, verður Vernd aö sjálfsögðu aö fá einhvers staðar inni. Þaö hefur lengi veriö draumur Verndar aö koma starfsemi sinni undir eitt þak. Á Laugateignum, í miðju rólegu íbúöarhvérfi, þar sem aöaílega býr gamalt fólk eöa ungt meö lítil börn, hefur Vernd keypt hús sem rúmar 25 manns. Af þeim eiga aö vera 4 starfsmenn. Þetta er sem sagt heilt knattspyrnulið ásamt línu- vörðum og dómara. Á neöri hluta Laugateigs, vestan Gullteigs, búa um 100 manns. Þar er hús Verndar, íbúar húsa samtakanna eru fyrrverandi fangar, fyrrverandi fíkni- og áfengis- neytendur og menn á skiloröi, sem hvergi eiga annars staöar höfði sínu aö halla. Menn þessir eru mislangan tíma í þessum húsakynnum. Oft 3—6 mánuði. Viss kjarni er þar lengur. Það breytir þó ekki því aö örar skipt- ingar eru á ibúum. Ut og inn um húsið á Laugateignum gætu fariö 50—100 manns á ári. mk „Er ekki tími til þess aö málefna- legar umræður fari fram. Ekki meö æsingi þar sem íbúar eins hverfis eru kallaöir fasistar, apartheit-sinnar og búi í taugahverfi.” Starfsemi Verndar er nú á Ránar- götunni og Skólavörðustígnum. Á báöum þessum stööum er um 5 minútna gangur í miðbæinn í iðandi mannlíf. Ibúar Verndarhúsanna hverfa í f jöldann. Því er ekki þannig fariö í Teigahverfi. Eg minnist þess þegar Víet- namarnir komu hingaö, þeir áttu sannarlega nógu bágt. Þá var mikið talaö um kynþáttamisrétti. Margir Islendingar áttu ekki nógu sterk orö til þess að fordæma slíkt misrétti. Einn kunningi minn átti íbúð sem hann ætlaöi aö leigja. „Af hverju leigirðu ekki Víetnamfjölskyldu,” spuröi ég. Það kom annað hljóð í strokkinn. Maöurinn átti krakka á táningaaldri. Aldrei væri aö vita nema ástarsamband gæti oröiö á milli Víetnamflóttafólksins og hrein- ræktaöra Islendinga. Vissulega eru fyrrverandi refsi- fangar búnir aö greiöa fyrir syndir sínar með því aö sitja í fangelsi svo og svo langan tíma. Fangelsismál okkar eru meira og minna í molum. T.d. hefur forstööumaður Kvía- bryggju ítrekaö reynt að fá vinnu fyrir fanga sína, án árangurs. Þar er • „Starfsemi Verndar nú er á Ránargötunni og Skólavörðustígnum. Á báðum þessum stöðum er um 5 minútna gangur í miðbæinn i iðandi mannlíf. íbúar Verndarhúsanna hverfa i fjöldann. Því er ekki þannig farið í T eigahverfi." DV-mynd VH V. reynt að koma fyrir föngum sem brotiö hafa af sér í fyrsta skipti. Þeir venjast því á iöjuleysi. I staö þess ætti aö taka þaö upp hér á Islandi, eins og víða annars staðar, að fangar ynnu fyrir því sem þeir hefðu stoliö eöa skemmt. Ekki væri úr vegi aö þeir borguðu í eigin persónu til þeirra sem hafa skaðast. Ibúar Teigahverfis söfnuöu undir- skriftum í hverfinu til þess aö mót- mæla stærðareiningu Verndar. Undir eftirfarandi skrifuðu 90% íbúa sem náöist í á þrem dögum. Af um 1000, sem höföu kosningarrétt, skrifaöi á fimmta hundraö undir. „Haft hefur veriö samband viö lækna, sálfræðinga og félags- ráögjafa. Þaö er samhljóöa álit þeirra aö óráölegt sé að reka heimili til endurhæfingar fleiri en 8 fyrr- verandi fanga á sama stað. Því viljum viö undirritaðir íbúar Laugarneshverfis mótmæla fyrir- huguöum rekstri á 23 manna heimili á Laugateigi 19 og lýsum ábyrgð á hendur stjórnar Verndar á þeim af- leiöingum, sem af kunna aö hljótast.” Er ekki tími til þess að málefna- legar umræður fari fram. Ekki meö æsingi þar sem íbúar eins hverfis eru kallaðir fasistar, apartheit-sinnar og búi í taugahverfi. Eigum viö ekki sjálf aö líta í eigin barm og spyrja um eigið hjartarými. Viljum viö fá svona stóra einingu af skjólstæðingum Verndar í næsta hús viö okkur? Svari hver eftir sinni samvisku. Erna V. Ingólfsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.